Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 46

Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 46
fclk í fréttum MQRGUNBLADIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 María Ólafsdóttir á uppáhaldsstaðnum sínum, við Gróttu. FJÖLHÆF LISTAKONA „Einhvem tíma ætla ég að kaupa lítið hús“ María Ólafsdóttir heitir hún stúlkan sem lék Garúnu í kvikmyndinni Djákninn er sýnd var í sjónvarpinu yfir jólin. Þessi stúlka er aðeins tvítug að aldri, hefur aldr- ei leikið áður í leikriti eða verið í leiklistarskóla. Hinsvegar hefur hún dansað við mörg tækifærin, í ellefu ár, og síðast á „Allt vitlaust“-sýn- ingunni sem gekk í Broadway við metaðsókn í eitt og hálft ár. En María fæst hvorki við leiklist eða dans þessa dagana. Hún býr í lista- mannahverfi í New Yörk-borg og stundar þar nám við Parsons school, einn virtasta listaskóla Banda- ríkjanna. Þar tók hún inntökupróf síðastliðið haust og komst hún beint inn á annað ár í fatahönnun. Um þetta allt og fleira spjölluðum við einn góðviðrisdag. „Ég vissi varla að ég gæti teikn- að fyrr en ég fékk jákvætt svar frá Parsons,“ segir hún, brosmild og hógvær. „Ég hafði byijað í Versló og ætlaði að verða „bissnesskona". Svo fór ég til Englands í fatahönn- un en þar var námið alls ekki eins og ég vildi hafa það. En í Parsons fæ ég að teikna eigin hugmyndir.“ — Fatahönnun, er þetta gamall draumur að rætast? „Nei, nei, ekki svo gamall. Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða ball- erína. Mig langaði alltaf að vera á sviði og hef dansað á ýmsum sýn- ingum í gegnum tíðina. Þó að ég r sé núna að læra hátískuhönnun vil ég frekar verða búningahönnuður, ég held að ég sé búin að komast að því. Fatahönnun sem hátíska _er yfirborð. Hátískan segir ekkert. Ég vil grúska meira, ég hef gaman af allri sögu í kringum búninga. Og ég vildi gjaman síðar meir verða hluti af þeim hópi sem starfar hér í leikhúslífi og kvikmyndum. Það er svo mikil gróska í þessum málum hér.“ — Nú hefur þú dansað á ótal sýningum, leikið, hannað og saum- að föt, verið í skóla, stundum allt í einu. Hefurðu alltaf nógan tíma til alls? „Nei, ég hef ekki tíma til þess að gera allt sem ég ætla í lífinu. Ég vildi hafa sólarhringinn tvöfalt lengri. Fyrir utan allt þetta er ég að leita að sjálfri mér. Fyrst og fremst vil ég vita hvað er fyrir inn- an þessa persónu sem er að öllu þessu, hvem innri mann ég hef að geyma. Ég hef prófað ýmislegt, hef verið erlendis við störf og ferðast mikið, og ennþá lifi ég fyrir sjálfa mig. Jú, dansinn hefur alltaf verið stór þáttur í lífi mínu. Það var mjög gaman að dansa í rokk-og-ról- sýningunni á Broadway. Og stund- um höfðum við fræga áhorfendur. Til dæmis John Travolta og leik- stjórann Polanski. Ég hitti þá báða, annan reyndar undir svolítið skrýtn- um kringumstæðum. Ég var stödd baksviðs að klæða mig í danskjólinn og var í vandræðum með rennilás- inn að aftan. Kemur þá ekki þessi Morgunblaðið/Sverrir litli maður að mér og segir: „Má ég renna upp fyrir þig?“ Það var víst Polanski en ég hafði ekki hug- mynd um það. Þegar stelpumar sögðu mér hver þetta væri skamm- aðist ég mín niðrí tær. Svo sá ég hann aftur og bara brosti sætt! Ég hef alltaf verið með einhvem fíðring í mér og er mjög þijósk. Þetta nám sem ég er í núna krefst mikils og það hefur komið fyrir að ég hafi ekkert sofið í nokkra sólar- hringa af því að ég hef þurft að skila verkefnum. Ég vil gera vel. Ég veit inni í mér að ég á eftir að vera nokkur ár úti við nám. En ég veit líka að á endanum kem ég heim til íslands. Ég sakna alltaf landsins og kann betur að meta það eftir því sem ég er Iengur að heim- an. Og einhvem tíma ætla ég að kaupa lítið hús og eignast mann og böm.“ Útsala útsala ... allt að 70% afsláttur HAGKAUP HIRÐSIÐIR Listin að stíga út úr bifreið Tvær prinsessur á leið í sömu veisluna. Báðar eru þær spari- klæddar og koma þær akandi hvor í sinni limósínunni. Fyrst kemur Díana. Hún smýgur kvenlega út úr bifreiðinni, lögulegir fótleggir hennar koma í ljós í bíldyrunum og glæsilega er stigið út úr bifreið- inni. Svona gera prinsessur. Strax á eftir kemur Sara. Hún rís upp inni í bílnum, beygir fótleggina og hoppar út, líkari froski en prins- essu. „Hún lærir þetta aldrei," seg- ir breska pressan og menn hrista höfuðið. WARREN BEATTY Heyrst hefur að leikarinn Warren Beatty hafi nýlega sent fyrrverandi ástkonu sinni, Diane Keaton, risastóran rósa- vönd. Svo sem ekki í frásögur færandi. Nema hvað að Diane hef- ur lofað Warren að ekki skuli hún minnast einu orði á ástar- samband þeirra í nýrri sjálfsævisögu leik- konunnar. Bókaforlag það er gefa mun bókina út hafði þó verið boðið og búið til þess að borga Diane vænar summur ef öll smáatriði fengju að fljóta með. En Diane hafði gefið Warr- en loforð sitt og lét ekki kaupa sig til lausmælgis. Warren er sagður anda léttar. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.