Morgunblaðið - 19.01.1989, Side 54

Morgunblaðið - 19.01.1989, Side 54
 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR «MMTUDAGÍ3l 19. JANÚAR 1989 ínémR FOLK KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN__ Cleveland vinnur enn Frá JóniH. Garöarssyni ÍV-Þýskaiandi ■ UWE Fuchs, markahæsti leik- maður 2. deildarinnar í V-Þýska- landi, hefur fengið mörg góð tilboð síðustu vikur. ítalska liðið Flórens hefur gert honum tilboð og einnig þýsku liðin Bayern Miinchen, Frank- furt og Kaisers- lautem. Þó telja margir líklegt að hann taki tilboði frá 2. deildarliði Freiburg. Þjálfari liðsins heitir Fritz Fuchs og er faðir Uwe. ■ NORBERT Nachtwei mun að öllum líkindum skrifa undir samning við Frankfurt. Nachtwei hefur leikið með Bayem Miinchen en félagið vill losna við hann. Þá er líklegt að einn sterkasti leikmað- ur Dortmund, Frank Mill fari til Kölnar. Hann hefur samið við Köln en liðin eiga eftir að semja um verðið. ■ GUIDO Buchwald, leikmaður Stuttgart, segist ekki ætla að leika með öðru félagi í úrvalsdeildinni. Hann hefur fengið tilboð frá flest- um liðum Þýskalands en segir að hann hafí aðeins áhuga á tilboðum frá Ítalíu og Spáni. ■ MICAHEL Harforth, einn besti leikmaður Karlsruhe, segist vera búinn að fá nóg af hálf tómu launaumslagi. Hann barði í borðið og sagðist fara eitthvað annað éf hann fengi ekki viðunandi laun. Samningur hans rennur út í vor og hann er þegar farinn að svipast um eftir nýjum vinnuveitendum. ■ VESTUR—ÞJÓÐ VERJAR kusu nýlega „fyrirmyndar knatt- spymumann ársins 1988.“ Það var Thomas HSssler, frá Köln, sem hlaut felst atkvæði en Jiirgen Klinsmann, frá Stuttgart, varð annar. Cavs kemur á óvart í hverj- um leiknumaföðrum KÖRFUBOLTASÉRFRÆÐINGAR hafa beðið þess um nokkurt skeið að hið unga og skemmtilega lið Cleveland gæfi eftir á toppn- um i NBA-deildinni. Leikmenn liðsins eru ekkert á því og á mánudaginn vann liðið góðan sigur í Phoenix, 126:110. Það var bak- vörðurinn Mark Price (29 stig) og Brad Daug- herty (28 stig) sem lögðu grunninn að sigri Cavs sem hefur unnið 27 leiki en tapað ein- ungis sjö. Ljóst er að sterkustu lið Austur- deildarinnar munu ekki eiga sigur vísan gegn þessu liði í úrslitakeppninni f vor. Detroit vann Boston nokkuð örugglega 96:87 á mánudag. Joe Dumars er handarbrotinn hjá Detroit og verður frá keppni í NBA-deildin Sunnudagur: Philadelphia—Charlotte ...116:109 Miami Heat—Indiana ...118:117 Chicago Bulls—Boston ...110:104 .120:112 Dallas Maverics—Portland... ...111:108 L.A. Lakers—L.A. Clippers.. 116:95 Mánudagur: New York—San Antonio ...116:106 Charlotte—Philadelphia ...127:122 Altanta—Washington ...117:106 Cleveland—Phoenix Suns ..126:110 Denver—Sacramento ...116:110 LA Lakers—Houston ...124:113 Detroit Pistons—Boston 96:87 Golden State—Seattle ...146:117 Þriðjudagur: New Jersey—San Antonio.... ...117:112 Atlanta—Milwaukee 111:98 Chicago Bulls—Indiana 103:96 Seattle—LA Clippers ...130:107 Utah Jazz—Portland ...111:110 Sacramento—Houston ...123:109 ÁRSHÁTÍÐIR Þorrablót! %> uny Sérmerkjum glös með skemmtilegum teíkníngum eða eftir ykkar tíílögum! Höfðabakki 9 Reykjavík s. 685411 Gunnar Valgeirsson skrifar nokkrar vikur. Það kom þó ekki að sök gegn Boston sem saknar Larry Bird mjög þessa dagana. Liðið hefur nú unnið 16 leiki en tapað 19 og með þessu framhaldi getur svo farið að liðið komist ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles vann Houston á mánudag og er Lakers að komast á skrið aftur. Þrenningin Worthy, Scott og „Magic" Johnson eru nú allir að komast í stuð aftur og hef- ur Johnson leikið svo vel að talið er að hann eigi góða möguleik á að endurheimta titilinn „leikmaður ársins" að nýju. Hann skoraði 17 stig, tók 13 fráköst og átti 18 stoð- sendingar gegn Houston, en James Worthy var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. San Antonio tapar enn leikjum og hefur nú einungis unnið 10 af fyrstu 36 leikjunum í vetur. Atlanta sigraði Milwaukee á þriðjudag, en Milwaukee hafði unnið átta leiki í röð. Þar skoraði Dominique nokkur Wilkins 28 stig fyrir sigurliðið. Loks vann Charlotte athyglisverðan sigur í Ffladelfíúborg á þriðjudag í fram- Iengdum leik, 127:122. SKAUTAR Brad Daugherty Iék mjög vel fyrir Cleveland. Byltingí gerð skauta Norðmenn hafa hannað skauta framtíðarinnar orðmennimir Finn Halvorsen (40 ára) og Jan Bratland (30 ára) hafa undanfarin fjögur ár unn- ið að hönnun nýrrar tegundar skauta. Skautar hafa eins g festum er kunnugt ekki breyst mikið í gegnum árin, þrátt fyrir mikla þró- un í hönnun skíða. Mikil leynd hefur hvílt yfír þessu starfí Halvorsens og Brentlands, en þeir hafa nú þegar tryggt sér einka- leyfí í Evrópu, Japan og Banda- ríkjunum. Þeir segjast ætla að reyna að koma nýju skautunum á markað fyrir næsta vetur. „Ég er fullviss um að nýju skautamir eiga eftir að valda byltingu í skauta- íþróttinni," sagði Halvorsen. Nýju skautamir em 30 til 50% léttari en þeir gömlu og fullyrt er að skautahlaupari geti bætt sig um 0,5 sek á hveija 500 metra, eða tíu sekúndur í 10.000 metra hlaupi, með því að nota nýju skautana. Finn Halvorsen hefur sjálfur ver- ið að prófa nýju skautana. Hann er fyrrum skautahlauparí og þekkir því vel til þar. Þegar hafa fyrir- spumir borist frá framleiðendum í Japan og Bandarílgunum. Markað- urinn er mjög stór, sérstaklega á skautum fyrir ísknattleik. Talið er að hægt sé að selja þijár til fjórar milljónir skauta fyrir ísknattleiks- menn í heiminum á ári hveiju. Nýju skautarnlr eru 30 tll 50% lóttarl en þelr gömlu og fullyrt er aö skautahlauparl getl bætt slg um 0,5 sek á hverja 500 metra. Frá JóniH. Garðarssyni iV-Þýskalandi mm FÓLK ■ LESENDUR v-þýska tfma- ritsins Kicker hafa valið leikmenn ársins. Ekki hefur verið tilkynnt um allar stöður en búið er að segja hver er besti mark- vörðurinn og hver besti bakvörðurinn að mati lesenda. Raimond Aumann frá Bayern Mlinchen var valinn besti markvörðurinn. Næstur kom Bodo Illgner frá Köln og í 3. sæti varð Andreas Köpke frá Niirnberg. Besti bakvörðurinn er Jiirgen Kohler frá Köln. Næstir koma Rune Bratseth frá Bremen og Michael Schulz frá Kaisers- lautem. ■ PAUL Steiner veltir því nú fyrir sér hvort hann eigi að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við Köln eða taka tilboði frá öðru liði. Köln hefur lagt mikla áherslu á að halda honum hjá félaginu en þarf að bjóða vel því Steiner hefur fengið mörg góð tilboð. ■ THOMAS HSssler var valinn íþróttamaður ársins 1988 í Köln. Þjálfari ársins var Hannes Löhr, þjálfari v-þýska ólympfulandsliðs- ins. ■ LEVERKUSEN sigraði Ajax, 2:1 í úrslitaleik á sterku móti á Kanaríeyjum. Dieter Eckstein gerði bæði mörk Leverkusen. Hann var markakóngur mótsins og einnig valinn besti leikmaðurinn. ■ JURGEN Mohr, V-Þjóðveij- inn sem leikur með Sigurði Grét- arssyni í Luzem, vill nú fara frá félaginu. Hann er óhress með laun- in og segist geta grætt meira með því að leika í V-Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.