Morgunblaðið - 29.01.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 29.01.1989, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 r SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS EINSTAKUR LISTVIÐBURÐUR! Ileana Cotrubas HEIMSSÖNGKONAN Petri Sakari Heana Cotrubas syngur með Sinfóníuhljómsveit íslands óperuaríur eftir Verdi, Puccini, Donizetti, Bizet og Massenet í Háskólabíói fimmtudaginn 9. feb. 1989 kl. 20.30. Stjórnandi: PETRISAKARI HEKLA h/f hefur óskað effcir því að fá að styrkja þennan mikla listviðburð með veglegu ijárframlagi. Sinfóníuhljómsveit íslands þakkar höfðinglegt framtak. Aðgöngiuniðar seldir í Gimli við Lækjargötu alla virka daga frá kl. 9-17, sími 62 22 55. Auktu við þekkingu þína og möguleika á skjótan og árangursríkan hátt í Tölvuskóla Einars J. Skúlasonar hf. Grunnnámskeið I Námskeið sem i boði eru: PlanPerfect (Töflureiknir) fyrir byrjendur fyrir byrjendur Lengd. 6 klst, 1 dagur. Efni. Fyrir byrjendur í tölvunotkun. Fjallað er um Victor PC-tölvuna, MS-DOS stýrikerfið kynnt ásamt ýmsum jaðartækjum t.d. prentara, mús, módemi o.fl. Grunnnámskeið II fyrir lengra komna. Lengd. 8 klst, 2 dagar. Efni. Farið er í algengustu skipanir MS-DOS stýrikerfisins með æfingum. Áhersla á harðan disk, öryggisafritun, gerð skipanaskráa o.fl. Kynning á WordPerfect (Orðsnilld) og PlanPerfect. Windows (skel) fyrir byrjendur. Lengd 6 klst, 1 dagur Efni. Farið er í undirstöðuatriði gluggaforritsins Windows. Helstu fylgiforrit eru kynnt og gerðar æfingar. WordPerfect I. (Orösnilld) fyrir byrjendur. Lengd. 16 klst, 4 dagar Efni. Grundvallaratriði MS-DOS stýrikerfisins. Farið í allar helstu skipanir i WordPerfect. Æfingar með áherslu á upsetningu og útlit texta, leiðréttingar með notkun íslenska orðasafnsins, breytingar og afritun. WordPerfect II (Orðsnilld) fyrir lengra komna. Lengd. 12 klst, 3 dagar. Efni. Kafað enn dýpra í ritvinnsluna WordPerfect t.d. er farið í samsteypur, teiknun, reikning, textadálka, fjölva, kaflaham o.s.frv. WordPerfect ABC (Orðsnifld) fyrir lengra komna. Lengd. 3x4 klst. 3 dagar. A: Samsteypa, Röðun og Fjölvar. Þetta námskeið hentar þeim sem nota mikið nafnalista t.d. til aö gera límmiða eða í bréfhaus. B: Textadálkar, Reikningar og Orðasafn. Þetta námskeið hentar þeim sem þurfa að setja upp reikning, vinna að skýrslugerð ársreikninga og gera skilagreinar. C: Efnisyfirlit/Skrá/Atriöaskrá, Orðstöðulykilsskrá, Kaflahamur, Neðanmálsgreinar/Aftanmálsgreinar og uppsetning bréfa á Laserprentara. Þetta námskeið hentar þeim sem vinna við textaumbrot og útgáfu- starfsemi. Lengd. 12 klst, 3 dagar. Efni. Farið verður í uppbyggingu kerfisins og helstu skipanir kenndar ásamt valmyndum. Æfingar ítöflum_ og reiknilíkönum og tenging við WordPerfect. PlanPerfect ABC (Töflureiknir), fyrir lengra komna. Lengd. 3x4 klst, 3 dagar A: Gröf og grafisk útprentun. B: Tölfræðileg vinnsla. C: Vaxta og áætlanareikningar. Laun (Launabókhald) Lengd. 12 klst. 3 dagar. Efni. Farið er i uppbyggingu launaforritsins frá Rafreikni/ EJSog raunhæfö verkefni gerð isambandi viðvinnslu launa. DBASE III +(Gagnagrunnur) Lengd. 16 klst. 4 dagar. Efni. Kennd verður uppsetning gagnasafna, skráning gagna og úrvinnsla, samsetning gagnasafna, út- reikningar, prentun o.fl. UNIX (Unix stýrikerfið) fyrir lengra komna. Lengd. 20 klst, 5 dagar. Efni. Markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir upp- ;o bygginguog notkun UNIXstýrikerfisins. Fariðverðurí ra sögu UNIX stýrikerfisins, uppbyggingu og helstu ro skipanir skráarkerfis, notkun á EMACS (editor) og (2 forrítun í skel o.fl. 5 Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasd. Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. UTVARP RÍKISÚTVARPIÐ FM 92,4/93,6 7.45 Morgunandakt. Séra Jón Einarsson prófastur á Saurbæ flytur ritningarorð og bæn. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Dagskrá. 8.30 Á sunnudagsmorgni með Láru V. Júlíusdóttur. Bernharður Guðmundsson ræðir við hana um guðspjall dagsins, Lúkas 8, 4—15. 9.00 Fréttir. 9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni — Buxtehude, Pezel, Bach og Stamitz. a. „Drottinn er með mér", kantata fyrir kór, strengjasveit og fylgirödd eftir Di- etrich Buxtehude. Windsbacher drengja- kórinn syngur með Pforzheim kammer- sveitinni; Hans Thamm stjórnar. b. Sónata i C-dúr fyrir trompett, fagott og fylgirödd eftir Johann Christoff Pezel. Edward Tarr leikur á trompet, Helmuth Böcker á fagótt og George Kent á orgel. c. Svíta í C-dúr fyrir hljómsveit eftir Jo- hann Sebastian Bach. Hljómsveitin „The English Concert" leikur, Trevor Pinnock stjórnar. d. Konsert í E-dúr fyrir horn og hljóm- sveit eftir Carl Stamitz. Hermann Bau- mann leikur með Ungversku sinfóníu- hljómsveitinni; Yoav Talmi stjórnar. (Af hljómplötum). 10.00 Fréttir. 10.03 Frá skákeinvíginu í Seattle. 10.10 Veöurtregnir. 10.30 Veistu svarið? Spurningaþáttur um sögu lands og borgar. Lokaþáttur. Dóm- ari og höfundur spurninga: Páll Líndal. Stjórnandi: Helga Thorberg. 11.00 Messa í Laugarneskirkju á Biblíu- deginum. Prestur: Séra Jón Dalbú Hró- bjartsson. Predikun: Ástráður Sigur- steindórsson cand. theol. 12.10 Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.30 Af þeim Heloi'se og Adélard. Dag- skrá í umsjá Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur. 14.30 Með sunnudagskaffinu. Sigild tónlist af léttara taginu. 15.00 Góðvinafundur. Jónas Jónasson tek- ur á móti gestum í Duus-húsi. Trió Egils B. Hreinssonar leikur. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. Varnaas bankastjóri Sjónvarpið: MATADOR ■■■■I Tólfti þáttur OA 45 danska framhalds- myndaflokksins Matador verður sýndur í Sjón- varpinu í kvöld. í síðasta þætti gerðist þetta helst: Mads á í erfiðleikum með Daníel, son sinn, þar sem gáfur sonarins virðast ekki eins miklar og metnaður föðurins. Stærsta ósk Daníels var að fá íslenskan hest en pabbi hans ákveður að gefa Ellen, fósturdóttur sinni, hest vegna þess hve dugleg hún er. Eitthvað fínnst tengdamóður Mads þetta vera harkalegar aðgerðir við dreng- inn og til að hann verði ekki út undan gefur hún honum annan hest. Þetta eru ekki einu áhyggj- ur Mads því hann hefur áhyggjur af því að menn er farið að gruna með hvaða ráð- um hann fékk lóðina undir fataverksmiðjuna. Bankasfjór- inn þarf að hjálpa fyrrverandi hjákonu sinni því hún gengur með bam hans og vill fá fóst- ureyðingu. Og þá verður sprengja í Korsbæk, bæjarfulltrúinn stingur af með peninga úr bæjarsjóðnum — og konunni úr sælgætisbúðinni — og skilur eiginkonu sína eftir bjargar- lausa. 16.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Börnin frá Viðigerði" eftir Gunnar M. Magnúss sem jafnframt er sögumaður. 4. þáttur af tíu. Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. Persónur og leikendur: Stjáni, Borg- ar Garðarsson; Helga, Margrét Guð- mundsdóttir; Kona, Björg Amadóttir; Sjonni Horn, Rúrik Haraldsson; Guð- mundur, Árni Tryggvason; Guðrún, Bryndís Pétursdóttir; Finnur, Gisli Hall- dórsson. (Frumflutt 1963.) 17.00 Frátónleikum Fílharmoniusveitarinn- ar i Berlín 8. sept. sl. Fyrri hluti. Stjórn- andi: Mariss Jansons. Einleikari: Antonio Meneses. a. Þættir úr „Pétri Gaut" eftir Edward Grieg. 18.00 Skáld vikunnar — Bróðir Eysteinn. Sveinn Einarsson sér um þáttinn. Tónlist — tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.31 Söngur djúpsins. Annar þáttur af þremur um fiamenco-tónlist. Umsjón Guðbergur Bergsson. (Áður á dagskrá i júli 1981.) 20.00 Sunnudagsstund barnanna. Umsjón Kristjana Bergsdóttir. (Frá Egilsstöðum). 20.30 Tónskáldatími. Guðmundur Emils- son kynnir íslenska tónlist. 21.10 Ur blaðakörfunni. Umsjón: Jóhanna Á. Steingrímsdóttir. Lesari með henni: Sigurður Hallmarsson. (Frá Akureyri.) 21.30 Útvarpssagan. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. Kjartan Pálmarsson. Hljóðbylgjan: íslensk tónlist Kjartan Pálmars- on oo son heitir ungur maður sem sér um þáttagerð fyrir Hljóðbylgjuna, en Hljóðbylgjan sendir út á FM 95,7 í Reykjavík og FM 101,8 á Akureyri. A sunnu- dagskvöldum leikur Kjartan eingöngu íslenskatónlist, bæði gamla og nýja og eftir kl. 21 er hægt að hringja í hann og biðja um óskalag. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Einar Guðmundsson og Jóhann Sigurðsson. (Frá Akureyri.) 23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: lllugi Jök- ulsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Ómur að utan. Lesið úr „The Pick- wick Papers" eftir Charles Dickens. Les- arar: Boris Karloff og Sir Lewis Casson. Umsjón: Signý Pálsdóttir. 1.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. RÁS2 FM90.1 3.05 Lög af ýmsu tagi í næturútvarpi. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veöri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veöurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. Fréttir kl. 10.00. 11.00 Úrval vikunnar. Úrval úr dægurmála- útvarpi vikunnar á Rás 2. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Spilakassinn. Pétur Grétarsson spjallar við hlus'endur sem freista gæf- unnar í Spilakassa Rásar 2. 15.00 Vinsældalisti Rásar 2. Stefán Hilm- arsson kynnir tíu vinsælustu lögin. (End- urtekinn frá föstudagskvöldi.) Fréttir kl. 16.00. 16.05 Tónlistarkrossgátan. Jón Gröndal leggur gátuna fyrir hlustendur. 17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson tengir saman lög úr ýmsum áttum. (Frá Akur- eyri.) 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Áfram ísland. Dægurlög með islenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins. Spádómar og óskalög. Vernharður Linnet. 21.30 Kvöldtónar. Lög af ýmsu tagi. Frétt- ir kl. 22.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.