Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBIAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
Í43
Vilt þú gefa föngnnum eina peysu?
Fríkirkjan í Hafiiarfirði.
Fyrirlestur um
um Passíusálma
í KVÖLD, fimmtudagskvöld 2.
mars klukkan 20.30. mun Smári
Ólason, organisti, flytja erindi í
Fríkirýunni i Hafnarfirði um
lagboða og gömlu lögin við
Passiusálma sr. Hallgríms Pét- I
urssonar.
Þetta er sérstaklega áhugavert
umfjöllunarefni nú á föstunni og
eru allir boðnir velkomnir. Að loknu
erindi verður sungin náttsöngur og
mun kór kirkjunnar leiða sönginn.
Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði heldur basar nk. laugardag
4. mars og hefst hann klukkan
14.00 í Góðtemplarahúsinu. Þar
verða kökur og margt eigulegra
muna á boðstólum.
Á þriðjudagskvöld 7. mars verður
spilakvöld í Gúttó á vegum kvenfé-
lagsins og spiluð félagsvist frá
klukkan 20.30.
- Einar Eyjólfsson
Ljóð í Nýhöfii
Listasalurínn Nýhöfii ásamt
Ara Gísla Bragasyni og Steinunni
Ásmundsdóttur gengst fyrir
ljóða- og tónlistarkvöldi í kvöld,
fimmtudaginn 2. mars. Þar
stendur nú yfir sýning Bjargar
Örvar á oliumálverkum.
Þeir sem lesa upp úr verkum
sínum eru: Aðalsteinn Ásberg Sig-
urðsson, Ragnhildur Pála Ofeigs-
dóttir, Olafur Haraldsson, Gísli Þór
Gunnarsson, Þorsteinn frá Hamri,
Bárður Jónsson, Eiríkur Brynjólfs-
son, Hansína Ingólfsdóttir og Jónas
Þorbjarnarson.
Karl Guðmundsson mun lesa úr
ljóðaþýðingum sínum. Kynnir er
Steinunn Ásmundsdóttir.
(Fréttatílkynning)
Imoimza
Rúmgóður og sterkbyggður
bíll, sérsmíðaður fyrir
íslenskar aðstæður.
Mjög vandaður og þægi-
legur fjölskyldubíll á verði
sem fæstir geta keppt við.
Verð frá kr. 725.000,-.
| Ert þú í bílahugleiðingum?
Reyndu þá bíl frá General
Motors og finndu muninn!
kmfjÞ£aerri
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
eftir Magnús H.
Skarphéðinsson
Þannig háttar nú til að við í félag-
inu Ísland-Palestína reynum af veikum
mætti að leggja okkar lið til að lina
þjáningar verst leiknu þolendanna í
hinum harðvítugu deilum ísraels-
manna og palestínsku þjóðarinnar
þessa mánuðina, með því meðal ann-
ars að senda hinum 20.000 palestínsku
föngum í ísraelskum fangelsum eitt-
hvað af peysum til að vera í nú í kuld-
unum þar syðra í fangaklefum sínum.
Og okkur datt í hug að þú vildir
kannski vera með?
Hugmyndin um peysusendingamar
er komin upphaflega frá stuðnings-
samtökum palestínskra fanga, sem
starfa í ísrael og pqóna um þessar
mundir ýmisskonar hlífðarfatnað
handa þessum föngum. Fjöldi fang-
anna er orðinn svo mikill að við höfum
verið beðin um að hjálpa til ásamt
fleira fólki vfðar á hnettinum.
Þess vegna datt okkur í hug að
biðja alla þá sem hjartalag hafa og
tök eiga á að slást í hópinn með okk-
ur og prjóna svosem eina peysu handa
föngunum og koma henni áleiðis til
Rauða kross Islands, Rauðarárstíg 18,
Reykjavík, sem fyrst.
Rauði krossinn hefur lýst sig reiðu-
búinn til að taka á móti peysunum og
senda þær áfram. En tilgreina verður
á pakkann: Palestína — FANGAR.
Þau skilyrði eru sett af ísraelskum
yfirvöldum að peysumar verði að vera
dökkbláar með v-hálssniði.
Ef menn geta ekki einhverra hluta
vegna prjónað peysu eða gefið, en
vildu helst gefa eina, þá var stofnaður
sérstakur bankareikningur sem tekur
á móti peysuandvirði sem metið er á
1200 krónur fyrir hjartahlýja.
Allt fé sem safnast á reikninginn
verður sent beint til Rauða krossins á
staðnum, sem heitir reyndar Rauði
hálfmáninn þar syðra.
Þeir sem stutt gætu þessa illa
stöddu skjólstæðinga okkar eru vin-
samlegast beðnir um að bregðast
skjótt við svo lina megi eitthvað þær
hörmungar sem yfir þetta fólk hefur
dunið síðan ástandið varð svona slæmt
eins og fréttir bera daglega með sér.
Rétt er að geta þess, svo undarlegt
sem það lítur út hér, að stór hluti
þessara fanga eru nánast krakkar,
komungir táningar, sem sitja inni fýr-
ir mótmæli gegn hersetu ísraelsmanna
á hemumdu svæðunum og höfðu eng-
um vopnum beitt gegn neinum. Enda
engin vopn undir höndum.
„Þeir sem stutt gætu
þessa illa stöddu skjól-
stæðinga okkar eru vin-
samlegast beðnir um að
bregðast skjótt við.“
Það er ekki síður þess vegna sem
við teljum rétt að liðsinna þessu ógæf-
usama fólki, sem við trúum og vonum
að eigi sér einhver önnur örlög í framt-
íðinni en þau sem nú hafa hellst yfir
það. Réttum því Palestínuföngunum
smá hjálparhönd héðan úr velsældar-
klúbbnum. Okkur munar ömgglega
ekki svo mikið um það. Hinum munar
um það, meira en flesta hér heima
gmnar.
Höfundur er fyrrver&ndi vagn-
sijóri SVR ogmeðlimur ífélaginu
Ísland-Palestína.
SPARIABOT
ÚTVEGSBANKANS
Reglubundinn sparnaður með Spariábót
Útvegsbankans hækkar ávöxtun peninganna
þinna um tvö vaxtastig þegar í stað!
Útvegsbankinn auðveldar þér leiðinatil sparn-
aðar með sérstakri Spariábót. Þú leggur
minnst 5000 krónur mánaðarlega inn á Ábótar-
reikning og við hækkum Ábótina strax upp um
tvö vaxtastig.
^ábót
Þekking okkar og þjónusta hefur byggt grunn-
inn að Ábótarreikningi Útvegsbankans. Það er
ef til vill full mikið að líkja Ábótinni við veraldar-
undrin sjö. En eitt eiga pýramídarnir og Ábótin
sameiginlegt:
Þau hafa staðist tímans tönn.
ÚO
ag,
Útvegsbanki Islands hf
Þar sem þekking og þjónusta fara saman