Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 15

Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 15 að einungis tveir til þrír hvellir heyrðust, þegar nokkrir ráðherrar sprungu. Einn hvellurinn var þó sýnu hæstur, en það var í fjármála- ráðherra. Hann rótaðist síðan um allt þinghús og talaði um þjóðar- hneyksli, ævarandi skömm fyrir Alþingi Islendinga og fleira í þeim dúr. Síðan bættust menntamála- ráðherra og utanríkisráðherra í hópinn (og reyndar forsætisráð- herra, en lítið fór fyrir honum). Lögðu þéssir fjórir drög að því að sérstök tillaga yrði flutt þar sem tveim mönnum yrði bætt við heið- urslaunalistann. Reyndu þeir að afla þessari tillögu stuðnings, en lítið gekk og endaði með því að forseti Sameinaðs þings sleit fundi og voru þeir kumpánar þar með fallnir á tíma. Andstaðan við til- lögu ráðherranna var ekki vegna þeirra tveggja manna sem þeir vildu bæta við, heldur vegna hins að þama væri verið að brjóta blað, Draga málið aftur út úr nefndinni og inn í þingsali, bytja á ný að vegast með listamenn að vopni. Ef slíkt fordæmi skapaðist væri ekki séð fyrir endann á því. Þeir sem væru óánægðir (og það eru auðvitað allir að einhveiju marki) gætu þá bara komið með tillögur eftir á um „sína menn“ og þar með væri ljandinn laus í þingsölum aftur. Þetta og ekkert annað var ástæða þess að kvennalistakonur vildu ekki ljá þessari tillögu nafn sitt, ekki hitt að verið væri að bregða fæti fyrir einstaka menn. Þessari skoðun deildu þær með fjölmörgum öðrum þingmönnum. En hverjar voru nú röksemdir ráðherranna fyrir því að þetta væri skömm og hneisa? Jú, að við- komandi listamenn hefðu hlotið verðlaun Norðurlandaráðs. Hvílíkt bull! / í fyrsta lagi féllu þeir á eig- in bragði og gleymdu þriðja verð- launahafanum, Hafliða Hallgríms- syni, og bættu honum ekki á tillög- una þó hresst væri upp á minni þeirra. / í öðru lagi geta engin verðlaun eða viðurkenning af nokkru tagi verið aðgöngumiði að öðrum. Þó að Alþingi Islendinga eigi aðild að Norðurlandaráði breytir það engu þar um. Allar viðurkenningar af þessu tagi, hvort sem um er að ræða Norðurlanda- verðlaun eða heiðurslaun eru að- eins verk þess fólks, sem um fjall- ar á hveijum tíma. Það mat verður alltaf afstætt og umdeilanlegt. Ekkert endanlegt eða rétt mat er til, þar sem stærðir eru ekki mæl- anlegar. List er ekki hægt að mæla í skoruðum mörkum, hraða eða lengdareiningum. Enginn lista- maður verður betri þó hann fái verðlaun — enginn verri þó hann hljóti ekki viðurkenningu í ár. Munurinn á heiðurslaunum og Norðurlandaráðsverðlaunum er þó einn. I fyrra tilvikinu ræður ein- hvers konar heildarmat, þ.e. fram- lag viðkomandi listamanns til okk- ar sameiginlega arfs, unnið á löng- um tíma og oftast þegar viðkom- andi iistamaður er kominn á efri ár. Norðurlandaráðsverðlalunin eru verðlaun fyrir eitt verk, án til- lits til fyrri eða seinni verka. Tilvilj- anir gætu hagað því svo að um fyrsta verk höfundar væri að ræða. A þá kornungur maður að fá heið- urslaun sjálfkrafa án tillits til þess hvernig honum kann að takast til seinna? Öfgafullt dæmi auðvitað, og þess ber að geta til að enginn hártogi orð mín að báðir þeir menn, sem hér er um að ræða, eiga mörg og merkileg verk að baki og verð- skulda því bæði Norðurlandaráðs- verðlaunin og heiðurslaun. Atvikin höguðu því þannig að þeir hlutu ekki heiðurslaun í ár. En það kem- ur ár eftir þetta ár. í þriðja lagi ber þess að geta að ef Norðurlandaráðsverðlaunin eiga að verða reisupassi inn á heið- urslaunalistann er um freklega mismunun að ræða á möguleikum listamanna til heiðurslauna. Aðeins eru veitt bókmennta- og tónskálda- verðlaun. Hvers eiga þá myndlist- armenn, leikhúsfólk, hljómlistar- menn og söngvarar, dansarar og arkitektar að gjalda? Vonandi verður þetta frumhlaup ráðherranna til þess að málefni listamanna og hvemig best verði stutt við bakið á þeim og þar með allri listsköpun í landinu komi til gagngerðari og alvarlegri umræðu á Alþingi en nú er raunin. Menn- ingarmál ber þar sjaldan á góma og fáir sem þar halda uppi merk- inu. Það þarf að taka á ótal þátt- um. Úthlutun heiðurslauna, starfs- launa, framlagi til lista- og menn- ingarverkefna, starfslauna, fram- lagi til lista- og menningarverk- efna, starfsemi utan stofnana og svo mætti lengi telja. Það er skoðun undirritaðrar að hlutverk Alþingis eigi einungis að vera að ákveða fjárupphæðir og framlög, en ekki útdeila þeim. Það eiga listamennimir sjálfir að ann- ast. í fyrsta lagi mega flokkspól- itísk sjónarmið aldrei ráða listsköp- un í landinu og í öðm lagi em lista- mennimir sjálfir best til þess falln- ir að vega og meta hvar þörfin er brýnust á hveijum tíma. Allt of mikillar sjálfvirkni gætir nú í ráð- stöfun fjármagns til lista og þarfn- ast útdeiling sífellds endurmats, því listsköpun er síbreytileg eins og lífið sjálft. Þar finnast engar endanlegar leiðir né svör. Listamenn agnúast vissulega hver út í annan (eins og reyndar allar stéttir), en þegar til kastanna kemur fínna þeir allir til ábyrgðar gagnvart listinni sjálfri og em örl- átir hver við annan. Ef þeim yrðu á mistök, eða ef annarleg sjónar- mið yrðu ofan á í einhveiju tilviki, hefðu þeir einungis við sjálfa sig að sakast en þyrftu ekki að skekj- ast í misyindasömum umhleyping- um íslenskra stjómmála. Höfundur er þingmaður fyrir Kvennaiistann í Reykjavík. Víðir II GK varð vélarvana á miðunum: Stimpill brotnaði þegar vélin fór á yfirsnúning Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Barðinn GK 375 kemur með Víði II til Njarðvíkur eftir 7 tíma siglingu af miðunum í Jökuldýpi þar sem þeir voru á línuveiðum. KefUvfk. ALVARLEG vélarbilun varð hjá Víði n GK 275 á fiskislóðum að morgni síðastliðins mánu- dags þegar gangráður við aðal- vél skipsins bilaði með þeim afleiðingum að vélin fór á yfir- snúning og braut stimpil. Barð- inn GK 375 sem var skammt undan tók Víði II í tog og komu bátamir til Njarðvíkur um þijúleytið á þriðjudag eftir 7 tima siglingu af miðunum. Atburðurinn átti sér stað í Jök- uldýpi og voru skipveijar á Víði II langt komnir með að draga línuna þegar óhappið varð. Tveir bátar frá sama útgerðarfélagi voru á svipuðum slóðum, Barðinn GK og Mummi GK, Barðinn tók Víði II í tog, en skipveijar á Mumma luku við að draga það sem Víðir II átti ódregið af línunni. Ferðin til lands gekk seint, dráttartaugin slitnaði á leið- inni og fyrfr utan höfnina í Njarðvík tók talsverða stund að koma Víði II á hlið Barðans áður en siglt var inn í höfnina. Að sögn Kristbergs Helgasonar hjá Rafni hf. er ekki vitað á þess- ari stundu hversu mikið tjónið er, spumingin væri hvort hægt væri að gera við vélina sem væri orðin tæplega 30 ára gömul. Kristberg sagði að ef það tækist ekki væri Ijóst að setja yrði nýja vél í skip- ið. Kostnaður við þá framkvæmd skipti tugum milljóna því þá þyrfti ýmsar meiriháttar breytingar á skipinu sem þá væri úr leik á vertíðinni. Bátamir hafa verið á línuveiðum að undanfömu og físk- uðu vel eftir áramót, en nú hefur heldur dregið úr afla þeirra, enda nær stöðugar ógæftir síðustu daga. BB OFT hefur ÞÍJ getað gert góð 'kaup á útsölum okkar en aldrei eins og rVlJ!! Og ekki nóg með það - við setjum splunkunýjar vörur á • • '$TA u 1 n '*9 UTSOLUMi 50% afsláttur/ ath. AiIii mmm. ^“nun, abZ™*n*6ur ? iffi KARNABÆR 'TKKKr * Laugavegi 66, s: 22950 Austurstræti 22, s: 22925 Glæ V Glæsibæ, s: 34004 b O 0 A R T Austurstræti 22, s: 22925 GARBO Austurstræti 22, s: 22771

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.