Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 31
31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989
Bókamarkaðurinn verður í Þingholtsstræti 2.
Bókamarkaður í Þingholtsstræti
SAMEIGINLEGUR bókamark-
aður ýmissa bókaforlaga, hefst
í dag Smmtudag, að Þingholts-
stræti 2, á horni Bankastrætis.
Markaðurinn stendur til 28.
janúar.
”F]öldi forvitnilegra og eigu-
legra bóka hafa verið dregnar
fram í dagsljósið og eru nú boðn-
ar á vægu verði. Seldar verða
bæði nýlegar og gamlar bækur,
svo sem skáldsögur, ævisögur,
bamabækur, ástarsögur, vísinda
og sagnfræðirit, svo eitthvað sé
nefnt“, segir í fréttatilkynning-
unni.
Hj ónanámskeið
í Mosfellsbæ
NÁMSKEIÐ fyrir hjón á öllum
aldri verður haldið í Safiiaðar-
heimili Lágafellssóknar í Mos-
fellsbæ laugardaginn 21. janúar
kl. 13-19.
Nokkur undanfarin misseri hafa
Sr. Þorvaldur Karl Helgason, Sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson og Sr. Birg-
ir Ásgeirsson staðið fyrir svonefnd-
um hjónanámskeiðum. Hafa þau
ýmist verið haldin í Skálholti eða
Laugarneskirkju. Um er að ræða
samverustundir með hjónum á öll-
um aldri, sem vilja fá tækifæri til
þess að ræða hjónaband og sam-
búð, fræðast um eðli og tilgang
hjúskapar og skoða ýmis dagleg
viðfangsefni, bæði gleðileg og sorg-
leg, sem fyrir kunna að koma í svo
nánu samfélagi karls og konu, sem
hjónaband er. Námskeiðið er ætlað
fólki, sem hyggst ganga í hjóna-
band, er í sambúð eða hefur verið
gift í lengri eða skemmri tíma. Með
námskeiðinu er stefnt að því að
auðga samskiptin í milli hinna
tveggja einstaklinga, styrkja sam-
bandið milli þeirra og efla sjálfsvit-
und og stöðu gangvart makanum,
að því er segir í fréttatilkynningu
sem Morgunblaðinu hefur borist.
Næsta námskeið verður sem fyrr
segir í Safnaðarheimili Lágafells-
sóknar í Mosfellsbæ á laugardag.
Það hefst kl. 13 og stendur til kl.
19. Upplýsingar og skráningu ann-
ast Sr. Birgir Ásgeirsson milli kl.
10-12 fimmtudag og föstudag.
Annars má snúa sér til einhvers
hinna þriggja leiðbeinenda.
Fiskverð ð uppboðsmörkuðum 18. janúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Lœgsta Mefial- Magn Heildar-
verð verfi verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 63,00 63,00 63,00 3,766 237.258
Þorskur(óst) 52,00 39,00 49,32 5,011 247.136
Ýsa 132,00 101,00 120,33 1,781 214.313
Ýsa(ósl.) 100,00 44,00 88,69 0,653 57.912
Ufsi(óst) 15,00 15,00 15,00 0,009 135
Steinbítur 15,00 16,00 15,00 0,006 90
Lúða 270,00 185,00 249,81 0,168 41.968
Keila 18,50 18,50 18,50 0,610 11.294
Keila(óst) 18,50 18,50 18,50 0,137 2.544
Þorsklifur 27,00 20,00 23,50 0,114 2.691
Hrogn 210,00 210,00 210,00 0,084 17.640
Samtals 67,50 12,340 832.981
Selt var úr ýmsum bátum. [ dag verður meðal annars selt óá-
kveðið magn úr Stakkavík ÁR, frá Hafbjörgu í Ólafsvík og Tanga
á Grundarfirði og 15 tonn af þorski úr Júlíusi Geirmundssyni (S.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 61,00 68,00 60,63 14,303 867.249
Þorsk.(ósl.dbt) 44,00 44,00 44,00 0,280 12.320
Þorsk.(sl.dbt) 41,00 40,00 40,40 2.755' 111.302
Þorsk.(ósl.l.bt) 55,00 48,00 51,65 10,600 547.465
Ýsa 98,00 90,00 94,23 0,946 89.180
Ýsa(óst) 85,00 72,00 80,95 0,213 17.242
Ýsa(umálóst) 12,00 12,00 12,00 0,013 156
Hrogn 244,00 244,00 244,00 0,059 14.396
Samtals 56,89 29,169 1.659.309
Selt var úr Krossnesi SH, Ólafi Bjarnasyni SH og netabátum.
í dag verða meöal annars seld 15 tonn af þorski úr Krossnesi
SH og Farsæli SH. Selt verður óákveðið magn af óslægðum
þorski úr netabátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 60,50 50,00 57,13 11,500 657.000
Ýsa 112,50 60,00 88,47 2,731 241.613
Ufsi 23,50 23,50 23,50 2,700 63.450
Karfi 35,00 17,00 34,62 2,947 102.026
Steinbítur 24,00 24,00 24,00 0,025 600
Hlýri 20,00 20,00 20,00 0,012 240
Langa 15,00 15,00 15,00 0,068 1.020
Blálanga 31,00 31,00 31,00 0,031 961
Keila 22,00 22,00 22,00 1,122 24.684
Skarkoli 64,00 64,00 64,00 0,250 16.000
Lúða 309,00 205,00 239,67 0,075 17.975
Samtals 52,45 21,461 1.125.569
Selt var úr Sighvati GK, Þorsteini Gíslasyni GK, Sigrúnu GK,
Reyni GK, frá Fiskverkun Jóhanns Guöbrandssonar í Sand-
geröi, Valdimari hf. í Vogurn og Þorbirni hf. í Grindavík. I dag
verða meðal annars seld 10 tonn, aðallega af þorski og ýsu,
úr Aðalvik KE. Selt verður úr dagróðrabátum ef á sjó gefur.
Ráðstefna um rétt
heímaviiinandi fólks
UM NÆSTU helgi efiiir
Bandalag kvenna til ráð-
stefiiu á Hótel Loftleiðum
sem ber yfirskriftina „Hvar
stöndum við? Hvað viljum
við?“ og Qallar um réttinda-
mál heimavinnandi fólks.
Ráðstefiian hefst kl 10 f.h.
á laugardag og er öllum
heimil þátttaka.
Dóra Guðmundsdóttir ein þeirra
sem á sæti í undirbúningsnefnd
ráðstefnunnar segir að þetta verði
vonandi undanfari þess að stofnuð
verði landssamtök um hagsmuna
og réttindamál heimavinnandi
fólks sem munu hafa að markmiði
að reyna að stuðla að verðugri
réttarstöðu fólks sem vinnur
heima. „Margt ungt fólk myndi
kjósa að vera heima með bömum
sínum“ sagði Dóra en bætti því
við að eins og nú væri í pottinn
búið væri það nánast óhugsandi.
Réttur heimavinnandi fólks væri
metinn til-lítils og reynsla enn
síður. Það væri og kappsmál hóps-
ins að fólk gæti einnig fengið að
velja, hvort það vildi vera heima-
vinnandi eða ekki. Sagðist hún
vona að ráðstefnan skilaði þeim
árangri að sýna fram á baráttuhug
og samstöðu um þetta efni. Hún
sagði að svo virtist sem margir
væru farnir að líta á þetta mál
af meira raunsæi og því væri full
ástæða til bjartsýni.
Sérstakur gestur á raðstefn-
unni og einn frummælenda er Ing-
unn Birkeland, formaður Norska
húsmæðrasambandsins, sem
greinir frá störfum þess og stefnu.
Aðrir ræðumenn á ráðstefnunni
verða Helga Guðmundsdóttir sem
talar um starfssemi hagsmuna-
nefndarinnar, Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra ræðir
um réttarstöðu heimavinnandi
fólks, Davíð Oddsson borgarstjóri
um dagvistarmál, Guðrún Erlends-
dóttir, hæstaréttardómari talar um
sifjarétt og hjúskapareign, séra
Öm Bárður Jónsson í Grindavík
talar um fjölskylduna og heimið
og Ragna Jónsdóttir spyr í sínu
máli hvort hagsmunasamtök
heimavinnandi fólks eigi rétt á
sér. Einnig verða fulltrúar frá
ríkisskattstjóra og einnig rætt um
tryggingamál.
Dóra Guðmundsdóttir tók sér-
staklega fram að hópurinn sem
hefur undirbúið ráðstefnuna teldi
mjög mikilvægt ef fólk utan af
landi sýndi þessu áhuga ekki síður
en íbúar á höfuðborgarsvæðinu.
Ingunn Birkiland
Náttúruverndarráð og Landvernd:
Fyrirlestur um
einnota umbúðir
Náttúruvemdarráð og Land-
vemd gangast í dag, fímmtudag,
fyrir almennum kynningarfiindi
um einnota umbúðir. Fundurinn
verður haldinn kl. 20.30 í Odda
við Suðurgötu.
Erindi á fundinum munu flytja
Auður Sveindsdóttir frá Landvemd,
sem talur um einnota umbúðir sem
umhverfisvandamál, Ragnar Birg-
isson frá Sanitas, sem fjallar um
stöðu mála hérlendis og starf endur-
vinnslunefndar iðnaðarráðuneytis-
ins og Jörgen Sallenhag frá PLM
Pack í Svíþjóð, sem hyggst segja
frá reynslu Svía af innsöfnunarkerf-
um. Fyrri tveir fyrirlestrarnir verða
um 10 mínútur hvor, en Sallenhag
ætlar að tala í hálftíma. Á eftir
verða almennar umræður.
%•*
Abendingar frá
LÖGREGLUNNI:
Akstur léttra bifhjóla
Enginn má stjóma léttu bif-
hjóli, nema hann hafí gilt ök-
uskírteini til þess eða til að
mega stjórna bifhjóli. Ökuskír-
teini til að mega stjóma léttu
bifhjóli má ekki veita þeim,
sem era yngri en 15 ára, enda
hafi hann áður fengið tilskylda
ökukennslu.
Nokkur brögð era að því að
unglingar yngri en 15 ára aki
léttum bifhjólum án tilskilinna
réttinda. Þeir ýmist fá þessi
hjól að láni, kaupa léleg hjól
til viðgerðar eða hafa fengið
ný eða nýleg hjól að gjöf frá
foreldram eða öðram. Stundum er erfítt að bíða eftir að aldurs-
mörkunum sé náð og freistingamar ná yfírhöndinni.
Þá skortir allnokkuð á að þeir, sem hafa leyfí til aksturs
léttra bifhjóla, virði þær reglur sem í gildi era varðandi takmark-
anir á akstri þessara ökutækja. Léttum bifhjólum, sem og bif-
hjólum, má t.d. ekki aka á gangstétt eða eftir gangstíg og í
námunda við íbúðarhús á að haga akstri og meðferð þannig að
frá ökutækinu stafí ekki hávaði að óþörfu.
Áhuga unglinga á léttum bifhjólum ber að taka alvarlega.
Foreldrar þurfa að veita þeim uppeldisþætti sérstaka athygli
og unglingamir að skilja að akstur slíkra ökutælqa er annað
og meira en að setjast undir stýri og aka af stað. Létt bifhjól
era ekki leiktæki og það þarf að meðhöndla þau í samræmi við
það.
Farið varlega.
í fréttatilkynningu frá Náttúra-
vemdarráði segir að Sallenhag sé
manna kunnugastur um endur-
heimt áldósa í Svíþjóð, enda hafí
hann stjómað þeirri vinnu.
Agælis loðnu-
veiði en leið-
inda veður
ÁGÆTIS loðnuveiði var I fyrri-
nótt, þrátt fyrir leiðindaveður á
miðunum. I gær, miðvikudag, til-
kynnti Börkur um 1.150 tonn til
Skotlands og Húnaröst tilkynnti ,
um 600 tonn til Færeyja. Víkur-
berg tilkynnti um 520 tonn til
Færeyja síðdegis á þriðjudag.
Síðdegis í gær höfðu þessi skip
tilkynnt um afla: Hilmir II 570 tonn
til Seyðisfjarðar, Börkur 1.150 til
Skotlands, Fífill 570 til Raufar-
hafnar, Pétur Jónsson 1.100 til
Seyðisfjarðar, Dagfari 520 til Seyð-
isfjarðar, Harpa 520 til Raufar-
hafnar, Beitir 1.200 til Neskaupstað-
ar, Höfrangur 850 til Reyðaríjarðar,
Húnaröst 600 til Færeyja, Erling
620 til Raufarhafnar, Guðmundur
860 til Vestmannaeyja, Sigurður
1.250 til Vestmannaeyja, Guðmund-
ur Ólafur 600 óákveðið hvert og
Svanur 670 til Vopnafjarðar.
Alþjóðlega bænavikan;
Samkoma á
Hjálpræðis-
hernum
í kvöld
SAMKOMA verður hjá Hjálpræð-
ishernum i kvöld, fimmtudags-
kvöld 19. janúar, kl. 20.30. og er
hún liður í Alþjóðlegu bænavi-
kunni, sem nú stendur yfír.
Ræðumaður kvöldsins er Hafliði
Kristinsson frá Hvítasunnusöfnuð-
inum. Tónlistarflutningur verður í
umsjá Sjöunda dags aðventista og
mun Æskulýðskór aðventista
syngja og trompet-tríó leikur.
Einnig verður mikill almennur
söngur. Daníel Óskarsson stjórnar
samkomunni. Allir velkomnir.