Morgunblaðið - 29.01.1989, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989
GÁRUR
eftir Etinu Pálmad&ttur
Uppselt í heilabúið
Stundum var ég seinn til svara
og seinn á fæti,
en það voru engin látalæti
að !áta fólkið gráta af kæti
Sagði Káinn. Og tíminn
er víst afstæður. Ekki þarf
umsvifalaust að gefa á garð-
ann það sem kætir eða hitt-
ir naglann á höfuðið. í flóði
af hátíðarræðum og yfirlýs-
ingum um áramótin víkja
gullkornin hans Jónasar
Kristjánssonar, forstöðu-
manns Ámastofnunar, við
afhendingu bókmennta-
verðlauna Ríkisútvarpsins
jafnan fyrir öðm nauðsyn-
legra. Rúmast ekki í fjöl-
miðlum nema 1 -2 setningar
á slíkri ræðuvertíð. Undir
flutningi hans í fámenni
tautaði Gámhöfundur ofan
í barm sér „orð að sönnu“.
Hyggst því skreyta sig hér
með fjöðmnum hans Jónas-
ar, sem ekki komust fyrir á
réttri stundu. Jónas var þar
einmitt að tala um þennan
afstæða tíma. Þegar menn
gerast aldraðir taki æfin að
bmna hraðar og hraðar eins
og lestin. Um hraðfleygan
tíma nýliðinna ára sagði
hann:
„Mikið hefur á þessum
síðustu ámm verið fjasað
um kapphlaup manna hér
á landi eftir svokölluðum
lífsgæðum: hærra kaupi,
stærri íbúð, fínni bíl . . .
Stöku sinnum er minnt á
það að til muni þeir sem
ekki hafa ráð á að taka þátt
í hlaupinu því — „þeir lægst-
launuðu“ — um þá er eink-
um talað fyrir kosningar og
í hópi stjórnarandstæðinga.
Laun þeirra em reiknuð út
í stóm móðurtölvunni og
sýnast ekki munu hrökkva
langt. En í reynd em hinir
furðu margir sem reyna að
trítla kring um gullkálfinn.
Því verður ekki neitað að
bylting . nýrrar tækni óg
lífshátta hefur steypst yfir
okkur íslendinga á síðustu
áratugum, og verður ekki
séð hvar það steypibað end-
ar. Nýja íbúðin er óþægilega
stór þegar menn þurfa að
gegna dyrabjöllunni eða
húsfreyja að skúra pallinn
og bóndi að ryksjúga teppin
á laugardögum. Bót í máli
RENAULT
TILKYNNING
. /
frá Renault umboðinu
Bílaumboðið hf. hefur tekið við
einkaumboði fyrir Renault bifreiðar á íslandi.
Bílaumboðið hf. annast því allan innflutning og
sölu auk varahluta- og viðgerðarþjónustu
fyrir Renault bifreiðar.
Bílaumboðið hf. héfur aösetur í eigin
húsnæði að Krókhálsi 1 í Reykjavík, þar sem öll
þjónusta verður undir einu þaki.
Innflutningur á Renault bifreiðum af
árgerð 1989 er þegar hafinn og eru
sýningarbílar væntanlegir innan skamms.
Bílaumboðið mun á næstu dögum hefja sölu á
nokkrum Renault 5 bifreiðum af
árgerð 1988 á sérstöku tilboðsverði sem
nánar verður auglýst síðar.
Renault 5 er lítill, sprækur, ódýr og
umfram allt góður og þægilegur bíll.
Hafðu samband við söludeild í síma 686633.
Einkaumboð á íslandiJyxitBMW og Renault bifreiðar
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 6866B3
að maður losnar við það
þessar vikur sem dvalist er
á sólarströndinni — þótt
fylgi að vísu óþægilegur
bruni og mýbit. Nýja bifreið-
in er býsna stór og gljáandi,
og sú gamla er líka rólfær
þegar búið er að taka hana
heim úr flotanum á bílasöl-
unni. En það kemur að litlu
haldi að eiga margra bíla
þegar þeir þvælast hver fyr-
ir öðrum í endalausum bið-
röðum umferðarinnar, og
allir of seinir í vinnuna þótt
reynt sé eftir megni að pot-
ast á milli akreinanna. Þá
er þó hægt að stytta bið-
tímann með því að skrúfa
frá viðtækinu og hlusta á
poppið sem glymur frá öll-
um nýju útvarpsstöðvunum
— og jafnvel líka frá þeirri
gömlu einu og sönnu Út-
varpsstöð Islands í
Reykjavík. Og þegar heim
er komið fylla sjónvarp og
bandvarp allar frístundir á
degi og nóttu, með siðsljóvg-
andi lýsingum á manndráp-
um og öðrum voðaverkum.
En sóknin í „lífsgæðin"
knýr menn til að vinna og
vélvæðingin rekur menn
áífram; og á íslandi er mikið
unnið, mikið aflað og upp-
byggt af fáum höndum í
stóru landi sem er harðbýlt
en þó gjöfult á margan hátt.
Það er mönnum náttúrulegt
að leita þess sem þeir telja
að veiti yndi, skemmtan,
þægindi, og það er ólíklegt
að hér verði slíkt hrun að
hjól tækninnar nemi staðar.
En margir bera kvíðboga
fyrir því að gömul verðmæti
týnist í öllum þessum nýja
flaumi, þræðir til fortíðar
slitni, jafnvel að tunga okk-
ar og sjálfstæði glatist og við
drukknum í hafi þjóðanna.
Það er víst að eitthvað
gamalt verður að rýma fyrir
öllu því nýja sem til okkar
berst. Ég segi stundum sögu
af dönskum dýrafræðingi
sem eitt sinn fór til Ameríku
og fékk að ganga á fund eins
af frægustu skordýrafræð-
ingum veraldar. Aðstoðar-
piltur vísaði honum inn í
skrifstofu hins mikla lær-
dómsmanns. Þegar gestur-
inn kom aftur fram spurði
ungi maðurinn: „Var hann
fúll í dag sá gamli?“. Daninn
hlaut að viðurkenna að svo
hefði verið. „Já,“ sagði pilt-
urinn, „hann er nefnilega
búinn að fylla heilabúið af
skordýrum svo að þar
kemst ekki meira fyrir, og
ef hann kynnist nýjum
manni verður hann að ryðja
burt einu skorkvikindi, en
við það er honum meinilla
eins og vænta má.“ Og svip-
að má segja um unga fólkið
okkar. Þau þurfa að kunna
skil á öllum hugsanlegum
íþróttamönnum, filmstjörn-
um, poppsöngvurum
o.s.frv., og þótt þau séu
furðulega námgjörn og
minnug á þessa hluti þá
hlýtur svo að fara um síðir
að heilabúið fyllist, og þá er
ekki von að þar sé nokkurt
rúm fyrir Egil Skallagríms-
son eða Snorra Sturluson."
Og nú er ræða Jónasar
búin að fylla Gárurýmið.
Verður að setja punktinn.
En niðurstaða Jónasar var
semsagt að hið nýja komi
yfir okkur, hvort sem okkur
líkar það betur eða verr.
Hæfilegt viðnám sé mikil-
vægt, en hitt skipti ekki
síður miklu máli að laga hið
nýja að því gamla, hræra
rækilega í deiglunni þannig
að allt blandist saman í rétt-
um hlutföllum og úr verði
nýtt efni, jafngott eða helst
betra en öll frumefnin.
Uppselt? Hvað skyldi nú
vera í troðfullum heilanum?
Það er stóra spurningin.
Þorsteinn Gíslason
formaður stjómar SR
ÞORSTEINN Gislason, fiskimála-
stjóri, var einróma kosinn formað-
ur nýkjörinnar stjórnar Sfidar-
verksmiðja rikisins & fyrsta fimdi
hennar á fimmtudaginn og er
þetta fimmta kjörtimabilið sem
Þorsteinn gegnir formennsku i
stjórninni.
Alþingi kýs fimm stjómarmanna
og er Þorsteinn tilnefndur af Sjálf-
stæðisflokki. Varaformaður stjómar
Sídarverksmiðjanna var kosinn
Hannes Baldvinsson, sem tilneftidur
er af Alþýðubandalagi, og ritari Bogi
Sigurbjömsson, fulltrúi Framsóknar-
flokks. Auk þeirra voru þau Kristfn
Karlsdóttir, tilneftid af Kvennalista,
og Kristján Möller, tilnefndur af Al-
þýðuflokki, kosin í stjómina nú um
áramótin. Pulltrúi Landssambands
islenskra útvegsmanna í stjóm SR
er Pétur Stefánsson og Alþýðusam-
band íslands tilnefndi Guðmund M.
Jónsson sem sinn fulltrúa.
Tryggingafélögi1!:
Athugasemd við frétt
ÓLAFUR B. Thors, annar af
fi-amkvæmdastjórum trygginga-
félagsins Sjóvá - Almenna, hef-
ur óskað eftir að gera eftírfár-
andi athugasemd við ummæli
Inga R. Helgasonar forstjóra
Brunabótafélagsins, í frétt sem
birtist í Morgunblaðinu á föstu-
dag.
„í fréttinni er gefið í skyn að
stjómendur Almennra Trygginga
og Sjóvá hafí haft ákvörðunarvald
um samrunna félaganna en það er
ekki rétt. Ákvörðunarvaldið er hjá
eigendum félanna, sem gáfu sam-
þykki sitt fyrir sammna þeirra á
hluthafafundum."