Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 21
ATVINNUAUGLÝSINGAR Framleiðslustj óri Hagvangur auglýsir eftir framleiðslustjóra fyrir eitt af stærri iðnfyrirtækjum landsins. Starfssvið hans verður gerð fram- leiðsluáætlana, framleiðslustýring, kostnaðarstýring, stjóm- un gæðaeftirlits. Jafnframt er honum ætlað að taka þátt í og útfæra vöruþróunarverkefni, hafa umsjón með starfs- mannahaldi, birgðahaldi og stjómun viðhalds véla og tækja- búnaðar. Leitað er að vélaverkfræðingi, rekstrarverkfræð- ingi eða manni með aðra haldgóða verkfræði- eða tæknifræði- menntun. Krafist er reynslu af stjómunarstörfum, sjálfstæð- is og framtakssemi. Tekið er fram að framundan séu mikil og krefjandi verkefni í endurskipulagningu verksmiðjunnar. Kerfisforritari Reiknistofa bankanna auglýsir eftir sérfræðingi (kerfisforrit- ara) í tæknideild reiknistofunnar. í starfmu felst uppsetning og viðhald tölvustjómkerfa og mun framhaldsmenntun og þjálfun fara fram hérlendis og erlendis. Tekið er fram að æskilegt sé að umsækjendur hafi háskólapróf í tölvunar- fræði eða verkfræði og/eða umtalsverða reynslu við forritun. Verkeftiisstj óri í sjúkraþjálftin Landsspítalinn auglýsir eftir verkefnisstjóra í sjúkraþjálfun við lyfja- og skurðdeild. Hér er um að ræða faglegan og stjórnunarlegan yfirmann sem er ráðgefandi innan sviðs í teymisvinnu við annað starfsfólk, með sérmenntun á viðkom- andi sviði eða meða sérþekkingu. Bifvélavirkjar til Svíþjóðar > Sænska fyrirtækið Bröd Brandt Bil AB auglýsir eftir bif- vélavirkjum til starfa í Svíþjóð. Fyrirtækið er staðsett á vesturströnd Svíþjóðar miðja vegu milli Gautaborgar og Osló. Athafnasvæði fyrirtækisins er í Bohusléni á vestur- ströndinni, sem er eitt fallegasta skeijagarðs- og útivistar- svæði landsins. Við fyrirtækið starfa 250 manns og er ár- svelta þess um 400 millj. s. kr. RAÐAUGLÝSINGAR Námskeið í Englandi Boðið er upp á enskunámskeið í Eastboume í Englandi. Þetta er orlofsstaður á suðurstöndinni og geta þátttakendur bæði dvalið þar í heimavist eða á heimilum. Námsskeiðin em ýmist sumar- eða heilsársnámskeið. Þarna er fyrir hendi góð íþróttaaðstaða. Jafnframt er boðið upp á skóla víðs veg- ar um England. SMÁAUGLÝSINGAR Sunnudagsferð Útivist stendur fyrir ferð til Hraunsvíkur, Þórkötlustaðaness og Hópsness. Þarna er um að ræða gamla verleið, þar sem gengið er með ströndinni að austan til Grindavíkur. Komið verður við hjá strandstað danska skipsins Marianne Daniels- j en. Brottför er kl. 13.00 frá BSÍ, bensínsölu. Morgunblaðið/Sverrir Stóraukning starfstengdrar símenntunar er eitt af megineinkennum þróunar menntamála á þessum áratug. Myndin er frá tölvunámskeiði í HÍ. Háskólaráð óskar eftir lagabreytingu: Endurmenntunarstofiiun Há- * skóla Islands verði stofiiuð HÁSKÓLARÁÐ hefúr samþykkt að óska eftir við menntamálaráðherra að hann hlut- ist til um að lögum um Háskóla íslands verði breytt, þannig að háskólanum sé heim- ilt að setja á stofii Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands í samvinnu við aðila utan skólans. Drög að reglugerð um Endur- menntunarstofnun HI voru fyrst samþykkt 1985, en þá úrskurðaði menntamálaráðu- neytið að ekki væri heimild í lögum fyrir slíkri stofnun. Síðastliðið haust voru 5 ár liðin síðan Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands var sett á laggirnar og var þá til húsa í leiguhúsnæði við Nóatún, en í desember sl. flutt- ist hún í Tæknigarða háskólans við Dunhaga. í fyrstu var aðeins einn starfsmaður, Margrét S. Bjöms- dóttir, endurmenntunarstjóri. Síðan hefur starfsemin aukist það mikið að nú eru starfsmennirnir þrír. Fjöldi námskeiða hefur aukist úr 26 fyrsta heila starfsárið í 100 í ár og hefur þátttakendum fjölgað úr 604 í 2080 á sama tíma. í spá sem Jón Torfi Jónasson, formaður Endurmenntunamefndar, hefur gert um fjölda háskólamennt- aðs fólks á íslandi kemur fram, að hann áætlar að árið 2000 verði fjöldinn orðinn tvöfaldur á við það sem nú er. Auk þess gerir hann ráð fyrir að sá tími sem hver og einn verji til endurmenntunar á ári nærri fjórfaldist að meðaltali miðað við sama tíma. Um 60 námskeið eru í boði á vorönn 1989 og em þau m.a. á tölvu- og hugbúnaðarsviði, tækni- sviði, í stjómun og rekstri, líftækni, matsmannafræðsla, tungumála- námskeið, markviss framsetning efnis (ritað mál, framsögn, myndir) heilsuspillandi efni og sýkingavarn- ir á rannsóknarstofum og námskeið ætluð ákveðnum greinum s.s. bóka- safnsfræðingum, lyfjafræðingum o.sfrv. Námskeiðin era öllum almenn- ingi opin. Yfirleitt er hér um að ræða námskeið sem era 15-20 klst. Tvö námskeið era til lengri tíma, Tölvunámskeið fyrir PC-tölvur, sem verður í 14 vikur og Konur í stjóm- unarstörfum, sem stendur í 12 vik- ur. Bæði námskeiðin hefjast nú í vikunni. Er þetta í fyrsta skipti sem haldið er námskeið, sem stendur í heila önn, fyrir konur í stjórnunar- störfum. Ekki er ennþá á döfinni að stofna öldungadeild við Háskóla íslands, en Margrét S. Björnsdóttir, endur- menntunarstjóri sagði að vissulega væri það verðugt verkefni. Hins vegar væri skólahúsnæðið fullnýtt að degi til og ekki væri ljóst hvern- ig staðið yrði að fjárhagslegu hlið- inni, ef til þess kæmi. í stjórnunarnefnd sitja fimm full- trúar frá háskólanum og einn frá hveiju eftirtalinna félaga: Tækni- skóla íslands, BHM, HIK, Tækni- fræðingafélagi íslands og Verk- fræðingafélagi íslands. Grindavík; Þrjú frysti- hús lokuð Grindavík. Á atvinnuleysisskrá í Grindavík eru 54 samkvæmt upp- lýsingum atvinnumiðlunarinnar. Þetta er nokkuð mikið miðað við árstíma. Hii«s ber þó að gæta að vegna slæmrar tíðar og aflaleys- is hefúr vetrarvertið varía kom- ist í gang hér syðra. Þijú fiystihús hafa stöðvast hér að undanförnu og á það stóran þátt í slæmu ástandi. Benóný Benedikts- son, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, var þungorður um ástand mála. Hann kvað sölu á fiskiskipi og kvótum úr byggðarlag- inu vera mjög alvarlega fyrir Grindavík þar sem atvinna byggðist að stóram hluta á sjósókn. I máli- - hans kom fram að 20—30 manns sækja vinnu upp á Keflavíkurflug- völl. FÓ Eskigörður; Atvirmuhorf- ur eru góðar Eskifirði. NOKKURT atvinnuleysi heftir verið á Eskifirði frá miðjum des- ember, en er nú í rénum. Flestir hafa verið skráðir at- vinnulausir 55, en í dag era á skrá 6 manns. Meginástæður atvinnu- leysis í desember og janúar vora breytingar sem staðið höfðu yfir í frystihúsi Hraðfrystihúss Eskiflarð- ar hf., en þar var verið að setja upp flæðilínu sem nú hefur verið tekin í notkun. Atvinnuhorfur á Eskifirði era góðar. Auk vinnslustöðvar Hrað- frystihúss Eskifjarðar era reknar hér tvær saltfiskverkanir auk fisk- verkunarstöðva þar sem unninn er harðfiskur og þurrkuð loðna. - HAJ Skipalón hf. tekur til starfa NÝTT fyrirtæki, skipasmiða- stöðin Skipalón hf., hóf starfsemi sína í Hafiiarfirði 9. janúar sl. Framkvæmdastjóri er Jóhannes Sigfusson og stjórnarformaður er Hjalti Sigfusson. Skipalón hf. mun starfrækja skipasmði, auk þess veita alhliða þjónustu við skip og báta, s.s. véla- viðgerðir, rennismíði, jám- og trésmíði, rafvirkjun og málun. Einn- ig mun Skipalón hf. annast við- gerðaþjónustu _ og viðhald fyrir Mitsubishi báta og iðnaðarvélar. Er fyrirtækið til húsa að Hval- eyrarabraut 32-34, þar sem áður var til húsa skipasmíðastöðin Báta- lón hf. Aðaleigendur Skipalóns hf. era núverandi starfsmenn fyrirtæk- isins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.