Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Bókarastarf Fyrir eina af deildum Sambandsins óskum við eftir að ráða í starf bókara. Starfið felur í sér m.a. umsjón með bókhaldi deildarinnar, þar með talið merkingu skjala og frágang til skráningar, móttöku greiðslna og frágangi lánsskjala, eins og víxla og skula- bréfa. Leitað er að frambærilegum einstaklingi með góða bókhaldskunnáttu og æskilegt er að hann hafi reynslu í ofangreindum störfum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra, er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 19. þessa mánaðar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA STARFSMAHNAHALÐ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Óskum að ráða iðjuþjálfa til starfa við Sel, hjúkrunar- og endurhæfingadeild aldraðra. Um er að ræða fullt starf, en hlutastarf kem- ur einnig til greina. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist til Sonju Sveinsdóttur, hjúkrunar- framkvæmdastjóra, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar í síma 22100 milli kl. 13 og 14 alla virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hrafnista Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa. Deildarstjóra vantar á hjúkrunardeild. Enn- fremur vantar hjúkrunarfræðinga á kvöld- og helgarvaktir. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54288. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóra vantar á 200 lesta bát frá Vest- fjörðum sem verið er að skipta um vél í. Upplýsingar í síma 94-6105 á skrifstofutíma og 94-6215 á kvöldin. Sjúkrahúsið á Blönduósi Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Sjúkrahúsið á Blönduósi vill ráða í eftirtaldar stöður: Hjúkrunarfræðinga bæði í fullt starf og hluta- starf. Sjúkraliða. Leitið upplýsinga um hvað við höfum að bjóða ykkur hjá hjúkrunarforstjóra í símum 95-4206 og 95-4528. Kvenfataverslun Við erum í miðbænum og óskum eftir reyklaus- um starfskrafti á aldrinum 30-55 ára. Vinnu- tími frá kl. 13.00-18.00 5 daga vikunnar. Sendið inn starfsumsókn á auglýsingadeild Mbl. með upplýsingum um aldur og fyrri störf fyrir 19. janúar merkta: „KB - 4993“. SEM STEIMST Einingaverksmiðja Við óskum eftir duglegum starfsmönnum á aldrinum 25-40 ára í eftirtalin störf í eininga- verksmiðju fyrirtækisins: 1. Tvo starfsmenn við framleiðlu holplatna. Vinnutími frá kl. 4.00-12.00. 2. Tvo starfsmenn til lagerstarfa, og mun annar þeirra sinna hálfu starfi á rannsókn- arstofu. Vinnutími frá kl. 8-17. 3. Tvo starfsmenn við framleiðslu á bitum og við ýmis önnur sérverkefni. í boði eru góð laun og góð aðstaða. Heitur matur í hádegi. UpplýsingargefurJónasTh. Lilliendahl ísíma 651444 mánudaginn 16. jan. ’89 á milli kl. 13 og 16. Félagsmálstjóri Staða félagsmálstjóra hjá ísafjarðarkaupstað er laus til umsóknar. Menntun á félags- eða sálfræðisviði, og/eða reynsla æskileg. Upplýsingar gefa bæjarstjóri eða félagsmála- stjóri í síma 94-3722. Umsóknarfrestur er til 26/1 89. Bæjarstjórinn á ísafirði. Sala - sala Sölufólk óskast til starfa. Um er að ræða tímabundin sölustörf er byggjast á heim- sóknum og hringingum til fyrirtækja. Störfin eru unnin frá kl. 9-5 á daginn og gera kröfu um reynslu eða brennandi áhuga á sölustörfum. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir um að leggja inn umsóknir fyrir 21. janúar 1989 merktar: „R - 4112". Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri óskast til starfa hjá þekktum samtökum innan atvinnulífsins. Leitað er eftir starfsmanni með háskóla- menntun og starfsreynslu í rekstri fyrirtækja. í boði er góður starfsvettvangur við fjöl- breytt og áhugaverð verkefni. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 21. janúar nk., merktar: „Trúnaðarmál - 6982“. STOOTVO Stöð 2 - íslenska sjónvarpsfélagið auglýsir eftir þýðendum að erlendu dagskrár- efni. Um erað ræða verktakavinnu. Nauðsyn- legt er að viðkomandi hafi til umráða tölvu og myndbandstæki. Umsækjendur verða að hafa gott vald á íslensku, og víðtæka þekkingu á a.m.k. einu erlendu tungumáli. Umsóknareyðublöð liggja frammi á af- greiðsiu Stöðvar 2, Krókhálsi 6, og óskast afhentar á sama stað af lysthafendum merkt: „Þýðingadeild". DAGVIST BARIVA P Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík auglýsir stöðu umsjónarfóstru með rekstri gæsluvalla lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjóri eða skrifstofustjóri Dagvistar barna í síma 27277. Stýrimaður og 1. vélstjóri óskast á Hring SH-277 frá Ólafsvík. Upplýsingar í símum 93-61388, 93-61317, 93-61133 og um borð í bátnum í síma 985-23958. Sölumaður Óskum að ráða karl eða konu til sölustarfa á skemmtilegum vörum. Aðeins hressilegur persónuleiki, á aldrinum 20-30 ára, kemur til greina. Upplýsingar um fyrri störf sendist í seinaöta lagi 19. janúar til auglýsingadeildar Morgun- blaðsins merktar: „E - 4111“. Stjórnunarstörf Fjármálastjóri (570) Fyrirtækið er stórt inn- flutningsfyrirtæki. Starfið krefst viðskipta- fræðimenntunar og reynslu af stjórnunar- störfum. Verkfræðingur (674) Fyrirtækið er stórt þjónustufyrirtæki. Leitað er að rekstrar-, véla- eða skipaverkfræðingi með 5-10 ára starfsreynslu. Framleiðslustjóri (719) Fyrirtækið er meðal- stórt iðnfyrirtæki. Leitað er að vél- eða rekstrar- tæknifræðingi, starfsreynsla ekki nauðsynleg. Innkaupastjóri (9) Fyrirtækið er stórt inn- flutnings- og verslunarfyrirtæki. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða, enskukunnáttu, þýskukunnátta æskileg. Þekking á ALVÍS- vörukerfi kæmi að góðum notum. Verslunarstjóri (684) Fyrirtækið er vara- hlutaverslun. Leitað er að röskum og þjón- ustuliprum manni. Starfsreynsla æskileg, enskukunnátta nauðsynleg. Sérfræðistörf Logistik (716) Verkfræðistofa í Reykjavík. Starfið krefst verkfræði- eða tæknifræði- menntunar. Reynsla af flutningafræði æskileg. Lagnahönnun (15) Verkfræðistofa í Reykjavík. Leitað er að verk- eða tæknifræð- ingi. Iðnmenntun æskileg. Starfsreynsla ekki nauðsynleg. Viðskiptafræðingur (614) Endurskoðunar- stofa í nágrenni Reykjavíkur. Leitað er að viðskiptafræðingi (lögg. endurskoðanda). Reynsla af lokauppgjöri og skýrslugerð nauð- synleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóKnir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs fyrir 21 janúar. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.