Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JAN ÚAR 1989 Ranglætí aukíð í skattlaguingu eigna eftir Geir H. Haarde úr 1,2% í 2,95% eignarskatt í fyrstu grein minni fjallaði ég um skattahækkanir ríkisstjómar- innar almennt og tekjuskatta ein- staklinga. í þessari grein verður farið yfir þær breytingar á eignar- sköttum sem ríkisstjómin beitti sér fyrir. í hinni næstu verður vikið að tekjusköttum fyrirtækja, vörugjaldi og öðrum skattahækkunum ríkis- stjómarinnar. 26% hækkun á 50 þúsund gjaldendum Hækkanir á eignarsköttum urðu meiri en nokkum óraði fyrir, jafn- vel meiri en gert var ráð fyrir í fjar- lagafrumvarpinu. Álagning þeirra fer hins vegar ekki fram fyrr en um mitt ár og mun þunginn af þessari hækkun því ekki koma fram fyrr en þá. Er sérstök ástæða til þess fyrir almenning að huga að því. I fjárlagafrumvarpi var gert ráð fyrir að hækka hinn almenna eign- arskatt, sem leggst á eignir umfram 2,5 milíjónir króna, úr 0,95% í 1%. Reyndin varð hins vegar sú að skatthlutfallið var hækkað í 1,2%. Hér er um að ræða 26,3% raun- hækkun eignarskatts á þeim tæp- lega 50 þúsund gjaldendum sem á annað borð greiða þann skatt. Þessu til viðbótar hækkaði fast- eignamat íbúðarhúsnæðis um 28% að meðaltali. Þjóðarbókhlöðuálagið er óbreytt, 0,25%, en skattskyldu- mörkin þar miðast við 4,25 milljón- ir króna. Þá var í fyrsta sinn lagt sérstakt 1,5% álag á skuldlausa eign ein- staklings umfram 7 milljónir þannig að af slíkri eign þarf að greiða 2,7% eignarskatt auk þjóðarbókhlöðu- álags upp á 0,25%, samtals 2,95%. Þessi mörk hækkuðu stjómarliðar í þinginu af rausn sinni úr 6 milljón- um í 7 enda blöskraði ýmsum þeirra þegar sýnt var fram á hversu mikl- ar álögur verið væri að leggja á fólk. En hækkun á eignir einstakl- ings umfram 7 milljónir er engu að síður úr 1,2% af eignarskatt- stofni í 2,95% eða rúmlega 145% hækkun. Fjármálaráðherra reyndi mjög að villa um fyrir þingmönnum þeg- ar kom að eignarskattsálaginu. í texta hins upphaflega frumvarps var gefið til kynna að eignarskatts- álagið ætti aðeins að vera 0,3% og hæsti eignarskattur því 1,75% með þjóðarbókhlöðuálaginu en ekki 2,95% eins og ætlunin var. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því úr röðum stjómarliða að þannig hafí þetta verið kynnt þegar framlagn- ing frumvarpsins var heimiluð. Fjármálaráðherra færðist undan því að ræða þetta atriði þegar fyrir- spumum var beint til hans í þinginu en eftir að blekkingar hans höfðu verið afhjúpaðar var texta frum- varpsins breytt þannig að þar stæði ótvírætt það sem til stóð. Þó lagði Ólafur Ragnar blátt bann við því að talan 2,7% fengi að sjást. Þess í stað segir að greiða skuli 1,2% HFI HAGRÆÐINGARFÉLAG ÍSLANDS Boðað er til fræðslufundar þriðjudaginn 24. janúar næstkomandi kl. 16.00-18.00 á Holiday Inn við Sigtún. Málefni fundarins er vöruþróun og framleiðslutækni í matvælaiðnaði. Það verða þrír úrvalsmenn sem munu flytja erindi sem efnislega munu fjalla um: ☆ Hvernig staðið er að vöruþróun í þeirra fyrirtækjum. ☆ Á hvaða forsendum vöruþróunin er stunduð í fyrirtækjunum. ☆ Hvernig vöruþróuninni og framleiðslutækninni er stillt saman í þess- um fyrirtækjum. ☆ Lýsing á raunhæfum dæmum úr nýlegum vöruþróunarferlum. Erindi munu flytja: ☆ Garðar Sverrisson, tækni- og þróunarstjóri Sölustofnunar lagmet- is. Sölustofnun stendur í stórræðum við það að verja markaðs- stöðu fyrirtækisins í Þýskalandi, eins og alþjóð veit. Jafnhliða stunda þeir umtalsverða þróunarstarfsemi og markaðssókn með það í huga að skjóta fleiri stoðum undir vöruúrval og markaðsstöðu (og þar með starfsgrundvöll) lagmetisiðnaðarins í harðri samkeppni á alþjóðavettvangi. ☆ Ævar Guðmundsson, forstjóri sælgætisgerðarinnar Feyju. Á sæl- gætismarkaðnum hefur verið mikil samkeppni og innlendir framleið- endur hafa brugðist við henni meðal annars með öflugri nýsköpun á sinni vöru. M.a. hafa verið settar á markað nýjar vörur, en nýsköp- unin hefur ekki síður beinst að þróun umbúðanna utan um vöruna. Á þessum sviðum hefur FREYJA hf. verið áberandi og náð góðum árangri. ☆ Sigurður Bogason, framleiðslustjóri SÍF. Það eru ekki mörg ár síðan svo til allur saltfiskur var fluttur út óunninn. Á stuttum tíma hefur þarna orðið alveg gjörbreyting á. Innan SÍF hefur verið stun- duð mjög mikil vöruþróun. Nýjar pakkningar hafa verið kynntar, nýjar vinnsluaðferðir þróaðar og sótt fram á nýja markaði. Nú nýve- rið hefur SÍF hafið markaðssókn inn á ÍTALÍUmarkað með sína vöru. Að loknum erindunum, sem hvert um sig verður u.þ.b. 30 mínútur, verða almennar umræður og fundarmönnum gefst tækifæri á að koma með athugasemdir og fyrirspurnir. Félagsmenn og aðrir áhugaaðilar eru hvattir til þess að mæta stundvíslega. Fundurinn hefst kl. 16.00. Stjórnin. eignarskatt og 1,5% að auki sé eign- arskattstofn yfir 7 milljónir. Það var engu líkara en fjármála- ráðherra skammaðist sín fyrir þá hækkun á eignarskatti, sem hann hafði pínt stjómarflokkana til að samþykkja, því hann reyndi eftir megni að fela hina raunverulegu hækkun. Hjón greiða 64 þúsund, eftirlifandi maki 150 þúsund Breytingar á eignarskattinum þýða það sem sé, að af skuldlausri íbúðareign einstaklings umfram 7 milljónir verður að greiða hvorki meira né minna en 2,95% í eignar- skatt til ríkisins. Þegar um hjón er að ræða miðast þessi mörk við 14 milljónir króna. Falli annað hjóna frá lækka mörkin í 7 milljónir eins og hjá einstaklingi. Við það getur eignarskattur eftirlifandi maka hækkað mjög verulega. Sem dæmi má nefna hjón sem eiga 10 milljóna króna skuldlausa eign. Þau lenda ekki í stóreigna- þrepinu, þar sem eign þeirra er inn- an við 14. m.kr. Skattlaus eign hjá hvoru um sig er 2,5 milljónir kr. og eignarskattur hvors þeira tæp- lega 32 þúsund eða 64 þúsund til samans. Falli annað hjónanna frá breytist dæmið þannig að 3 milljón- ir lenda í stóreignaþrepinu og eftir- lifandi maki verður að greiða tæp 150 þúsund í eignarskatt í stað þess að hjónin greiddu 64 þúsund til samans meðan bæði lifðu. Það hefur að vísu verið svo um árabil að eignarskattur eftirlifandi maka hækkaði við fráfall annars hjóna og hefur það vissulega verið umdeilt og að mörgu leyti ranglátt að skattur af sömu eignum hækki við það eitt að eiga að greiðast af einum aðila í stað tveggja. En með stóreignaþrepi og skattlagabreyt- ingum Ólafs Grímssonar og félaga eykst óréttlætið um allan helming og jaðrar nú við algert siðleysi. Áf íbúðarhúsnæði sem er að fast- eignamati 8 milljónir króna og í eigu einstaklings eða td. einstæðs foreldris þarf eftir hækkanimar að greiða rúmlega 90 þúsund krónur á ári í eignarskatt auk fasteigna- gjalda til sveitarfélagsins. í Reykjavík bætast við tæplega 34 þúsund krónur í fasteignagjöld af slíkri eign auk ýmissa smágjalda. Hærri vaxtakrafa af íbúðarhúsnæði en spariskírteinum Þessi skattheimta á eignir, óháð því hvað þær gefa af sér, er komin út í hreinar öfgar og mun gera ýmsu eldra fólki sem býr í stærri eignum mjög erfitt fyrir. Hún mun einnig koma illa við eldra fólk, sem hefur á starfsævinni komið sér upp einhveijum eignum, en hefur lítil eða engin lífeyrissjóðsréttindi. Augljóst er einnig að skatta- hækkanir sem þessar munu þrýsta upp húsaleigu og gera hag leigjenda enn verri en áður. Er það eflaust í samræmi við hugsjónir þeirra sem kenna sig við jafnrétti og félags- hyggju, eins og forkólfar ríkis- stjómarinnar, eða mannúð og mildi eins og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Ljóst er að með þessum hækkun- um hefur ríkisstjómin stórhækkað þá ávöxtunarkröfu sem gerð er til húsnæðis. Fasteign sem greiða verður af 2,95% eignarskatt verður að skila eiganda sínum 2,95% raun- vöxtum til þess eins að unnt sé að greiða eignarskattinn. Sé miðað við skatthlutfallið í tekjuskatti og út- svari, 37,74%, ætlast ríkisstjórnin til að eignin gefí af sér 7,8% af fasteignamati í hreinar tekjur. Svo- kölluð ávöxtunarkrafa er því 7,8% í þessu tilfelli eða hærri en þeir vextir sem fjármálaráðherra býður kaupendum spariskírteina ríkis- sjóðs. Tvöföldun skatts á skrifstofú- og verslunarhúsnæði Þá er ónefnd hækkunin sem gerð var á skatti á skrifstofu- og verslun- arhúsnaéði, sem þeir Ragnar Am- alds og Tómas Ámason munu hafa fundið upp þegar vinstri stjómin var mynduð 1978. Nú gerði ríkis- stjómin sér lítið fyrir og tvöfaldaði þennan skatt úr 1,1% af fasteigna- mati í 2,2%. Hækkun fasteignamats á atvinnuhúsnæðb er að meðaltali 20%. Aðili sem greiddi 100 þúsund kr. í þennan skatt 1988 mun því þurfa að greiða 240 þúsund kr. í ár. Skattur þessi leggst sem kunn- ugt er á afmarkaðar tegundir at- vinnuhúsnæðis eftir því hvaða starfsemi fer þar fram en óháð þeim skuldum sem á því kunna að hvíla. Þannig mun þessi skattur greiddur af skrifstofuhúsnæði, sem lögfræðingar og endurskoðendur starfa í, en ekki sambærilegu hús- næði sem verkfræðingar eða arki- tektar nýta. Einfalt mál er að reikna út þá ávöxtun sem ríkisstjómin telur eðli- lega af slíku húsnæði eftir þessa hækkun. Hæsta álagningarhlutfall WORDPERFECT REIPRENNANDI Viltu auka afköst þín og vinnugetu? WorclPerfecter öflugtíslenskað ritvinnslukerfi. Á þessu nám- skeiði lærir þú að nýta þér margvíslega möguleika þess. Dagskrá: • Grundvallaratriði í MS-DOS • Byrjunaratriði í WordPerfect • Helstu skipanir við textavinnslu • Verslunarbréf og töflusetning • Dreifibréf • Gagnavinnsla • í slenska orðasafnið og notkun þess • Umræður og fyrirspurnir. RITVINNSLA Leiðbeinandi: Örn Guðmundsson VR og BSRB styðja félaga til páttökú í námskeiðinu. Nýja WordPerfect bókin er innifalin í námsgjaldi. OLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 Geir H. Haarde „Eign sem ber 6,4% eign- arskatt verður að skila eiganda 6,4% raunvöxtun til að unnt sé að borga eignarskattana. Sé miðað við tekjuskattsálagning- una er ávöxtunarkrafan sem gerð er til slíkrar eignar tæplega 17%. Hvíli á henni einhverjar skuldir er ávöxtunarkrafan enn hærri. Og Ólafiir Grímsson og félagar virð- ast telja að þetta sé eðli- leg krafa um ávöxtun af stærri og verðmeiri eign- um þessarar tegundar. Er það afar sérkennilegt þegar málflutningur sömu aðila í vaxtamálum 'mennt er hafður í húsnæðis í þessum flokki getur orð- ið 6,4% þegar 1,25% fasteignagjald er tekið með. (1,2% eignarskattur, 1,5% eignarskattsálag, 0,25% þjóð- arbókhlöðuálag, 2,2% skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði og 1,25% fasteignagjald til sveitarfé- lagsins.) Fyrir hækkun var þetta hámark 3,55% og þótti ærið. Hækk- unin er rúmlega 80% að raungildi. Eignaupptaka á 12 árum Slík gjaldtaka jafngildir eigna- upptöku á tæplega 12 árum. Vand- séð er, fyrst farið er út á þessa braut, hví mörkin eru dregin þar. Er kannski ætlunin að ganga lengra næst og taka eignir upp á 10 árum eða 5? Sumir hafa haldið því fram að hækkun eignarskattanna sé „spor í rétta átt“. Slíkur málflutn- ingur er með ólíkindum. Eign sem ber 6,4% eignarskatt verður að skila eiganda 6,4% raun- vöxtun til að unnt sé að borga eign- arskattana. Sé miðað við tekju- skattsálagninguna er ávöxtunar- krafan sem gerð er til slíkrar eign- ar tæplega 17%. Hvíli á henni ein- hvetjar skuldir er ávöxtunarkrafan enn hærri. Og Ólafur Grímsson og félagar virðast telja að þetta sé eðlileg krafa um ávöxtun af stærri og verðmeiri eignum þessarar teg- undar. Er það afar sérkennilegt þegar málflutningur sömu aðila í vaxtamálum almennt er hafður í huga. Vera má að ráðherramir og stuðningsmenn þeirra í stjómar- flokkunum hafl ekki velt fyrir sér samhenginu milli eignarskatta ann- ars vegar og tekna eða ávöxtunar af eignum hins vegar og hafi þess vegna ekki sést fyrir í ofstækis- fullri skattheimtu á eignum. Það er þó heldur ótrúlegt. En stjórnarliðar reru ekki einir á báti í þessu máli. Sem fyrr höfðu þeir dyggan stuðning Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur úr Borgaraflokki og Kvennalistinn studdi einnig við bakið á ríkisstjóminni þegar kom að eignarsköttunum. Höfundur er alþingismaður fyrir Sj&ltstæðisOokkinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.