Morgunblaðið - 19.01.1989, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989
23
Kór Langholtskirkju
boðið til Israel
KÓr Langholtskirkju. Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Skerðing á tekjum Vegagerðarinnar:
Tekjurnar notaðar í aðrar framkvæmdir
- segir Sighvatur Björgvinsson formaður flárveitinganefndar
KÓR Langholtskirkju hefur þeg-
ið boð um að syngja óratoríuna
Messias eftir Handel í ísrael á
fernum tónleikum í mars næst-
komandi.
Fyrir tónleikunum stendur „Re-
hovot chamber orchestra," kamm-
ersveit er starfar í tengslum við
Weissmann vísindastofnunina
skammt frá Tel Aviv. Hljómsveitin
er rekin að hluta til fyrir styrki frá
ísraelska menntamálaráðuneytinu
og ýmsum menningarstofnunum og
heldur reglulega áskriftartónleika.
Tvennir af tónleikum Kórs Lang-
holtskirkju verða áskriftartónleikar
en einnig verða almennir tónleikar
í Jerúsalem í kirkju á Síonfjalli.
Boð þetta barst kórnum í desem-
ber síðastliðnum. Ástæðan fyrir
þessum stutta fyrirvara er sú að
þýskur kór átti að syngja með
hljómsveitinni en forfallaðist vegna
veikinda stjórnandans. Boðið kemur
í gegnum Konsert world, samtök í
New York sem sjá um að skipu-
leggja tónlistarhátíðir um allan
heim.
Að sögn Jóns Stefánssonar kór-
stjómanda vom fleiri kórar í sigtinu
en eftir að Kór Langholtskirkju
hafði sent upptökur og upplýsingar
varð hann fyrir valinu. „Það er
mikils virði og gífurlegur heiður
fyrir kórinn að komast í samband
við þetta fyrirtæki og getur opnað
fleiri möguleika á alþjóðavett-
vangi,“ sagði Jón. „Það er líka
dálítið sérstakt að syngja Messías
í ísrael því boðskapur verksins fell-
ur ekki að gyðingatrú. Fyrri hlutinn
er úr Gamla testamentinu sem er
trúarrit gyðinga. Seinni hlutinn er
hins vegar úr Nýja testamentinu
og fjallar um fæðingu Jesú sem
gyðingar viðurkenna ekki sem frels-
ara sinn.“
Að sögn Jóns er óhemju dýrt að
þiggja þetta boð því þó ýmis fyrir-
greiðsla sé í boði í ísrael þarf kór-
inn að kosta ferðirnar þangað sjálf-
ur. „Það fara um fimmtíu og fimm
kórfélagar til Israel. Kórinn stendur
fyrir öflugri fjáröflunarstarfsemi en
tíminn er mjög naumur, aðeins tveir
mánuðir. Helsta ijáröflunin er harð-
fisksala sem hefur gefið góða raun
á undanförnum árum. Þá hefur
karlakórinn Stjúpbræður verið end-
urvakinn, en hann starfaði við mikl-
ar vinsældir fyrir nokkrum árum
og kom þá fram á árshátíðum og
skemmtunum. Að auki verður leitað
eftir styrkjum frá einstaklingum,
fyrirtækjum og opinberum aðilum,
en ljóst er samt að kórfélagar verða
sjálfir að bera hluta af kostnaðin-
um,“ sagði Jón Stefánsson.
„ÁKVEÐIÐ var að hækka
bensíngjaldið og verja tekjun-
um ekki til vegaframkvæmda
heldur annarra framkvæmda
ríkisins. Ef ákeðið hefði verið
að hækka ekki bensíngjaldið
hefði staða vegasjóðs verið sú
sama,“ sagði Sighvatur Björg-
vinsson formaður fjárveitinga-
nefndar Alþingis um 700 millj-
óna króna skerðingu á tekjum
V egagerðarinnar.
Helgi Hallgrímsson aðstoðar-
vegamálastjóri samtali við Morg-
unblaðið í síðustu viku að vega-
gerðarmenn væru mjög daprir yfir
þessari framvindu mála en langal-
varlegast væri að mörkuðum tekj-
um Vegagerðarinnar væri að veru-
legu leyti ráðstafað annað.
Sighvatur sagði að ákveðið
hefði verið að afla tekna fyrir þeim
útgjöldum sem ráðgerðar væru á
vegum ríkissjóðs. Skattlagning
umferðarinnar með hækkun
bensíngjalds og innflutningsgjalds
af bílum væri ein af þeim .leiðum
sem ákveðið hefði verið að fara í
þessu skyni.
Boróapontornr í símo 17759
Einnig bjóöum vió uppá
sérréttomgtseM^Ækí// £ •