Morgunblaðið - 29.01.1989, Page 17

Morgunblaðið - 29.01.1989, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR .1989 17 hruni eða sprengingu og lofthitinn er kannski 100-200 gráður. Ef einhver efast um hættur starfsins ætti sá hinn sami aðskoða- „listaverkið" sem piýðir aðalinn- gang slökkvistöðvarinnar, en það er tæplega mannhæðarhátt undið jámflykki sem málað hefur verið rautt. Við fyrstu sýn lítur það út eins og klaufalega gerður nútíma- skúlptúr, en það er kirfilega merkt: „Gaskútur úr ísaga-brunanum 1963“. ísaga var á Rauðarár- stígnum, en bara sogið vegna súr- efnisupptökunnar í gassprenging- unum var nóg til að bijóta rúður í húsum alla leið upp á Snorrabraut. Slökkviliðsmenn sem voru á staðn- um þakka það að bruninn var á bjartri sumamótt að ekkert mann- tjón varð, því menn sáu fljótlega hvað var að gerast og héldu sig í hæfílegri íjarlægð frá fljúgandi gaskútunum. Köttur uppi í tré Brunaverðir hafa alltaf nóg að gera á dagvakt jafnvel þó að engin útköll verði. Þrif og viðhald á bílum og tæiq'um taka dijúgan tíma. Sem dæmi um það má nefna að það tók heila viku að þvo allar þær slöngur sem notaðar vom við Réttarháls- bmnann og ekki var lokið við að þrýstiprófa þær allar þegar ég var í heimsókn í byijun vikunnar sem leið. Æfíngar af því tagi sem ég fékk að taka þátt í em reglulegur þáttur í starfí slökkviliðsins. Af öðmm viðfangsefnum má nefna kynningar- og fræðslustarf og heimsóknir í stór fyrirtæki og stofn- anir, svo sem sjúkrahús og skóla, í því skyni að kynna sér aðstæður fyrirfram ef svo illa vildi til að eld- ur brytist út. Viðfangsefni slökkviliðsins em líka miklu fleiri og flölþættari en að slökkva elda. Eitur- og efnaslys og vatnsskaði heyra undir starfs- svið slökkviliðsins og reyndar má segja að það séu fáar tegundir af neyðartilfellum sem em slökkvilið- inu óviðkomandi. í mörgum um- ferðarslysum þarf að klippa fólk út úr bflflökum og spúla bensín af slysstað. Körfubfll slökkviliðsins getur bjargað fólki af vinnupöllum og öðmm háum stöðum og alltaf em útköll öðm hvom til hjálpar nauðstöddum páfagaukum, köttum og öðmm gælukvikindum sem neita að koma niður af þökum og tijám. Það er ekki lengra síðan en tíu dagar að slökkviliðið þurfti að bjarga kisu í Kópavoginum sem hafði afrekað það að klifra efst upp í sjö metra hátt tré og skorða sig þar á milli greina. 30 sjúkraflutningar á dag Sjúkraflutningar era einn viða- mesti þátturinn í starfí slökkviliðs- ins. Á daginn em tveir menn á neyðarbíl ávallt staðsettir á slysa- deild Borgarspítalans og sinna þeir ásamt lækni yfír 3.000 neyðarflutn- ingum á ári. Alls em sjúkraflutning- ar 10.000 á ári, þannig að slökkvi- liðsmenn sinna um 30 tilfellum á dag að meðaltali. Bmnaverðir telja að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir að sjúkraflutningar em í hönd- um slökkviliðsmanna en þeir hafa sinnt þessu starfí síðan árið 1918, þá á hestakerram. Á nætumar er neyðarbfllinn staðsettur niðri á slökkvistöð. Slökkviliðsmenn starfa í ijóram vaktahópum og em 15 manns í hveijum. Vinnutíminn er þannig að menn vinna tvær tólf tíma dagvakt- ir í senn og síðan taka tvær jafn langar næturvaktir við. Þá fá menn fjögurra daga frí áður en næsta ijögurra daga töm hefst. Margir slökkviliðsmenn vinna að einhvers konar iðn eða öðmm störfum með sveigjanlegum vinnutíma á milli vaktatama. Næturvaktimar eiga að vera ró- legri en dagvaktimar. Þá á að vera búið að þrífa og athuga bílana og tækin og allt að vera tilbúið ef neyð- artilfelli kemur upp. Menn geta lagt sig til skiptis og horfa þess á milli á sjónvarp, tefla, spila eða lesa. Það era margir snjallir snóker- og brids- spilarar í slökkviliðinu, eins og sést á nokkram af þeim fjölda bikara borinn út í sjúkrabfl á meðan brana- verðir leita að orsökum reykjarins og athuga hvort nokkur annar sé í íbúðinni, sem reynist ekki vera. Ekki er um eld að ræða, en stór pottur með brenndri feiti er tekinn út úr glóandi bakaraofni og borinn út um glugga og settur niður í snjó- inn. „Gleymdi hann hryggnum á?“ spyr smápolli úr hópi nokkurra ungra og forvitinna áhorfenda. Maðurinn er fluttur á sjúkrahús og síðar kemur í ljós að hann hefur fengið snert af reykeitmn. Snjór og vatn valda brunaútköllum Þetta var ijórða útkall nætur- vaktarinnar og tvö önnur bættust við síðar um nóttina. Þetta er tölu- verð töm miðað við það að útköll slökkviliðsins í Reykjavík vom 858 í fyrra. Tíðin gerir slökkviliðinu grikk. Skafrenningur og bleyta smjúga inn í mörg af þeim 100 fyrirtækjum og stofnunum sem era í beintengdu sambandi við slökkvi- stöðina í Skógarhlíð og ragla skynj- ara í ríminu. Skynjaramir em mjög næmir og geta til dæmis farið í gang þegar einhver er að vinna með slípirokk eða ef verið er að nota sterkt lím. Hvað þurfa menn að gera til að vera gjaldgengir í slökkvilið Reykjavíkur? Fyrir það fyrsta þurfa menn að hafa meirapróf og að hafa lokið iðnnámi eða sambærilegu námi. í öðm lagi þurfa menn að vera í góðu andlegu og líkamlegu ásigkomulagi. Það er þó ekki nóg að mæta reglulega í morgunleik- fímina og það er fylgst náið með því að bmnaverðir séu í stakk bún- ir til að þola raun eins og reykköf- un, sem getur útheimt orku á hálftíma sem menn eyða annars á tveimur eða þremur stundum í líkamlegri vinnu. Nú er nýliðin árleg læknisskoðun og þrekprófun slökkviliðsins. Helgi Guðbergsson, trúnaðarlæknir slökkviliðsins, segir að yfírmönnum séu aðeins gefnar upplýsingar um hvort menn séu færir í reykköfun og hvort eitthvað er að heilsunni, en hver bmnavörður fær sent bréf með upplýsingum þar sem hann í hita og þunga dagsins Á efstu myndunum sjást svipmyndir af daglegum önnum slökkviliðsins þar sem verið er að þrýstiprófa slöngur og fara yfír annan búnað. Ekki má gleyma leikfíminni; bmnaverðir þurfa að vera í „toppformi" og leggja greinilega mikið á sig. Sjúkraflutningar em einn af viðamestu þáttunum í starfí slökkviliðsins og á stóm myndinni hér að ofan er verið að flytja sjúklingúrþyrlu Landhelgisgæslunnar yfír í bíl. Á næturvöktunum gefst mönnum tími til að drekka kaffi eða taka snóker á milli útkalla. Á neðstu myndinni sést símaborð Slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð 14, sem er heili eldvama í Reykjavík og nágrenni. Þar er ljósaborð sem er beintengt við eldskynjara í um 100 stómm fyrirtækjum og stofnunum og stór kort sem hjálpa vaktmanni að leiðbeina slökkvibflunum og fínna bmnahana áður en komið er á vettvang. sem prýða setustofuna ásamt styttu Ásmundar Sveinssonar af vatns- beranum. í útkalli Þar sem mér hefur verið þrælað út í leikfími og æfíngum á dagvakt- inni ákveð ég að líta inn seint um kvöldið til að kynnast hinni hliðinni á starfínu og rabba við menn í ró- legheitum. Mér verður þó ekki að ósk minni þvf þegar ég kem inn seint á ellefta tímanum em bæði ijarkinn og fimman (slökkvíbflar með númerin R-30004 og R-30005) í útköllum hjá Jarðbomnum ríkisins í Kópavogi og Landakoti. í báðum tilfellum er um raka í skynjumm að ræða, en mér fínnst samt sárt að missa af gullnu tækifæri til að sjá slökkviliðið í „aksjón". Tíu mínútum síðar er svo hringt. Fólk tilkynnir um reykjarlykt úr íbúð við Feijubakka í Breiðholti og undir eins er gefíð merki um útkall. Á innan við hálfri mínútu síðar er ijarkinn lagður af stað með fjóra bmnaverði og einn blaðamann inn- anborðs. Bílar víkja út í snjóskafl- ana við götukantana þegar við kom- um siglandi með sírenumar vælandi og það tekur nokkrar mínútur að komast á staðinn. Sjúkrabíll og slökkvibfll úr Árbæjarstöð em þá þegar mættir á staðinn og reykkaf- arar búnir að spenna upp glugga á reykfylltri kjallaraíbúð og komnir inn. Eftir skamma stund fínnst roskinn maður sofandi og hann er getur séð hvar hann stendur í sam- anburði við aðra en getur ekki séð hvar aðrir standa. Þetta stuðlar að heilbrigðum metnaði, sérstaklega þeirra sem era í neðri kantinum og hafa fengið fyrirmæli um að bæta sig til að ná reykköfunarþreki. Morgunleikfímin og mikil áreynsla í starfí, til dæmis í sjúkraflutning- unum, nægja ekki til að halda mönnum í fullu þreki svo menn verða að stunda einhverskonar líkamsþjálfun í frítíma sínum. Strangar kröfur, en eins og Helgi trúnaðarlæknir bendir á, þá upp- skera menn í slökkviliðinu líka betri heilsu fyrir vikið. En hvers vegna ganga menn í slökkviliðið? Ekki launanna vegna segja þeir á vaktinni; byijunar- gmnnlaun em innan við 40.000 á mánuði og engin áhættuþóknun. Fáir segjast hafa gengið með slökkviliðsdrauma í æsku, en marg- ir hafa farið vegna þess að þeir þekktu einhvem fyrir í starfinu. — Af hugsjón? Já, hún er vissuiega hluti af starfínu, samsinnir Ragnar Sólonsson, varðstjóri. Hann segir að megin ástæðan sé ef til vill sá spenningur sem fylgir því að vera alltaf að fást við nýja hluti, nýja áskomn. „Maður veit aldrei hvað mun gerast þegar maður mætir á vakt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.