Morgunblaðið - 29.01.1989, Page 6

Morgunblaðið - 29.01.1989, Page 6
r\n rri y»rr> TT /T A T<TT.<fTT’“'*T( 6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 Hallgrímur tekur við starfí hagstofu- stjóra af Klemensi Tryggvasyni í upp- hafí árs 1985. Hann er þriðrji hagstofu- stjórinn á íslandi frá upphafi. Á milli þeirra stendur Matt- hías Á. Mathiesen, þáverandi viðskipta- ráðherra og ráð- herra Hagstofu ís- lands. Hallgrímur Snorrason hagstofiistjóri: RÉTTUR MAÐUR Á RÉTTUM STAÐ HALLGRÍMUR Snorrason, hagstofustjóri, hefur það lítt öfunds- verða hlutskipti að reikna launavisitöiu þá, sem samkvæmt nýrri reglugerð viðskiptaráðuneytisins er þriðjungur af grunni láns- kjaravísitölunnar. Þessi launavísitala hefur ekki verið reiknuð nema frá árinu 1985 og aðeins skipt máli vegna greiðsliyðfounar húsnæðislána. Það er þvi litil reynsla kominn á útreikning henn- ar ennþá og óteljandi vandamál sem við er að glíma í þeim efíi- um, eins og Qálglega er lýst i greinargerð með frumvarpi um launavisitðlu. Sem betur fer virðist Hallgrimur þó rétti maðurinn til þess að glíma við þessi vandamál, þvi fyrrum samstarfsmenn hans segja að varla sé annar maður hæfiuri til að gegna starfí hagstofustjóra; þar sé réttur maður á réttum stað. Gamall samstarfsmaður Hallgríms segir að hann sé rólyndismaður og virðist sein- þreyttur til vandræða við fyrstu kynni. Raunin sé hins vegar sú að Hallgrímur sé ákveðinn og fylginn sér hafí hann bitið eitt- hvað í sig. Margir hafí vanmetið hann hvað þetta snerti og fengið að fínna fyrir þessari hlið á honum fyrir vikið. Hallgrímur sé yfírveg- aður og skoði alla hluti vel. Það sé kostur, en ýmsum kunni að fínnast að hann liggi of mikið yfír hlutunum. Alla vega láti hann ekkert frá sér fara að óathuguðu máli. Sigurður Snævarr, hagfræð- ingur hjá Seðlabankanum, er nokkuð á sama máli. Hallgrimur sé dagfarsprúður, en mjög stífur á meiningunni taki hann eitthvað í sig og komi sínum málum fram. Hallgrímur varð hagstofustjóri árið 1985, eftir að hafa verið um árabil hjá Þjóðhagsstofnun og undanfara hennar, hagrannsókn- ardeild Framkvæmdastofnunar. Viðmælendur | Morgunblaðsins töldu ekki annan hæfari til þess að gegna þeirri. stöðu, hann hefði nánast verið sjálfskipaður SVIPMYND eftir Hjálmar Jónsson eftirmaður Klem- sveitamaður, ensar Tryggvasonar. Hann njóti óumdeilds trausts aðila vinnu- markaðarins. Þá hafí hann mikinn metnað fyrir hönd Hagstofunnar og sjálfs sín og hafí unnið þar þrekvirki frá því hann tók við. Hagstofan er sérstakt ráðuneyti og embættinu fylgir seta í ótal nefndum á vegum ríkisins, enda hafa nefndastörfín hlaðist á Hallgrím eftir að hann tók við embættinu. Hallgrímur er Svarfdælingur í föðurættina, sonur Snorra Hall- grímssonar læknis og konu hans, Þuríðar Finnsdóttur, sem er ís- firðingur, dóttir Finns Jónssonar, alþingismanns. Jón Öm Marinós- son, tónlistarstjóri útvarpsins, sem hefur þekkt Hallgrím frá því þeir voru 12-13 ára gamlir og þeir haldið kunningsskap æ síðan, segir hann hafa frá því fyrsta sóst eftir að vera í forastuhlut- verki og haft mikinn áhuga á fé- iagsmálum. Kappið og dugnaður- inn sé mikill, enda sé Hallgrímur metnaðarríkur. Hann kunni vel að meta lífsins gæði, hvort sem um sé að ræða góðan mat og drykk, tónlist eða bókmenntir og það sé nánast sama hvert um- ræðuefnið sé, maður komi ekki að tómum kofun- um. „Hann vill vera heimsborg- ari, en er jafti- framt svolítill þó einkennilegt megi heita, enda var hann mikið í sveit fyrir norðan á sinni tíð. Hann getur líka verið dálítið dijúgur með sig, eins og norðan- mönnum er gjaman eiginlegt," segir Jón. Ein heimild segir Hallgrím góð- an bflaviðgerðarmann og annar segir að hann geri alla hluti vel, sem hann taki sér á annað borð fyrir hendur. Hann er mikill söng- maður og hefur varið mörgum tómstundum sfnum til söngs. Þá er hann sagður mjög þolinmóður og natinn fluguveiðimaður, en ósagt skal látið hvort hann veiðir af sama öryggi og nákvæmni og hann fískar upp tölfræðilegar upplýsingar um samfélagið. Lifir sljómin? Einvígi Jóhanns og Karpovs: Jóhann vann hlutkest- ið um skákklukkuna Seattle, Washington, frá Valgerði Hafstað. „ÞAÐ verða engin vandamál, ekkert stórhneyksli í þessu einvígi,“ sagði Campomanes, forseti FIDE, í ræðu sinni þegar skákeinvígi þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Anatolíjs Karpovs var sett í La- keside skólanum í Seattle i kvöld. Hann kallaði keppinautana „hin mestu prúðmenni," og aðal- dómari einvígisins Bandaríkjakon- an Carol Jerecki, tók í sama streng í ræðu sinni. Kallaði hún stórmeist- arana „mestu prúðmenni skákí- þróttarinnar, ljúflynda og auðvelda í umgengni". Þrátt fyrir þessi orð hafði Karpov, áður en salurinn tæmdist, hótað því að tefla ekki nema hin austur-þýska Grade-klukka hans yrði notuð í einvíginu. Karpov hefur aldrei háð einvígi án slíkrar klukku. Jóhann kaus fremur að nota vestur- þýska Jeeger-klukku, sömu tegund og notuð var í einvíginu við Kortsj- noj í fyrra. Loks var þó ákveðið að varpa hlutkesti um málið og varð vestur- þýska klukkan fyrir valinu. Mun sovéska sendinefndin þá hafa verið farin úr byggingunni svo ekki er vitað um viðbrögð Karpovs. Utan þessa atviks, sem fæstir gesta urðu vitni að, gekk setningar- hátíðin vel fyrir sig. Bob Walsh, forseti Vináttuleikanefndar Se- attle-bcrgar, setti hátíðina, sem á þriðja hundrað manns sóttu. Hann sagði augu heimsins beinast að Seattle og bauð gesti velkomna. Þá léku 12 nemendur Lakeside- skólans þjóðsöngva Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, fslands og loks FIDE. Aður hafði verið dregið um hvort sá íslenski eða sá sovéski yrði leikinn fyrstur. Höfðu íslend- ingar í áhorfendahópi orð á því að aldrei fyrr hefði þjóðsöngur þeirra verið leikinn svo hratt. Því næst kynnti Bob Walsh kepp- enduma tvo. Risu þá gestir úr sæt- um og klöppuðu þeim ákaft lof í lófa. Þá hélt Campomanes, forseti FIDE, hjartnæma ræðu og lauk máli sínu með þessum orðum: „Þakka þér Anatolíj, þakka þér Jóhann. Við erum ein ijölskylda. Gens una surnus." Skólastjóri Lakeside-skólans, fulltrúi Bandaríkjanna hjá FIDE og forseti skáksambands Washington- fylkis tóku einnig til máls og hældu Jóhanni og Karpov á hvert reipi. Vora stórmeisturanum síðan færðir gullpeningar frá skáksambandi Washington-fylkis. Hápunktur hátíðarinnar var þeg- ar dregið var um liti í fyrstu skák- inni, sem fram fer á morgun, laug- ardag. Campomanes, að beiðni Karpovs, dró um það hvor keppenda skyldi fá að draga um lit. Það féll í hlut Jóhanns og dró hann hvítt. Þá voru Jóhanni og Karpov færð- ar gjafir frá aðstandendum móts- ins. Fengu þeir boli merkta Vináttu- leikanefndinni, bækur um Seattie og myndir af borginni. Loks vora borin fram vínglös á sviðinu og drakku ræðumenn og stórmeistaramir skál „góðrar Iþróttar, góðrar skákar og velvild- ar“. Ekki var eingöngu dregið um liti í dag, því fyrr um daginn drógu keppendumir um það hvaða hvfldarherbergi og hvaða snyrtiher- bergi félli í hlut hvors um sig. Hvíldarherbergin virtust svipuð að gæðum en Karpov þótti snyrtiher- bergið, sem í hlut hans féll miður gott: í því er enginn vaskur! Salurinn þar sem einvígið verður háð tekur um 375 manns í sæti. Þótti íslensku sendinefndinni þvi ófullnægjandi að í svo stóram sal skuli aðeins vera eitt skýringarborð og það miklu minna en þeir eiga að venjast. Engir sjónvarpsskjáir era í salnum. Þá þótti mönnum miður að skák- skýringarsalur og fréttamannaher- bergi skuli vera í annarri byggingu er einvígið fer fram í. Engar veit- ingar verða fáanlegar á mótsstað utan te og kaffí. Fyrsta skákin verður tefld á morgun laugardag kl. 17.00 á stað- artíma. Um 140 miðar hafa selst á hana en mun færri á hinar skákim- ar. Páll Magnússon á Stöð 2 kom til Seattle í dag. Hann mun sjón- varpa frá hverri skák í 15 mín. kl. 7.30 á morgnana að ísl. tima og verður sú útsending endurtekin klukkustundu síðar. Fyrsta beina útsendingin verður kl. 7.30 á sunnudagsmorgun. Að sögn Halls Hallssonar mun Ríkissjónvarpið sýna frá einvíginu í Kastljósi á sunnudagskvöld. Morgunblaðið/Bjami Gunnar Kristiansen og hluti af skerpikjötinu. Skerpikjöt verkað á Islandi STJÓRNARLIÐAR hafa undanfarið lagt nótt við dag, til þess að I viðmælendur telja að þau myndu ná um það sameiginlegri niðurstöðu, með hvaða hætti næstu efiia- þannig samþykkja stuðning við hagsaðgerðir verða. Það fæst væntanlega úr því skorið að afloknum stjórn og hugsanlega stjómaraðild, ríkisstjórnarfundi í dag hvort samkomulag hefiir tekist, eða ekki. án þess beinlínis að ná inn í sljórn- I arsáttmála neinum af sínum kröf- Eins og komið hefur fram í frétt- um nú í vikunni, hafa fulltrúar Borgaraflokksins ekki verið beinir aðilar að þessum fundahöldum stjórnarflokkanna, en á fundi sem Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra átti með Júlíusi Sólnes, formanni Borgaraflokksins sl. föstudag mun forsætisráðherra hafa gert Júlíusi grein fyrir stöðu mála. Sídegis í gær var svo fundur með fulltrúum ríkisstjómarinnar og Borgaraflokksins þar sem farið var yfir stöðuna. Líklegt er talið, af ákveðnum viðmælendum mínum, að nái ríkisstjómin saman um stefnu í vaxtamál- um og stærðargr- áðu gengisfelling- arinnar, eins og fjallað var um í blaðinu í gær, muni ákveðnir þingmenn Borgaraflokksins lýsa því yfír að þeir styðji þessar aðgerðir stjómarinnar og þar með hafí stjómin tryggt sér meirihluta í neðri deild Alþingis. Þingmenn Borgara- flokksins sem þar einkum era nefndir til sögunnar era þau Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, Júlíus Sól- nes og Oli Þ. Guðbjartsson. Sömu mm DACBÓKm STIÓRNMÁL eftir Agnesi Bragadóttur um, að þau muni lýsa því yfir að til- lögur þeirra séu langtímamarkmið þeirra, sem þau hyggist reyna að vinna að á næstu þremur til fímm áram. Fari svo á hinn bóginn að ekkert samkomulag takist um efnahagsr- áðstafanir ríkisstjómarinnar ertalið næsta líklegt að Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra kanni hug sjálfstæðismanna til sinna til- lagna og Ieiti eftir stuðningi þeirra við gengisfellingu af þeirri stærð- argráðu sem Framsókn telur nauð- synlega, eða um 12% og aðrar fyrstu aðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar, en ijúfa síðan þing og efna til kosninga. Ljóst þykir að ef svo færi, þyrfti forsætisráð- herra að láta af þeirri ætlan sinni að afnema vaxtafrelsi. Raunar er talið allt eins líklegt að meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna væri þess fys- andi að þessi yrði niðurstaðan, en slíkt hið sama verður ekki sagt um alþýðuflokks-, alþýðubandalags- og borgaraflokksmenn. Hér er engu spáð um hver verður niðurstaðan nú um helgina, en þeir sem gerst þeklqa til telja að helgin geti orðið löng og sviptingasöm á vettvangi stjómmálanna. KAUPSTAÐUR í Mjódd hefiir nú skerpikjöt á boðstólnum annað árið í röð. Kjötið er verkað hér á landi af Gunnari Kristiansen, færseyskum kjötiðnaðarmanni, sem starfar lyá fyrirtækinu. Gunnar vildi ekki láta uppskátt um forverkun á dilkakjötinu, þar sem hún væri hemaðarleyndarmál, en að henni lokinni þyrfti að fínna hjall þar sem væri kalt og sæmilegur trekkur. Þar þyrfti kjötið að hanga.uppi í nokkra mánuði áður en það væri til- búið. Frampartur og hryggur væri soðinn á svipaðan hátt og súpukjöt, en læri væru fyrst og fremst notuð sem álegg. Gunnar sagði að bragðinu af skerpikjöti væri ekki hægt að líkja við nokkuð annað bragð. Fólk yrði að smakka það, en það væri oft er- fítt að fá það til þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.