Morgunblaðið - 29.01.1989, Side 16

Morgunblaðið - 29.01.1989, Side 16
eseí HAÖHAl .es gUOAqUVlVtUg QldAJgMUOflOM MÓRGÚNBLAÐIÐ SÚNNÚDÁGÚR'29. JÁNÚÁR 1989' MENMRNIR UNUNNI UM SmtFI SLQKKVUeSMS „Þ AÐ ER barn inni sem við teljum að sé á lífí og fullorðinn maður sem okkur var sagt að væri látinn.“ Enginn eldur er í æfingaherberginu og enginn reykur heldur, en til að lílga eftir skyggninu í eldsvoða er sett leðurpjatla fyrir öndunargrímuna þannig að við erum blindir eins og kettlingar. Síðan er haldið inn í óvissuna. eftir Huga Ólafsson/myndir Sverrir Vilhelmsson Eru slðkkviliðsmenn í Reykjavík hetjur eða fúsk- arar? Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um það eftir stórbrunann við Réttarháls fyrir skömmu og sjálfskipaðir eldsvoða- sérfiræðingar hafa skil- greint og skeggrætt frammistöðu slökkviliðsins í heitum pottum, heimilum og flölmiðlum æ síðan. Morgunblaðið fór þess á leit að fá að fylgjast með slökkviliðinu í dag- legum störfum og var það fúslega veitt. Eftir að hafa reynt leikfími, reykköfunaræfíngu og alvöru út- kall hjá slökkviliðinu telur blaða- maður sig geta fullyrt að slökkvilið- ið sé viðbragðsfljótt og brunaverðir eru hraustir menn sem gera ýmis- legt fleira en að snyrta á sér negl- umar á milli stopulla stórbruna. Það er að vísu yfirleitt rólegt á næturvöktum, en vonandi em fáir svo illa þenkjandi að óska þess að slökkviliðið sé ekki verkefnalaust. Ég er heldur seinn á morgunvakt hjá slökkviliðinu og kenni ófærðinni í Árbænum um. Hugsanlega getur ástæðan þó verið ómeðvituð ósk um að sleppa við morgunleikfími, en mér er sagt að ég verði að taka þátt í henni ef ég ætli að gefa raun- sanna mynd af slökkviliðinu. Ég hef þó ekki misst af neinu. Það er verið að ljúka við að fara yfír bíla og tæki þegar ég kem og laust fyr- ir klukkan níu er ég kominn niður í lítinn leikfímissal slökkviliðsins í lánuðum buxum og skóm. í skamm- deginu er mín skilgreining á orðinu „morgunleikfími“ sú áreynsla sem fylgir því að lyfta augnlokunum — og það tekst stundum ekki nema fyrir tilstilli örvandi lyfja (kaffis) — og ég er því nokkuð ánægður með sjálfan mig að lifa af klukkutíma af hlaupum, armbeygjum, sippi og lóðalyftingum. Blindaður í leit að dúkku Eftir leikfimi er tekið til við dag- leg störf, sem þennan mánudag felast að stórum hluta í því að moka snjó úr innkeyrslum. Þrír slökkviliðsmenn ætla að æfa reyk- köfun og ég slæst í hóp með þeim. Reykköfun er erfiðasta og hættu- legasta starf sem slökkviliðsmaður getur Ient í. Það fer reyndar nokk- uð nálægt því að vera hættulegasta starf sem nokkur maður getur lent í og því til sönnunar er tekið til þess að aðeins ein starfsstétt þarf að borga dýrari iðgjöld hjá Lloyds- tryggingastofnuninni. Hver er hún? Geimfarar. Æfingin er stöðvuð í miðjum klíðum því sjálfvirkt viðvörunar- kerfí í Tollvörugeymslunni hefur farið af stað. Það er aldrei beðið eftir nánari upplýsingum þegar við- vörun er gefin heldur fer slökkvibíll undir eins af stað og snýr þá kannski við ef hans reynist ekki þörf. Það kemur líka í ljós að viðvör- unin fór í gang vegna raka í skynj- ara og við snúum við en bíll ofan úr Árbæjarstöð fer á staðinn. Það er regla hjá slökkviliðinu að alltaf fer einhver á vettvang að kanna aðstæður, jafnvel þó að enginn sé eldurinn. Reykköfunaræfingunni er fram haldið og lokið og tnér er boðið að taka þátt í annarri. Við erum tveir sem stöndum fyrir utan dymar á sérstöku æfingaherbergi í fullum herklæðum með 20 kílóa loftkúta á bakinu, öndunargrímu fyrir andlit- inu og hlustum á þær upplýsingar sem liggja fyrir: „Það er bam inni sem við teljum að sé á lífi og fullorð- inn maður sem okkur var sagt að væri látinn.“ Enginn eldur erí æf- ingaherberginu og enginn reykur heldur, en til að líkja eftir skyggn- inu í eldsvoða er sett leðurpjatla fyrir öndunargrímuna þannig að við emm blindir eins og kettlingar. Síðan er haldið inn í óvissuna. Félagi minn er með línu festa í buxurnar sem aðstoðarmaður held- ur í fyrir utan dymar. Við leiðumst og tölumst við í gegnum talstöðvar í grímunum. Félagi minn fíkrar sig meðfram veggjunum með hægri hendi og við þreifum fyrir okkur með höndum og fótum, bæði til þess að reyna að fínna fólkið, sem hefur mjög líklega leitað vars undir borðum eða skápum og eins til að varast að ramba niður stigaop. Eft- ir að hafa sparkað niður á annan tug af stólum og öðmm húsgögnum heyrum við „barnið" gráta með rödd varðstjórans. Við þreifum okkur í átt að hljóðinu og á leiðinni hrasa ég um „manninn" sem átti að vera inni í herberginu og þukla á hálsæð- unum til að sannfærast um að ekk- ert líf leynist í tuskunum. Við látum líkið eiga sig og eftir nokkuð fálm og funtí myrkrinu fínnum við dúkk- una sem við leituðum að og fíkrum okkur með hana eftir kaðlinum út úr brennandi íbúðinni. Það opnar allar svitaholur að böðlast um blindur með súrefnis- grímu og kút á bakinu í dálítinn tíma. Brunaverðimir taka þó fram að hér sé um æfingu í léttari kantin- um að ræða, en oft eru hengd upp net og allskonar andstyggilegar gildrur settar upp til að undirbúa menn fyrir allar þær hremmingar sem kunna að leynast í brennandi húsum. „Lokapróf" í reykköfun felst svo ef til vill í því að drösla 100 kílóa manni út úr húsi í alvöru- reyk og eldi, þar sem hætta er á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.