Morgunblaðið - 02.03.1989, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
mmmn
________________€)19fl7 Unlvrxl Pw» Syndtoaf
‘Viiiru gleyrruO' tönjfum e&x. einlrwerju
ihní l Hef pörf fyrir peningarux.-"
\
Þú ert liklega tæplega
vaknaður?
Ég myndi bjóða þér inn
heima, en dymar eru bara
ekki nógu breiðar...
Þessir hringdu ..
Lífeyrissjóður húsmæðra
Hólmfríður Sólveig Jónsdóttir
hringdi:
Á íjárlögum þessa árs eru stórar
fjárhæðir í framlög til lífeyrissjóðs
bænda og hefur ríkisvaldið þannig
viðurkennt sérstöðu bænda í lífeyr-
issjóðakerfinu, en engin framlög
er þar að finna til lífeyrissjóðs hús-
mæðra. Það hlýtur að vera tíma-
bært að taka málin um lífeyris-
greiðslur til gagngerrar athugunar.
Það er hvort eð er ríkissjóður sem
er greiðsluaðili að öllum helstu
lífeyrissjóðunum.
Það er ömurlegt að hugsa til
þess að húsmæður sem hafa ef til
vill verið giftar í 40 ár eða meira
og alið upp mörg böm eigi engan
rétt á lífeyri. Ef eiginmaðurinn
deyr á undan, sem oft ber við vegna
þess að menn voru of fátækir í
gamla daga til að gifta sig ungir,
þá verður ekkjan oft að hrökklast
úr húsinu þeirra. Engu máli skiptir
þó að hún hrökkvi upp af.
Mér finnst að konan eigi skilyrð-
islaust eins mikið í lífeyri mannsins
og hann sjálfur og allan rétt á
óskertum lífeyri hans á meðan hún
lifir, að minnsta kosti upp að 70
eða 80.000 krónum á mánuði. Það
er að verða alltof mikið misrétti í
lífeyrisgreiðslum þeirra sem nú eru
í þann veginn að hætta störfum.
Sumir geta fyrirhafnarlaust rakað
að sér mörg hundruð þúsundum á
mánuði, en aðrir fá ekki neitt. Fólk
utan af landi fer verst útúr þessu.
Þar voru engir lífeyrissjóðir til og
enga menntun að fá. Sérstaklega
eru konur utan af landi illa settar
að þessu leyti.
Erlendis láta félagasamtök eldri
borgara mikið að sér kveða um
velferðarmál þeirra eldri og er full
þörf á að gera það einnig hér þeg-
ar gamalt fólk er þrúgað með skött-
um fram í dauðann og fær ekki
einu sinni frið til að búa í íbúðunum
sínum fyrir skattpíningu.
Húsmæður sem nú eru að kom-
ast á eftirlaunaaldur hafa margar
tekið ómældan þátt í uppeldi bama-
bamanna svo að bömin þeirra
gætu lokið námi og féllu ekki í
sömu gryfju menntunarskorts og
þær. Og nú em þær önnum kafnar
við að hjúkra gömlu mönnunum
sínum svo þeir þurfi ekki að fara
á sjúkrahús eða elliheimili.
Störf húsmæðra em ekki síður
þjóðhagslega mikils virði en ann-
arra. Þau hafa bara ekki ennþá
verið metin í peningum. Það má
ekki dragast lengur ef nokkur kona
á í framtíðinni að fást til að vera
húsmóðir. Alþingismenn, karlar
jafnt sem konur, ættu að sjá sóma
sinn í því að koma því réttlætis-
máli f höfn sem lífeyrissjóður hús-
mæðra er. Það þolir enga bið.
Kringlunni, líklega í matvömversl-
un Hagkaups. Finnandi vinsamleg-
ast hringi í síma 25307.
Maja hringdi:
Ég týndi úrinu mínu í JL-húsinu
eða þar fyrir utan á leið minni að
Framnesvegi sl. laugardag. Þetta
er gyllt Pierpont-úr með svartri
leðuról. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 626443.
Vísa
Sveitamaður hringdi:
Góðir landar, okkur er
ærinn vandi á höndum,
ef á að blanda bjórinn hér,
í böli fjandans stöndum.
Lyklar fundust
Góð þjónusta
Hanna hringdi:
Lyklar fundust síðastliðinn laug-
ardag á göngustíg milli Háaleitis-
brautar og Safamýrar. Uppiýsingar
f sfma 82692.
Kona í Hafnarfirði hringdi:
Ég vil koma á framfæri þakk-
læti mínu til húsgagnaverslunar-
innar Dúx. Ég hringdi og kvartaði
yfir því að teinamir í dýnunni minni
væm famir að ganga upp og stinga
mig. Mér fannst þetta slæm ending
eftir tæpa fimm ára notkun. Vin-
gjamleg karlmannsrödd svaraði og
sagði að þetta væri ekkert mál,
hann skyldi taka gömlu dýnuna og
láta mig hafa nýja í staðinn, mér
að kostnaðarlausu. Daginn eftir
kom nýja dýnan.
Þetta kalla ég frábæra þjónustu
og óska húsgagnaversluninni Dúx
góðs gengis í framtfðinni. Bestu
þakkir fyrir fljóta og góða fyrir-
greiðslu.
Kanína tapaðist
Gottskálk hringdi: og sagðist
hafa tapað kanfnunni sinni frá
Bollagörðum 55 á Seltjamamesi.
Hann biður fólk að huga kringum
hús sín í nágrenninu en hún er grá
á litinn og grönn. Ef einhver hefur
orðið var við kanfnuna vinsamleg-
ast hringið í síma 629879.
Herðasjal
Gleraugu fundust
Gleraugu fundust fyrir utan
Hafnarbúðir þann 10 febrúar
síðastliðinn. Þau em í gylltri um-
gerð og glerin em þykk. Linsa í
öðm glerinu er tvískipt. Gleraugn-
anna er hægt að vitja hjá ritara í
Hafnarbúðum.
Kona í Breiðagerði hringdi:
Herðasjal, rústrautt með glit-
þræði, tapaðist laugardaginn 18.
febrúar, sennilega í Breiðagerði eða
á leið þaðan í samkomuhús bátafé-
lagsins Snarfara. Vinsamlegast
skilist gegn fundarlaunum. Upplýs-
ingar í síma 34535.
Bjórínn og börnin
Fríða hringdi:
Ég týndi armbandsúrinu mínu í
Móðir hringdi:
Mig langar til að vekja athygli
á því hvaða áhrif bjómmræðan
hefur haft. Ég á 10 ára gamalt
bam, sem hélt að frí væri gefið í
skólanum 1. mars af því þetta
væri svo mikill dagur að kennar-
amir þyrftu að halda upp á hann
með bjórdrykkju.
i
i
Víkveiji skrifar
Iviðtalsþætti á Stöð 2 fyrir nokkm
ræddi Jón Óttar Ragnarsson við
þijá menn, sem fæddir em erlendis,
en búsettir hér á landi. Víða var
komið við, en þar kom sögu að sjón-
varpsstjórinn spurði gesti sína hvaða
breytingar þeir vildu helzt sjá á
íslenzku þjóðfélagi. Frakkinn í hópn-
um orðaði svar sitt eitthvað á þá
leið, að hann vildi helzt ekki sjá nein-
ar breytingar. Nóg væri komið af
slíku og ef svo héldi sem horfði yrði
ísland eins og hvert annað Evrópu-
land. íslendingar ættu að halda í
sérkenni sín og fannst Víkveija þetta
orð í tíma töluð. Ekki þannig að við
hættum að fylgjast með þróuninni,
heldur að við gleypum ekki hvaða
vitleysu sem er hráa og hugsunar-
laust.
atvinnureksturs, til dæmis til fólks-
flutninga.
armanna, þar sem em, samkvæmt
Hagtíðindum, 79 karlar en aðeins
10 konur, og utan trúfélaga, en þar
em 1.908 karlar á móti 1.427 konum.
Adögunum var frétt í Morgun-
blaðinu um aukið verðlagseftir-
lit með einkaleyfishöfum og var vitn-
að í samgönguráðherra. Lesandi
hafði samband vegna þessa og fannst
ankannalegt að samgönguráðherra
væri að skipta sér af einkaleyfum.
Ef á slíku þyrfti að halda hlyti það
að vera á verksviði iðnaðarráðherra.
Þama hafði eitthvað skolast til og í
umræddri frétt var greinilega átt við
sérleyfishafa. Samkvæmt orðabók
Menningarsjóðs felst í orðinu einka-
leyfi einkaréttur til að framleiða
(selja) eitthvað. Sérleyfi felur hins
vegar í sér leyfí veitt einhveijum til
Margvíslegan fróðleik er að finna
í Hagtíðindum, sem Hagstofan
gefur út og vart að finna í öðm riti
íslenzku eins mikið af tölulegum
upplýsingum. í nýlegu eintaki af
Hagtíðindum er t.d. tafla sem sýnir
fjölda í hinum ýmsu trúfélögum hér
á landi 1. desember síðastliðinn. 234
þúsund em í þjóðkirkjunni og hefur
fjölgað jafnt og þétt.
I Fríkirkjusöfnuðum vom samtals
8.609 einstaklingar, en fækkun varð
í tveimur fríkirkjusöfnuðanna á liðnu
ári. í Fríkirkjunni í Reykjavík vom
1. desember síðastliðinn 5.584 ein-
staklingar eða 200 færri en 12 mán-
uðum fyrr. í Óháða söfnuðinum var
1.091 eða 10 færri en árið á undan.
í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ijölgaði
hins vegar um 29 manns á árinu,
1. desember vora 1.934 í söfnuðin-
um.
í kaþólsku kirkjunni fjölgaði á
árinu um 371 einstakling. Nokkur
flölgun varð einnig í Söfnuði aðvent-
ista, Hvítasunnusöfnuðinum, Sjónar-
hæðarsöfnuðinum, Vottum Jehóva,
Baháisamfélaginu, Ásatrúarfélag-
inu, Krossinum, Söfnuði mormóna
og í hópi þeirra sem era utan trúfé-
laga. Sömu sögu er að segja um þá
sem em í öðmm trúfélögum eða ótil-
greindir. Yfirleitt er svipaður fjöldi
karla og kvenna í söfnuðum þessum
og trúfélögum, nema meðal ásatrú-
XXX
Mikill var sigur handboltamann-
anna í B-keppninni í Frakk-
landi og sömuleiðis sigur ríkissjón-
varpsins í keppninni um áhorfendur
á sunnudaginn. Meira en fjórir af
hveijum fimm aðspurðra sögðust
hafa horft á leikinn og ef ekki hefði
komið til rafinagnsleysi á norðan-
verðu landinu hefði þessi tala orðið
hærri. Þá sagði einhver Víkveija
dagsins að böm og unglingar innan
16 ára væm ekki tekin með í könnun
sem þessari og hefði þessi aldurs-
hópur trúlega lyft tölunni enn. Það
er ekki á hveijum degi sem menn
ná á svo rækilegan hátt til flestallra
landsmanna og ábyggilega ekki of-
mælt þó fullyrt sé að handboltastrák-
amir hafi lyft geði landsmanna þess-
ar síðustu skammdegisvikur. Þegar
vel gengur ná fremstu íþróttamenn
að vekja þjóðarstoltið á eftirminni-
legan hátt.
Lokaorð þessa Víkveijapistils em
sótt í forystugrein Morgunblaðsins
síðastliðinn þriðjudag. „Það var stolt
þjóð sem horfði á lið sitt undir sigur-
boga heimsborgarinnar á sunnudag-
inn. Hún fann sig í þakkarskuld við
þá sem gerðu garðinn svo frægan.
Megi sú tilfinning vara lengur en
augnablikið. Afborganir af þakkar-
skuld falla ekki sízt þegar syrtir í
álinn."
i
i