Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 14
14
MófuM^LAÐlÐ'FbÍMÍufiidÚIi -ík -FáÍíÖAR- 1989
Heiður og sómi
eftir Þórhildi
Þorleifsdóttur
Sú var tíðin að úthlutun heið-
ursiauna listamanna var eitt helsta
bitbein stjórnmálamanna. í sölum
Alþingis, fyrir augliti allrar þjóðar-
innar voru listamenn vegnir á vog-
arskálum flokkanna. Flokksmál-
gögnin hvöttu og studdu sína
menn, sem æstust allir og létu
hærra. Líkt og gladiatoramir í
Róm skemmtu þeir lýðnum en í
stað vopna var barist með lista-
mönnum. Því miður verður það að
segjast að oft lét hátt í „vopnun-
um“.
En sem betur fer áttuðu menn
sig á því að þetta gat ekki gengið
og til að forða listamönnum og
ekki síður stjómmálamönnum frá
þessari árlegu hneisu var umræðan
um úthlutun færð úr þingsölum til
menntamálanefnda þingsins sem
sameinuðust til þessa starfs. Þar
fer valið fram fyrir luktum dyrum,
líkt og þegar kardínálar velja páfa,
nema í stað reykskýja kemur út
tillaga sem lögð er fyrir þingið.
Um það hefur verið samkomulag
að vefengja ekki í aðalatriðum nið-
urstöður nefndarinnar og nefndar-
menn sjálfír staðið einhuga um
niðurstöðu, hvemig svo sem henni
hefur verið náð. — Nú hefur hins
vegar orðið breyting á.
Vert er að taka fram að engar
deilur urðu í nefndinni um val lista-
manna sem heiðurslaunin skuli
hljóta, hvort ijölga skuli á listan-
um, og ef svo er þá um hve marga.
Niðurstaðan í ár var að fjórir nýir
skyldu hljóta heiðurslaun í ár, þ.e.
tveir komu í stað þeirra heiðurs-
listamanna sem létust á árinu og
tveim var bætt við. Næsta verk-
efni var að ákveða upphæðina. Hún
er nú ekkert til að hrópa húrra
fyrir, því þegar ríkið er búið að
taka með annarri hendinni það sem
það gaf með hinni ná útborguð
heiðurslaun ekki lágmarkslaunum
í landinu.
Að þessu loknu er svo tekið til
við útnefningar. Nefna allir ein-
hver nöfn, sumir færri en fjóra,
sumir fleiri, með mismunandi mikl-
um rökstuðningp. Þó helst megi
það fínna að störfum nefndarinnar
að lítið er rætt um ástæður tilnefn-
inga, hefur það þó þann kost að
ekki er verið að vega eða meta
hugsanlega verðleika viðkomandi
listamanns, í raun látið nægja að
einhverri tiltekinni persónu (eða
flokki) þyki hann launanna verður.
Nefndin hefur lagalega séð
ákaflega lítið til að styðjast við í
vali sínu. Ekki eru sett nein skil-
yrði fyrir útnefningu, hvorki aldur,
afköst, listgrein eða kyn. Sem sagt
ekki kvóti af neinu tagi. Það er
þó heldur tilhneiging að heiðurs-
laun hljóti þeir einir sem komnir
eru til ára sinna. Sú er mín per-
sónulega skoðun og ég veit að
þeirri skoðun deili ég með fjöl-
mörgum listamönnum. Heiðurs-
laun eru í mínum huga þakklætis-
vottur sýndur listamönnum fyrir
framlag sitt. Þegar menn eru í
fullu fy'öri, skapandi kraftur ekki
tekinn að þverra, eiga þeir að njóta
starfslauna. Auðvitað er alltaf er-
fítt að fínna þessi mörk, en þar á
hver nefndarmanna við samvisku
sína.
En áfram með nefndarstörfín!
Að öllu jöfnu er nú ekki venjan
að tíunda þau, en úr því sem kom-
ið er verður vart hjá því komist.
Formaður nefndarinnar, Ragnar
Arnalds, stakk upp á að gerð yrði
skrifleg skoðanakönnun til að línur
skýrðust og að henni lokinni yrði
gengið til atkvæða — líka skrif-
lega. Er skemmst frá því að segja
að þetta gekk eftir. Þó að þeim á
Þjóðviljanum þyki sæma að tíunda
nákvæmlega hvemig atkvæði
féllu, læt ég nægja að segja að
niðurstaða atkvæðagreiðslu var
afdráttarlaus. Enginn nefndar-
manna gerði athugasemd við nið-
urstöðu og formanni nefndarinnar
falið, venju samkvæmt, að flytja
þingheimi tíðindin.
Þórhildur Þorleifsdóttir
„ Andstaðan við tillögu
ráðherranna var ekki
vegna þeirra tveggja
manna sem þeir vildu
bæta við, heldur vegna
hins að þarna væri ver-
ið að brjóta blað. Draga
málið aftur út út nefnd-
inni og inn í þingsali,
byrja á ný að vegast
með listamenn að
vopni.“
í ljósi þessa kom mjög á óvart
að formaður skyldi segja þegar
hann fylgdi tillögunni úr hlaði að
ósamkomulag hafí verið í nefndinni
og því þurft að ganga til atkvæða.
Því miður gafst ekki tóm til að
inna formanninn nánar eftir þessu
þar sem hann hvarf á braut að
ræðu sinni lokinni. En meir komu
þó viðbrögð nokkurra ráðherra á
óvart. Það er ranghermt í Þjóðvilj-
anum að hvellur hafí orðið í þing-
inu við tíðindin. Sannast sagna er
SVFR 50 ára
Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur árshátíð sína
í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 3. febrúar
Dagskrá: Ávarp, Jón G. Baldvinsson,
formaður SVFR.
Verðlaunaafhending.
Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Gamanmál: Ómar Ragnarsson.
Hátíðarfluga kvöldsins. Vísukeppni.
Glæsilegt happdrætti. Hljómsveitin
Einsdæmi leikur fyrir dansi til kl. 3.
Fylltar laxarúllur.
Sítrónuísmusl.
eilsteiktur nautahryggur Bernaise.
:ulaðimús með mandarínusósu.
^íin innifalin.
Veislustjóri: Ingvi Hraín Jónsson.
Húsið opnað kl. 19.
Miðasala ífélagsheimili SVFR, Háaleitisbraut 68, laugardaginn 21. janúar kl. 13-17.
Borðapantanir á sama stað. Sími 83425.
Hátíðarkveójur.
Skemmtinefnd SVFR.
Stangveiðifélag Reykjavíkur
Opinn fundur
um stangaveiði og netaveiði
í Víkingasal Hótels Loftleiða föstudaginn 20. janúar kl. 20.30.
SVFR byrjar hálfrar aldar afmælisár sitt með opnum fundi stangaveiðimanna og neta-
bænda til að ræða í bróðerni og á breiðum grundvelli samstarf og sameiginleg hagsmuna-
mál þessara aðila.
Frummælendur: Jón G. Baldvinsson, formaður SVFR. Hvers vegna viljum við netin upp?
Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur. Hugsanleg áhrif upptöku neta á
lífríki ánna.
Þorkell Fjelsted, bóndi í Ferjukoti. Viðhorf netabænda.
Hringborðsumræður og almennar umræður undir stjórn Ingva Hrafns
Jónssonar.
Gestir fundarins verða Árni ísaksson, veiðimálastjóri, Böðvar Sigvaldason á Barði, for-
maður Landssambands veiðifélaga og Rafn Hafnfjörð, formaður Landssambands stanga-
veiðifélaga.
Allir áhugamenn um þessi mál eru velkomnir á fundinn,
sem hefst stundvíslega kl. 20.30.
Mætið vei.
Fræðslu- og skemmtinefnd SVFR.
&.:&■■■ f- f- f.f- f f- f.
SVFR SVFH SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR
_Dale .
Carneqie
þjálfun
RÆÐUMENNSKA OG
MANNLEG SAMSKIPTI
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn í kvöld
fimmtudaginn 19. janúar kl. 20.30 á Soga-
vegi 69.
Allir velkomnir.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust.
★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring-
arkrafti í samræðum og á fundum.
★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og
viðurkenningu.
★ Taliðerað85%afvelgengniséukominund-
ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra.
★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu-
stað.
★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða.
Fjárfesting f menntun skilar þór arði ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma 82411
0
STJÓRNUNARSKÓLIIMIM
c/o Konráö Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðm*