Morgunblaðið - 04.03.1989, Page 1

Morgunblaðið - 04.03.1989, Page 1
48 SIÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 53. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 4. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Khamenei íransforseti: Hótar dauða öllum sem vanvirða íslam Níkósíu, Stokkhólmi, London. Reuter. FORSETI írans sagði í gær, að hér eftir vofði dauðadómur yfir hveijum þeim, sem réðist gegn íslamskri trú, og vísaði jafhframt á bug sáttatilraunum breskra stjórnvalda. Sænska akademían, sem úthlutar Nóbelsverðlaununum í bókmenntum, hefiir ályktað um tján- ingarfrelsið en þó án þess að nefiia írani á nafii. Ali Khamenei íransforseti sagði á fundi í Teheran í gær, að hér eftir myndu múslimar um allan heim sækjast eftir lífi þeirra, sem níddu íslam með einum eða öðrum hætti. Þá vísaði hann á bug augljós- um sáttatilraunum Breta, þeim orð- um Sir Geoffreys Howes, að vissu- lega væri bókin „Söngvar Satans“ móðgandi fyrir múslima, og sagði, að breska stjómin yrði að gefast upp í þessu máli. Sænska akademían hélt f fyrra- dag sinn lengsta fund í 20 ár og samþykkti að lokum með almennum orðum að harma allar atlögur að tjáningarfrelsinu. íranir eða Sal- man Rushdie voru þó ekki nefndir á nafn. Sagði ennfremur, að það væri stefna akademíunnar að blanda sér ekki í deilur, sem tengd- ust pólitík að einhveiju leyti. Að fundinum loknum læddust þeir 18 menn, sem sitja í akademíunni, út um bakdyr til að forðast frétta- mannaskarann við framdymar. Svíunum líkaði selaglásin Óaló. Reuter. NORÐMENN hafa komið fram hefiidum fyrir afskipti Karls Gústafs Svíakonungs af selveið- um þeirra, en hann fordæmdi þær við litlar vinsældir norskra Á fímmtudag hélt norska sendi- ráðið í Stokkhólmi sænskum ráð- herrum og öðmm fyrirmennum veizlu. Meðal rétta var selaglás og herma heimildir að flestallir sænsku gestanna hafi bragðað á henni og líkað vel. Við skálina var spjald sem gaf til kynna hvað í henni væri. Stóð þar að Norðmenn nýttu allt selkjöt, engu væri kastað. íranir hafa hótað að slíta stjóm- málasambandi við Bretland 7. mars verði þá ekki búið að banna bókina þar en breska stjómin hefur nú þegar kallað heim alla sendimenn sína í Teheran. Flest önnur VeStur- Evrópuríki hafa kvatt heim sjálfa sendiherrana og frönsk stjómvöld hafa beðið olíufélög um að minnka kaup á íranskri olíu. Norðurlandaráð: Næsta þing í Reykja- vík að ári 37. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi lauk í gær. Það var Ólafur G. Einarsson, formaðu ■ íslcnzku sendinefiidarinnar og annar fulltrúi íslands í forsætis- nefnd ráðsins, sem sleit þinginu. Ólafiir bauð til næsta þings ráðs- ins í Reykjavík að ári fyrir hönd íslenzku sendinefndarinnar. Fjöldi mála var afgreiddur á þinginu, en þar bar að venju hæst tillögur ráðherranefndar Norður- landaráðs. Þar á meðal er efna- hagsáætlun Norðurlanda 1989- 1992, sem miðar að því að sam- ræma efnahagslíf Norðurlanda nýj- um aðstæðum í Evrópu. Tillögur ráðherranefndarinnar um áætlanir um samstarf í orku- málum, fiskveiðimálum, neytenda- málum og ferðamálum hlutu sam- þykki á þinginu. Ákveðið var að heija norræna jafnréttisáætlun til fímm ára. Þá náðist samkomulag um að samræma þjóðskrár Norður- landanna, þannig að einfaldara og þægilegra verði fyrir norræna ríkis- borgara að flytjast milli Norður- landanna. Sjá frétt á bls. 17. Leiddur til slátrunar Reuter Hvern föstudagsmorgun er haldið úlfaldauppboð í Kaíró i Egypt- alandi. Þarna er þó ekki um að ræða tígulega reiðskjóta heldur dýr sem ákveðið hefiir verið að slátra. Úlfaldarekar koma frá Egyptalandi sjálfii og alla leið sunnan úr Súdan með dýr á mark- aðinn. Á myndinni sjáum við eitt þeirra leitt til slátrunar. AtökíCaracas Reuter Enn er ókyrrt í Caracas, höfuðborg Venezúela, en undanfarna daga hafa a.m.k. 150 manns týnt lífi í átökum almennings og herliðs i landinu. Fólkið mótmælti harkalegum efiiahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnar sem beindust einkum að því að lækka niðurgreiðslur á ýmsum nauðsynja- vörum. Stjórnvöld létu undan síga en í gær til- kynnti forseti landsins að rikið hefði hætt að greiða af erlendum skuldum um óakveðinn tíma. Á myndinni sjást alvopnaðir hermenn í Caracas en veggjakrotinu í baksýn er beint gegn efiia- hagsaðgerðunum. Sjá ennfremur bls.18: Hætta að greiða..." Borgarastríðið í Eþíópíu: Stjórnarherlið yfir- gefur borgir í Tigray Dessie, Eþíópíu. Daily Telegraph. MARXISTASTJÓRN Mengistu í Eþiópíu hefur dregið her sinn á brott frá mikilvægri virkisborg, Mekele, i Tigray-héraði i norður- hluta landsins. Skyndileg brottför herliðsins var fyrirskipuð af æðstu yfirvöldum í höfuðborginni, Addis Abeba, og er talið að hún geti verið fyrirboði umskipta í borgarastriðinu sem geisað hefiir á þess- um slóðum um 14 ára skeið. Þetta er í annað skipti á tveim mánuð- um sem stjórnarherinn gefur upp á bátinn mikilvæga borg í héraðinu. Vestrænir stjórnmálaskýrendur telja mögulegt að Mengistu ráðgeri nú að hefja viðræður við Frelsis- hreyfingu Tigray-búa og sömuleiðis Frelsishreyfingu Eritreumanna sem beijast gegn marxistastjóminni norðar í landinu. Fyrstu vörubílamir komu hlaðnir hermönnum og konum ásamt. far- angri til Dessie, höfuðstaðar Wollo- héraðs, frá Mekele síðastliðinn þriðjudag. Sjónarvottar sögðu að lögreglumenn hefðu vísað embætt- ismönnum á sérstök íbúðarhverfí í borginni. Sovésk-smíðaðar, bryn- varðar þyrlur sjást fljúga til og frá flugvelli við bæ í nágrenninu þar sem hermenn hafa komið fýrir þungum fallbyssum. Talsmenn skæruliða segja að Mekele hafí fall- ið bardagalaust í hendur þeirra eft- ir brottför stjómarliðsins, 10-20 þúsund manns, en eru þó ekki sann- færðir um að þeim takist að halda yfirráðum þar. Heimildarmenn segja að stjómarhermenn hafi eyði- lagt vatns- og orkuveitustöðvar áður en þeir yfirgáfu borgina. Erlendir stjómarerindrekar telja mögulegt að marxistastjómin sé undir þrýstingi af hálfu Sovét- manna um að binda enda á átökin við skæruliðahreyfingamar. Sovét- menn hafa séð stjóminni fyrir vopn- um og kostað til þess óhemju fé. Mengistu forseti hefur af þrákelkni haldið fast við þá stefnu sína að skæruliðum skuli komið á kné með hervaldi. Búist er við metuppskeru í landinu á þessu ári en vegna stríðsins og mistaka stjómvalda getur þjóðin samt ekki brauðfætt sig. Árin 1984-1985 fórst milljón Eþíópíumanna af völdum hungurs- neyðar og enn er fjöldi fólks mat- arlítill og þjakaður af hörgulsjúk- dómum. Sauðkindin: Greindari en talið var Daily Telegraph. VÍSINDAMENN þjá Rannsókn- arstofiiun landbúnaðar og mat- væla i Bretlandi kanna nú and- legt atgervi sauðkindarinnar og er markmiðið að finna leiðir til að auka vellíðan skepnunn- ar. Niðurstöðumar ge& til kynna að kindur séu ekki eins sauðheimskar og áður var talið. Reynt er að komast að því hvers konar umhverfi skepnunum líki best við. „Við gefum skepnunum færi á að greiða atkvæði með fót- unum eða snoppunni," sagði stjómandi rannsóknanna, Dr. Barry Cross. Greindar hafa verið sérstakar heilafrumur sem annast viðbrögð við tvífætlingum og aðrar sem bregðast við homum. Kindur virð- ast tengja homastærðina við völd og kynorku. Aðrar frumur sjá um að geyma minningai- um aðrar kindur og loks má néfna fmmur er greina rándýr frá öðmm dýr- um. „Það kom okkur á óvart að kindur virðast ekki greina á milli manna og hunda." Cross bætti því við að greindarpróf sýndu að kindur væm fljótar að læra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.