Morgunblaðið - 19.01.1989, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989
Hörður Einarsson stj órnarformaður Amarflugs:
Skattahækkunum mótmælt á fundi SUS:
„Einbeitum okkur að
hlutafiáraukningu“
HORÐUR Einarsson stjórnarformaður Amarflugs segir enn of
snenunt að segja til um það hvort Amarflugi tekst að útvega tilskil-
ið nýtt hlutafé, til þess að félaginu takist að bjarga rekstrinum. Það
sé samt sem áður sá möguleiki sem stjórnendur félagsins einbeiti
sér að þessa dagana.
„Það er verið að vinna að'því að
útvega nýtt hlutafé og hvort það
tekst eða ekki á bara eftir að koma
í ljós,“ sagði Hörður í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði að ef það
tækist ekki yrðu stjómendur félags-
ins að athuga með aðrar leiðir, en
þeir myndu ekki velta þeim fyrir
sér fyrr en það lægi fyrir hvort
h 1 utafj árau kni ngi n tækist.
Aðspurður hvort stjómendur
Amarflugs gætu hugsað sér að fé-
lagið sameinaðist Flugleiðum eins
og tillaga Steingríms Sigfússonar
samgönguráðherra gerir ráð fyrir,
takist þeim ekki að útvega tilskilið
íjármagn, sagði Hörðun „Við ein-
beitum okkur að einu verkefni í
einu og skoðum þann möguleika
ekki á meðan við vinnum að því
að útvega nýtt fjármagn."
Hörður sagði að það lægi ljóst
fyrir að brýnt væri að niðurstaða
fengist sem fyrst i þessu máli og
kvaðst hann gera sér vonir um að
það yrði fyrir næstu mánaðamót,
þótt erfitt væri að nefna dagsetn-
ingar í þessum efnum.
Morgunblaðið/Þorkell
„Við erum að heQa nýja sókn með annan valkost gegn ofsköttunarsteftiu ríkisstjórnarinnar — valkost
ftjálslyndrar umbótasteftiu í íslensku þjóðfélagi," sagði Þorsteinn Pálsson á fundi SUS. Til vinstri situr
Arni Sigfússon, formaður SUS, undir rauðu ljósi.
Smygl á
1100 bjór-
kössum
óupplýst
ENGINN hafði í gærkvöldi
gengist við að eiga þá ellefú
hundruð kassa af Heineken-
bjór sem tollgæslan fann í inn-
sigluðum gámi úr Laxfossi i
Sundahöfti á þriðjudag. Þetta
er mesta magn af bjór sem
tollgæsla hér á landi heftir
fimdið í einu skipi. Rannsókn-
ardeild toUgæslunnar vinnur
nú að málinu í samvinnu við
RLR.
Kristinn Ölafsson tollgæslu-
stjóri taldi í gærkvöldi ótíma-
bært að ræða hvort óskað yrði
eftir kyrrsetningu einhvers úr
áhöfti skipsins, en Laxfoss á að
halda úr höfn í dag. Hann sagði
að gámurinn hefði komið um
borð í skipið f Antwerpen og að
samkvæmt plöggum skipsins
hefði hann átt að vera tómur.
Tollgæslustjóri sagði aðspurður
að gáminum hefði verið lokað
með innsigli eins og öðrum gám-
um í lestinni.
Ibúðir aldraðra hækka
um 250-375.000 kr.
Skattar ekkjufólks hækka um 50% - einstæðra foreldra um
PÉTUR Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, segir að vöru- stjómarinnar kom fram hjá ræðu-
gjaldshækkanir stjórnvalda muni hækka um 5% verð verndaðra þjón-
ustuíbúða aldraðra, á borð við þær sem sjómannadagsráðin i
Reykjavík og Garðabæ eru að byggja við Naustahlein i Garðabæ.
Þetta þýðir hækkun íbúðarverðsins um 250.000-375.000 krónur, að
þvi er Pétur sagði á fundi Sambands ungra sjálfstæðismanna á
Hótel Borg i gær. Pétur sagði að sparnaðurinn í því að auðvelda
öldruðum að búa í eigin húsnæði næmi um 1,6 milljónum fyrir hvern
einstakling sem ekki þyrfti að vista á stofiiun. Það skyti því skökku
við að öldruðum væri gert erflðara fyrir að koma sér i tryggt eigið
húsnæði.
Fundur SUS bar yfírskriftina var haldinn fyrir fullu húsi. Mjög
„Ríkisstjóm yfír á rauðu ljósi" og hörð gagnrýni á skattastefnu ríkis-
Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri;
Efast um að vaxta-
munur bankans nægi
blaðinu í dag: „Vegið meðaltal vaxta-
munar hjá Landsbanka íslands allt
árið 1988 var 5,09% ... eftir síðustu
ákvörðun meirihluta bankaráðs
Landsbanka íslands í vaxtamálum
frá 29. nóvember sl. reiknast mönn-
um til að vaxtamunur bankans sé
3,39%. Af þessu getur alþjóð séð
hversu heilar brýmar eru í málatil-
búnaði Ó. Grímssonar sem kallar sig
fjármálaráðherra."
Sjá nánar f miðopnu.
„VAXTAMUNUR Landsbankans
er 3,39% og ég efast um að hann
nægi til að hægt sé að reka bank-
ann hallalausan. Ef þessi vaxta-
munur yrði út árið yrði bankinn
vafalaust rekinn með halla,“ sagði
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, f samtali við Morg-
unblaðið.
Sverrir Hermannsson segir meðal
annars í grein sem birtist í Morgun-
mönnum, sem voru auk Péturs þau
Sólveig Pétursdóttir, Geir H.
Haarde, Lýður Friðjónsson, Sigurð-
ur B. Stefánsson, Þorsteinn Pálsson
og Ámi Sigfússon.
í gögnum, sem lögð voru fram á
fundinum, vom reiknuð ýmis dæmi
um skattahækkanir. í útreikning-
um, sem endurskoðendur hafa gert
á sköttum 68 ára ekkju, sem á 8
milljóna króna eign, kemur fram
að fyrir lagasetningu stjómarinnar
í desember greiddi hún 6L750 kr.
af eigninni en nú 93.000 kr. og
nemur hækkunin 50,6%. Einnig
kom fram í máli Sólveigar Péturs-
dóttur að einstæð móðir með tvö
böm, fimm og átta ára, hefur hækk-
að í sköttum. Að frádregnum skött-
um námu endurgreiðslur til hennar
í formi bamabóta og bamabóta-
auka 104.961 kr. á síðasta ári, en
verða nú aðeins 82.370 kr. eða
21,5% minni.
I máli Lýðs Friðjónssonar kom
fram að samkvæmt bráðabirgðanið-
urstöðu athugunar, sem Vinnuveit-
endasambandið og önnur samtök
vinnumarkaðarins hefðu látið gera
á skattahækkunum fyrirtækja,
kæmi fram að þær væru meiri en
menn hefði órað fyrir. Þannig
Bankamálaráðherra og bankaeftirlit:
Ekki samráð um vaxtaákvarðanir
Hefur víðtæk áhrif á túlkun samráðshugtaksins, segir Vilhjálmur Egilsson
Bankaeftirlit Seðlabankans segir að fundur þriggja ráðherra með
bankaráðsmönnum stjórnarflokkanna geti ekki talizt samráð um
vaxtaákvarðanir f skilningi 22. greinar laga um viðskiptabanka.
Ekkert liggi fyrir um að ríkigviðskiptabankarrJr hafl eða muni ha£a
samráð um ákvarðanir um vexti eða þjónustugjöld. „Verði það hins
vegar gert er það sjálfstætt athugunarefiii hvernig staðið var að
þeirri ákvarðanatöku,“ segir bankaeftirlitið.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði það skoðun sfna að
fundurinn hefði alls ekki falið í sér
samráð milli lánastofnana um
vaxtaákvarðanir í skilningi banka-
laganna, heldur hafí eingöngu verið
um það að ræða að fulltrúar ríkis-
stjómarinnar gerðu grein fyrir mati
sínu á horfum í verðlagsmálum og
vaxtaþróun í því samhengi.
„Þetta er að sjálfsögu ekki sam-
ráð um einstakar vaxtaákvarðanir.
Vaxtaákvarðanir eru teknar af
hverri bankastofnun um sig og það
eru bankaráðin sem móta stefnuna
í vaxtamáium. Það er alveg skýrt
að slíkar ákvarðanir eru auðvitað
teknar af hvetjum banka út frá
hans sjónarmiðum og hagsmunum,
en þær hljóta að byggja á mati á
almennum atriðum í hagþróuninni.
Þau vildi ríkisstjómin kynna sem
gerzt fyrir þessum mönnum," sagði
Jón Sigurðsson.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verzlunarráðs, sagði
að það lægi fyrir að ráðherra hefði
sagt í sjónvarpi að það hefði verið
niðurstaða fundarins að menn væru
sammála um að vaxtahækkana
væri ekki þörf, og það gæti
tvímælalaust ekki flokkazt undir
annað en samráð. „Miðað við þessi
viðbrögð ráðherrans og bankaeftir-
litsins kemur það mér mest á óvart,
21%
hækki skattar á meðalfyrirtæki í
samkeppnisiðnaði um tæp 47%.
Lítið fískvinnslufyrirtæki, sem ekki
sé í útgerð, hækki um 33% en skatt-
ar stórs útgerðar- ög fískvinnslufyr-
irtækis hækki um rúm 83%. Dæmin
í verzlun og þjónustugreinum séu
enn hrikalegri vegna mikilla eignar-
skatta. Fyrirtæki, sem rekið sé í
jámum og greiði engan tekjuskatt,
greiði engu að síður 63% hærri
skatta vegna sérstaks skatts á
verzlunar- og skrifstofuhúsnæði.
að þeir skuli ekki bara halda því
fram að fundurinn hafi snúizt um
veðrið og skipulagningu laxveið-
anna næsta sumar."
Vilhjálmur sagði að VÍ hefði ekki
í huga að fara út í málarekstur
vegna þessa. Hins vegar væri ljóst
að þessi túlkun bankaeftirlitsins
hefði víðtækar afleiðingar fyrir
túlkun á samráðshugtakinu í verð-
lagslöggjöfinni. „Það gæti komið
upp sú staða í dómsmálum, sem
ijalla um brot á verðlagslöggjöf-
inni, að veijendur muni mjög vitna
í þetta álit viðskiptaráðherra og
bankaeftirlits," sagði Vilhjálmur.
Götuvita
stolið
GÖTUVITA á mótum Eiríks-
götu og Barónsstígs var sto-
lið aðfaranótt þriðjudags, á
tímabilinu frá miðnætti til
kl. 4. Þjófarnir eru ófundnir
og ekki er vitað hvaða not
þeir ætla sér að hafa af um-
ferðarljósunum, eða hvort
þeir hafa sóst eftir rauða,
gula eða græna ljósinu.
Dagbjartur Sigurbrandsson,
hjá borgarverkfræðingi, sagði
að slíkur þjófnaður hefði ekki
verið framinn áður. „Það virðist
sem sá eða þeir sem þetta gerðu
hafi haft með sér skrúflykil og
skrúfað hausinn lausan. Síðan
hafa þeir klippt á rafmagnið
og rölt í burtu með hausinn.
Engar frekari skemmdir voru
unnar á ljósunum á gatnamót-
unum.“
Dagbjartur sagði að enginn
virtist hafa séð til þjófanna.
„Við spurðumst fyrir í nágrenn-
inu og eftir því sem við kom-
umst næst voru ljósin í gangi
á miðnætti, en starfsmaður
Blóðbankans, sem mætti til
vinnu klukkan fjögur um nótt-
ina, tók eftir að ljósin voru
óvirk. Svona haus á götuvita
kostar um 20-25 þúsund krónur
og það er erfitt að sjá hvaða
not þjófamir hafa af honum.
Menn hafa að vísu sóst eftir
hausunum á skemmtistaði og
við höfum til dæmis selt einum
matsölustað slíkan haus,“ sagði
Dagbjartur Sigurbrandsson.