Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 29

Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 29
28 MORGUNBLADID FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 . .29 MORGUNBLAÐID FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR HISH11SUfII(IIilI! 111111111Si J!IIí ií íi 11(111 JHfinpniÞlftMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Fiaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 70 kr. eintakið. Framhaldá verðstöðvun? Verðstöðvunartímabil það, sem nú er í gildi á að renna út í lok febrúarmánaðar. Raun- ar fínnst fólki því hafa lokið um síðustu áramót vegna margví- slegra verðhækkana í kjölfar skattahækkana ríkisstjómar- innar. Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, lýsti því yfír á fundi á Hvolsvelli fýrir skömmu, skv. frásögn Tímans, að nauðsynlegt væri að halda áfram verðstöðvun í einhverri mynd, þegar núgildandi verð- stöðvunartímabili lyki. í því sambandi benti forsætisráð- herra á, að mikið lægi fyrir af beiðnum um hækkanir á gjald- skrám opinberra fyrirtækja. Við höfum kynnzt þessu áð- ur. Ríkisstjóm setur á verð- stöðvun. Hún neitar opinberum fyrirtækjum um nauðsynlegar hækkanir á gjaldskrám. Fyrir- tækin byrja að safna skuldum, vaxtakostnaður þeirra eykst. Að lokum verður óhjákvæmilegt að fallast á beiðni þeirra um hækkun á gjaldskrá og þá er nauðsynlegt að hækka gjald- skrána meira en ella vegna skuldasöfnunar og vaxta- greiðslna á verðstöðvunartíma. Neytandinn fer verr út úr þessu dæmi en ef ríkisstjóm hefði samþykkt gjaldskrárhækkanir strax. A fýrri verðstöðvunartímabil- um vom það ekki bara neytend- ur, sem að lokum fóm illa út úr svokallaðri verðstöðvun held- ur átti það sama við um opin- bem fyrirtækin. Sum þeirra, sem höfðu búið við heilbrigðan fjárhag áratugum saman söfn- uðu miklum skuldum og vom ekki svipur hjá sjón. Þau hafa smátt og smátt náð sér á strik á ný á undanfömum ámm. Yfírlýsingar Steingríms Her- mannssonar benda til þess, að nú eigi að endurtaka þennan fáránlega leik. Nú á að endur- taka röksemdimar frá ámm fyrri vinstri stjóma um að Landsvirkjun þurfí ekki svo og svo mikla hækkun vegna þess að fyrirtækið geti borgað skuld- ir sínar á lengri tíma! Þetta er eins og endursýning á gamalli kvikmynd. Verðstöðvun getur þjónað einhveijum tilgangi í mjög skamman tíma til þess að veita ríkisstjóm svigrúm til frekari aðgerða. Þegar henni er ætlað að standa í lengri tíma er hún ekkert annað en frestun á vanda. Þar að auki verður vand- inn stærri, þegar upp er staðið. Ef nú á að halda hinni svoköll- uðu verðstöðvun áfram er alveg ljóst, að ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar treystir sér ekki til að horfast í augu við vemleika efnahagsmálanna. Þá munu opinber fyrirtæki og einkafyrirtæki veikjast mjög á sama tíma og þeirri blekkingu er haldið að einstaklingum, að tekizt hafi að halda verðbólg- unni í skefjum. Þetta em vinnubrögð hefð- bundinnar vinstri stjómar og þau eiga eftir að dæma sig sjálf. Hið versta er þó að með slíkum vinnubrögðum emm við að hverfa til fortíðarinnar í efnahagsmálum. A sama tíma vinna nágrannaþjóðir okkar skipulega að því að auka frjáls- ræði í viðskiptum og athafna- lífí. Af þessum sökum_ m.a. fara lífskjör versnandi á Islandi en batnandi annars staðar. Sameining sjúkrahúsa Forsætisráðherra lét í ljósi þá skoðun á almennum fundi fyrir skömmu, að ástæða væri til að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík undir einni stjóm til þess að ná fram hagræðingu í rekstri þeirra. Þetta er var- hugavert sjónarmið. Það er vissulega hægt að færa rök fyrir því, að sameining fyrirtækja á ýmsum sviðum geti stuðlað að bættri afkomu svo sem í sjávarútvegi og þá sérstaklega í fískvinnslu. Hins vegar er vafasamt í meira lagi, að hið sama eigi við um stóm sjúkrahúsin í Reykjavík. Land- spítalinn er nú þegar orðinn nógu stór. Það getur stundum verið erfitt að ná utan um um- fangsmikinn rekstur og það á ekki síður við um sjúkrahús en aðrar stofnanir og fyrirtæki. Borgarspítalinn er einnig orð- inn stór stofnun og starfslið fjöl- mennt. Ef þessir tveir spítalar væm sameinaðir undir einni stjóm ásamt Landakotsspítala er hætt við að erfítt yrði fyrir yfírmenn þeirrar stofnunar að hafa yfírsýn yfír alla starfsemi hennar. Sjúkrahúsin veita þjónustu, sem er sérstaklega viðkvæm. Lítið má út af bera til þess að óánægja skapist. Ekki er hægt að sjá, að þessi þjónusta myndi batna við það að sameina sjúkrahúsin undir einni yfir- stjóm. J/gBr páöVieU' Ríkisstjórn íslands. Ríkisstjórti í skötulíki eftir Matthías A. Mathiesen Hveitibrauðsdagar ríkisstjóm- arinnar em liðnir. Eftir nær fjög- urra mánaða valdaferil liggur ljóst fyrir að hún er stefnulaus og inn- an hennar er djúpstæður ágrein- ingur um mikilvæg mál. Ríkis- stjóm sem var mynduð til að veita forystu um lausn á vanda efna- hagslífsins hefur ekki orðið ásátt um annað en stórauknar álögur á heimili og fyrirtæki. Ein afleiðing af aðgerðarleysi stjómarinnar er stóraukin verðbólga. Stefánssjóð- urinn sem átti að bjarga atvinn- ulífínu hefur engu áorkað og nú hefur ríkisstjómin verið neydd til að beita ábyrgð ríkissjóðs á skuld- bindingum hans. í stað þess að takast á við vandann reyna for- ystumenn ríkisstjómarflokkanna að hylja nekt sína og úrræðaleysi með ómarkvissu og óábyrgu gaspri. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar stíga sinn strípdans á „rauðu ljósi“ um allt land en Steingrímur rær einn og reynir að yfírbjóða hina með stórkarla- legum yfírlýsingum þar sem allt rekst hvað á annars hom. Lítum nánar á staðreyndimar. Eftir mikið jaml og japl og fuður tókst þeim þremenningum að beija saman fjárlög sem fela í sér meira en sjö milljarða króna auknar álög- ur á landsmenn. I ljós hefur kom- ið veruleg reikningsskekkja í fjár- lögum sem undirstrikar hvers kon- ar vinnubrögð voru viðhöfð við gerð þeirra. Raunar voru verðlags- forsendur fjárlaganna brostnar áður en þau vom samþykkt í þing- inu. I öðrum málaflokkum hefur ríkisstjómin ekki aðhafst neitt sem að gagni kemur og hefur ekki hugmynd um hvert hún stefnir. í því sambandi verða menn að hafa í huga gagnrýni þeirra Steingríms og Jóns Baldvins í síðustu ríkis- stjóm þar sem þeir sögðu að skort hefði á verkstjómina. Þá töldu þeir sig færa í flestan sjó en hvar er verkstjómin nú? Svo rammt kveður að úrræða- leysi ríksstjórnarinnar að Alþýðu- blaðið sér ástæðu til að lýsa eftir stefnu hennar í efnahags- og at- vinnumálum í leiðara í gær. Eins og svo margir hefur leiðarahöf- undur þess blaðs nú áttað sig á ríkisstjómin er ómynd. Hann ýjar að því að þetta sé ríkisstjóm í „skötulíki". Orðrétt segir í þessu málgagni ríkisstjómarinnar: „Hér er auglýst eftir stefnumótun í at- vinnu-, verðlags- og vaxtamálum, í gengismálum, þjóðarútgjöldum, þróun viðskiptajöfnuðar, ríkisfjár- og lánsfjármálum." Listinn er miklu lengri og Alþýðublaðið hef- ur sýnilega áhyggjur af því að lítið hefur farið fyrir „yfírveguðum og markvissum áætlunum og fram- kvæmdum hjá ábyrgum valdhöf- um“ eins og blaðið segir. Bragð er að þá bami fínnur, segir.mál- tækið, og ef til vill boðar þessi leiðari örlög ríkisstjómarinnar. Aðeins örfáar vikur em eftir af tímabili verðstöðvunar. Með gjaldahækkunum sínum hefur ríkisstjómin hleypt verðbólgunni af stað. Ástæða er til að óttast að skriðan verði nær óstöðvandi að lokinni verðstöðvun. Hið eina sem ríkistjórnin virðist ætla að aðhafast vegna þessa em aðgerðir sem felast í því að lánastofnanir eiga að halda vöxtum niðri. Eina aðgerðin sem þessi óláns ríkis- stjóm vill grípa til gegn verð- Niðurlag leiðara Alþýðublaðsins i gær. á Alþingi. Ríkisstjómin verður því að fara frá. Þetta sjá jafnvel mál- gögn hennar. Kjósendur eiga heimtingu á því að fá að láta álit sitt í ljós áður en þjóðin verður hneppt í fjötra þeirra óstjórnar sem fumið og fátið í þeim Steingrími, Ólafi Ragnari og Jóni Baldvin hefur í för með sér. ís- lenska þjóðin þarf ábyrga ríkis- stjóm en ekki ríkisstjórn í skö- tulíki. Höfundur er aJþingismaður Sjáif- stæðisOokks fyrir Reykjaneskjör- dæmi. „Þá verður eik að fóga er undir skal búa“ Rætt við Heimi Pálsson um ritröð Iðunnar um íslenskt mál o g málnotkun Bókaútgáfan Iðunn gaf í haust er leið út Qórar kennslubækur í íslensku í samstarfí við Fræðsluvarpið. Bækurnar heita: Mál og málnotkun, Um þýðingar, „Eitt verð ég að segja þér...“ og Handbók um ritun og frágang. Deildarstjóri kennslubókadeildar Iðunnar er Heimir Pálsson og var hann beðinn að segja &á námsefíiinu og markmiðum með útgáfúnni. „I öllum þeim umræðum sem átt hafa sér staða um stöðu og vanda íslenskrar tungu hefur þess furðu lítið gætt að reynt sé að þreifa sig áfram í breytingum á kennsluefni og kennsluaðferðum í íslensku. Þar er enn beitt sömu aðferðum og við upphaf íslenskukennslu á síðustu árum nítjándu aldar. íslensku- kennslan skiptist í tvo hluta; mál- fræði annars vegar og bókmenntir hins vegar og námsgreinin sjálf, móðurmálið, dettur niður á milli þessara tveggja hjálpargreina við málanám. Þótt íslendingur kunni alla málfræði móðurmálsins verður hann ekki sjálfkrafa betri málnot- andi og bókmenntir eru ekki móður- málið, heldur oftast góð dæmi um notkun þess. Það sem vantar eru kennslubækur sem koma öðruvísi að efninu, draga fram vanrækta þætti í móðurmálsnámi og notkun málsins." „Fyrstu tilraunir til fjarkennslu hérlendis leiddu það af sér að við fengum tækifæri til að setja saman og gefa út þessar ijórar bækur, sem allar eru tilraunir í átt að nýbreytni í námsefni. Þetta eru sjálfstæðar bækur ólíkra höfunda, en tengjast þó og eiga að nýtast hveijum sem er, ekki aðeins nemendum í fjar- kennslunni." „Fyrsta spumingin sem vaknaði var hvað brýnast væri að kynna til að við hefðum undirstöðu til að standa á. Það hefur verið rætt mik- ið um „rétt“ og „rangt“, „gott mál“ og „vont mál“ en engin samstaða hefur náðst um það hvað við er átt með þessum hugtökum og mikið verið deilt um hvað væri gott og hvað illt í þessum efnum. Bókin Mál og samfélag er mikilvæg tilraun til að búa til grunn. Þar er reynt að gefa á skiljanlegu máli eitthvað til að standa á, kynntar aðferðir í málvísindum nútímans og reynt að útskýra hugtök eins og gott mál og vont mál,' rétt og rangt í málnotk- un.“ Heimir sagði að önnur spuming varðaði það hvað mest væri skrifað á íslensku og það þyrfti ekki að fletta dagblöðunum íengi til að sjá að hátt hlutfall efnis er þýtt úr öðr- um tungumálum. „Við erum sífellt að bera íslenskuna saman við önnur tungumál, teygja hana og sveigja til að geta orðað á íslensku hugsan- ir sem hugsaðar em á erlendum málurn," sagði hann. „Þýðendur hafa hins vegar átt í fá hús að venda til að finna efni um þýðingar og við hófumst handa við að semja stuðn- ingsrit fyrir þá sem verða að glíma við þýðingar að meira eða minna leyti. Þá höfðum við ekki síst í huga blaðamenn, sem oft verða fyrir ómaklegu aðkasti eftir að hafa ver- ið hent út í þetta starf, án mikillar hjálpar eða leiðbeiningar." „Þriðji þátturinn sem vanræktur hefur verið bæði í skólakerfinu og annars staðar er listin að segja sögu,“ sagði Heimir. „í „Eitt verð ég að segja' þér...“ er gerð tilraun til að gera grein fyrir galdrinum að segja sögu. Sögur lúta föstum lög- málum og í bókinni er bent á hvem- .ig menn geta æft sig og unnið að því að verða sá sem hlustað er á í heita pottinum, saumaklúbbnum eða annars staðar þar sem á þarf að halda. Það er augljóst að listin að segja sögu fer á undan listinni að skrifa bækur. Gullöld sag^iaritun- ar, þrettánda öldin, dettur ekki úr lausu lofti, menn skemmtu hver öðrum fyrr með því að segja heilu skáldsögumar upp úr sér, á því leik- ur ekki nokkur vafi. Þessa orðsins list höfum við vanrækt." Heimir sagði að ofangreindar þijár bækur væm allar nýlunda í íslensku námsefni en fjórða bókin, Handbók um ritun og frágang, tæki fyrir hefðbundið efni, þótt reynt væri að nálgast það með öðmm hætti en venjan er. „Allir sem fást við ritað mál þekkja af eigin raun hversu óþægilegt það getur verið að hafa ekki aðgang á einum stað að þeim reglum sem gilda um frá- gang,“ sagði hann. „Við gerðum því uppflettirit um þetta efni, að vísu ekki í stafrófsröð, en með atriðis- orðaskrám sem eiga að gera öllum kleift að finna það sem að er leitað á fljótlegan og þægilegan hátt. Þetta er nýlunda sem ég vona að mælist vel fyrir og munum við freista þess að fara á líkan hátt að ýmsu öðm.“ „Það hefur verið mjög skemmti- legt starf að vinna að þessu verk- efni og gaman að gefa út á einu ári flórar kennslubækur í því sem kannski er mikilvægasta náms- greinin af öllum, móðurmálinu. Ef menn meina eitthvað með öllum fallegu orðunum um að tungan sé það dýrmætasta sem við eigum verður að sýna það í verki. Nú er harðar sótt að íslenskri tungu en nokkm sinni fyrr og inni á heimilun- um gefst æ minni tími til að sinna máluppeldi bama, svo skólamir - verða að taka það hlutverk að sér. Það er argasta bull að við þurfum ekki að óttast þessa ásókn, þar sem svo vel hafi tekist að útrýma dönsk- unni úr málinu á sínum tíma. Dansk- an var hvergi áhrifamikil nema rétt í kringum verslunarstaði og í Reykjavík sem þá taldi undir 10% af íbúum landsins. í dag heyra menn, í mörgum tilfellum, meira talað á ensku inni á heimilum sínum en íslensku og íslensk böm skilja ensku af segulbandi 11 ára gömul, áður en enskunám þeirra hefst í skólum. Frá ákveðnu sjónarmiði má segja að þetta sé stórkostlegt, þjóð- in sé að verða tvítyngd, en gallinn er bara sá að þess em nánast engin dæmi að þjóðir verði tvítyngdar á þennan hátt, annað tungumálið fer alltaf með sigur af hólmi. Það dug- ar ekki að beija höfðinu við stein- Matthías Á. Mathiesen „ Aðeins örfáar vikur eru eftir af tímabili verðstöðvunar. Með gj aldahækkunum sínum hefur ríkis- stjórnin hleypt verð- bólgunni af stað. Ástæða er til að óttast að skriðan verði nær óstöðvandi að lokinni verðstöðvun.“ bólgunni er að ráðast aftan að sparifjáreigendum og koma á nei- kvæðum vöxtum. Slíkt fálm myndi aðeins magna efnahagsvandann og gera hann torleystari. Eina leiðin til að forða þjóðinni frá því ástandi, sem slíkt slys gæti leitt til, er, að ábyrgir aðilar í öllum stjómmálaflokkum taki höndum saman og víki ríkisstjóm- inni til hliðar. Eins og staðfest er í Alþýðublaðinu í gær er hún stefnulaus og allir vita að hún styðst ekki við tryggan meirihluta Býður nokk- ur betur? eftirSverri Hermannsson Á dögunum hélt sjálfur forsæt- isráðherrann því fram á opin- bemm fundi að vaxtamunur íslenska bankakerfisins væri allt- of mikill í samanburði við það sem tíðkaðist erlendis, eða 10-12% eins og hann ákvað. Á ísafjarðarfundinum talaði Ólafur Grímsson um að banka- kerfið tæki til sín tvöþúsundmillj- ón króna vaxtamun umfram það sem eðlilegt gæti talist. í Tíman- um í dag segir Ó. Grímsson: „Vaxtamunurinn í íslenskum bönkum væri á bilinu 7-7,5% og sumir segja miklu meiri", og á hann þar sjálfsagt við forsætis- ráðherra sinn. Býður nokkur bet- ur? í Tímagreininni lýsir Ó. Grímsson yfir furðu sinni á van- þekkingu undirritaðs, sem hann hefði getað bætt úr með „einu símatali við hagdeild Lands- bankans", eins og þar segir. í þessu sama viðtali í Tímanum upplýsir Ó. Grímsson að vaxta- munur hjá erlendum bönkum sé um 4,5-5%. Að vísu virðist sem samanburður á innlendum og erlendum vaxtamun sé þannig reiknaður að bera saman heildar- vaxtamun hjá erlendum bönkum en taka aðeins með í reikninginn vaxtamun innlána og útlána hjá íslenskum. Sleppa m.ö.o. gjald- eyrisviðskiptum, sem eru yfír 40% af umsvifum Landsbanka íslands, en í þeim viðskiptum er vaxtamunur bankans aðeins um það bil 1,5%. En nú sem greinarhöfundur er í óvæntum samböndum við fjármálasvið og hagdeild Lands- bankans, þrátt fyrir vitneskju Ó. Grímssonar um annað, er rétt að birta staðreyndir um vaxta- mun hjá Landsbanka íslands árið 1988, þótt þær upplýsingar komi auðvitað afar illa heim og saman við yfirlýsingar Ó. Grímssonar og forsætisráðherra. Ekki nennir undirritaður samt að biðja afsök- unar á því, þótt honum skiljist fullvel á yfirlýsingum Ó. Grímssonar að staða hans sé í hættu ef hann ekki þegir og hlýð- ir. Ríkisstjómin, eins og það heit- ir hjá Ó. Grímssyni, muni sýna styrk sinn ef bankstjórinn vilji ekki kúgast láta. Og hér eru þá staðreyndir málsins: Vegið meðaltal vaxtamunar Sverrir Hermannsson „Þess ber enn að geta sérstaklega, að eftir síðustu ákvörðun meirihluta bankaráðs Landsbanka íslands í vaxtamálum frá 29. nóvember sl. reiknast mönnum til að vaxta- munur bankans sé 3,39%! Afþessu getur alþjóð séð hversu heil- ar brýrnar eru í málat- ilbúnaði Ó. Grímsson- ar sem kallar sig Ijár- málaráðherra.“ hjá Landsbanka íslands allt árið 1988 var 5,09%. Að vísu mundi þetta meðaltal lækka ef tillit væri tekið til viður- laga sem Landsbankinn var beitt- ur fyrstu þijá mánuði ársins 1988 vegna ónógrar lausafjárstöðu. Þess ber enn að geta sér- staklega, að eftir siðustu ákvörðun meirihluta bankar- áðs Landsbanka íslands í vaxtamálum frá 29. nóvember sl. reiknast mönnum til að vaxtamunur bankans sé 3,39%! Af þessu getur alþjóð séð hversu heilar brýmar eru í málat- ilbúnaði Ó. Grímssonar sem kall- ar sig fjármálaráðherra. Annað mál er, að skoðun þess, sem hér stýrir penna, er sú, að bankar geti ýmislegt gert til að auka spamað og bæta þjónustu sína. í því augnamiði hefir Lands- bankinn ákveðið að gera ræki- lega úttekt á stöðu sinni og starf- semi. Og kalla til erlenda sér- fræðinga, sem fengist hafa við slík mál hjá hér um bil hveijum einasta banka um endilanga Evr- ópu. Á ísafjarðarfundi fór Ó. Grímsson háðulegum orðum um þessa ákvörðun Landsbankans og kvað Sverri Hermannsson vera að leita eftir ráðgjöf út fyr- ir landsteinana sem „við“ getum veitt honum, eins og hann komst að orði. Um þessa auðmýkt verð- ur ekki farið fleiri orðum. Höfimdur er bankastjóri Lands- banka fslands. Heimir Pálsson inn. Það er ekki til á íslandi sá maður sem veit hvemig við’þessum vanda skuli bregðast og brýnast er nú að stuðla að því að hægt sé að leita leiða til lausna." „Iðunn gaf einnig nýlega út Bamaorðabók sem er fyrsti hlekkur í langri keðju sem við vonum að okkur endist þrek og afl til að halda áfram við. Bamaorðabókin er hugs- uð sem tæki fyrir heimili og skóla til að kenna bömum að umgangast orðabækur og hugsa um orð. Orðabækur koma ekki að neinu haldi uppi í hillu og það verður að byija á bytjuninni og kenna bömun- um að nota orðabækur. Frá mínum bæjardyrum séð eru allar þessar bækur liður í því sama; að fá mönn- um í hendur tæki til að vinna með. Það þýðir ekki að heyja þriðju heimsstyijöldina með vopnum úr þeirri fýrstu, það þarf ný tæki til að fást við nýjan vanda.“ „Börn og unglingar eiga heimt- ingu á að fá aðstoð í þessari glímu og sú aðstoð má ekki hanga í lausu lofti, eins og leiðbeiningar hafa gjaman gert. Við höfum reynt að þvinga böm til að tala „rétt“, án útskýringa og raka, sagt þetta er - rangt og hitt rétt og þar með búið. Þessi aðferð er búin að sanna gagns- leysi sitt rækilega. Eftir áratuga baráttu við „þágufallssýkina" er það orðið almennt málsnið að segja „mér langar" og það sér hver mað- ur að tímabært er að heija nýjar aðferðir. Það er skelfílegt ef menn ætla að ríghalda í gömlu aðferðimar án tillits til þess hvort þær skila árangri eða ekki. Málvemdunar- stefnan hefur einbeitt sér of mikið að því að glítna við einstök orð. Það er sífellt verið að búa til nýyrði og hefur gengið vel. Við lestur þýddra blaðagreina sést til dæmis ekki mik- ið af slettum en aldeilis ótrúlegir hlutir í stíl. Það er ekki að undra þar sem öll kennsla beinist að orð- um, en nánast ekkert að málblæ, svip og stíl sem miklu erfiðara er að glíma við.“ Heimir sagði að sér fyndist komn- ar upp dálítið undarlegar aðstæður hér. „Það er tönnlast á því að við verðum að varðveita íslenska tungu þar sem hún sé undirstaða íslenskr- ar menningar, en ég held að þetta sé alrangt. Það er islensk menning sem er undirstaða íslenskrar tungu, ekki öfugt. Tungan er afleiðing af menningu okkar gegnum aldimar og endurspeglar samfélag, atvinnu- hætti, verkmenningu og hugmenn- ingu. Ef þú lest til dæmis leiðara í Morgunblaðinu sérðu strax að allt myndmálið er sótt í íslenska bænda- menningu og sjómannamál. Fyrir barn sem elst upp i Reykjavík á okkar dögum em þessi myndhverfðu orðtök óskiljanleg. Eg held að í stað þess að segja vemdum tunguna ættum við að segja vemdum íslenska menningu, því án íslenskrar menningar er engin íslensk tunga. Þetta gæti raunar verið stórhættu- leg ályktun ef hún leiddi til þeirrar stefnu að reynt yrði að endumýja tungumálið eingöngu til þess að það passaði við þjónustuþjóðfélagið, því þá rofnuðu tengslin við menningar- arfinn. Ég tel að við verðum að leggja rækt við hvort tveggja; kynna menningararfinn og viðhalda tung- unni. Það er brýnt fyrir okkur sem þjóð að þekkja rætur okkar, en það má ekki einblína svo á rætumar að það gleymist að hyggja að krónu trésins. Hér gildir hið fomkveðna „Þá verður eik að fága er undir skal búa.“ ’••••■• ''••' <•• •'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.