Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 Kristín Guðmunds- dóttír - Minning Fædd 9. desember 1894 Dáin 10. janúar 1989 í dag fer fram frá Dómkirkju Krists konungs í Landakoti útför Kristínar Guðmundsdóttir, en hún lést á Elliheimilinu Grund þriðju- daginn 10. janúar sl. Kristín fæddist þann 9. desember 1894 á Nýlendu undir Austur- Eyjaflöllum. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Vigfússon og Anna Jónsdóttir. Kristín var ein af sex systkinum, sem nú eru öll látin. Ung að árum var hún sett í fóst- ur til föðursystur sinnar sem bjó í Reykjavík og ílengdist hún þar. A unglingsárum sínum starfaði hún í þvottahúsi Landakotsspítala uns hún giftist manni sínum Kristján Guðjónssyni prentara, þann 3. októ- ber 1923. Kristján lést þann 26. desember 1945. Þeim Kristjáni og Kristínu fæddist sonur, Ágúst, árið 1915. Hann fluttist til Danmerkur og kvæntist þar sænskri konu, Ger- trud. Þeim hjónum varð ekki bama auðið. Ágúst lést í Danmörku árið 1981. Eftir að Kristín missti mann sinn hóf hún störf við saumaskap. Er mörg handavinnan sem liggur eftir hana. Á árunum sem Kristín vann á Landakotsspítala komst hún í kynni við kaþólska söfnuðinn hér á landi. Var það hennar einlæga ósk að ganga í þennan söfnuð, sem hún og gerði. Var hún mjög áhugasöm í safnaðarstarfinu og varð ein af stofnendum Paramentfélagsins árið 1920, sem nú er Kvenfélag Krists- kirkju. í því félagi starfaði hún af lífi og sál eins lengi og kraftar leyfðu. Með Kristínu em nú allir stofnendur Paramentfélagsins látn- ir. Einnig var Kristín gerð að heið- ursfélaga í Reykjavíkurfélaginu. Allt frá því ég man eftir mér stendur þessi virðulega kona í peysufötunum mér fyrir hugarsjón- um. Hún bjó þá hjá Bimi Jónssyni kaupmanni og Guðrúnu Kristins- dóttur á Vesturgötu 17A í Reykjavík. Þau hjónin voru Kristínu ætíð mikil hjálparhella. Árið 1976 fluttist Kristín að Norðurbrún 1, en árið 1985 var hún, sökum veik- inda, flutt á Elliheimilið Gmnd og var þar til dauðadags. En nú er Kristín farin á fund skapara síns. Trúin segir okkur að dauðinn sé síðasta skrefið á jarð- neskum vegi lifsins. Með dauðanum göngum við í gegnum dymar, og stöndum við upphaf nýs kafla í lífí okkar. Það er því mikilvægt að hafa það fyrir augum, að eftir myrkur dauðans bíður okkar ljós eilífs lífs. Ég votta systkinabörnum Kristínar, öðmm ættingjum og vin- um, innilegrar samúðar og bið al- góðan Guð að veita styrk sinn. Eg lifi nú þegar í Drottni í dag, ég dey, svo að erfi ég lífið, ég ferðast mót eilífum unaðarhag. Hví er þá mín sál ei með gleðibrag? Ég á þegar eilífa lífið. (V.Br.) Megi Drottinn veita henni eilífa hvíld og láta hið eilífa ljós lýsa henni. Hún_hvíli í friði. Ágúst K. Eyjólfsson Þegar nálgast þunga stundin þegar gjörvöll lokast sundin leyf mér flýja þá til þín, flýja til þíns heita hjarta hverfa þá mun nóttin svarta. Þú, ó Jesú, manst til mín. Sálin lífsins óttast enda, enginn nema þú má senda huggun þá, sem færir frið. Lát mig eins og bamið blunda, benjar þinna síðuunda halda mér þitt hjarta við. I dag kveð ég góða vinkonu mína Kristínu Guðmundsdóttur sem and- aðist 10. janúar á hjúkrunarheimil- inu Gmnd þá orðin 94 ára. Það er langur ævindagur og hef- ur margt á þá drifið misjafnlega gott, sem ég ætla ekki að rekja hér. Ég ætla aðeins að þakka Kristínu samfylgdina. Kynni okkar og vinátta hófust fyrir 36 ámm, þó svo ég hafi lengi áður vitað hver hún var, þessi glæsi- lega kona á íslenska búningnum, sem alltaf var í kirkjuhni okkar. Það var árið 1953 að undirrituð ásamt 8 öðmm stúlkum fór í pílagrímsferð til Lourdes. Í þeim hópi var Kristín Guðmundsdóttir aldursforseti, um 30 ámm eldri en við hinar. Ekki kom það að sök því Kristín var með létta lund, skemmtileg og félagslynd og vomm við allar sem ein. Hún átti stóran þátt í hvað allt gekk vel og var ánægjulegt. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd hveijum sem á þurfti að halda og var ég þess oft aðnjótandi þar sem hún studdi mig dyggilega. Þetta var 6 vikna löng ferð sem hófst með siglingu „Drottingarinn- ar“ til Kaupmannahafnar þar sem við dvöldum hjá St. Jósefssystrum í 3 daga áður en haldið var til Hollands til móts við séra Jósef Hacking, sem var mikill vinur okk- ar allra ásamt því að vera prestur okkar. Hann lést fyrir 25 ámm. Fómm við fyrst með honum ásamt séra Habbets, sem einnig var einn af prestum okkar en er nú látinn, á smábúgarð rétt við Valkenburg sem var í eigu foreldra hans. Þar dvöldum við í nokkra daga í yndis- legu umhverfí hjá dásamlegum for- eldmm hans sem allt vildu fyrir okkur gera. Þar sem og annars staðar var Kristín okkur til fyrirmyndar og alltaf var stutt í glaðværan hlátur hennar. Ferðinni var svo haldið áfram til Lourdes undir stjóm og leiðsögn séra Hackings sem sá um að rétt væri að öllu staðið og að við gætum nýtt okkur sem best allt sem fram Gleymdu ekki qóðu gistihúsi sem býður þig velkominn í vetur Edduhótelið á Klaustri er tilvalinn áningarstaður á ferð um Suðausturland. Herbergin eru öll með baði og bíða þín tilbúin allan sólarhringinn. Njóttu þess á ferðalagi að nærast og hvílast á Klaustri. Renndu við hvenær sem er... það verður opið í allan vetur. ..á Klaustri fór á þessum dásamlega og ógleym- anlega stað. Eftir að heim kom héldum við hópinn um tíma, en aðallega hitti ég Kristínu og heimsótti hún okkur oft og hafði gaman af börnum okk- ar og áttum við margar ánægjuleg- ar stundir saman. Hún var síðar fermingarvottur Kristínar dóttur okkar. Kristín var mikil hannyrðakona og vann fyrir sér á árum áður við að bródera og telja út fyrir hann- yrðaverslanir, einnig hannaði hún sjálf mynstur. Kristín var fædd austur undir Eyjafjöllum en fluttist ung til Reykjavíkur og ólst upp hjá föður- systur sinni. Hún giftist Kristjáni Guðjónssyni prentara og áttu þau einn son, Ágúst. Eiginmaður Kristínar lést langt um aldur fram árið 1945 eftir hörmulegt slys. Syrgði hún mann sinn mjög mikið. Það var hjálp Kristínar og styrkur hve trúuð hún var. Hun leitaði huggunar í bæn- inni og í kirkju sinni. Hún var alla tíð mjög kirkjurækin, það leið ekki sunnudagur né aðrir helgidagar, og þurfti ekki helgidaga til, án þess að hún sækti kirkju á meðan kraft- ar hennar leyfðu. Síðar þegar hún komst ekki lengur hjálparlaust naut hún aðstoðar yndislegra vina sinna, hjónanna Guðrúnar og Bjöms Jóns- sonar, sem hugsuðu um hana sem væri hún þeirra eigin móðir, Ég hef ekki þekkt betra fólk en þau, alla þá umhyggju sem þau sýndu þess- ari gömlu konu sem var svo mikill einstæðingur orðinn, þau eiga mikið þakklæti skilið. Sonur Kristínar fluttist til Dan- merkur þar sem hann kvæntist sænskri stúlku. Hann lést þar fyrir átta ámm og var það þungt áfall fyrir gömlu konuna. Það var margt mótlætið sem Kristín varð fyrir, en alltaf reis hún upp aftur og án þess að bugast. Hún veiktist af illkynja sjúk- dómi, sem hún þó sigraðist á, og beinbrotin hennar vom orðin yfir 30. Verst var þegar skemmd kom í auga hennar og hún missti það. Kristín bar sína erfiðleika í hljóði og aldrei heyrði ég hana kvarta eða tala illa um nokkurn mann og alltaf var hún til í að slá á létta strengi. Það er komið að leiðarlokum á lanri ævi. Ég kveð Kristínu vinkonu mína með söknuði og þakklæti í huga að hafa átt hana fyrir vin. Ég bið góðan Guð að varðveita hana og blessa. Blessuð sé minning hennar. Lát hið eilífa ljós lýsa henni, hún hvíli í friði. Ríörir raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar nauðungaruppboð Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fast- eignum fara fram á skrifstofu emb- ættisins á Hafnarbraut 27, Höfn, fimmtudaginn 26. janúar 1989: Kl. 13.00, Ránarslóð 17a, Höfn, þingl. eign Jóns Benediktssonar og Halldóru Gísladóttur, eftir kröfum Arnmundar Backmans hrl. og Byggöastofnunar. Kl. 13.30, Austurbraut 14, Höfn, þingl. eign db. Heiðars Pótursson- ar og Hugrúnar Kristjánsdóttur, eftir kröfum Jónatans Sveinssonar hrl. og Innheimtumanns rikissjóös. Kl. 14.00, Smárabraut 19, Höfn, þingl. eign Karls Birgis Örvarsson- ar, eftir kröfu Arnmundar Backmans hrl. Kl. 14.30, Smárabraut 2, Höfn, þingl. eign Flosa Ásmundssonar, eftir kröfum veödeildar Landsbanka [siands, Klemensar Eggertsson- ar hdl. og Innheimtumanns rikissjóös. Kl. 15.00, Grund II, Nesjahreppi, þingl. eign Sigurgeirs Ragnarsson- ar, eftir kröfu Landsbanka Islands. Kl. 15.30, Hafnarbraut 39, Höfn, þingl. eign Arnar Ómars Úlfarsson- ar, og Snjólaugar Sveinsdóttur, eftir kröfum Sveins Sveinssonar hdl., Innheimtumanns ríkissjóös, Skúla J. Pálmasonar hrl., Haínar- bæjar og Kristins Hallgrímssonar hdl. Kl. 16.00, Heiðarbraut 5, Höfn, þingl. eign Gunnars Davíðssonar, eftir kröfum Reynis Karlssonar hdl. og Kristins Hallgrímssonar hdl. Kl. 16.30, Hlíðartún 15, Höfn, þingl. eign Ómars Antonssonar, eftir kröfu Innheimtumanns ríkissjóös. Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafellssýslu. Bndsskófinn Síðustu innritunardagar (1) Byrjendanámskeiðið er sniðið fyrir fólk sem lítið eða ekkert þekkir til bridsíþróttar- innar. Reglur spilsins eru skýrðar og farið yfir undirstöðuatriði sagna. (2) Framhaldsnámskeiðið verður í þetta sinn í beinu framhaldi af byrjendanámskeið- inu. Farið verður dýpra í Standard-sagnkerf- ið og tækni spilamennskunnar. Hvort námskeið um sig stendur yfir í 11 kvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20.15-23.15. Byrjendanámskeiðið er á mánudögum og hefst 23. janúar. Framhaldsnámskeiðið er á þriðjudögum og hefst 24. janúar. Kennsla fer fram í Sóknarhúsinu, Skipholti 50A í Reykjavík. Nánari upplýsingar og innritun í síma 27316 milli kl. 15 og 18 í dag og á morgun, en í síma 612075 um helgina. Frönskunámskeið Alliance Francaise 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 23. janúar. Kennt verður á öllum stigum ásamt samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram í bókasafni Alliance Fran- caise, Vesturgötu 2 (gengið inn bakdyrameg- in) alla virka daga frá kl. 15 til 19 og hefst mánudaginn 9. janúar. Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Greiðslukortaþjónusta. Sjálfstæðisfélag ísafjarðar heldur almennan fund í Sjálfstæðlshúsinu 2. hæö laugardaginn 21. janúar kl. 16.00. Gestur fundarins verður Þorvaldur Garöar Kristjánsson, alþingismaður, og ræöir stjórnmálaviðhorfið. Önnur mál. Félagar fjölmenniö og takið meö ykkur gesti. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.