Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ
• v m ' " - ■ • * * - «
ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989
raðauglýsingar
Geymsluhúsnæði óskast
á leigu
Þjóðminjasafn íslands óskar eftir að taka á
leigu í nokkur ár geymsluhúsnæði í Reykjavík
eða nágrenni. Þörf er á tvennskonar geymslum:
í fyrsta lagi óupphitaðri geymsluskemmu,
800-1000 m2 að gólffleti.
í öðru lagi vandaðri, upphitaðri geymslu,
800-1000 m2 að gólffleti.
Ákjósanlegt er húsnæði með litlum gluggum.
Greið aðkoma bíla þarf að vera að breiðum
geymsludyrum.
Skrifleg tilboð sendist Þjóðminjasafni
íslands, pósthólf 1489, fyrir 7. febrúar nk.
íbúð óskast
Dósent við Háskóla íslands sem hefur starf-
að undanfarin 10 ár erlendis, óskar eftir 3ja-
4ra herbergja íbúð.
Þeir, sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir
að hringja í síma 91-21383.
Góð íbúð óskast
Góð íbúð, 3ja-5 herbergja helst með bílskúr,
óskast nú þegar í Hólahverfi (þó ekki skil-
yrði), í a.m.k. ár. Góðri umgengni og skilvísi
heitið.
Nánari upplýsingar í síma 28505 á skrifstofu-
tíma.
TTyggvl Agnarsson
HéraOsdómslögmaður
- Garðastræti 38 - 101 Reykjavik • Simi 28505 -
íbúð, 2-3 herbergi,
óskast til leigu frá 15. mars í 2-3 ár fyrir
erlendan fulltrúa. Innbú æskilegt.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.,
merkt: „íbúð - 6990“ fyrir 4. feb.
Skóverslun óskast
Er kaupandi að vel staðsettri skóverslun.
Upplýsingar í síma 666576.
Þrekhjól
Óska eftir að kaupa notað Monark þrekhjól,
gerð 868 eða 818.
Góðfúslega hafið samband við Aðalstein
Pétursson í síma 681200.
Fyrirtæki óskast
Traust fyrirtæki á sviði iðnaðar óskar eftir
að færa út starfsemi sína með kaupum á
fyrirtæki eða atvinnustarfsemi.
Til greina kemur:
★ Iðnaðarfyrirtæki
★ Verslunarfyrirtæki tengt iðnaði.
★ Þjónustufyrirtæki tengt iðnaði.
sTwsuúNiism h/i
BtynjolfurJónsson • Nóatun 17 105 Rvik • simi 621315
• Alhlida rabningaþjonusta
• Fyrirtækjasala
• Fjármálaradgjöf fyrir fyrirtæki
Hátíðarkór Kristskirkju
Nokkrar raddir vantar í hátíðarkór Krists-
kirkju. Mörg verkefni framundan, m.a. heim-
sókn Jóhannesar Páls II páfa.
Æfingar hefjast þriðjudaginn 31. janúar.
Upplýsingar í síma 27415.
BÖRG
Listmunir- Sýningar- U ppboð
Pósthússtræti 9, Austurstrarti 10,101 Reykjavík
Sími: 24211, P.O.Box 121-1566
Málverk
Nú hanga uppi í sýningarsal Gallerí Borgar
í Pósthússtræti myndir gömlu meistarana.
Verið er að undirbúa uppboð, sem haldið
verður 12. febrúar. Þeir, sem vilja koma
myndum á uppboðið og/eða í venjulega sölu
í Galleríinu, látið vita sem fyrst, því talsverð
eftirspurn hefur verið eftir góðum listaverk-
um að undanförnu.
mm
SPOEX
heldur fræðslufund á Hótel Lind þann 1. febrú-
ar nk. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kristján Steinsson, gigtarlæknir, ræðir
um psoriasisgigt.
2. Jón Hjaltalín Ólafsson, húðsjúkdóma-
læknir, svarar fyrirspurnum.
3. Umræður um ísrael og Lanzaroteferðir.
Kaffiveitingar. Sjáumst hress.
Stjórn SPOEX.
Enskuskólar í
Eastbourne
Lærið ensku á fallegum orlofsstað, East-
bourne, við suðurströnd Englands. Heima-
vist eða dvalið á heimilum. Sumar- og heils-
ársnámskeið. Góð íþróttaaðstaða. Brottför
að eigin ósk. Upplýsingar gefur Edda Hann-
esdóttir, umboðsmaður International Stud-
ent Advisory Service á íslandi, í síma 672701.
Útvegum einnig skóla víðsvegar um England.
Allt viðurkenndir skólar.
Námsstyrkur við
Háskólann í lowa
Samkvæmt samningi milli Háskóla íslands
og Háskólans í lowa (University of lowa)
veitir Háskólinn í lowa tveimur íslenskum
námsmönnum styrk til náms við skólann
háskólaárið 1989/90.
Annars vegar er um að ræða $1000 styrk
til nemanda í grunnnámi (B.A.-B.S. námi).
Hins vegar er boðið upp á styrk í formi niður-
fellingar á skólagjöldum. Styrkurinn er ætlað-
ur nemanda hvort heldur er á grunn- eða
framhaldsstigi náms en skilyrði er að styrk-
þegi hafi stundað nám við Háskóla íslands
og greiði þangað árlegt skráningargjald.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu háskól-
ans og skal umsóknum skilað þangað í
síðasta lagi 13. mars nk.
Háskóli íslands.
Námskeið -
tónleikar í Gerðubergi
Júgóslavneski fiðlusnillingurinn Miha Pognacik
ásamt Diedre Irons píanóleikara frá Nýja-Sjá-
landi halda námskeið í „virkri hlustun" mánu-
dagskvöldið 30. janúar nk. kl. 20.30. og
tónleika þriðjudagskvöldið 31. janúar kl. 20.30.
Verk eftir Beethoven, Bartok, Prokofiev og
Shubert. Aðgöngumiðar við innganginn.
Samtök IDRIART á íslandi.
| fundir — mannfagnaðir \
Fáskrúðsfirðingar
nær og fjær
Hin árlega skemmtun verður í Fóstbræðra-
heimilinu laugardaginn 11. febrúar nk.
Félagsvist hefst kl. 20.30.
Dans - Skemmtiatriði - Kaffisala - Happ-
drætti.
Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
Þorrablót
Þingeyingafélagsins
á Suðurnesjum verður haldið í Stapa laugar-
daginn 4. febrúar 1989. Hefst með borðhaldi
kl. 19.00. Miðar seldir í Stapa fimmtudaginn
2.febrúarfrá kl. 17.00-19.00, sími 92-12526.
Nánari upplýsingar í símum 92-11619 og
92-12516 eftir kl. 19.00.
Stjórnin.
DAGVI8T BARM
tilkynnir:
Leyfisveitngar til daggæslu barna á einka-
heimilum hefjast að nýju 1. febrúar - 28.
febrúar 1989.
Sólarkaffi
Arnfirðinga verður haldið í Domus Medica
föstudaginn 3. febrúar 1989 og hefst kl.
20.00. Miðar verða seldir í Domus Medica
föstudaginn 3. febrúar 1989 frá kl. 16-18 og
við innganginn. Mætum öll.
Stjórnin.
Vakin skal athygli á því, að skortur er á dag-
mæðrum í eldri hverfum borgárinnar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Dagvistar bama í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu.
Athygli er ennfremur vakin á því, að sam-
kvæmt lögum um vernd barna og ungmenna
(nr. 53/1966) er óheimilt að taka börn í dag-
gæslu á einkaheimili án leyfis barnaverndar
viðkomandi sveitarfélags.
Allar nánari upplýsingar veita umsjónarfóstr-
ur í síma 27277 daglega frá kl. 8.30-9.30
og kl. 13.00-14.00, eða á skrifstofu Dagvist-
ar í Hafnarhúsinu.
[ þjönusta
Húsgagnasprautun
Sprautum nýjar og notaðar eldhúss- og bað-
innréttingar, hurðir, veggsamstæður, borð-
stofusett og hljóðfæri í hvaða lit sem er.
Innréttinga- og húsgagnasprautun,
Súðarvogi 32,
sími 30585 - heimasími 74798.