Morgunblaðið - 19.01.1989, Side 44

Morgunblaðið - 19.01.1989, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1989 Jón Ingvar Erlends- son - Minning Það var föstudagskvöldið 6. jan- úar að bróðir minn hringdi í mig til að láta mig vita að litli sonur hans væri látinn. Þetta kom svosem ekki á óvart eftir langvarandi og erfið veikindi. En samt er alltaf erfitt að sætta sig við þegar lítil böm eru hrifin burt í blóma lífsins. Jón Ingvar var einstaklega fal- legur og blíður drengur enda ólst hann upp við mikla ást og skilning ásamt tveimur bræðrum sínum. Það er margs að minnast enda var ég mikill heimagangur á heimili þeirra fyrstu ár ævi hans, og það var ósjaldan sem við Jón Ingvar og Einar eldri bróðir hans sátum og lásum ævintýri og áttum góðar stundir saman. Enda minnist ég þess sérstaklega hve góðir þeir voru alltaf saman og er því elsku Einar ekki bara að missa bróður heldur líka sinn besta vin. Nú síðast minn- ist ég þess með gleði hvað hann var hrifinn af litlu dóttur minni Ingu Bimu og var alltaf blíður og góður við hana. Elsku Elli, Kristín, Einar og Atli Már það eru erfíðir tímar framund- an hjá ykkur en minningin um ynd- islegan dreng mun ylja ykkur og okkur öllum sem þekktum hann um ókomna framtíð. Megi góður Guð bléssa minningu Jóns Ingvars. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús, í þína hönd síðast þegar ég sofna, fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson). Ásta frænka. „Er hel í fangi minn hollvin ber ég sakna einhvers af sjálfum mér.“ (Stefán frá Hvítadal.) Eitt af því dýrmætasta sem lífíð færir manni er vinátta sem á ein- hvem óskýranlegan hátt verður til milli tveggja einstaklinga og dýpkar og styrkist eftir því sem árin líða. Slík vinátta lýtur alveg sérstökum lögmálum og er óháð þjóðemi, stétt og aldri. Þannig missir nú kona á sextugsaldri besta vin sinn þegar ungur drengur kveður lífíð eftir aðeins níu ára viðdvöl. Við Jón Ingvar urðum nágrannar árið 1980 þegar ég og fjölskylda hans fluttum í sama hús. Kynni okkar hófust þegar hann ávarpaði mig, fullur trúnaðartrausts, einn kaldan vetrardag fyrir utan húsið, þegar ég var að koma heim úr vinnu. Hann var þá aðeins á öðru ári. Fljótlega fór hann að venja komur sínar upp til mín og við urð- um miklir vinir. Stundum kom eldri bróðir hans, Einar, með honum og þeir bræður sýndu mér þann sóma að kalla mig ömmu Dóm. Þeir áttu jafnan hvor sína litabók hjá mér og bíla til að leika sér við þegar þeir komu í heimsókn, sem var býsna oft. Milli okkar Jóns Ingvars mynd- aðist sérstakt samband. Hann ræddi mikið við mig, vildi vita hvað hefði gerst hjá mér í vinnunni og sagði mér hvað hann hefði haft fyrir stafni sjálfur. Hann talaði oft um hvemig hann ætlaði að hjálpa mér og hvemig hann ætlaði að hjálpa pabba sínum og mömmu. Stundum sagðist hann vera kominn til að leika við son minn, Valbjöm, sem er tuttugu árum eldri en hann og eftir að Valbjöm flutti að heim- an vildi hann fá að fylgjast með hvað hann væri að gera á hveijum tíma og hvemig hann hefði það. Eitt sinn þegar honum sinnaðist við fjölskyldu sína, setti hann nátt- fötin sín í litla tösku og sagðist vera fluttur til ömmu Dóm. Allir höfðu gaman af, en enginn eins og amma Dóra. Eftir að fjölskylda hans flutti úr húsinu árið 1986, sáumst við ekki eins oft, en það vom alltaf sömu fagnaðarfundirnir. I erfíðum veikindum hans urðu tengslin við hann og fjölskyldu hans enn nánari. í síðustu heimsókn minni á sjúkrahúsið meðan hann var með fulla meðvitund, sátum við lengi saman og héldumst í hendur. Sú stund og þessi hljóða samkennd lifír áfram í vitundinni og er dýr- mætari en orð geta lýst. Nú er þessi ljúfí vinur minn kom- inn til ömmu Gúu sem hann var sannfærður um að myndi bíða hans á himnum og gæta hans vel. Elsku Einar, Atli Már, Kristín og Elli. Ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur og hlýjar hugsanir. Guð blessi minningu Jóns Ingv- ars. Dóra Jóhannesdóttir Mig langar að kveðja besta vin minn og bróður, Jón Ingvar. Þótt hann væri litli bróðir minn þá var hann mér alltaf svo góður og hjálpaði mér mikið. Hann náði í hækjumar mínar, hjálpaði mér að klæða mig og kom alltaf ef einhver var að stríða mér. Jón Ingvar var bara 9 ára þegar hann dó. Ég sakna hans mikið en ég veit að við munum hittast seinna og gera eitthvað skemmtilegt og spennandi saman eins og þegar hann var hjá okkur. Ég veit að nú líður Jóni Ingvari vel. Hann var búinn að vera svo mikið veikur ! langan tíma og vera lengi í Bama- spítala Hringsins þar sem var vel hugsað um hann. Þar var gott að koma að heimsækja hann, því starfsfólkið var svo gott við hann og tók vel á móti mér. Við hittumst í „Nangijala" eins og bræðumir Ljónshjarta. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur minn veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Einar Erlendsson. Elsku litli vinur okkar Jón Ingvar fékk hvíldina á þrettándakvöldi jóla. Okkar góðu kynni hófust fyrir alvöru þegar gamlir vinir, Kristín og Elli, fluttu í næsta nágrenni við okkur. Samgangur á milli heimila okkar varð enn nánari þegar vin- átta tókst með Birki syni okkar og Jóni Ingvari og Birkir eignaðist sitt annað heimili í Álakvíslinni. Þeir vinimir byggðu margar skýjaborgimar saman og orrustum- ar sem háðar voru í leikjunum urðu oft þannig að okkur mæðrunum þótti nóg um. En alltaf var gerður skýr greinarmunur á milli góðs og ills og fullorðna fólkinu sendur vandlætingasvipur þegar við þótt- umst ekki skilja þennan hugarheim. Vináttan við Jón Ingvar var öllu æðri. „Hann er ekki bara vinur minn, hann er frændi minn og hann er svo skemmtilegur,“ útskýrði allt. Þegar þeir vissu að hveiju stefndi lásu þeir um Snúð í Bróðir minn Ljónshjarta. Snúður var veikur í þessari jarðvist en fór svo tvíefldur og hraustur til Nangijala þegar hann dó og lenti þar í ýmsum ævin- týrum. Þeir trúðu því vinimir að Jón Ingvar færi þangað, þar biði amma hans með pönnukökur og allar þjáningar yrðu úr sögunni. Við geymum minninguna um Jón Ingvar eins og fjársjóð. Þegar þau komu upp á Húsafell til okkar í sumar og þeir iðuðu af kæti yfír því að hittast. Þegar Birkir kom einu sinni með að keyra Jón Ingvar á spítalann þegar hann var mikið veikur en andlitið hans ljómaði af gleði þegar Birkir kom í gættina. Þegar við komum í síðustu af- mælisveisluna hans á spítalanum. Þó að Jón Ingvar gæti ekki tekið þátt í afmælinu sínu þá vissum við að hann var glaður að vita af okk- ur. Það er svo margs, að minnast. Þegar við í Síla fengum að hafa strákana úr Ála í nokkra daga í fyrravetur. Þá var nú lífíð almenni- legt. Að vakna saman, leika saman og sofna saman. Þá fengum við líka að kynnast samheldni og umhyggju bræðranna Einars og Jón Ingvars fyrir hvor öðrum og Atla Má litla bróður. Teikning var líf og yndi Jóns Ingvars. Það var unun að sjá hann meðhöndla liti og pappír. Aldrei tekinn nýr litur fyrr en búið var að ganga frá þeim seinasta og nostrað við hveija línu sem alltaf átti sér markmið enda áranguripn einstakur. Auðvitað kemur upp tregi að samverustundimar urðu ekki enn fleiri en þær eru svo mikils virði minningamar um þær stundir sem við fengum að njóta með Jóni Ing- vari að það ber að þakka. Það em margskonar tilfinningar sem hafa komið upp í kringum veik- indi og andlát Jóns Ingvars. Reiði, vanmáttur, biturð, sorg sem líklega eiga allar rætur sínar í ótta við það óþekkta. En það sem stendur eftir er ást, þakklæti og friður. Það var áhrifamikið að fínna og sjá alla ástina sem Kristín og Elli umvöfðu strákinn sinn með. Það vekur þakklæti að hafa fengið að kynnast Jóni Ingvari og við fyll- umst friði við vissuna um að hann fór umvafinn ást og þarf aldrei framar að þjást. Blessuð sé minning Jóns Ingvars. Inga, Dóri og synir. Okkur langar í nokkmm orðum að minnast góðs vinar og frænda, Jóns Ingvars Erlendssonar. Aldrei heyrðist hann kvarta og höfðu ör- lögin svo sannarlega ekki leikið við hann. Hann var aðeins 2 ára þegar uppgötvaðist að hann var haldinn illkynja sjúkdómi, þeim sem síðar dró hann til dauða. Jón Ingvar var fyrsta ungbamið sem við komumst í kynni við og eitt sinn fengum við hann lánaðan eina nótt og áttum þá ekkert barn sjálf og við vomm svo stressuð, kunnum ekkert á þetta, en hann tók þessu öllu með mesta umburðarlyndi eins og við vomm miklir klaufar. Þær em margar minningamar sem við eig- um um hann. Það fór ekki mikið fyrir Jóni Ingvari. Hann var fíngerður og hæglátur drengur, en Konan mín. t SUNNA GUÐNADÓTTIR, Langagerði 17, Reykjavík, . er látin. Jón Björnsson. t EINAR FREDERIKSEN flugstjóri, Hringbraut 71, Reykjavfk, lóst í Landspítalanum 17. janúar sl. Útförin veröur auglýst síðar. Fyrir mína hönd, sona minna, tengdadætra og barnabarna, Sunna Frederiksen. t ÓSKAR PÁLMARSSON, Klyfjaseli 22, lést í Borgarspítalanum 18. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elglnkona og börn hins látna. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA PÁLÍNA ÞORLÁKSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 16. janúar. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14.00. Sigrfður Valgeirsdóttir Guðríður Valgeirsdóttir, Jón Valgeirsson, Jósef Valgeirsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faöir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, Gl'SLI JÓNSSON bóndi, Vfðivöllum, verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Unnur Gröndal, Benedikt Björnsson, Guðbjörg Björnsdóttir Bjarman, Teitur Gunnarsson, Halldóra Gísladóttir, Sigurður Kristjánsson, Gisli Sigurður Gfslason, Karólína Gunnarsdóttir, Hólmfríður Amalfa Gfsiadóttir, Matthfas A. Þorleifsson og barnabörn. oftast var stutt í fallega brosið hans. Hann var einn af þeim sem alltaf var í góðu skapi og jákvæður. Jón Ingvar var mjög ákveðinn sem kom vel í ljós í veikindum hans síðar. Við viljum með þessum fátæklegu orðum þakka Jóni Ingvari fyrir allt og erum þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Erlend, Kristínu, Einar og Atla Má í þess- ari sorg. Hvíli hann í friði. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur, vegna þess, sem áður var gleði þin. (Úr Spámanninum) Kjartan og Irena Það var að kvöldi síðasta jóla- dags, á þrettándanum, sem okkur barst fregnin um að Jón Ingvar væri dáinn. Það kom engum á óvart, sem til þekktu, að þessi elskulegi drengur væri dáinn, því mikið var hann búinn að líða og ganga í gegnum vegna þessa sjúk- dóms sem að lokum hafði betur þrátt fyrir dugnað og baráttu Jóns Ingvars meðan á veikindunum stóð. Við eigum alltaf erfítt með að skilja hversvegna lítil böm fá krabbamein °g deyja áður en þau raunverulega hefla lífsbaráttuna, en það varð hlutskipti Jóns Ingvars. Hann var aðeins rúmlega 2ja ára þegar hann fyrst var skorinn upp vegna æxlis í höfði, og það reyndist illkynja. Það var farið með hann í geislameð- ferð til Danmerkur að loknum upp- skurði. Þetta var erfiður tími fyrir foreldra hans og eldri bróður. Síðan virtist hann vera á batavegi og 5 ár liðu, allir vonuðu það besta og við trúðum því að tekist hefði að sigrast á óvininum, svo var þó ekki, og Jón Ingvar varð að ganga undir annan uppskurð vorið 1987 og lyfjameðferð eftir það, en allt kom fyrir ekki, meinið hafði betur, og frá því síðastliðið vor hefur allt verið til hins verra, og erfitt hefur verið fyrir foreldra hans, vitandi að ekkert Var hægt að gera til þess að hann fengi bata. Jón Ingvar var rólegt barn og oftast sagði hann ekki mikið að fyrra bragði, síðustu árin var hann líka orðinn „stór drengur", og eins og strákum er tamt þá vildi hann ekki láta kyssa sig þegar verið var að kveðja, og þannig var það líka fram á haustið, en þegar hann var kominn á spítalann í vetur þá kom það manni þægilega á óvart, er hann sagði þegaV verið var að kveðja eftir heimsókn til hans, „þú mátt kyssa mig“. Já minningarnar hrannast upp og þær getur enginn tekið frá okkur. Síðustu mánuðina átti Jón Ingvar sitt rúm á Bama- spítala Hringsins, deild 12E, það beið'hans þar þegar hann þurfti á því að halda, en heima var hann alltaf á milli þegar hægt var vegna sjúkdómsins. Allt starfsfólkið þar, jafnt læknar sem aðrir, á miklar þakkir skyldar fyrir alla þá um- hyggju og elsku sem þau sýndu Jóni Ingvari og foreldmm hans, það er ógleymanlegt, og það er enginn einn meðan hann á slíka að í veik- indum. Við kveðjum þennan elsku litla vin með vissu um að hann þarf ekki lengur að þjást þar sem hann er núna og við biðjum þess að góð- ur Guð færi Ella, Kristínu og bræð- rum hans styrk í sorg þeirra. Sæll ert þú, er saklaus réðir sofna snemma dauðans blund eins og lítið blóm í beði bliknað fellur vors um stund. Blessað héðan bam þú gekkst, betri vist á himni fékkst fyrr en náðu vonska' og villa viti þínu’ og hjarta spilla. Guði sál þín geðjast hefur, geymdan hvers kyns hættu frá sonur Guðs að sér þig vefur, sælum englum þú ert hjá. Eitt sinn gleðja þar munt þú þá, er sárt þig gráta nú náðar, lífs og sannleiks sæta sem hjá brunni þeim skalt mæta. (Joh. 0. Wallin - Ól. Indriðason.) Blessuð sé minning Jóns Ingvars. Kær kveðja frá afa og ömmu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.