Morgunblaðið - 02.03.1989, Side 32

Morgunblaðið - 02.03.1989, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989 Fjarhagsáætlun felur í sér aukið framkvæmdafé - segir Sigurður J. Sigurðsson bæjarfiilltrúi „Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar felur í sér verulega aukningu á framkvæmdafé auk þess sem reynt hefur verið að ná fram aðhaldi í rekstri. Rekstrarþættir hafa verið endurskipulagðir og unnið er að enn frekari verkefnum á því sviði. Verkefiii á vegum hafiiarsjóðs verða fyrst og fremst við nýju fiskihöfiiina og ný verkefni veitustofnana verða að mestu bundin í nýjum íbúðasvæðum í Giljahverfi og ofan Spítalavegar. Aætlað er að veija tæpum 30 milljónum til niðurgreiðslu skulda, en að sjálfsögðu verða afborganir lána háðar því hversu vel tekst til með að halda áætlun á öðrum sviðum,“ sagði Sigurður J. Sig- urðsson, bæjarfúlltrúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Guðrún Karitas Steinunn Brynja Þóranna Fegurðardrottningin 1989 er valin í kvöld Fegurðardrottning Norður- Iands 1989 verður valin með pomp og prakt í Sjallanum í kvöld. Um titilinn eru sex stúlk- ur, allar frá Akureyri, að þessu sinni. Auk fegurðardrottningar Norðurlands verður valin ljós- myndafyrirsæta Norðurlands og stúlkurnar sex munu kjósa sín á milli hver hlýtur titilinn vinsæl- asta stúlkan. Heiðursgestur verður Kamilla Rún Jóhannsdóttir, sem á síðasta ári hlaut alla þijá titlana. Hún mun síðan krýna arftaka sinn um mið- nætti. Dómnefnd skipa: Ólafur Laufdal, formaður, Erla Haralds- dóttir danskennari, Sigtryggur Sig- tryggsson, fréttastjóri, Guðrún Jó- hannsdóttir, verslunarmaður og Karl Davíðsson, gleraugnasmiður. Kynnir verður Jóhann Steinsson. Þetta er fyrsta undankeppnin fyrir keppnina um titilinn fegurðar- drottning íslands, sem fram fer á Hótel íslandi þann 15. maí nk. Haldnar verða sjö undankeppnir. Áætlað er að heildartekjur bæjar- sjóðs og veitustofnana verði rúmar 1.950 milljónir kr. Gjöld eru áætluð rúmar 1.611 milljónir króna. Til eignabreytinga koma því rúmar 340 milljónir kr., sem er tvöföldun þess fjármagns sem varið var til eigna- breytinga á síðasta ári. Nýfram- kvæmdir á vegum bæjarsjóðs verða 195,5 millj. kr. og til tækjakaupa er ákveðið að verja 12,6 millj. kr. Fé til nýframkvæmda skiptist á eftirfar- andi hátt: Fjórðungssjúkrahúsið 14 millj. kr., fasteignakaup vegna skipu- lags 9 millj. kr., Síðuskóli 10 millj. kr., Verkmenntaskóli 86,7 millj. kr., dagvistir 17,8 millj. kr., bæjarskrif- stofur ein milljón, Amtsbókasafn 6 milljónir, íþróttahöll 8 milljónir, Sundlaug við Glerárskóla 28 milljón- ir og dvalarheimili og þjónustukjami 15 milljónir. Framkvæmdafé bæjar- sjóðs er þó verulega meira en fram kemur í þessum tölum. í því sam- bandi má nefna að fé til gatnagerðar verður 65-70 milljónir. Þá hafa sum- ar fjárveitingar veruleg áhrif til enn Valdimar Jóhannes Geir Jón Þorleifur Þór Lilja Sigfús Atvinnulíf á Norðurlandi Fundur um atvinnulíf á Norðurlandi á Hótel KEA föstudaginn 3. mars 1989 kl. 14.00. Dagskrá: Sjávarútvegur: Valdimar Bragason framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga. Landbúnaður: Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi, Öngulsstöðum. Iðnaður: Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss hf. Þjónustugreinar: Þorleifur Þór Jónsson starfsmaður atvinnumálanefndar Akureyrar- bæjar. Staða fyrirtækja: Lilja Steinþórsdóttir endurskoðandi Endurskoðun og reikningsskil hf. íslenskt atvinnulíf. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands mun flytja erindi um íslenskt atvinnulíf. Fundarstjóri verður Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Fundargjald kr. 1.000,- (veitingar innifaldar). Stjórnunarfélag Félag viðskipta- og Iðnþróunarfélag Norðurlands hagfræðinga Eyjafjarðar Norðurlandsdeild frekari framkvæmda. Framlag til FSA er aðeins um 15% af heildar- framkvæmdakostnaði og framlag til félagslegra íbúða, sem er í fjárhags- áætlun 25,6 milljónir, er ætlað til byggingar 75 íbúða. Verðmæti slíkra íbúða er að minnsta kosti 400 millj. kr. Því má segja að framkvæmdir sem tengjast þessari áætlun á sviði nýframkvæmda séu ekki undir 900 millj. kr., að sögn Sigurðar. 7,2% útsvar á Akureyri Núverandi meirihluti tók þá ákvörðun við gerð fjárhagsáætlunar- innar að fella niður álag á fasteigna- skatt af íbúðarhúsnæði. Sú ákvörðun mætti harðri gagnrýni fulltrúa Al- þýðubandalags sem vildu hækka fasteignaskatt og ná þannig fram um 16 millj. kr. viðbótarskattheimtu. Við breytingar þær sem gerðar voru á sl. ári til staðgreiðslu skatta var útsvarsprósentan ákvörðuð gegn vilja sveitarstjórnarmanna. Nú hins- vegar höfðu sveitarstjómir sjálfdæmi í málinu, þó með 7,5% sem hámark. Ákveðið var að hafa útsvarsprósent- una 7,2% á Akureyri, sem er að sögn Sigurðar nokkurs konar millivegur þess hámarks sem leyft er og þess sem var á sl. ári. Með þessum breyt- ingum er leitað leiða til að ná fram viðunandi tekjugrunni án þess að nota allar tiltækar leiðir til skatt- heimtu. Með slíku er jafnframt verið að sýna fram á þá leið að stilla rekstrargjöld og framkvæmdir á þann veg að enn sé nokkurt svigrúm og að fyrr sé leitað hagkvæmra leiða í rekstri en nýrra skatta, að sögn Sigurðar. Öldrunarmál hafa forgang Nýlega hefur verið unnið að stefnumótun í öldrunarmálum á veg- um Akureyrarbæjar og hefur hún verið samþykkt. I stefnumótuninni er gert ráð fyrir að efla heimilis- þjónustu í stað stofnanaþjónustu. Jafnframt er verið að breyta eldri byggingunni í Hlíð í hjúkrunardeild og koma þar upp öflugri þjónustu við aldraða í nýrri þjónustumiðstöð, sem er í Hlíð. Sigurður sagði að í gagnrýni á fjárveitingar til öldrunar- mála hafi verið látið að því liggja að framlög til þessara mála hafi ver- ið skorin niður. „Því er til að svara að á sl. ári var áætlað að kostnaður við öldrunarþjónustu yrði um 180 millj. kr. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að þessi rekstur kosti um 280 millj. kr. Áætlað er að veija 12 millj. kr. úr bæjarsjóði til viðhalds- framkvæmda. Til nýframkvæmda á þessu sviði er áætlað að veija 15 millj. kr., en sú upphæð var 7 millj. kr. í fyrra. Af þessu má glöggt sjá að fullyrðingar um niðurskurð til þessara mála eiga ekki við nein rök að styðjast. Hinsvegar má segja að verulega fjármuni vanti í þennan málaflokk á komandi árum svo að- staða til þess að þjóna öldruðum verði með þeim hætti sem telja verð- ur viðunandi." • Staða bæjarsjóðs viðunandi „Ákvarðanir, sem nefndar hafa verið „töfrabrögð" af fulltrúum minnihlutaflokkanna í bæjarstjóm em einfaldar ráðstafanir, sem gerðar em með hliðsjón af ljárhagsstöðu bæjarsjóðs og þeim markmiðum, sem sett em við gerð nýsamþykktar fjár- hagsáætlunar. Fyrir síðari umræðu lá fyrir bráðabirgðayfirlit yfir rekstur og framkvæmdir bæjarsjóðs á sl. ári. Niðurstöðumar em í stuttu máli þær að tekjur urðu meiri en gert var ráð fyrir og tekist hefur að laga svo- kallaða veltufjárstöðu vemlega. Greiddar vom niður meiri skuldir en gert hafði verið ráð fyrir og jafn- framt hefur verið hægt að eyða rekstrarhalla dvalarheimilanna, sem var orðinn hátt í 50 millj. kr. Hér hafa því orðið veruleg umskipti í stöðu bæjarsjóðs og stefnt er að því að laga hana enn frekar á þessu ári. Aðgerðir þær, sem stefnt er að, em öllum ljósar sem um málin fy'alla. Hér er því engin feluleikur að eiga sér stað, hvert á móti em sett mark- mið sem að er stefnt. Þessi atriði em meðal annars fólgin í því að lækka kostnað við tannlæknaþjónustu, að ná fram raunhæfum daggjalda- greiðslum fyrir hjúkmnardeildina í Hlíð og að lækka skuldir um 30 millj. kr.,“ sagði Sigurður. „Verkefni sveitarfélaga líkt og ríkissjóðs em ótæmandi og því mikil- vægt að menn átti sig á því hversu mikla þjónustu er í raun hægt að veita og hvemig sé hægt að verða við óskum, sem sífellt era að koma fram um auknar fjárveitingar. Um- svif sveitarsjóða verða ekki annað sótt en til einstaklinga og fyrirtækja og það verða allir að hafa hugfast. Með áframhaldandi þróun í þá átt, sem nú stefnir í málefnum bæjarins, mun Akureyri eflast,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson að lokum. 11 * n »i I i f í {I i Morgunblaðið/Rúnar Þór Bókval fær umboð fyr ir Veröld Ferðamiðstöðin Veröld hefiir ráðið þá bræður Jón Ellert og Unnar Þór Lárussyni umboðsaðila sína á Akureyri. Þeir eiga og reka fyrirtækið Bókval-Tölvutæki í Kaupvangsstræti og í því húsnæði hafa þeir opnað söluskrifstofu í tengslum við Veröld. Á myndinni má sjá þá Jón Elleit og Unnar Þór ásamt Björku Ólafsdóttur, sem ráðin hefur verið til þess að sjá um söluskrifstofuna, sem er á annarri hæð Bók- vals-Tölvutækja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.