Morgunblaðið - 19.01.1989, Síða 24

Morgunblaðið - 19.01.1989, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 Reagan-hj ónin: Helga si g skriftum og búa í námunda við sljörnurnar Washíngton. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hefiir haft það á orði að hann muni endanlega hverfa af sjónarsviði flölmiðla þegar hann lætur af embætti á morgun. Ólíklegt er þó talið að hann verði lengi í skugg- anum. Fertugasti forseti Bandaríkjanna kveðst ætla að skrifa bók um reynslu sína í Washington og halda ræður víðs vegar um landið til að koma á framfæri þeim hugmyndum sem honum tókst ekki að framkvæma í sinni forsetatíð. Reagan segir að meginviðfangs- efiii sitt verði að mæla fyrir breytingum á reglum um kjörtímabil Bandarikjaforseta, sem samkvæmt stjórnarskránni má ekki sitja lengur en í átta ár og að Bandarikjaforseta verði heimilt að beita neitunarvaldi gagnvart hluta úr Qárlagafrumvarpinu. Eins og nú háttar til verður Bandaríkjaforseti að samþykkja eða hafiia firum- vörpum i heild sinni. Reagan segir að náist þessi breyting i gegn gæti það orðið til þess að stemma stigu við Qárlagahallanum. Þegar forsetinn sest í helgan stein flytur hann heimili sitt frá Hvíta hús- inu á sveitabýli sitt í fjall lendinu nærri Santa Bar- bara í Kalifomíu og til óðalseturs í úthverfi Los Angeles, Bel Air, þar sem nágrann- Ronald Reagan ar hans verða allar helstu kvik- myndastjömumar frá Hollywood. Bel Air-street 668 Búist er við að Reagan veiji mestum tíma sínum í villu sinni í Bel Air, á homi Bel Air-street og St. Cloud Drive, sem nokkrir vina hans gáfu honum á síðasta ári. Húsið kostaði 2,5 milljónir dala eða um 125 milljónir ísl. króna. Upphaf- lega var húsið númer 666, en að sögn nokkurra nágranna Reagan- hjónanna sem ekki vildu láta nafns síns getið, létu forsetahjónin breyta númerinu í 668 því kristnir öfga- menn tengja töluna 666 við djöful- inn. Reagan og eiginkona hans, Nancy, sem kynntust í Hollywood og eru bæði fyrrverandi leikarar, munu búa í næsta nágrenni við Elizabeth Taylor og Zsa Zsa Gabor. Hús þeirra hjóna er 660 fermetr- ar að stærð og í stássstofunni, bóka- herberginu og tveimur af þremur svefnherbergjum eru amar. Yfir bílskúr, sem rúmar þijá bíla, er svefnálma þjónustufólksins með þremur svefnherbergjum. Með ódýrarí húsum Engu að síður er húsið eitt hið ódýrasta í hverfinu, að sögn Jeffreys Hylands, forsvarsmanns fasteignafyrirtækis í hverfínu. „Hann er neðarlega í mannvirðinga- stiganum ef húsaverð er haft til viðmiðunar," sagði Hyland í viðtali við Æeuíer-fréttastofuna. „Það er byggt á sjötta áratugnum og er hreint ekki mikið fyrir augað. Lóðin er aðeins hálfur hektari og útsýnið lítið,“ sagði Hyland. Nýtt fjögurra hæða hús vestan við hús Reagan-hjónanna, sem er með þakgarði og innanhúsvelli til tennisiðkana, seldist nýlega á 14,5 milljónir dala eða um 725 milljónir ísl. króna. Hús handan við götuna, sem bar fyrir sjónir í sjónvarps- þáttaröðinni „Beverly Hillbillies", seldist á 13,5 milljónir dala, 675 milljónir ísl. kr., fyrir tveimur árum, að sögn Hylands. Nancy skrifar bók Þegar Reagan fer á eftirlaun fær hann afnot af skrifstofu á 34. hæð Fox Plaza-byggingarinnar í Beverly Hills og alríkisstjómin mun greiða fyrir hann leiguna. Frú Reagan fær einnig skrifstofu í byggingunni sem er skammt frá heimili þeirra í Bel Air. Hún hyggst skrifa bók þegar hún fer frá Washington en hún hefur heitið fréttamönnum því að sú bók verði ekki í sama slúðurtón og bækur margra fyrrverandi starfsmanna eiginmanns hennar. Skattgreiðendur þurfa að punga út töluverðum ijárhæðum þegar Reagan fer á eftirlaun. Eins og aðrir fyrrverandi forsetar Banda- ríkjanna mun hann njóta persónu- legrar verndar leyniþjónustunnar. Honum munu berast ávísanir frá almannatryggingum auk eftirlauna frá ríkinu og talið er að samtals nemi sú upphæð nálægt 155.000 dala á ári eða um 7,7 milljónum íslenskra króna. Kynþáttaóeirðir íMiami Reuter Kveikt var í bílum, verslanir voru rændar, vegfarendur köstuðu gijóti og flöskum í lögreglumenn $ blökkumannahverfi í Miami- borg í Florida aðfaranótt þriðjudags og miðvikudags, að sögn lögregluyfirvalda. Átökin hófúst eftir að maður sem grunaður var um rán fórst í árekstri en hann hafði verið eltur af lög- reglu. Yfir 100 lögreglumenn lokuðu hverfinu Overtown en þar hafa oft orðið kynþáttaóeirðir. Leyniskyttur gerðu atlögu að lög- reglunni og kveikt var í sorphrúgum. Baráttumaður fyrir réttind- um blökkumanna sagði að óeirðimar sýndu vonleysi íbúanna vegna ofsókna lögreglu á hendur þeim, mikils atvinnuleysis, lé- legra húsakynna og almenns sinnuleysis borgaryfirvalda. Fólk af kúbverskum uppmna ræður mestu í borgarstjórninni og hefúr mjög hlaðið undir flóttamenn frá Nicaragua. Samþykkt miðstjórnarfundar pólska kommúnistaflokksins óljós: F orystumenn Samstöðu vilja nánari upplýsingar Miðstjórnin lýsti yfir trausti á Jaruzelski og samþykkti tillögu um viðurkenningu á Samstöðu að uppfylltum skilyrðum Varsjá. Reuter. MIÐSTJÓRN pólska kommún- istaflokksins samþykkti í fyrri- nótt að lýsa yfir trausti á Woj- ciech Jaruzelski, leiðtoga Pól- lands, eftir hatrammar deilur um hvort viðurkenna beri Samstöðu, hin bönnuðu verkalýðssamtök. Enginn greiddi atkvæði gegn til- lögunni en Qórir sátu hjá. Að því loknu var samþykkt tillaga um Kynþáttaóeirðir í Kína: Afi*ískir námsmenn vilja komast úr landi Peking. Reuter. AFRÍSKIR stúdentar, sem segj- ast verða fyrir kynþáttamisrétti í Kína, hafa lagt fram formlega beiðni um að fá að fara úr landi. Þeir saka ríkisstjómir landa sinna um að láta stjóramálahags- muni ganga fyrir mannúðarsjón- armiðum með þvi að neyða þá til að dveljast áfram i Kina. Nanking-deild Samtaka afrískra stúdenta í Kíriá mæltist til þess að öllum afrískum stúdentum þar í landi, 1500 að tölu, yrði gert kleift að komast á brott. Þetta kom fram í skýrslu frá samtökunum, sem barst skrifstofu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) í Peking og frétta- mönnum Reuters í hendur í gær. „Líf okkar er í mikilli hættu meðan við dveljumst hér og stjóm- arerindrekar rflrja okkar, sem vita um hættuna, neyða okkur til að vera hér gegn vilja okkar,“ segir í yfírlýsingunni. „Við biðjum ykkur að gera okkur kleift að stunda nám í öðmm löndum þar sem stéttar- staða okkar, hömndslitur eða kyn- þáttur hindra okkur ekki í náminu og við emm meðhöndlaðir eins og fólk - en ekki „svartir djöflar" eins og Kínveijar kalla okkur." í skýrsl- unni kemur fram að sumir stúden- tanna mæltu með því að afrískum sendiheirum, sem komu til Hehai- háskólans i Nanking fyrr í mánuðin- um til að kanna málið, yrði rænt til að tiyggja stúdentum leyfi til að yfirgefa borgina. Að sögn stúdentanna í Nanking hafa starfsmenn jámbrautanna stöðvað afríska stúdenta sem hafa reynt að komast til Peking og jafn- framt segir að háskólayfírvöld hafí hmndið óeirðunum af stað til að geta sett strangari reglur um að- greiningu kínverskra og afrískra stúdenta. Kennarar við skólann hafi tekið þátt í að grýta stúdenta- garða Afríkumannanna á jóladag en þá öskraði múgurinn:„Drepum svörtu djöflana!“ að Samstaða yrði viðurkennd í áföngum að uppfylltum vissum skilyrðum. Tillagan hefur ekki verið kynnt í heild sinni og segj- ast leiðtogar Samstöðu ætla að halda að sér höndum þar til ljóst er hvaða skilyrði miðstjórnin set- ur nákvæmlega fyrir viðurkenn- ingu óháðu verkalýðssamtak- anna. Pólsk stjómvöld hafa reynt að koma á viðræðum við leiðtoga Sam- stöðu um framtíð Póllands en Sam- stöðumenn segjast hafna þeim þar til verkalýðssamtökin verði viður- kennd. Mikill ágreiningur hefur verið um viðurkenningu Samstöðu innan pólska kommúnistaflokksins síðan í ágúst þegar stjómvöld lögðu fyrst fram tillögu um að aflétta banninu við starfsemi Samstöðu. Vestrænir stjómarerindrekar segja að svo virðist sem Jaruzelski hafi vanmetið andstöðuna innan flokks- ins gegn viðurkenningunni en hann hafi sýnt mikla þrautsegju með því að fá vilja sínum framgengt. Heimildarmenn innan flokksins segja að Jaruzelski hafi krafist at- kvæðagreiðslu um tillöguna eftir að andstæðingar hennar hafí sakað forystu flokksins um að hafa virt grundvallarreglur flokksins að vett- ugi. Hver fundarmaðurinn á fætur öðram varaði við því að yrði Sam- staða viðurkennd myndi hún ögra stjóminni og skapa stjómleysi í landinu. „Ef við samþykkjum þetta veldur það klofningi innan flokks- ins, hundrað félaga okkar gánga úr flokknum," sagði Malgorzata Skonieczna, fulltrúi borgarinnar Bydgoszcz, ennfremur á fundinum. Jarazelski sagði í ræðu sinni á fundinum að Samstaða yrði viður- . kennd í áföngum tæki hún upp samstarf við kommúnistaflokkinn og lofaði að skapa ekki stjómleysi í landinu. Hann hvatti leiðtoga Samstöðu til að fordæma „öfga- hópa“ andkommúnista og hætta að þyggja fé frá Bandaríkjaþingi, auk þess sem hann lagði til að Sam- staða og stjómvöld tækju upp tveggja ára samvinnu til reynslu. Hann lagði ennfremur til að ekki yrði efnt til verkfalla á þessu tíma- bili. Viskísala til Japans: Innflutningstollar á veigunum lækkaðir St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra hrósaði Japönum í síðustu viku fyrir að hafa rutt úr vegi siðustu hindrununum í viðskiptum þjóðanna tveggja með því að lækka tolla á viskíi. Viðskipti Breta og Japana liafa aukist hröðum skrefúm á síðustu árum. Thatcher og Geoffrey Howe ut- anríkisráðherra áttu tveggja daga viðræður við Sosuke Uno, utanríkis- ráðherra Japans, í síðustu viku. Bretar hafa lengi krafist þess, að Japanir breyttu lögum um tolla á innfluttu áfengi. Bretar hafa flutt inn frá Japan fyrir fimm milljarða punda (ríflega 400 milljarða ísl. kr.) á ári umfram það, sem þeir hafa selt þangað. Nýlega samþykkti japanska þingið að létta álögum af innfluttu áfengi, en viskíiðnaðurinn á Bret- landseyjum hafði lengi kvartað und- an þessum reglum. Japanir drekka mikið viskí, og japanskar vískíteg- undir era mest seldu viskítegundir í veröldinni. Uno hét einnig, að fleiri bresk fyrirtæki fengju aðgang að kaup- höllinni í Tókíó en þau fjögur, sem þar hafa aðstöðu. Japanir hafa mest viðskipti við Bretland af öllum Evrópubanda- lagslöndunum, að undanskildu Vestur-Þýskalandi. Árið 1980 fjár- festu japönsk fyrirtæki fyrir ríflega 100 milljónir punda í Bretlandi, árið 1985 fyrir ríflega 200 milljón- ir, en árið 1987 fyrir um 1500 millj- ónir punda. Fjárfesting Japana í Bretlandi frá stríðslokum er meiri en í nokkra öðra landi Evrópu- bandalagsins. Tölur eins og þessar hafa valdið öðram löndum Evrópubandalagsins áhyggjum. Þau óttast, að Bretland verði eins konar Trójuhestur innan bandalagsins, sem geri Japönum kleift að komast fram hjá tollmúr- um þess. Talið hefur verið, að þjóðir utan Evrópubandalagsins mundu draga úr fjárfestingum sínum innan bandalagsins vegna óvissu um lögin um innri markað þess, sem koma til framkvæmda 1992. Uno hvatti evrópskar ríkisstjómir til að forðast að gera markaðinn að við- skiptavígi, fremur ætti hann að verða vin fyrir heimsviðskipti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.