Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 23 Vestur-Berlín: Umhverfisvemdar- sinnar ogjafnaðar- menn ná samkomulagi Ný forustusveit Græningja Vestur-Berlín. Reuter. Bráðabirgðasamkomulag hef- ur tekist milli jafiiaðarmanna og umhverfisverndarsinna um meirihlutastjórnarsamstarf í Vestur-Berlín. Viðræður hafa átt sér stað allt frá kosningunum 29. janúar. Þá hlutu hinir hægrisinn- uðu lýðveldissinnar mikið fylgi og samsteypustjórn kristilegra demókrata og fijálsra demó- krata tapaði meirihluta sínum. Að sögn forystumanna jafnaðar- manna og umhverfisvemdarsinna í borginni var samstarfssamningur gerður aðfaranótt mánudags. Búist er við því að í dag verði haldið áfram að ræða skiptingu ráðuneyta. Sam- kvæmt stjómarskrá Sambandslýð- veldisins Þýskalands er Vestur- Berlín eitt af fylkjum ríkisins. Þess vegna er borgarstjómin jafnframt fylkisstjóm. Umhverfisvemdarsinnar í Vest- ur-Berlín nefna sig Alternative Liste og em þeir nátengdir græn- ingjum sem starfa annars staðar í Vestur-Þýskalandi. Einu sinni áður hefur það komið fyrir að græningj- ar og jafnaðarmenn fæm saman með fylkisstjóm. Það var í Hessen á ámnum 1985-86. Græningjar héldu flokksþing sitt um helgina. Hugsanlegt samstarf við jafnaðarmenn var aðalmál þingsins. Hófsamari armur flokks- ins varð ofan á en hann er reiðubú- inn að sættast á málamiðlanir til þess að komast til áhrifa. Tveir af þremur í nýkjörinni framkvæmda- stjóm teljast til hófsamra í flokkn- um. Gamla framkvæmdastjómin var rekin á flokksþingi í desember síðastliðnum vegna dugleysis. Skoðanakannanir sýna að ríkis- stjóm Helmuts Kohls hefur aldrei verði óvinsælli. Því gæti farið svo í þingkosningum á næsta ári að græningjar og jafnaðarmenn fengju samtals meirihluta þingsæta. Ekki vom allir ánægðir með nið- urstöðu flokksþingsins. Jutta Dit- furth úr róttækari armi græningja var hrópuð niður þegar hún sakaði flokkssystkin sín um að vera á góðri leið með að breyta flokknum í „uppaflokk". Reuter Hin nýja framkvæmdastjórn græningja í Vestur-Þýskalandi. Þau eru frá vinstri: Verena Krieger, Ralf Fuecks og Ruth Hammerbacher. Thatcher hótar Frökkum lögsókn St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra hefúr hótað Frökkum lögsókn vegna andstöðu þeirra við innflutning Nissan-bíla frá Bretlandi. Francois Mitterrand Frakklands- forseti og Thatcher ræddu þetta mál á fundi sínum í síðustu viku, en forsetinn neitaði að breyta þeirri afstöðu Frakka, að innflutningur Nissan-bíla frá Bretlandi yrði dreg- inn frá innflutningskvóta Japana til Frakklands. Nissan, japanski bílaframleið- andinn, hefur verksmiðjur í Sunder- land. Þar em framleiddir um 400.000 Nissan-Bluebird-bílar ár- lega, og helmingur þeirra er fluttur út til annarra landa Evrópubanda- lagsins. Samkvæmt reglum EB verða 60% af framleiðsluferli bíla að fara fram í viðkomandi landi til þess að framleiðslan teljist innlend og njóti tollafríðinda EB. 70% af framleiðslu umræddra Nissan-bíla fara fram í Bretlandi, og á gmndvelli þess telja Bretar sjálfsagt, að ekki sé litið á þá sem innflutta til Frakklands. Frakkar segja hins vegar, að hækka þurfi viðmiðunarhlutfallið upp í 80%. Það verður ekki fyrr en í lok næsta árs, sem Nissan nær svo háu hlutfalli í framleiðslu sinni í Bretlandi. Að baki þessum ágreiningi liggja hagsmunir og ólíkur skilningur á sameiginlegum markaði EB. Toy- ota-fyrirtækið er nú að athuga, hvort fysilegt sé að reisa bílaverk- smiðju í Bretlandi, sem framleiddi 200.000 bíla árlega fyrir EB- markaðinn. Yfirvöld á Bretlandi líta svo á, að sameiginlegur markaður EB eigi ekki að veija viðskiptalíf bandalagslandanna með tollmúmm, heldur eigi hann að hvetja til ftjálsr- ar verslunar á alþjóðavettvangi. Eining var á fundi bresku ríkis- stjómarinnar síðastliðinn fimmtu- dag um að sækja málið fast fyrir Evrópudómstólnum, ef Frakkar láta ekki af andstöðu sinni, að því er fram kemur í frétt The Sunday Telegraph síðastliðinn sunnudag. Talsmenn stjómarandstöðunnar vilja einnig, að málið verði hart sótt. FRICO rafmagnshitablásarar eru hljóðlátir smekklegir og handhægir Frico rafmagnshitablásarinn, TEMPERATOR 200, fæst hjá Rönning. Þessi frábæri hitablásari er léttur og meðfærilegur. Hann er með hitastillingu, valrofa fyrir afl og loftmagn, kröftugan blástur og yfirhitavörn. TEMPERATOR 200 er sterkbyggður, mjög hljóðlátur og með hitöld úr ryðfríu stáli. Hjá Rönning fást einnig fleiri gerðir af hitablásurum sem henta nánast hvar sem er. Frico TERMOVARM ofnar eru hannaðir til að þola raka t.d. í skipum og bátum. Hann er mjög fyrirferðarlítill en gefur góðan hita. A ofninum er rofi af og á, hitastillir og yfirhitavörn. Framhlið rná fjarlægja með einu handtaki til að auðvelda þrif. Það er notalegt að sitja við ylinn frá Frico TERMOVARM. Veldu FRICO Sérstök hitaþolin lakkhúö. Rofi af og á. Einfalt að fjarlægja framhlið til að auðvelda þrif. JT JOHAN RÖNNING HF Sundaborg 15 -104 Reykjavík - simi (91)84000 HITACHI býður þér frábær hljómgæði á framúrskarandi góðu verði! Tvær vinsælustu hljómtækjasam- stæður HITACHI fást nú hjá RÖNNING heimilistækjum. Samstæðurnar heita MD40 CD og MD30 CD. í samstæðunni er 2 x 60 tónlistar- watta magnari, FM-MW útvarp með 20 stöðva minni, tvöfalt segul- bandstæki, hraðíjölföldun og Dolby B, geislaspilari með 24 laga minni, 2 x 70 tónlistarwatta hátalarar með ótrúlegum HITACHI hljómgæðum. Samstæðunum fylgir fallegur viðar- skápur, með glerhurð, á liprum hjólum. HITACHIMD40 CD, hljómtækjasamstæða með fjarstýringu, geislaspilara og skáp. Verð kr. 69.950 Staðgreitt kr. 66.453 Það fer ekki á milli mála að HITACHI hljómflutningstækin frá RÖNNING heimilistækjum er einn allra besti kosturinn sem býðst í dag. Komdu og hlustaðu. 0HITACHI HÍTACHIMD30 CD, samstæðan, með geislaspilara og skáp. Verð kr. 58.750 Staögreitt kr. 55.813 y»/#RÖNNING ww heimilistæki KRINGLUNNIOG NJÁLSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.