Morgunblaðið - 04.03.1989, Side 3

Morgunblaðið - 04.03.1989, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 4t MARK Ið8'9 A Osk lífeyrissjóðanna um fimd með stjórnvöldum: Engin tilslökun af okkar hálfu - segir framkvæmdastj óri SAL HRAFN Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða segir að ósk sjóðanna um fúnd með ríkisvaldinu um samskipt- in við stjórnvöld feli ekki í sér neina tilslökun af þeirra hálfú. Af- staðan gagnvart þeirri breytingu á lánskjaravísitölunni að launaví- sitala vegi 1/3 í grunni hennar sé óbreytt. Sljórnvöld höfðu ekki í gær svarað þessum tilmælum sjóðanna um fúnd. Hrafn sagði að nauðsynlegt væri að reyna til hins ítrasta að laga samskiptin. Kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum í febrúar hefðu hrap- að úr því að vera 489 milljónir í janúar í það að vera 179 milljónir í febrúar. Núgildandi samningur var aðeins gerður til þriggja mán- aða og rennur út í marslok. „Ef ekki nást samningar um kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum Byggingasjóðs, þá er húsnæðiskerf- inu stefnt í mikla hættu. Þá fer málið að varða miklu fleiri aðila en bara ríkisvaldið og lífeyrissjóðina, eins og til dæmis aðila vinnumark- aðarins, sem áttu frumkvæðið að þessu kerfi," sagði Hrafn. Hann sagði sjóðina í engum vandræðum með að ávaxta fé sitt með öðrum hætti en skuldabréfa- kaupum af Byggingasjóði. Þar kæmu til greina bankabréf, sem bæru um 10% vexti umfram verð- bólgu. Eini gallinn væri að þau væru til 5-6 ára, en sjóðimir vildi gjaman kaupa bréf til lengri tíma. Þá væri hægt að kaupa bréf sem væru tryggð með veði í fasteign fyrir allt að 50% af brunabótamati og einnig væri hægt að ávaxta þessa peninga á verðtryggðum reikningum bankanna. Ákveðinn hefvur verið fundur forsvarsmanna aðildarsjóða SAL um miðja næstu viku, þar sem þessi mál og samskiptin við stjómvöld verða til umræðu. Morgunblaðið/Amór Björgvin Magnússon heldur á 40 kílóa golþorskinum. Minni fiskurinn á myndinni er 2-3 kiló. Eins og sést á kösinni á innfelldu myndinni berst nú mjög fallegur fisk- ur á land á Suðurnesjum. Myndin var tekin í móttö- kunni í Fiskverkun Magnús- ar Björgvinssonar. Fjörutíu kílóa gol- þorskur á handfæri Garði. Óvenju mikið af stórum og fallegum þorski hefir veiðzt að undanförau hjá Suðurnesjabát- unum. Magnús Björgvinsson hjá samnefndri fiskverkunar- stöð taldi að meðalþorskurinn væri þessa dagana í kring um 10 ldló. Sl. fimmtudag kom svo fiskur í hús hjá þeim félögum sem er í frásögur færandi. Þessi golþorsk- ur reyndist vigta 40 kíló, vera 145 sm. á lengd og hafði ummálið 105 sm. Það sem er kannski enn merkilegra við þessa skepnu er að það var trillukarl úr Keflavík, Emil Þórðarson, sem dró fískinn á handfæri. Trilla Emils heitir Eyrarröst og mun vera um 4 tonn þannig að trillan ber ekki marga slíka að landi sama daginn. Þess má loks geta að um 15 kíló af söluvöru fást út úr þessari stóru skepnu eða í kring um 40% Araór 3 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lausnin ókomin enn HÚN ÆTLAR að verða erfiðari höfúðlausnin þessum yfirgefiia jeppa heldur en hin eina sanna Höfúðlausn varð Agli forðum daga. Jeppinn sem hér gægist upp úr fönninni var skilinn eftir um áramót vegna bilunar og eru ekki horfúr á að hann losni fyrr en snjóa leysir í vor. Það var á heimleið úr ferð jeppamanna í Landmannalaugar að jeppinn bilaði, brotnuðu drif og fjaðrir, þar sem vegurinn fer um gil við Frostastaðavatn. Tvær ferðir voru famar á vel búnum bílum næstu helgar á eftir til að ná bílnum til byggða, en björgun- arleiðangurinn varð í bæði skiptin frá að hverfa vegna veðurs. Um síðustu mánaðamót tókst Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík að komast að jeppanum á snjóbíl og draga hann á betri stað. Ekki var mögu- legt að draga hann til byggða, þar sem öll hjól hans voru stokk- frosin eftir að hafa sokkið í krap og frosið þar. Þama stóð hann, þegar ljós- myndari Morgunblaðsins var á leið í Landmannalaugar fyrir skömmu, eins og til að minna á að veðurguðimir hafa í engu látið af veldi sínu, þótt menn bjóði þeim byrginn á vel búnum og öflugum jeppum. Félagsfundur Skýrslutæknifélags íslands um hugbúnað: Afkoman í hættu vegna ólöglegrar flölföldunar ÓLÖGLEG íjölfóldun hugbúnað- ar var umræðuefiiið á félags- fúndi Skýrslutæknifélags íslands sem haldinn var í Norræna hús- inu á fímmtudag. Kom þar fram að ólögleg fjölfoldun hugbúnað- ar stefiiir í voða afkomu þeirra sem vinna að þýðingu og aðlögun hugbúnaðar. Fundarmenn töldu þó að erfitt væri að koma í veg fyrir þessa fjölföldun með lög- regluaðgerðum eða lögsóknum. Heppilegra væri að auka kynn- ingu á því hvað mætti og hvað mætti ekki í þessu sambandi og vekja fólk þar með til umhugsun- ar. „Mín skoðun er sú að við náum mestum árangri með því að kynna almenningi og tölvunotendum þær reglur sem eru í gildi,“ sagði Hall- dór Kristjánsson, formaður Skýrslutæknifélags íslands. „Ég held að harðar aðgerðir skili ekki miklum árangri. Betra er að leysa málin í bróðerni og vinsemd." Hann sagði ómögulegt að áætla hve háar upphæðir væri um að ræða í þessu máli. Einmenningstölvuforrit í notkun í landinu væru líklega um 50.000-100.000 talsins og meðal- verð forrits um 20.000 krónur. Heildarverðmæti hugbúnaðar sem væri í notkun gæti því verið á bilinu 1 -2 milljarðar króna og einhver hlutur þeirrar tölu væri ekki ferig- inn með réttum hætti. Lúðvík Friðriksson, verkfræðing- ur hjá Rafreikni hf., var einn frum- mælenda á fundi Skýrslutæknifé- lagsins. Hann sagði íslenska löggjöf vera mjög fátæklega hvað varðaði vernd gegn fjölföldun hugbúnaðar. Skýrt væri tekið fram í höfundar- réttarlögum að hugverk væru vern- duð en löggjöfin miðaði fyrst og fremst við prentað mál. Lagði hann á það áherslu að Skýrslutæknifé- lagið beindi kröftum sínum að því að fá lögum um höfundarétt breytt þannig að höfundar hugbúnaðar fengju aukna vernd gagnvart ólög- legri fjölföldun. Fjölföldun hugbúnaðar væri mik- ið vandamál og hætta orðin á því að í framtíðinni myndi þetta hafa áhrif á þýðingar og aðlögun hug- búnaðar að íslenskum aðstæðum. Allt benti til þess að einu aðilamir sem myndu hafa hag af því að vinna við að þýða erlendan hugbúnað væm þau fyrirtæki sem seldu tölvur og sjónarmiðið yrði fyrst og fremst að gera tölvurnar auðseljanlegri. Haukur Nikulásson, sölustjóri hjá Microtölvunni, sagðist verða var við ótal dæmi um hugbúnaðarþjófnað í starfi sínu. Það væri útilokað, að hans mati, að breyta hugsunar- hætti fólks gagnvart forritaþjófnaði og ættu því framleiðendur, í ljósi reynslunnar, að taka aftur upp af- ritavarnir. Þær væm þó engan veg- inn gallalausar og hefðu í för með sér óþægindi fyrir bæði seljendur og kaupendur. Enginn önnur lausn væri hins vegar í sjónmáli. Hjörtur Hjartar, varaformaður Skýrslutæknifélagsins, viðraði einnig nokkrar hugmyndir um hvernig koma mætti í veg fyrir ólöglega fjölföldun. Nefndi hann m.a. áskriftargjöld eða leigu á hug- búnaði eða þá að þróa stöðugt nýj- ar og endurbættar útgáfur forrita sem gerðu eldri útgáfur úreltar. Fjárhagsáætlun Garðabæjar samþykkt: 244 milljónum var- ið til framkvæmda Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 1989 var samþykkt á fiindi bæjarstjórnar 17. febrúar sl. Sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 462,5 m.kr. en aðaltekjustofii bæjarsjóðs eru útsvör sem eru áætluð 326,8 m.kr. eða 70% af sameiginlegum tekjum. Stærsti útgjaldaliðurinn er al- mannatryggingar og félagsmál, samtals 80,6 m.kr. eða 24,4% af útgjöldum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi liður er stærstur en á undanförnum árum hefur mestu fé verið varið til fræðslumála. Rekstr- arafgangur nemur 133,3 m.kr. eða 28,8% af tekjum, en áætlað er að veija 244 m.kr. til framkvæmda á árinu 1989. Umfangsmesta framkvæmd bæj- arsjóðs á árinu er bygging íþrótta- miðstöðvarinnar við Ásgarð, en framkvæmdir við hana hófust 1988. Á árinu 1989 er áætlað að veija 101,0 m.kr. til íþróttamiðstöðvar- innar en áætlað er að heildarkostn- aður mannvirkisins, þ.e. sundlaugar og íþróttahúss, nemi um 260 m.kr. Stefnt er að því að taka sundlaug- ina í notkun í apríl og íþróttamið- stöðina um mitt ár. Önnur veigamesta framkvæmd ársins er malbikun og nýbygging gatna vegna fyrirhugaðrar úthlut- unar lóða á árinu 1989. Á þessu ári á að úthluta lóðum í Bæjargili og iðnaðarlóðum í Moldarhrauni svo og lóðum undir íbúðir og þjónustu- starfsemi í miðbæ. Kostnaður vegna gatnaframkvæmda er áætl- aður um 80 m.kr. Einnig er í fjárhagsáætlun fjár- veiting til hönnunar- og byijunar- framkvæmda við nýjan leikskóla, sem fyrirhugað er að reisa á nýju byggingarsvæði í Bæjargili og er áformað að veija 10 m.kr. til þeirra framkvæmda á þessu ári. Þá er 3 m.kr. fjárveiting til hönnunar á við- byggingu og endurbótum á Flata- skóla en stefnt er að því að hefla þær framkvæmdir á árinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.