Morgunblaðið - 02.03.1989, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
ísland í norrænu samstarfi
eftirlngimar
Einarsson og
Tryggva Gíslason
Samstarf ríkja og þjóða verður
umfangsmeira með hveiju árinu
sem líður. Engin þjóð getur lengur
komist hjá því að taka þátt í eða
eiga aðild að samningum, sam-
komulagi eða bandalögum af ein-
hverju tagi. Að sjálfsögðu er mis-
jafnt, hversu mikinn þátt hinar
ýmsu þjóðir taka í ríkjasamstarfí
og ræður því m.a. lega landanna,
saga þeirra og menning, efna-
hagslíf og atvinnuhættir. Víðtækast
er samstarf rílqa heims innan vé-
banda Sameinuðu þjóðanna. Mann-
réttindasáttmáii Sameinuðu þjóð-
anna, sem undirritaður var árið
1984, markaði tímamót í baráttunni
fyrir jafnrétti og bræðralagi. Efna-
hagsbandalag Evrópu eða Evrópu-
bandalagið, eins og nú er farið að
kalla þessi samtök 12 Evrópuríkja,
hefur þegar haft víðtæk áhrif á
atvinnu- og efnahagssamstarf Evr-
ópu. Engin þjóð í þessum heims-
hluta kemst hjá því að taka afstöðu
til þessa öfluga ríkjabandalags á
næstu misserum.
Samhliða þeirri umræðu, sem nú
á sér stað um samskipti og afstöðu
íslands til Evrópubandalagsins,
hafa heyrst efasemdir _um gildi
norrænnar samvinnu. SÚ skoðun
hefur jafnvel verið látin í ljós, að
íslendingar hefðu ýrnislegt þarfara
að gera við tíma sinn og íjármuni
en veija þeim til samstarfs við önn-
ur Norðurlönd. Meira hefur þá ver-
ið talað um kostnað vegna ferða-
laga og fundahalda en hvaða gagn
íslendingar kynnu að hafa af hinu
margþætta samstarfí landanna.
Jafnframt hefur gætt nokkurs mis-
skilnings varðandi verksvið og eðli
þeirra stofnana sem lykilhlutverki
gegna í norrænni samvinnu.
Af þessu tilefíii og vegna þess
að nú er 37. þing Norðurlandaráðs
haldið í Stokkhólmi þykir ástæða
til að gera grein fyrir samvinnu
Norðurlanda og hvem hag íslend-
ingar hafa af samskiptum við þessi
lönd.
Samvinna ríkisstjómar og þjóð-
þinga Norðurlanda er byggð á svo-
nefndum Helsingforssamningi frá
árinu 1962. Samningurinn kveður
á um uppbyggingu og starfsemi
Norðurlandaráðs og Norrænu ráð-
herranefndarinnar. Utan ramma
þessa samnings eiga sér einnig stað
víðtæk samskipti og samvinna
margra aðila. Má þar nefna nor-
rænu félögin, samtök á vinnumark-
aði, bæði samtök atvinnurekenda
og launþega, svo og ýmis fíjáls
félagasamtök.
N orðurlandaráð
Norðurlandaráð (Nordiska Rád-
et) er samstarfsvettvangur þjóð-
þinga Norðurlandanna. Sjálfstjóm-
arlöndin þijú, Álandseyjar, Færeyj-
ar og Grænland, eiga jafnframt
aðild að ráðinu. Auk þess sitja ráð-
herrar allra landanna árlegt þing
Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð
hefur frumkvæði um málefni sem
varða norræná samvinnu. í þeim
tilgangi beinir Norðurlandaráð
samþykktum, ályktunum og fyrir-
spumum til Norrænu ráðherra-
nefndarinnar.
Þing Norðurlandaráðs, forsætis-
nefnd ráðsins og fastanefnd þess
eru burðarásamir í starfsemi Norð-
urlandaráðs. Þing Norðurlandaráðs
er haldið til skiptis í löndunum og
stendur eina viku í senn, venjulega
í fyrstu viku marsmánaðar. Forsæt-
isnefnd Norðurlandaráðs og fasta-
nefndir þess starfa á milli þinga
ráðsins og undirbúa þau mál sem
þar eru til umfjöllunar. Stofnunum
Norðurlandaráðs þjónar sérstök
skrifstofa forsætisnefndarinnar
sem komið var á fót í Stokkhólmi
árið 1971. í tengslum við þjóðþing
hvers lands eru auk þess skirfstofur
til aðstoðar fulltrúum þeirra í Norð-
urlandaráði.
Norræna ráðherranefiidin
Norræna ráðherranefndin (Nord-
iska Ministerrádet) er samstarfs-
stofnun ríkisstjóma Norðurlanda.
Sjálfsstjómarlöndunum þremur er
heimil þátttaka í starfí ráðherra-
nefndarinnar. Skipun Norrænu ráð-
herranefndarinnar ræðst af því,
hvaða málaflokkur er til umræðu
hveiju sinni. Séu iðnaðarmál til
umfjöllunar, eru það iðnaðarráð-
herrar landanna sem um þau flalla.
Félagsmálaráðherrar annast fé-
lagsmál, samgönguráðherrar sam-
göngumál o.s.frv. Löndin skiptast
á formennsku í ráðherranefndunum
og gegnir hvert land formennskunni
eitt ár í senn. Ákvarðanir Norrænu
ráðherranefndarinnar eru bindandi
fyrir aðildarríkin, enda hafa þau
hvert um sig neitunarvald í nefíid-
inni, þannig að grundvöllur sam-
starfsins er ftjálst samkomulag
ríkjanna.
Hver ráðherranefnd hefur sína
eigin embættismannanefnd sem í
eiga sæti fulltrúar frá ráðuneytum
landanna. Embættismannanefndin
undirbýr mál sem fjallað er um í
ráðherranefndinni. Flestar embætt-
ismannanefndir hafa sér til aðstoð-
ar vinnuhóp, sem sinna einkum til-
lögugerð og sérhæfðum verkefnum.
Innan ríkisstjómar hvers lands
fer einn ráðherra með norræn mál-
efni, svonefndur samstarfsráð-
herra. Samstarfsráðherramir sjá
um samræmingu norrænna mál-
efna í eigin landi og á norrænum
vettvangi, auk þess sem þeir hafa
yfirumsjón með allri starfsemi á
vegum Norrænu ráðherranefndar-
innar.
Til aðstoðar samstarfsráðhemim
starfa svonefndir staðgenglar sem
undirbúa öll mál sem samstarfsráð-
herramir Qalla um. Nefndin annast
einnig einstök mál í umboði ráð-
herranna. 1 hveiju landi er sérstök
- skrifstofa til aðstoðar viðkomandi
samstarfsráðherra og staðgengli
hans. Á íslandi gegnir Norður-
landadeild utanríkisráðuneytisins
þessu hlutverki. Núverandi sam-
starfsráðherra íslendinga er Jón
Sigurðsson iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra.
Skrifstofa Norrænu ráðherra-
nefndarinnar í Kaupmannahöfn
annast störf á vegum Norrænu ráð-
herranefndarinnar. Skrifstofan er
því eins konar sameiginlegt ráðu-
neyti landanna er undirbýr og sér
um framkvæmd þeirra málefna er
varða hið opinbera samstarf Norð-
urlandanna fimm.
Hagur íslands
af Norrænu samstarfi
Sem fyrr getur hefur íslensk
umræða um norrænt samstarf eink-
um snúist um kostnað vegna ferða-
laga og fundahalda. Minna hefur
hins vegar farið fyrir athugunum á
því hvaða hag við höfum af þessu
samstarfí. Þótt vissulega sé erfitt
að meta slíkt, má nefna nokkur
dæmi sem sýna að íslendingar fá
aftur margfalt verðgildi þess sem
lagt er fram í peningum auk hins
óbeina hagnaðar sem aldrei verður
metinn til flár.
Á þessu ári nema fjárlög Nor-
rænu ráðherranefndarinnar sam-
tals 611 milljónum danskra króna,
eða um 4,3 milljörðum íslenskra
króna, og er framlag íslands 1%
af þeirri upphæð eða sem svarar
um 43 milljónum íslenskra króna.
Fjármunum þessum er varið til
samstarfs í yfír 20 málaflokkum,
til rekstrar 70 stofnana, 150 fasta-
nefnda og vinnuhópa, og auk þess
kostar ráðherraneftidin um 1.000
rannsóknarverkefni.
Menningarsamstarf
Menningarsamstarf Norðurlanda
er reist á sögulegum og menningar-
sögulegum grunni. Norrænu málin
fimm: danska, færeyska, íslenska,
norska og sænska eru öll af sömu
rót runnin, og tengsl Finna og Svía
svo og Grænlendinga og Dana hafa
Ingimar Einarsson
••
„Oflug norræn sam-
vinna í efhahagsmálum
svo og á öðrum sviðum
getur auðveldað lönd-
unum að búa sig undir
þá auknu samkeppni
sem vænta má í kjölfar
sameiginlegs markaðar
Evrópubandalagsins
árið 1992. Þetta ber að
hafa í huga þegar rætt
er um breyttar áherslur
í samskiptum íslands
við önnur lönd og þá
sérstaklega takmark-
anir á þátttöku okkar í
norrænu §amstarfi.“
valdið því, að þessar þjóðir byggja
allar á sameiginlegum arfí. Nor-
rænt samstarf á sviði atvinnu- og
skólamála hefur leitt til þess, að
fólk getur auðveldlega stundað nám
í öðru landi en heimalandi sínu, og
Norðurlönd eru nú sameiginlegur
vinnumarkaður nema þar sem gilda
séretakar takmarkanir.
íslenskir námsmenn á hinum
Norðurlöndunum skipta nú þúsund-
um. Atvinnufyrirtæki á íslandi hafa
margvíslega samvinnu við fyrirtæki
á Norðurlöndum, bæði um menntun
starfsfólks, vöruframleiðslu og
markaðsöflun. Verkfræði- og ráð-
gjafarfyrirtæki á íslandi hafa nána
samvinnu við fyrirtæki á öðrum
Norðurlöndum, enda hafa starfs-
menn og forstjórar þessara fyrir-
tækja iðulega stundað nám saman.
Samvinna íslendinga við aðrar
Norðurlandaþjóðir á sviði fiskveiða,
fiskiðnaðar og landbúnaðar er ára-
tuga gömul. Sömu sögu er að segja
um samstarf hinna landanna, sem
fléttast saman á ótalmörgum svið-
um.
Á þessu ári tók til starfa styrkt-
arsjóður námsmanna á Norðurlönd-
um sem nefndur er NORDPLUS. Á
hveiju ári er ætlunin að veita um
1.200 styrki til námsfólks sem
stunda vill nám í þijá til sex mán-
uði í öðru landi en heimalandi sínu
sem hluta af grunnnámi heima fyr-
ir. íslenskir námsmenn hafa þegar
notið góðs af þessu nýja samstarfi.
í áratugi hafa ríkisstjómir Norð-
urlandanna haft með sér formlegt
samstarf á sviði skólamála. Á
hveiju ári eru haldnir fundir, þar
sem skipst er á upplýsingum og
kynnt er þróun og verkefni í skólum
landanna og skipulagt samstarf um
sameiginleg verkefni, bæði í grunn-
skólum, í'ramhaldsskólum svo og í
fullorðinsfræðslu. Öllum er ljóst að
menntun er undirstaða velferðar og
velmegunar Iandanna. Með þessari
samvinnu á sviði skólamála hefur
verið stuðlað að endurbótum í
kennslu og námi á öllum skólastig-
um. Nú síðast hefur á vegum skóla-
samstarfsins verið unnið að gerð
Tryggvi Gíslason
kennsluforrita fyrir skóla á Norð-
urlöndum, bæði í náttúrufræði-
greinum, tungumálum, sögu og
stærðfræði.
Menningarstofiianir
Norðurlanda
Á vegum Norrænu ráðherra-
nefndarinnar eru starfræktar fjöl-
margar norrænar menningar- og
rannsóknaretofnanir. Nefna má
Norrænu eldfjallastöðina á íslandi.
Stöðin er kostuð af sameiginlegum
sjóði ráðherranefndarinnar og nema
fjárveitingar til hennar um 30 millj-
ónum íslenskra króna í ár.
Norræna húsið í Reykjavík tók
til starfa árið 1968. Fjárveitingar
til þess nema í ár um 25 milljónum
íslenskra króna. Norræna húsið í
Færeyjum tók síðan til starfa 1983
og á Grænlandi og Álandseyjum
starfa einnig norrænar menningar-
stofnanir. í Osló er rekin Norræn
málstöð (Nordisk spráksekretariat)
sem vinnur m.a. að eflingu tungu-
málasamstarfs á Norðurlöndum og
að auknum málskilningi. Stöðin er
um leið samstarfsvettvangur nor-
rænu málanefndanna níu. Á ís-
lenska málnefndin að sjálfsögðu
aðild að þessu samstarfi.
í Sveaborg við Helsingfore hefur
í 10 ár starfað Norræna listmiðstöð-
in (Nordiska konstcentret.) Þar eru
sýningarsalir, íbúðir og vinnustofur
fyrir myndlistarmenn. Hafa margir
íslenskir listamenn sýnt í Sveaborg
og dvalist þar til að vinna að list
sinni. Listmiðstöðin vinnur auk þess
að listsýningum annars staðar á
Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Á
næstu árum er ætlunin að efla
Norrænu listmiðstöðina, m.a. með
því að koma á föstum tengslum við
listamiðstöðvar annars staðar í Evr-
ópu.
Norræni menningarmálasjóður-
inn hefur starfað í mörg ár og veitt
styrki til ýmiss konar menningar-
starfa: listsýninga, bókaútgáfu og
námskeiða fyrir kennara og lista-
menn. Á síðasta ári var fyrir til-
stuðlan sjóðsins komið á fót nor-
rænum bókaklúbbi (Bokklubben
NORDEN), sem gefur út bók-
menntaverk Norðurlanda og selur
á vægu verði.
Norræna ráðherranefndin veitir
árlega fé á fjárlögum sínum til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
og til tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs. Þessi verðlaun hafa orð-
ið til þess að auka áhuga listunn-
enda á norrænum bókmenntum og
norrænni tónlist og vekja athygli á
því starfi sem unnið er á sviði bók-
mennta og tónlistar á Norðurlönd-
um.
Um síðustu áramót tók gildi ný
framkvæmdaáætlun um norrænt
samstarf á sviði menningarmála.
Norræna ráðherranefndin sam-
þykkti þessa áætlun á fundi sínum
í Osló hinn 10. mare 1988. Mark-
mið framkvæmdaáætlunarinnar er
að styrkja sjálfstæða menningu
Norðurlanda og gera þau að einu
menningarevæði og sameiginlegum
markaði á sviði bókmennta og lista.
Verða framlög á fjárlögum ráð-
herranefndarinnar aukin á næstu
árum í þessu skyni.
Heilbrigðis- og félagsmál
Samstarf á sviði heilbrigðis- og
félagsmála er byggt á stefnuyfirlýs-
ingu heilbrigðis- og félagsmálaráð-
herra Norðurlanda sem upphaflega
var samþykkt árið 1977 og síðast
var endurskoðuð árið 1988. Stefnu-
yfirlýsingin byggir á áætlun Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn-
ar, sem nefnd er „Heilbrigði allra
árið 2000", og á samþykkt um þró-
un félagslegra málefna í Evrópu frá
árinu 1987. Hin eiginlega starfsemi
er hins vegar borin uppi af norræn-
um stofnunum, fastanefndum og
vinnuhópum. Auk þess kostar ráð-
herranefndin fjölda rannsóknar-
verkefna víðs vegar á Norðurlönd-
um.
Stærsta stofnunin er Norræni
heilsugæsluháskólinn (Nordiska
hálsovárdshögskolan) í Gautaborg,
sem stofnaður var árið 1962. Hann
er sameiginleg stofnun Norður-
landa á sviði framhaldsnáms og
rannsókna í heilbrigðisfræðum.
Helstu kennslugreinar við skólann
eru stjómun heilbrigðisstofnana,
faraldsfræði, félagslækningar og
hjúkrunarfræði. Skólinn stendur
einnig fyrir stuttum námskeiðum
og ráðstefnum um mikilsverð heil-
brigðismál. Fjöldi íslendinga stund-
ar ár hvert nám við skólann.
Norræna tannlækningastofnunin
(Nordiska institutet for odontolog-
isk materialprövning) í Osló vinnur
að gerð staðla, prófun efna og
tækja, sérhæfðum rannsóknarverk-
efnum og upplýsingamiðlun á sviði
tannvemdar og tannlækninga.
Upplýsingar um niðurstöður rann-
sókna og prófana eru reglulega
sendar öllum starfandi tannlæknum
og tannsmiðum á Norðurlöndum.
Auk þess veitir stofnunin löndunum
sérfræðilega ráðgjöf í málum sem
varða tannlækningar.
Norræna lyfjanefndin (Nordiska
lákemedelsnámnden) vinnur að
samræmingu laga og reglna á sviði
lyfjamála á Norðurlöndum. Starf
nefndarinnar hefur borið þann
árangur að nú em gerðar sömu
kröfur við lyfjaframleiðslu og notk-
un lyQa í löndunum öllum. Nefndin
vinnur einnig að því að heilbrigðis-
yfirvöld fylgi sömu reglum um
skráningu nýrra lyfja. Skrifstofa
nefndarinnar í Uppsölum gefur út
Qölda rita, m.a. skrá um lyfjanotk-
un sem vakið hefur athygli víða um
lönd. Vegna þessa samstarfs hafa
íslendingar aðgang að mikilsverð-
um rannsóknamiðurstöðum, sem
spara bæði tíma og fjármuni við
lyfjarannsóknir og lyfjaframleiðslu
hér á landi.
Norræna nefndin um málefni
fatlaðra (Nordiska námnden för
handikappfrágor) hefur frá því hún
tók til starfa árið 1980 haft aðal-
stöðvar sínar í Stokkhólmi. Nefndin
fæst einkum við þróun og rannsókn-
ir á tækjabúnaði fyrir fatlaða og
þroskahefta. Jafnframt vinnur hún
að rannsóknum á högum og sér-
þörfum fatlaðra og þjónustu við þá.
Komið hefur verið á fót tölvu-
bundnu upplýsingakerfi um hjálpar-
tæki fyrir fatlaða á Norðurlöndum.
í íslenskum dagblöðum var nýlega
frá því skýrt að nefndin hefði veitt
styrk til þróunar íslensks hug-
búnaðar, Isbliss, fyrir mál- og
hreyfihamlaða, sem gerir þeim
kleift að tjá sig með tölvubúnaði.
Norræna rannsóknamefndin á
sviði vímuefna (Nordisk námden för
alkohol- och drogforekning) var
stofnuð árið 1987. Starf hennar
beinist einkum að rannsóknum á
félagslegum afleiðingum vímuefna-
neyslu. Nefndin hefur fmmkvæði
að norrænum athugunum, stuðlar
að þverfaglegum samskiptum og
skipuleggur vísindaráðstefnur.
Ennfremur sér skrifstofa nefndar-
innar í Helsingfore um upplýsinga-
miðlun og skýrelugerð.
Meðal þeirra verkefna sem Nor-
ræna ráðherranefndin kostar á