Morgunblaðið - 29.01.1989, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið.
Flúið frá
Kabúl og Managua
Hörmulegar fréttir berast
nú dag eftir dag frá Kab-
úl, höfuðborg Afganistans, þar
sem hermenn úr sovéska inn-
rásarliðinu eru enn, rúmum
níu árum eftir að þeir voru
sendir þangað í þeim tilgangi
að þröngva kommúnisma upp
á Afgana. Leppstjóm Sovét-
manna má sín einskis í Afgan-
istan og því er spáð, að hún
hrökklist frá völdum um leið
og sovéski herinn er allur á
bak og burt. Samkvæmt því
sem um hefur verið samið á
brottflutningnum að vera lokið
15. febrúar næstkomandi.
Þrengingunum sem Afganir
hafa mátt þola vegna innrásar
Sovétmanna lýkur ekki við það
eitt að hemámsliðið hverfí á
brott. Frelsissveitimar sem
snerust til vamar gegn Sovét-
mönnum hafa sýnt fádæma
þolgæði og hörku í andspymu
sinni og oft af miklum vanefn-
um hefur þeim tekist að snúa
vöm í sókn. Blóðbaðið hefur
verið mikið. Heilu byggðimar
hafa verið þurrkaðar út af
kortinu í orðsins fyllstu merk-
ingu og nú sverfur hungur að
þeim sem safnast hafa saman
í Kabúl. Óvíst er hvemig stjóm
landsins verður háttað, þegar
leppstjóm Kremlveija hrjmur,
eftir að erlenda hervaldinu sem
hefur haldið henni uppi er ekki
lengur beitt í hennar þágu.
Óvandaður eftirleikur er jafn-
an fylgifískur hatrammra
átaka sem þessara.
Sovéskir stjómarerindrekar
tala nú um það eins og allt frá
því að Rauði herinn var fyrst
sendur inn í Afganistan að
friðurinn í landinu hafí verið
rofínn af einhveijum öðrum en
honum. Helst má skilja yfírlýs-
ingar þeirra á þann veg, að
einhver önnur erlend ríki en
Sovétríkin hafí ógnað sjálf-
stæði Afganistans og reyna
Sovétmenn þá helst að beina
athyglinni að Pakistan. Með
öllu er ástæðulaust að láta
þennan áróður villa sér sýn.
Hið hræðilega ástand í Afgan-
istan, sem milljónir manna
hafa flúið, skapaðist vegna
íhlutunar og valdbeitingar
Sovétstjómarinnar.
Frá höfuðborg Nicaragua,
Managua, berast ekki síður
ógnvænleg tíðindi en frá Kab-
úl. Nicaragua lýtur eins og
Kabúl sijóm manna sem eiga
allt sitt uridir því að fá stuðn-
ing frá Sovétstjóminni eða
handbendi hennar, Kastró ein-
ræðisherra á Kúbu. Nú er
málum þannig komið í Nic-
aragua, að efnahags- og at-
vinnulíf landsins er í rúst.
Verðbólga á síðasta ári var
20.000% og lífskjörin eru orðin
þau sömu og vom á fjórða og
fímmta áratug aldarinnar.
Frá því að sandinistar kom-
ust til valda í Nicaragua 1979
hefur um hálf milljón manna
af 3,5 milljónum íbúa landsins
flúið land og aðallega þeir, sem
einhveija menntun hafa. Þykir
það sérstakt uppsláttarefni á
forsíðu málgagns ríkisstjóm-
arinnar í Managua, að kunnur
skurðlæknir { landinu segist
ekki vera á förum frá landinu.
Fjöldi ferðaskrifstofa hefur
sprottið upp í Managua síðustu
vikur. Hið sérkennilegasta við
starf þeirra er, að þær sérhæfa
sig í að selja farseðla aðeins
aðra leiðina, það er að segja á
brott frá Nicaragua.
Löngum hefur það verið
eina úrræði þeirra, sem búa
við einræði og ofríki kommún-
ista eða sósíalista, að greiða
atkvæði gegn þeim með fótun-
um, það er með því að flýja
land. Berlínarmúrinn er sýni-
legt tákn uppgjafar kommún-
ista við að skapa þegnum
sínum réttindi og lífskjör, sem
standast samanburð við það
sem tíðkast í lýðræðisríkjun-
um.
Sandinistar hafa gripið til
sama ráðs og Sovétmenn
vegna innrásarinnar í Afgan-
istan, það er að skella skuld-
inni á aðra. Daniel Ortega,
forseti Nicaragua, og félagar
hans í valdaklíkunni vilja
kenna skæruliðum um hörm-
ungamar í Nicaragua. Foringj-
ar skæruliða benda hins vegar
á þá staðreynd, að vopnahlé
hafí ríkt í tæpt ár án þess að
nokkur batamerki sjáist á
efnahagslífínu.
Jafnt í Kabúl sem Managua
er fólkið einfaldlega að kveða
áfellisdóm yfír kommúnisman-
um með því að leggja á flótta
í von um frið og betri tíð ann-
ars staðar.
MALCOLM
•Muggeridge
gerði sér ungur grein
fyrir því að stjómmál
eru leikur fjarstæð-
unnar. Öll verðum við
að leika okkar hlut-
verk í lífinu sjálfu, það hlutverk sem
guð hefur samið handa okkur. En
svo kemur ijarstæðan einsog
stílbrjótur.
Ómargir hafa hlotið af náttúr-
unni hæfileika til að standa undir
miklum metnaði. Þess vegna m.a.
úir og grúir af vondum en þó eink-
um harla glærum og gagnsæjum
stjómmálamönnum, bæði hér og
erlendis. Sumir í forystu, þvi mið-
ur. Og einnig af þeim sökum að
miklum metnaði fylgja ekki endi-
lega hæfileikar að sama skapi
blöskrar okkur einatt fíölmiðlaveizl-
an sem boðið er til dag hvem, sem
guð gefur.
Malcolm Muggeridge nefnir at-
hyglisvert dæmi þess hvemig pólitík
getur ruglað allan leikinn og raunar
horfum við uppá slíka farsa dag
hvem. Ramsay MacDonald var
fyrsti forsætisráðherra Verka-
mannaflokksins og blaðamaðurinn
ungi sá hugq'ón byltingarinnar
tákngerða í útliti hans og atferli.
Og faðir hans var einn harðasti
stuðningsmaður hans á þingi. En á
nokkmm vikum breyttist ástandið
og blaðamaðurinn þurfti að horfa
uppá þetta pólitíska skurðgoð, að
vísu enn forsætisráð-
herra Breta og nú í
þjóðstjóm og íjanda-
flokknum miðjum, og
að baki honum for-
ystumenn íhalds og
fijálslyndra því nú
þurfti að bjarga pundinu og þjóð-
stjóm mynduð undir forsæti Mac-
Donalds, en andspænis honum í
þinginu sátu fyrrum stuðningsmenn
hans. Og blaðamaðurinn ungi horf-
ir upp á alla fyrram andstæðinga
þeirra feðga í slagtogi með tákn-
gervingi þeirra innblásnu byltinga-
drauma sem urðu aldrei að vera-
leika. Margir segja víst, sem betur
fer — og skírskota til þjóðnýtingar-
og miðstýringarstefnu Atlees eftir
stríð, en hún var í raun undanfari
þess að Thatcher gæti síðar sópað
undan teppinu.
Hitt er svo annað mál að vænta
má einhvérrar hreyfingar þegar
andstæður kallast á. Það veit
Muggeridge áreiðanlega eins vel og
aðrir.
En þama sat hann í blaðamanna-
stúku brezka þingsins og horfði
uppá vinsælan þjóðarleiðtoga breyt-
ast í andstæðu sína vegna valda-
græðgi og náði sér víst aldrei eftir
það. Hann virðist hafa ógeð á
pólitík, en fyrirlitningu á valdrembu
og einræði. Skurðgoðið gamla af-
greiðir hann svo með þessum orðum
í bók sinni um ferðalagið mikla inní
kaþólskuna: Andvaka fer blaða-
maðurinn ungi yfír allt sem gerð-
ist; heyrir forsætisráðherrann til-
kynna með vandlætingu: Og þegar
við komum auga á svindl, þá af-
hjúpum við það! — og hann sem
er sjálfur mesti loddari allra tíma!
Það er einsog að uppgötva geð-
klofa í sjálfum sér, þvílík er fíar-
stæða þessa leikhúss.
Hver skyldi ekki eiga minningar
um svona reynslu af stjórnmálum?
Þær freistingar sem gera apa úr
ósköp venjulegu fólki?
Og samt er það einmitt þessi
grunur um pólitísk óheilindi, þessi
vitneskja um freistingu valdsins og
þessi tvískinnungur sem gerir
sljómmál að áhættusamri og heill-
andi fléttu(!) Um það hefur enginn
flallað betur en Shakespeare.
Bændur flugust á, var sagt um
svona drama í íslendinga sögum.
Þessi bófahasar hefur tíðkazt á öll-
um tímum. Og það er misskilningur
ef einhver heldur að konur hafi
ekki tekið þátt í honum fyrr en nú.
Þverstæðumar eru í okkur öllum.
En við vitum það er hægt að losna
við Ramsay MacDonald í næstu
kosningum — eða þamæstu. Það
þarf aftur á móti meira til að losa
okkur við einvaldana. Sjálfur dauð-
inn og ekkert minna losaði okkur
við Hitler og Stalín. Þegar dauðinn
þagnar kringum harðstjórana, þá
fyrst fer sagan að tala.
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
rc. -,r)í(T-míT.f nFFÆt^FrTi
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989
Iþann tíð var ísland viði vaxið
milli galls og fjöru." Þann veg
segir Islendingabók frá landgæð-
um er ísland var numið.
Síðari tíma rannsóknir stað-
festa að landkostir hafi verið
miklir á fyrstu dögum íslands-
byggðar. Andrés Amalds segir
í bókinni „Græðum ísland", sem gefin var
út í tilefni 80 ára starfsafmælis Land-
græðslu ríkisins:
„Talið er að um 65% landsins hafi verið
gróið um það leyti er landið var numið og
hafi skógur þakið 25-40% af yfirborði
þess.“
Síðar í bókarkafla Andrésar, sem ber
yfirskriftina „Landgæði á íslandi fyrr og
nú“, segir:
„Gróður þekur nú aðeins um 25% lands-
ins. Leifar af hinum fomu skógum þekja
aðeins um 1%. Eyðing gróðurs og jarðvegs
á sér enn stað víða um land, þótt mikið
hafi áunnizt í baráttunni við eyðingaröflin
á síðari áram, og rýmun landgæða er nú
vafalítið alvarlegasta umhverfisvandamál-
ið hér á landi.
GRÓÐUREYÐ-
ingin og rýmun
landgæða, sem
sögð era alvarleg-
asta umhverfís-
vandamál landsins,
eiga ýmsar orsakir.
Sumar „náttúraleg-
ar“: veðurfar
(kuldaskeið) og eldgos. Aðrar rekja rætur
til mannvistar í landinu.
Skógar vóra brenndir á stórum svæðum
þegar á fyrstu öldum íslandsbyggðar.
Kenning er til um það að skógur hafi ver-
ið sviðinn til ræktunar. Ömefni og viðar-
kolalög þykja styðja hana. í grein Andrés-
ar Amalds, sem fyír er vitnað til, stendun
„Mikill skógur hefur einnig eyðst við
gerð viðarkola í aldanna rás, því skógar-
högg og kolabrennsla var samofin atvinnu-
háttum þjóðarinnar... Kolin voru gerð í
gröfum og má sjá leifar þeirra mjög víða
um land ... Af öðrum skógamytjum má
nefna að víðir og kjarr var sumstaðar rif-
ið upp með rótum og haft til eldiviðar."
Sitt hvað styður það að skógar hafí
eyðst mjög snemma á öldum. „í þann tíð,“
segir Ari fróði í íslendingabók, „var ísland
viði vaxið.“ Það orðalag kann að benda
til þess, segir Andrés Amalds, „að skógar
hafi verið famir að eyðast þegar íslend-
ingabók er rituð.“
Niðurstöður öskulagarannsókna Sigurð-
ar Þórarinssonar (1961) og fijórannsókna
Þorleifs Einarssonar (1962) og Margrétar
Hallsdóttur (1987) benda til þess að skóg-
ur hafi verið orðinn lítill á Norðurlandi
undir lok 14. aldar, nema í Þingeyjarsýslu.
Gróður- og jarðvegseyðing — alvarleg-
asta umhverfisvandamál líðandi stundar —
rekja því rætur jafn langt aftur og byggð
í landinu, þótt sigið hafi mjög á ógæfuhlið-
ina á næstliðinni og líðandi öld.
Alvarleg-
asta um-
hverfis-
vandamálið
Maðurinn
og sauð-
kindin
ENGINN VAFI ER
á því að íslenzkt
gróðurríki hefur
oftlega orðið fyrir
alvarlegum áföllum
á kuldaskeiðum,
sem gengu yfir landið, og ekki síður í eld-
gosum, sem dreifðu ösku og ólyfían um
sveitir og afréttir. En fleira kom til. Meg-
inástæður jarðvegseyðingarinnar eru tald-
ar þijár: óblítt veðurfar, eldgos — og síðast
en ekki sízt búsetan, ágangur manna og
búQár.
Mikill uppblástur heijaði víða um land
á síðari áratugum 19. aldar og fyrstu ára-
tugum 20. aldar. Andrés Amalds segir
m.a. um þennan skaða, sem er svo nálægt
okkar kynslóð í tíma:
„Er getum að því leitt að gróður- og
jarðvegseyðing hafí ekki í annan tíma ver-
ið meiri nema ef til vill á 13. öld. Einkum
urðu hörðu árin 1830-1836 og árin upp
úr 1880 afdrifarík, sem undirstrikar að
eyðing jarðvegs er ekki endilega samfelld
heldur veður hún áfram í stökkum í kjöl-
far áfalla. Mest var eyðingin í stórviðrum
sem geisuðu vorið 1882 og lagðist þá í
eyði fjöldi býla í Landsveit, á Rangárvöllum
og víðar.“
En hver var þáttur landsmanna í gróður-
eyðingunni? Höfum við sameinað það
tvennt, sem tilvera okkar grandvallast þó
á, að lifa í senn í sátt við landið og á
gæðum þess og gögnum? Höfum við virt
nýtingarmörk auðlinda láðs og lagar, sem
forsjónin hefur lagt okkur upp í hendur
til varðveizlu og framfærslu? Um það hafa
ýmsir efast. Þannig sagði Sigurður Þórar-
insson, sá þjóðkunni jarðfræðingur, árið
1961:
„Meginorsök uppblástursins er hvorki
að finna í eldsumbrotum né versnandi
loftslagi. Maðurinn og sauðkindin eru
meginorsök þess óhugnanlega uppblást-
urs, sem án afláts hefur rýrt vort dýr-
mæta gróðurland í „íslands þúsund ár“.“
„Þar sem
skógum er
eytt...“
SEM FYRR SEGIR
er talið að skógur
hafi þakið 25-40%
af yfirborði lands-
ins þá það var num-
ið. Auk þess hafi
víðir og aðrir runnar vaxið víða. Þessi tijá-
og rannagróður veitti margs konar gróðri
og viðkvæmum jarðvegi mikilvæga vemd.
Þessu hlutverki getur tijá- og rannagróður
gegnt enn og um langa framtíð, ef þjóðin
þekkir sinn vitjunartíma.
Skógurinn og runnagróðurinn, sem hér
var við Iandnám, hafði staðið af sér eldgos
og kuldaskeið fýrir þann tíma. Mannvist
í landinu lék hann hinsvegar grátt. Hún
raskaði því jafnvægi sem fyrir var. Svo
er enn. Samtíminn býr hinsvegar yfir
þeirri þekkingu á gróðurríkinu, orsökum
og afleiðingum, að hann er „sakhæfur" í
gróðureyðingu líðandi stundar. Það sama
verður naumast sagt um gengnar kynslóð-
ir liðinna alda.
Margir hafa fíallað um orsakir og afleið-
ingar skógeyðingar á íslandi. Lítillega var
vikið að því efni hér að framan: eldgos,
kuldar, skógarhögg, kolagerð og ofbeit.
Bréfritara þykir rétt að hnýta við þá um-
fíöllun umsögn Gunnlaugs Kristmundsson-
ar frá árinu 1947:
„Það era margir sem tala um, að upp-
blástur og sandfok hafi eyðilagt skóga —
en það má eins segja, og ekki síður, að
skógleysi hafi valdið uppblæstri. Það er
alls staðar sama sagan, þar sem skógunum
er eytt og landið urið af beit, þar er landinu
hætt við uppblæstri, en sérstaklega þar
sem eldgosasvæðin eru, hraun undirlagið,
eða móberg og jarðvegur mikið blandaður
vikri og ösku, eins og víðast er á eldgosa-
svæðum."
Skógrækt er efalítið ein mikilvirkasta
vömin gegn áframhaldandi uppblæstri og
gróðureyðingu landsins. Landgræðslan og
skógræktin hafa stóru hlutverki að gegna
á næstu áratugum.
GRÓÐURSÉR-
fræðingar telja að
íjórar milljónir
Ósigrar hektara af gróður-
lendi hafi eyðst frá
því ísland var num-
ið. í fáum ríkjum heims, ef nokkru, hefur
jafnstór hluti gróðurlendis glatast vegna
gróður- og jarðvegseyðingar.
Gróðureyðingin er sem fyrr segir talin
alvarlegasta umhverfisvandamál íslend-
inga á líðandi stundu. Það er því ástæða
til að fagna vaxandi áhuga fólks á baráttu
gegn uppblæstri og fyrir því að græða sár
landsins, mörg og stór, og klæða það nýj-
um gróðri.
En við skulum ekki gleyma því að þessi
barátta hefur lengi staðið; að eldhugar og
áhugafólk hafa lyft Grettistökum í gróð-
urríki landsins við erfiðar aðstæður, sem
skylt er að meta og þakka.
Einn þessara aðila er Landgræðsla ríkis-
ins, sem nýlega fagnaði 80 ára starfsaf-
mæli. Það var m.a. gert með útgáfu af-
mælisrits, „Græðum Island“, sem Andrés
Amalds ritstýrði. Þar er saga skipulegrar
landgræðslu rakin, allar götur frá því að
Alþingi samþykkti lög um starfsemi henn-
ar 22. nóvember 1907.
Sigrar og
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 28. janúar =»
Landeyðing
Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, segir m.a. í formála fyrir bókinni:
„Landgræðslumenn okkar hafa unnið
merkilega sigra á liðnum áratugum. Þeir
hafa blíðkað „reiði sandsins" eins og skáld-
ið segir, þeir hafa reist við skóga og auðg-
að þá nýjum tegundum. En ósigramir
hafa líka verið margir og herfilegir, á stór-
um svæðum höfum við horft á hinn græna
möttul þynnast og rakna og slitna og víkja
fyrir auðninni grárri og brúnni. Og þótt
við höfum löngu Iært að skilja fegurð og
búsæld, lært að meta fegurð nakinna fjalla
og úfins hrauns — þá er eitthvað í okkur
sem andmælir því að kalla þær auðnir
fagrar sem mannfólkið skapar sjálft með
umstangi sínu“.
Jón Helgason, fyrrverandi landbúnaðar-
ráðherra, segir í sama riti:
„Að sjálfsögðu era verkefnin við land-
græðslu mörg framundan, því að sárin eru
stór og vatn og vindar halda áfram að
sverfa landið. Nýjar hættur steðja einnig
að eins og víða sést á ljótum sárum vegna
ógætilegrar umferðar vélknúinna öku-
tækja. Sumstaðar má jafnvel sjá að skipu-
lagslaus umferð hins gangandi manns
getur valdið skaða á viðkvæmum stöðum.
Þegar neyðin knýr þjóðina ekki lengur
til að ganga of nærri gróðri landsins í
harðri baráttu fyrir lífi sínu, þá höfum við
ekki lengur afsökun til að gera það. Al-
mennur skilningur fer nú einnig vaxandi
á því að gróðurinn er viðkvæm auðlind sem
verður að nýta með varúð. Landgræðsla
ríkisins getur því horft fram á veginn á
þessum tímamótum með vissu um marg-
faldan árangur af starfinu í veganesti og
henni er ámað allra heilla á þeirri leið“.
í ritinu er einnig að fínna lokaorð Hall-
dórs Laxness í ávarpi „í minningu bók-
menntanna" á þjóðhátíð 1974, en í tengsl-
um við þá hátíð efndi þjóðin til stórátaks
í landgræðslu:
„Nú hefur alþingi samþykt áætlun um
landgræðslu og gróðurvemd á íslandi til
að hefta náttúraspjöll, að minnstakosti þau
sem hér hafa orðið af mannavöldum meir-
en í nokkru landi Evrópu á þeim tíma sem
landið hefur verið bygt. Ég fæ ekki lokið
þessum orðum betur en að láta í ljós þökk
mína sem íslendingur fyrir þetta framtak
Landgræðsla
Alþingis í von um að takast megi að klæða
auðnir landsins aftur í grænan búníng
lífsins. Og þessu næst hylli ég lífgróður
skáldskaparins sem veitir kynslóðunum
eilíft líf.“
Framtíðar-
markmið
Land-
græðslunnar
EN HVER ERU
markmið Land-
græðslunnar í ná-
inni framtíð?
Sveinn Runólfsson
horfir fram á veg-
inn í bókinni
„Græðum ísland"
og segir:
„Markið þarf að setja hátt. Miðað við
þau lífskjör og þekkingu sem við búum
við megum við ekki sætta okkur við minni
árangur árið 2.000 en:
★ 1) Að búið verði að efla landgræðslu-
starfið það mikið að stærð þess lands sem
árlega er klætt gróðri að nýju samsvari
að minnsta kosti einum hundraðshluta af
flatarmáli þess gróðurlendis sem eyðst
hefur frá landnámi. Þessu takmarki verði
m.a. náð með auknu fíármagni til land-
græðslu, víðtækri notkun sjálfbjarga
plöntutegunda og markvissri stjórn á beit
til að flýta fyrir sjálfgræðslu lands.
★ 2) Áð búskap verði hvarvetna hagað
í samræmi við landgæði. í þessu skyni
verði m.a. stuðlað að tilfærslu milli bú-
greina í samræmi við eðlisþætti landsins,
beitarálag minnkað þar sem gróðurfar er
í óviðunandi ástandi og gróðurlendi friðað
þar sem gróður og jarðvegur er sérstak-
lega viðkvæmur fyrir hvers konar álagi.
Búfíáreigendur hafi þá einnig fulla ábyrgð
á fénaði sínum og vörsluskyldu.
★ 3) Að við verðum komin vel á veg með
að uppfylla óskir þjóðarinnar um fjöl-
breyttan gróður til útivistar í aðlaðandi
umhverfi og í samræmi við þá landnýtingu
sem talin verður æskilegust á hveijum
stað eða landsvæði.“
„ Að búið verði að
efla landgræðslu-
starfið það mikið
að stærð þess
lands sem árlega
er klætt gróðri að
nýju samsvari að
minnsta kosti ein-
um hundraðs-
hluta af flatar-
máli þess gróður-
lendis sem eyðst
hefiir frá land-
námi.“