Morgunblaðið - 19.01.1989, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989
Aðdragandi heimsfriðar
eftir Jón Halldór
Hannesson
Það virðist hafa komið frétta-
mönnum um heim allan á óvart að
á síðasta ári varð stöðugt friðvæn-
lega í heiminum og má nú segja
að svo sé komið að heimsfriður ríki.
En árið 1986 sendi Aiþjóða íhug-
unarhreyfingin öllum ríkisstjórnum
heims bæklinginn: „Maharishis Pro-
gramme to Create World Peace“ —
„Leið Maharishis til að koma á
heimsfriði". Þessari leið hefur verið
t fylgt og skulu hér nefnd nokkur
meginatriði hennar.
Hegðun háð vitundarstigi
Hegðun okkar og árangur í dag-
legu lífi er háð vitundarstigi okkar.
Höndin virðist skrifa en í raun er
það vitundin sem stýrir höndinni.
„Hegðun" og árangur samfélagsins
er á sama hátt háð vitundarstigi
samfélagsins.
Ef einstaklingar vilja bæta störf
sín og árangur verða þeir að þróa
vitund sína. Hærra vitundarstig
leiðir til skýrari huga, markvissari
hugsana og aukins árangurs. Hið
sama á við um samfélagið. Vilji það
auknar framfarir, samstillingu og
frið verður að hækka vitundarstig
þess, þ.e. þróa samvitundina.
Innhverf íhugun (Transcendental
Meditation) leiðir til hærra vitund-
arstigs. Ef einstaklingar hækka vit-
undarstig sitt hækkar stig sam-
vitundarinnar því einstaklingsvit-
undin er grunneining samvitundar-
innar.
Velflestir sem iðka innhverfa
íhugun gera það eingöngu vegna
þeirra áhrifa sem iðkunin hefur á
þeirra eigin velferð, heilsu og sköp-
unarhæfni. Áhrif íhugunarinnar eru
þó alltaf heilstæð, þ.e. koma fram
á öllum sviðum lífsins, því með iðk-
uninni er sjálft grunnsvið náttúru-
laganna lífgað upp og við það nær-
ast öll ytri svið lífsins.
Einstaklingsvitund
grunneining samvitundar
Fjölmargar rannsóknir á áhrifum
innhverfrar íhugunar hafa verið
birtar í þekktum vísindarituim.
Fyrstu rannsóknir á samfélagsleg-
um áhrifum komu fram árið 1974.
Þá kom í ljós að ef um 1% íbúa
borga iðkaði innhverfa íhugun
minnkuðu neikvæðar hneigðir eins
og glæpir og einnig slys. Maharishi
Mahesh Yogi, sem kom fram með
innhverfa íhugun árið 1957, hafði
alltaf haldið því fram að ef brot af
samfélagi yki samræmi í vitund
sinni myndi það leiða til aukinnar
samstillingar í vitund samfélagsins
og áhrifin hlytu að koma fram í
öllu samfélaginu.
Strax og fyrstu 1% rannsóknirn-
ar birtust lýsti Maharishi yfir dögun
uppljómuriaraldar. Hann sagði við
það tækifæri að vissulega væri enn
óreiða og ófriður í heiminum, en
nú hefðu vísindin sýnt fram á leið
til að breyta því ástandi. Hann benti
á að stöðugt ijölgaði þeim sem iðk-
uðu innhverfa íhugun og því hlytu
samstilling og friður að aukast jafnt
og þétt í heiminum. Þekkingin um
grunnsvið náttúrulaganna („sam-
sviðið“) væri til staðar og innhverf
íhugun væri beinasta leiðin til að
lífga upp þetta svið og skapa þar
með hljóð samstillandi áhrif á allt
samfélagið.
Forsmekkur heimsfriðar
Frá því fyrstu rannsóknir á áhrif-
um íhugunarinnar á samvitundina
birtust hafa fjölmargar aðrar verið
gerðar. í nóvember 1979 fóru t.d.
hópar iðkenda Innhverfrar íhugun-
ar til helstu ófriðarsvæða í heimin-
um (Mið-Ameríku, íran, Miðaustur-
landa, Suður-Afríku og Suðaustur-
Asíu). Meðan á dvöl þeirra stóð dró
veruíega úr ófriði á öllum þessum
svæðum. Þátttakendur í tilraun
þessari tóku þó engan þátt í deilun-
um á svæðinu, heldur sköpuðu hljóð
samstillandi áhrif í samvitundinni
með iðkun innhverfrar íhugunar og
IÍ-sidhi-kerfisins.
Undanfarin ár hefur komið fram
að sé innhverf íhugun (og þó eink-
um framhaldskerfið IÍ-sidhi) iðkuð
saman í hóp margfaldast áhrif sam-
stillingar í samvitundinni. 7.000
iðkendur samsviðstækninnar (þ.e.
innhverfrar íhugunar og IÍ-sidhi-
kerfisins) iðkuðu saman í um 3
vikna skeið í Iowa-fylki í Banda-
ríkjunum í lok 1983. Samstillandi
áhrif komu fram í öllum heiminum
og var gerð nákvæm vísindaleg
úttekt á þeim. Þessum áhrifum var
ágætlega lýst af Helga J. Hauks-
syni í grein í Morgunblaðinu (Sól
uppljómunaraldar hækkar á lofti,
Jón Halldór Hannesson
„Velflestir sem iðka
innhverfa íhugxin gera
það eingöngu vegna
þeirra áhrifa sem iðk-
unin hefiir á þeirra eig-
in velferð, heilsu og
sköpunarhæfni.“
nóvember 1984), en hér nægir að
nefna að samstillingin sem þessi
hópiðkun olli í heimsvitundinni
nægði til að friður ríkti um stund
í heiminum.
Varanlegur heimsfriður
Með þessum og fjölmörgum hlið-
stæðum tilraunum hafði verið fund-
in leið til sköpunar varanlegs heims-
friðar og var hún kynnt öllum ríkis-
stjómum, þ. á m. þeirri íslensku,
á árinu 1984. Alþjóða íhugunar-
hreyfingin hóf þegar árið 1985 að
koma upp varanlegum hópi iðkenda
Maharishi-samsviðstækninnar og
við upphaf árs 1987 lýsti Maharishi
því yfir að samstillingin sem þessir
stóm hópar iðkenda mynduðu
nægði til að lýsa mætti árinu 1987
sem fyrsta ári heimsfriðar. Eins og
kunnugt er hafa engar umtalsverð-
ar styrjaldir hafist síðan þá og þau
stríð sem þá vom í gangi hafa nú
fjarað út.
Sá heimsfriður sem nú ríkir er
afleiðing af hækkandi vitundarstigi
heimsins og áframhald hans er ein-
göngu háð því að heimsvitundin
haldi áfram að eflast með áfram-
haldandi iðkun Maharishi-sam-
sviðstækninnar. Og þar sem iðkunin
er bæði auðveld og skemmtileg em
allar líkur á að svo verði.
í þættinum 19:19 á Stpð 2 var
bein sjónvarpssending um gervi-
hnött frá Maharishi Nagar á Ind-
landi þann 12. janúar síðastliðinn.
Sýnt var frá hátíð sem haldin var
til að fagna heimsfriði. I ávarpi sem
Maharishi flutti sagði hann eitthvað
á þá leið að heimsfriður væri ekki
lokatakmark í sjálfu sér. í raun
væri heimsfriður einungis lág-
marksforsenda sómasamlegs lífs á
jörðinni. Með því að efla vitundar-
stig einstaklinga og hækka þar með
heimsvitundina enn frekar ættu
straumar tímans að snúast á öllum
sviðum lífsins. Hryðjuverk, glæpir
og efnahagsleg örbirgð fátækra
þjóða ættu að hverfa, en allt sem
jákvætt er ætti eftir að aukast, þar
til lífið á jörðinni yrði himneskt.
Þetta er næsta markmið Alþjóða
íhugunarhreyfíngarinnar.
Islenska íhugunarfélagið hefur
frá stofnun árið 1975 helgað sig
kennslu innhverfrar íhugunar og
kynningu á áhrifum iðkunar henn-
ar. Fimmtudaginn 19. janúar kl.
20.30 gengst félagið fyrir almenn-
um kynningarfundi um áhrif inn-
hverfrar íhugunar og verður þar
sérstök áhersla lögð á að kynna
nánar áhrif iðkunarinnar á heims-
vitundina.
Höfundur er framhaldsskólakenn-
ari ogkennari iinnhverfri ihugun.
Heilsubót og skemmtun
í skammdeeinu
snr v_y
aooy':
COSTA DEL SOL
Sérstakar vetrarferðir með íslenskum fararstjóra.
Dvalið verður á hinu glæsilega hóteli
SUNSET BEACH CLUB
eða PRINCIPITO SOL.
Sundlaugar úti og inni, góð sólbaðsaðstaða,
kjörbúð og góðir veitingastaðir.
Hér er svo sannarlega hægt að
njóta lífsins í skamm- r— ^etð^
deginu. \ $9
Innifalið er flug og akstur til
og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjóm
oggisting.
Brottfbr um London:
30. jan., 13. og27. feb. og
20. mars (páskaferð 11 dagar).
Brottfarir um Amsterdam:
17. feb., 10. mars og
17. mars (páskaferð 15 dagar).
Dvalarferð fer eftir óskum hvers og eins (1 vika
til 2 mánuðir), nema í páskaferð.
KYPUR
Kýpur sló svo sannarlega í gegn
sem sólarstaður í sumar.
En að vetri til er Kýpur ekki síðri heim
að sækja. Og það er tekið vel á móti þér, því
Kýpurbúum er gestrisni í blóð borin.
Fyrsta flokks íbúðahótel og góðir veitingastaðir,
mikil náttúrufegurð, fornar minjar og síðast en
ekki síst er loftslagið milt og verðlagið lágt.
Umboðsmaður Sögu veitir farþegunum alla
fýrirgreiðslu sem þeir þurfa
á að halda.
Innifalið er flug og akstur til
og frá flugvelli erlendis, gisting
ein nótt í Amsterdam, aðstoð umboðsmanns
Sögu
á Kýpur og gisting.
Brottför um Amsterdam:
13. feb., 13. og 23. mars (páskaferð 14 dagar).
Dvalarlengd fer eftir óskum hvers og eins
(1 vika til 2 mánuðir), nema í páskaferð.
pr. gengi6.1 1989.
FERÐASKRIFSTOFAN
VISA
Raðgreiðslur
Suðurgötu 7
S.624040