Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989
/, N6 van-tav' mig bara. málnincju. íyrir tvo
fjöLL, fimm tré og eitt-^'aUavatn."
Ásí er...
... hrærigrautur.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
® 1989 Los Angeies Times Syndicate
Þú hlýtur að vera meiri-
háttar glæpon?
HÖGNI HREKKVÍSI
Svolítið
furðuleg-
ur áróður
Til Velvakanda.
Kúnstugur áróður er nú rekinn
gegn Flugleiðum. Margir áhrifa-
menn hafa látið það eftir sér hafa
að verði Amarflug gert upp, sem
sýnist hið eina rétta eins og komið
er, muni Flugleiðir einoka allt ftug
til og frá landinu. Þetta er alrangt
og raunar furðulegur málflutningur
ábyrgra manna. það ætti öllum að
vera ljóst að nú er þegar hafin sam-
keppni margra öflugra flugfélaga
um þennan mjög svo takmarkaða
flutning milli Islands og Evrópu.
Má þar nefna Lufthansa, SAS
og Brithish Airways sem án efa
mun koma inn á markaðinn svo um
munar. Það er því knýjandi nauð-
syn, hafí það nokkru sinni verið,
að íslendingar gangi sameinaðir til
þessa leiks og mun ekki af veita.
Hafi Arnarflug verið, og sé rekið
með tapi, bætir ekki úr skák að
ausa meira fé í þann rekstur, skatt-
borgararnir láta sér það tæpast
lynda að meira fé sé kastað „út um
gluggann" þegar allt virðist á helj-
arþröm hjá hinu opinbera. Væri nær
að flokksforingjar kæmu sér saman
um sameiginlegt átak landsmanna
í flugsamgöngum, en að ala á tor-
tryggni og hömlulausri samkeppni
milli okkar sjálfra, öllum til tjóns
nema þá hinum erlendu félögum
sem nú horfa glaðhlakkaleg á sund-
urlyndið hér.
Flugáhugamaður
Þessir hringdu . .
Góðir útvarpsþættir
Elín Friðríksdóttír hringdi:
„Ég vil þakka fyrir ýmislegt
gott frá síðata ári. Sérstaklega
vil ég þakka forseta íslands. Þá
vil ég þakka Ríkisútvarpinu fyrir
mjög margt gott og skemmtilegt
á síðasta ári t.d. þætti Helgu
Thorberg og Páls Líndals. Eins
þakka ég leikfimina með Halldóru
Bjömsdóttir, hún er við margra
hæfí. En ég álít að sjónvarpið
okkar megi svolítið vara sig. Það
er hægt að líta á menningu og
skemmtan frá svo mörgum sjón-
arhomum, enda margir hópar
fólks með mismunandi tilfínningu
fyrir skemmti- og afþreyingar-
efni. Mörgum finnst sem mætti
vera meira af meinlausum sögu-
legum skemmtiframhaldsþáttum
en minna af hasar- og kynlífs-
myndum. Líklega mega blessaðir
fréttamennimir okkar svo stund-
um vera svolítið háttvísari, það
verður margt fréttaefni viðkvæmt
í meðförum.
Eitt er það orð sem nú heyrist
alloft, bæði í útvarpi og sjónvarpi
og það er orðið skondriir, skondn-
astir eða skondinn. Ég skil ekki
hvers vegna þarf yfirleitt að nota
þetta orð.
Ég vil óska stjóm landsins til
hamingju og vona að störf hennar
verði landinu til hagsbóta í raun.“
Úr
Úr tapaðist í nóvember. Á úrinu
er talan 4341. Finnandi er vin-
samlegast beðinn að hringja í
síma 19271.
Lyklaveski
Lyklaveski með einum lykli,
stimplað Útvegsbanki íslands,
fannst í Hafnarfírði fyrir skömmu.
Upplýsingar í síma 32364.
Hanskar
Piltur gleymdi nýjum hlífðar-
hönskum í Saab-bifreið sem hann
fékk far með af Hellirsheiði niður
á Langholtsveg. Er ökumaðurinn
beðinn að hringja í Ester í síma
82486 eða 624260.
Silfiirnæla
Kringlótt silfurnæla týndist í
desember. Finnandi vinsamlegast
hringi í Önnu eða Kristínu í síma
39225 að deginum.
Slæða
Stór sjalslæða, rauð, hvít og
blá tapaðist sl. föstudag í Mið-
bænum eða Vesturbænum.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 74564.
Gleraugu
Gleraugu fundust í Gyðufelli
sl. laugardag. Upplýsingar í síma
71794.
Víkverji
Víkveiji las á dögunum í Feyki,
Óháðu fréttablaði á Norður-
landi vestra, pistil sem hét Fallvalt-
ir gjaldmiðlar. Þar sagði frá fall-
völtu gengi á erlendum gjaldeyris-
mörkuðum og voru tínd til dæmi
um hækkun Bandaríkjadollars, þeg-
ar bandarískir flugmenn höfðu
skotið niður tvær líbýskar herþotur
og lækkun japanska jensins með
lækkandi blóðþrýstingi Japanskeis-
ara, sem nú er látinn. Síðan segir
Feykir að Japanskeisari hafí verið
vinsæll með löndum sínum og eins
sé um Steingrím Hermannsson.
Sem betur fer sé krónan þó annarr-
ar náttúru en jenið, því væru þau
lík hefði það eitt, þegar Steingrímur
sagaði í puttann á sér hér um árið,
getað þýtt þjóðargjaldþrot!
Þegar Víkveiji las þetta rifjaðist
upp fyrir honum samtal við
Steingrím Hermannsson í sjón-
varpi. Spyrillinn, sem Víkveiji man
ekki í svipinn hver var, spurði þá
Steingrím eitthvað á þá leið, hvort
verið gæti að vinsældir hans stöfuðu
af því að hann væri svo mannlegur
að saga í fíngurna á sér! Steingrím-
ur þvertók ekki fyrir það, að þetta
gæti hjálpað upp á sakimar í vitund
fólks og jafnvel orðið Framsóknar-
flokknum til framdráttar. Það var
þá, sem Víkveiji minntist frá öðru
atviki orða Steingríms um þann
draum hans að gera Framsóknar-
flokkinn að stærsta flokki þjóðar-
innar.
skrifar
Víkveija rak í rogastans, þegar
hann las frétt í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins um Bolvíking, sem
vill fá að taka bílpróf. Þar kom
m.a. fram, að prófdómari Vestfirð-
inga situr á ÁJcranesi og fer ekki
vestur, nema einu sinni í mánuði.
Henti Bolvíkingnum, sem er sjó-
maður í þessu tilviki, ekki að bíða
Skagamannsins verður hann að
leggja leið sína til Akraness. í frétt
Morgunblaðsins var þess getið, að
það kostaði Bolvíkinginn 16 þúsund
krónur að fara í bílprófið með
einkabíl og var þá aðeins reiknað
kílómetragjald en enginvgreiðsla til
ökumannsins, sem Bolvíkingurinn
yrði alla vega að hafa suðurleiðina.
Röskar 9 þúsund krónur kostaði
það Bolvíkinginn að fljúga suður
og ferðast svo með Akraborginni á
milli Reykjavíkur og Akraness (því
auðvitað mætti maðurinn ekki taka
bílprófíð í Reykjavík, eða hvað!).
Til viðbótar þessu þarf okkar maður
svo auðvitað að borða á þessu ferða-
lagi og að öllum líkindum að gista
syðra þannig að kostnaður af slíku
ferðalagi léki á tugþúsundum
króna.
Þessi þjónusta eða öllu heldur
skortur á þjónustu er auðvitað fyrir
neðan allar hellur. Satt að segja
sýnist Víkveija þetta vera hrein
afturför frá því Bifreiðaeftirlit ríkis-
ins var og átti hann hreint ekki von
á slíku. En enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur!
En grínlaust tekur Víkveiji upp
orð Ingibjargar Vagnsdóttur í Bol-
ungarvík, sem segir í fréttinni: „Ég
skil ekki til hvers þessi bæjarfógeta-
embætti eru orðin.
Maður þarf að sækja allt suður,
þessir menn sem stjóma virðast
aldrei hugsa út fyrir Reykjavík. Það
væri kannski réttlátara að hafa
bara ökuskóla uppi á miðhálendinu,
þá ættu að minnsta kosti allir jafn
erfitt með að komast þangað.“
XXX
1* Feyki þeim, sem Víkveiji vitnaði
til í upphafi, er önnur klausa,
þar sem vikið er að nýársdagsræðu
séra Hjálmars Jónssonar. Séra
Hjálmar fjallaði um áramótin og
meðal annars þann hug, sem fólk
legði í þá venju að óska öðrum gleði-
legs nýs árs. Síðan hefur Feykir
eftir séra Hjálmari þá sögu, að eitt
sinn við messu í Silfrastaðakirkju á
nýársdag hafí séra Björn Jónsson
á Miklabæ óskað Steingrími bónda
á Silfrastöðum gleðilegs nýs árs,
eins og hann var vanur. En nú tók
bóndi óskum prests fálega og sagði:
„Þetta sagðir þú nú líka í fyrra, en
samt hef ég ekki Iifað neitt ár jafn-
bölvanlegt og það síðasta.“