Morgunblaðið - 19.01.1989, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989
Minning:
SofSa E. Gunnars-
dóttir Sigvrðsson
Lýsi, rúgbrauð og kakó, í þeirri
röð, taldi amma Soffía vera besta
morgunverð, sem nokkur skóla-
strákur gæti fengið. Hún stóð
gjaman við eldavélina, þegar ég
kom fram á morgnana, og hrærði
í gamla stálpottinum með langri,
siitinni trésleif og ég horfði á hana
blanda saman sykri, kakói og vatni
og búa til þennan dásemdar drykk.
Settist svo niður við brúna eldhús-
borðið og svaraði ,já amma“ þegar
hún spurði hvort ég væri búinn að
taka lýsið. Á eftir flýtti ég mér að
borða brauðið til að losna við fúlt
lýsisbragðið úr munninum og þá
biðu mín laun erfíðisins, rjúkandi
bolli af kakói. Meðan ég sötraði
heitan drykkinn horfði ég á hana
ömmu mína, þessa konu, sem mér
þótti vænna um en allt annað í
heiminum og velti fyrir mér hvort
hún væri alveg óbreytanleg, hvort
hún myndi alltaf vera eins og aldr-
ei eldast. Seinna hélt ég enn fast
við þessa bamstrú mína. Þótt ég
vissi að enginn getur brotið gegn
lögmálum lífsins, virtist amma hafa
alla burði til þess. í dag er svo
skilnaðarstundin mnnin upp, í dag
verður hún kvödd hinstu kveðju.
Amma Soffía fluttist til okkar í
Suðurgötuna þegar ég fæddist til
að leggja hönd á plóginn og draga
úr áfallinu, sem koma mín í heiminn
var foreldmm mínum. Þau áttu tvo
syni fyrir og fannst það kappnóg.
Þegar ég bættist svo í hópinn var
kallað á riddaraliðið.
Foreldrar mínir unnu báðir úti
og því féll það í hlut ömmu að sjá
um okkur bræðuma og stjóma
heimilinu meðan þeir vom að vinna.
Við það verk naut hún liðsinnis
nöfnu sinnar Bogadóttur, sem ætt-
uð var af Mýmnum. Hið tvöfalda
Soffíuveldi var ekki hið versta í
heimi og vísast var lítil hætta á
uppreisnum á borð við þá sem gerð
var um borð í Bounty, þegar þær
vora við stjómvölinn.
Meðan ég var óviti hef ég ekki
trú á að amma hafí nokkm sinni
sleppt af mér augunum. Sem guð-
móðir og amma taldi hún sig hafa
miklar skyldur að rækja, á stundum
kannski fullmiklar. I annálum er
þess aðeins einu sinni getið að
amma hafí sofnað á verðinum. Þá
slapp ég út og tókst að komast
óséður niður að tjöm og var í hróka-
samræðum við endumar er amma
og mamma fundu mig.
Þegar ég varð eldri fór ég oft
með ömmu í heimsóknir. Leiðin lá
ýmist til skyldmenna upp í Mos-
fellssveit, í litla rauða húsið með
svarta þakinu, þar sem allt var fullt
af leikföngum. Þangað fannst mér
aldrei leiðinlegt að koma, og raunar
fannst mér alltaf gaman að fara í
þessar vísitasíuferðir með ömmu,
hvort sem leiðin lá þangað, til Hafn-
arfjarðar, upp á Laugaveg, vestur
á Hringbraut eða upp í Þingholt.
Stundum komu vinkonur hennar í
heimsókn og dmkku te og sögðu
sögur frá Stykkishólmsáranum og
hlógu og skemmtu sér. Þær rifjuðu
upp þegar amma únliðsbraut sig á
skautum, og þegar þær stálust á
bát út í eyju og gleymdu að binda
bátinn, sem svo rak frá í aðfallinu.
Fyrir utan að vera amma mín,
var hún einnig góður vinur, sem
ég trúði fyrir öllum leyndarmálum
mínum og framtíðardraumum. Hún
samsinnti öllu sem ég sagði, hversu
umfangsmikil og síbreytileg sem
áform mín vom. Við lifðum þó ekki
í neinum einkaheimi. Atburðir sem
gerðust í kringum okkur vom einn-
ig teknir til umræðu. Þegar stór-
bmnar urðu í borginni ræddum við
um branavamir og hvað við ættum
að gera ef við vöknuðum eina nótt-
ina við að húsið væri alelda. Þótt
amma væri eldhrædd, þá var hún
ekki alveg viss um að rétta vömin
við eldi væri að hoppa út um
gluggann. Frétt um að ísbjöm hefði
gengið á land fyrir norðan vakti
nokkum ugg með mér og ég sagði
ömmu að ég kynni nú ráð við svo-
leiðis aufúsugestum. Ég myndi bara
ná mér í exi, vaða á móti ísbiminum
og höggva ísinn í sundur þannig
að hann kæmist ekki í land.
Þegar eitthvað bjátaði á vissi ég
ævinlega hvert ég gat leitað. Amma
var alltaf reiðubúin að hjálpa mér,
hversu ómerkileg sem vandamál
mín vom. Eða var það ekki amma
Soffía, sem arkaði með mér upp á
Landakotstún að leita að flóðhestin-
um, lukkudýrinu mínu, sem ég hafði
tínt á leiðinni úr skólanum og hrein-
lega gat ekki án verið. Og var það
ekki amma, sem fann flóðsa, þar
sem hann lá þétt upp við girðing-
una, umvafínn háu sinugrasi.
Ef amma hefði verið uppi á mið-
öldum, þegar tíðkaðist að mála
skildi með einkunnarorðum, er ég
ekki í vafa um hvaða orð hún hefði
valið sér; skapfesta, þijóska og
bjartsýni. Amma óttaðist ekkert,
kveið engu, öfundaði engan og
ágimtist ekki nokkum hlut. Ekki
minnist ég þess að hafa heyrt hana
hallmæla nokkmm manni. Það mun
víst ekki hafa tíðkast á heimili séra
Sigurðar Gunnarssonar í Stykkis-
hólmi, þar sem hún ólst upp. Hún
var alltaf rík, þótt hún ætti enga
peninga. Jós fé á báðar hendur í
gjafir til okkar, enda taldi hún til
lítils að geyma peninga í banka.
Að gefa var henni svo mikils virði,
að hún átti stundum fullt í fangi
með að bíða eftir að afmælisdagar
og aðrir merkisdagar rynnu upp.
Fyrir vikið fengum við stundum
tvær afmælisgjafír, eina löngu fyrir
afmælið, hina daginn áður.
Bjartsýni ömmu var ódrepandi.
Þótt hún hefði aldrei nokkum tíma
unnið í happdrætti, vomm við vön
að fara niður í Thorvaldsensbasar
á hveiju hausti og kaupa happ-
drættismiða. Ekki bara einn heldur
marga, því að mig langaði í svo
marga af vinningunum, og amma
var alveg jafnsannfærð og ég um
að við myndum vinna þá alla. Svo
fómm við heim og biðum spennt
eftir að lukkuhjólið snerist okkur í
hag. En vinningsnúmerin, sem birt
vom í Morgunblaðinu, vom aldrei
þau sömu og vom á okkar miðum.
Amma hafði gert mig áskrifanda
að Æskunni og á hveiju vori tókum
við þátt í getraun Æskunnar, þar
sem spurðar vom spumingar um
eitthvert nágrannalanda okkar.
Hæsti vinningur var ferð til þess
lands. Eitt skiptið snerist getraunin
um Noreg og ég svaraði samvisku-
samlega öllum spumingum og sendi
lausnir mínar inn. Þegar amma
skrapp í bæinn nokkmm dögum
síðar og kom til baka með ný nátt-
föt á mig, var kímt heima og sagt
að ferðaundirbúningurinn væri haf-
inn. Ég held að okkur ömmu hafi
bara fundist þetta sjálfsögð fyrir-
hyggja.
Við bjartsýni ömmu bættist síðan
þessi makalausa þijóska. Aldrei að
gefast upp, sama hvemig vindar
blása, aldrei að gefast upp.
Við amma höfum átt samleið í
þijátíu ár, en nú er komið að leiðar-
lokum. Ég skil það fyrst nú hversu
mjög hún hefur mótað mig og ég
er henni þakklátur fynr að hafa
innblásið mér þessi viðhorf. Kapít-
ulaskipti verða í lífi okkar bræðra,
sem nutum allir góðvildar hennar
og holls fordæmis.
Það er okkur nokkur huggun að
hún mun hvíla í gamla kirlqugarðin-
um við Suðurgötu, þangað sem hún
leiddi okkur svo oft á björtum sum-
ardögum.
Sveinn Agnarsson
í dag fer fram útför frú Soffíu
Emilíu Gunnarsdóttur Sigurðsson.
Hún fæddist 2. júlí 1893 á Arnalds-
stað í Valþjófsstaðasókn í N-Múla-
sýslu, dóttir hjónanna Gunnars
Helga Gunnarssonar bónda og
hreppstjóra, sem lengst af bjó á
Ljótsstöðum í Vopnafírði, og konu
hans Katrínar Þórarinsdóttur frá'
Bakka í Bakkafirði. Systkini Soffíu
vom Gunnar skáld, kvæntur
danskri konu, Francisku Jörgensen,
Guðrún ógift, seinna bústýra föður
síns, Þómnn hjúkmnarkona, gift
dönskum manni, Viggó Rasmussen,
vegamálastjóra á Jótlandi og Sig-
urður bóndi og hreppstjóri á Ljóts-
stöðum. Soffía var næstyngst
systkina sinna sem öll em látin.
Fráfall móðurinnar, þegar bömin
vom á unga aldri, varð þess vald-
andi að Soffía var send í fóstur
vestur í Stykkishólm til föðurbróður
síns séra Sigurðar Gunnarssonar
prófasts, og konu hans og nöfnu
sinnar, Soffíu Emilíu Einarsdóttur.
Þeirrar ágætiskonu naut Soffía að-
eins skamma hríð, því hún andaðist
fáum ámm síðar. Hafði verið harm-
dauði öllum sem til hennar þekktu.
í „Fjallkirkjunni" er frú Soffia Ein-
arsdóttir nefnd maddama Anna, og
segir þar um hana, að við komu
hennar hafi birt upp í baðstofunni.
Dætur prófastshjónanna vom all-
miklu eldri en Soffía. Þær vom
Bergljót, kona séra Haraldar Níels-
sonar og Sigríður, kennari við
Kvennaskólann í Reykjavík.
Soffia bjó hjá frænda sínum
meðan hann var í Stykkishólmi. Á
vetmm var hann syðra þegar hann
gegndi þingmennsku. Stundum fór
Soffia þó til dvalar í Bjarnarhöfn,
eftir að fóstra hennar lést, til séra
Jóns Magnússonar og frú Steinunn-
ar Þorsteinsdóttur. Var með þeim
hjónum og séra Sigurði mikill vin-
skapur. Synir þeirra hjóna, Þor-
steinn — Þórir Bergsson rithöfund-
ur — og Magnús prófessor við guð-
fræðideild Háskólans vom þá oft
heima í Bjamarhöfn. Þó Soffia
væri send að heiman hafði hún alla
tíð sterk tengsl við föður sinn og
systkini. Hún heimsótti föður sinn
tvívegis austur og tvær ferðir fór
hún til Kaupmannahafnar til að
vitja systkina sinna þar. Gunnar
bróðir hennar sýndi henni alla tíð
mikla ræktarsemi. Listamannssál
hans var viðkvæm og hann fann
sárt til með litlu systur að vera
send að heiman. Alla tíð var eins
og hann vildi bæta henni það upp
með umhyggju sinni.
Eftir að séra Sigurður flutti al-
farinn suður var Soffia um kyrrt í
Stykkishólmi og vann við skrif-
I. Eldur eftir I. mínútu i eins
fermetrn svaeði (5600
rúmmetra byggingu.
2. Eldur og reykur I sömu
byggingu eftir 2 mfnútur.
3. Eldur og reykur f sömu
byggingu eftir 3 mfnútur.
4. Samskonor bygging meö
Colt reyklúgukerfi.
COLT REYKLÚGUR HAFA BJARGAÐ
STÓRUM BYGGINGUM FRÁ
EYÐILEGGINGU AF VÖLDUM ELDS OG
REYKS
Colt reyklúgur hafa verið mikið til umræðu undanfarna daga, enda ekki
af ástæðulausu. Colt reyklúgur hafa komið í veg fyrir stórbruna og
skemmdir víða um heim.
Colt reyklúgur opnast við 68 gráðu hita.
Colt reyklúgur hleypa út reyk og hita.
Colt reyklúgur eru viðurkenndar af Brunamálastofnun ríkisins.
íslenska Verslunarfélágið hf. veitir allar tæknilegar upplýsingar um Colt
reyklúgur og viðvörunarkerfi. Sýnishorn í sýningarsal. Hafið samband
sem fyrst.
ÍSLEMZKA
VERZLUNARFELAGIÐ HF
UMBOÐS- & HEILDVERZLUN
Loftaland
Bíldshöfða 16,
sími 687550.
stofustörf hjá Hjálmari Sigurðssyni
kaupmanni, sem hún síðan giftist.
Áður en Soffia gifti sig stundaði
hún nám við Hússtjómarskóla
Reykjavíkur og var forstöðukonan,
Hólmfríður Gísladóttir, vinkona
hennar æ síðan. Hjálmar og Soffia
bjuggu í „Norska húsinu" svo kall-
aða, en það hafði Hjálmar keypt.
Verslun sína hafði hann í öðm húsi,
sem stóð neðar á lóðinni. „Norska
húsið" er sögufrægt hús sem nú
er búið að gera að byggðasafni.
Hjónaband Hjálmars og Soffiu
varð ekki langt, því Hjálmar and-
aðist snögglega eftir uppskurð
langt fyrir aldur fram.
Nokkmm ámm eftir fráfall
Hjálmars fluttist Soffia alfarin til
Reykjavíkur og hóf skrifstofustörf,
lengst af í Timburversluninni Völ-
undi. Sveinn M. Sveinsson forstjóri
var kvæntur Soffiu frænku hennar,
dóttur séra Haraldar Níelssonar.
Reyndust þau hjón Soffiu einstak-
lega vel á erfiðum tímum.
Hjálmar og Soffia eignuðust eina
dóttur, Hildigunni, sem er gift bróð-
ur mínum, Agnari rithöfundi. Eiga
þau þijá syni: Ugga lækni, kvæntan
Margréti Guðnadóttur, börn þeirra
em: ísold, Úlfur og Embla. Úlf
lækni, kvæntan Ástu Briem. En
þeirra böm em: Darri, Gunnlaugur
og Hildigunnur. Þriðji sonurinn er
Sveinn, BA í sagnfræði og við-
skiptafræðingur og er ókvæntur.
Þótt skipst hafí á skin og skúrir
í ævi Soffiu, hefur hún notið þess
um langt árabil að búa á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar, og
notið samvista við dóttursyni og
síðan konur þeirra og böm. Allt
þetta fólk hefur sýnt henni mikið
ástríki, enda hefur hún verið með
afbrigðum tillitssöm í umgengni við
aðra.
Síðustu mánuðina dvaldi Soffía
á ný í Stykkishólmi, í St. Fransisk-
usspítalanum, og naut þar góðrar
aðhlynningar og er starfsfólki
þakkir færðar. Aðstandendur vilja
einnig þakka Oddfellow-reglunni
þá hugulsemi sem reglan sýndi
Soffiu alla tíð, nú síðast um jólin.
Þrátt fyrir langa búsetu í
Reykjavík var hugur Soffiu mjög
bundinn Stykkishólmsámnum þeg-
ar hún var í blóma lífsins, og hún
rifjaði oft upp löngu liðin atvik
bæði um menn og málleysingja.
Hún sagði drengjunum frá Sporði,
stólpahestinum hans frænda henn-
ar, hvemig hún læddist út í hesthús
að kvöldlagi og stalst til að gefa
honum brauð, svona í aukaskatt.
Þegar Soffia var 94 ára fór hún
allt í einu að tala um sálmabókina,
sem hann Bjöm Jónsson, ráðherra,
hefði gefíð henni þegar hún var
ung. Enginn kannaðist nokkuð við
að hafa séð þá bók eða heyrt hana
nefnda. „Jú, jú,“ sagði Soffia, „hann
skrifaði svo fallega til mín á titil-
blaðið," og svo las hún upp úr sér:
„Blessaðri ungu stúlkunni, efnilegu,
sem einu sinni lauk upp kirkju í
hita um messutíma og hleypti inn
hressandi og heilnæmu lofti, sendir
sá er þetta ritar, kveðju Guðs og
sína og lætur þess getið að honum
segi svo hugur, að hún eigi fyrir
sér, ef Guð leyfír, að hleypa inn
sólskini, kærleika og gleði í fjölda
manna hýbýli."
Tileinkun sem fyrir langa löngu
hafði glatt unga stúlku lifnaði
skyndilega í hugskoti gamallar
konu.
Frú Soffia er burt gengin. Við
venslamenn og vinir óskum henni
fararheill.
Sverrir Þórðarson
SIMANUMERIÐ
OKKAR ER
17152
MYNDAMÓT HF