Morgunblaðið - 19.01.1989, Síða 5

Morgunblaðið - 19.01.1989, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 Strætisvagnar Reykjavíkur: Gengið til samninga við Brimborg hf. um 20 Volvo strætisvagna Brimborg- hf. átti lægstu tilboð- in í strætisvagna fyrir SVR og hefur verið ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið um af- hendingu 20 vagna til SVR á næstu fimm árum. Vagnarnir verða af gerðunum Volvo B10M og Volvo B10R. Þeir fyrrnefiidu eiga að kosta 6.989.000 krónur og hinir síðarnefndu 7.540.000 krónur samkvæmt tilboðunum, að sögn Sigfusar Jónssonar hjá Inn- kaupastofnun Reykjavikur. Borg- arráð samþykkti á fundi sínum í fyrradag að gengið skuli til samn- inga við Brimborg hf. um vagna- kaupin. 12 aðilar skiluðu tilboðum til SVR. Flestir buðu fleiri en einn val- möguleika. Hörður Gíslason skrif- stofustjóri SVR segir að tilboð Brim- borgar hafi verið ótvírætt hagstæð- ast, verð þeirra er lægst, ef frá er talið verð sem júgóslavneskur aðili bauð. Júgóslavnesku vagnarnir þóttu hins vegar óhentugir, enda gömul hönnun, segir Hörður. Meðal annarra sem buðu voru ísam hf. sem bauð Scania-vagna, Ræsir hf. bauð Benz-vagna, Bílaborg hf. bauð DAF-vagna og Hekla hf. bauð Ley- land-vagna. Að auki bárust tilboð íslenzkir útgerðar- menn eru áhugalitlir - segir sjávarút- vegsráðherra um öflun veiðiheimilda „ÍSLENDINGAR hafa lengst af haft lítinn áhuga á öflun veiði- heimilda innan lögsögu annarra ríkja. Því hefur ekki verið unnið að neinu marki að slikum málum. Það þýðir ekkert hefja viðræður um veiðiheimildir, liggi ekki ftill alvara þar að baki,“ sagði Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráð- herra. Eigendur frystitogara hafa lýst yfir áhuga sínum á því að auka af- komumöguleika skipa sinna með því að veiðiheimilda verði aflað meðal annarra þjóða, til dæmis Grænlend- inga. Halldór sagði að á sínum tíma hefði mikil vinna verið lögð í öflun veiðiheimilda innan bandarískrar fiskveiðilögsögu. Þær heimildir hefðu fengizt en jafnframt hefði komið í ljós að áhugi íslenzkra út- gerðarmanna hefði ekki verið raun- verulegur og heimildirnar hefðu ekki verið nýttar. frá framleiðendum yfirbygginga sem buðu val um undirvagna af mismun- andi gerðum. Volvo- vagnamir sem fyrirhugað er að kaupa eru að öllu leyti smíðað- ir af Volvo AB í Svíþjóð. Hörður Gíslason segir að báðar gerðimar, B10M og B10R, séu notaðar víðs vegar um Norðurlöndin og hafi reynst vel. Hann var spurður hvort það hafi haft einhver áhrif á val SVR að Volvo-vagnar em stór hluti vagnaflotans nú þegar. Hann sagði að ekki hefði á það reynt, þar sem verð Volvo-vagnanna hafí verið af- gerandi lægst. „En það má segja að það sé almennt viðurkennt af rekstraraðilum bílaflota, til dæmis á Norðurlöndunum, að betra sé að hafa færri tegundir en fleiri," sagði Hörður. BlOM-vagnamir em með mótor- inn á milli öxla, en B10R hafa mótor- inn aftast í vagninum. Hörður sagði að hinir'fyrmefndu taki nokkm fleiri farþega og henti því betur á ijölförn- um leiðum, hins vegar séu deildar skoðanir manna um ágæti hvors Volvo strætisvagn eins og Brimborg hf býður SVR. Þó er sá munur að öftustu dyrnar á SVR vögnunum verða að öllum líkindum tvöfald- ar. Svona vagn kostar tæpar sjö milljónir króna tilbúinn til aksturs á götum Reykjavíkur. Forsetinn verður við útför Jap- anskeisara VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, verður viðstödd útför Hirohitos Japanskeisara í Tókíó 24. febrúar nk. í för með forsetanum verður Kornelíus Sigmundsson forsetarit- ari. Benedikt Gröndal sendiherra f Japan fer einnig utan vegna þessa. Komelíus Sigmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri ráðgert að forsetinn hitti jap- anska ráðamenn að máli í förinni enda lægju slíkar athafnir niðri meðan þjóðin syrgði keisarann. fyrirkomulags fyrir sig. „Það em ósannaðar en svolítið skiptar skoð- anir um hæfni þeirra, til dæmis í hálku og snjó,“ sagði hann. í viðræð- Pjf % § « unum við Brimborg er ætlunin að kanna möguleika á því að báðar gerðirnar verði með þrennum dymm, fremst, aftast og í miðju vagnanna. Op Utvegsbanki Islands hf Ábótin færir þér varanleg verömæti! ARALÖNG REYNSLA Við hjá Útvegsbankanum höfum ætíð verið stolt af ÁBÓTINNI sem hefur margsannað gildi sitt sem hag- stæð sparnaðarleið fyrir sparifjáreigendur á liðnum árum. Um áramótin var enn aukið á kosti reikningsins með nokkrum nýjungum. STIGHÆKKANDI VEXTIR Við bjóðum nú hærri vexti til þeirra sem ekki taka út af reikningum sínum. Vaxtastigin eru fjögur og miðast við að ekki sé tekið út í 6, 12, 18 eða 24 mánuði. Vextir umfram verðtryggingu á vaxtastigunum eru nú 3.5-5.0%. ALLTAF LAUS Á ÁBÓTINNI er spariféð alltaf laust þegar grípa þarf til þess. Eins og áður reiknast ekkert gjald af úttektum og reikningurinn ber sparisjóðsvexti þá mánuði sem tekið er út. BETRI YFIRSÝN YFIR SPARNAÐINN Til að auðvelda eftirlit með sparnaðinum fá ÁBÓTAR- reikningseigendur nú send yfirlit fjórum sinnum á ári. SPARIÁBÓT VERÐLAUNAR ÞÁ SEM SPARA Nú gefst þér líka kostur á að gera sparnaðarsamkomu- lag við Útvegsbankann með því að stofna SPARIÁBÓT. Þú sparar minnst 5000 krónur mánaðarlega og við millifærum af tékkareikningi þínum, sendum þér gíró- seðil eða þú greiðir á annan hátt sem þér finnst þægi- legri. Þegar þú stofnar SPARIÁBÓT færðu strax vexti samkvæmt 3. vaxtastigi sem nú eru 4.5% umfram verðtryggingu og getur tekið út af reikningnum einu sinni á hverju 6 mánaða tímabili án þess að rýra Vaxta- tekjur þínar. HAFÐU SAMBAND VIÐ ÚTVEGSBANKANN OG FÁÐU UPPLÝSINGAR UM MÖGULEIKA ÁBÓTARREIKNINGSINS. ósarfslA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.