Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 4 Minning: higóhur Þorsteinsson yfírlögregluþjónn Ingólfur Þorsteinsson yfirlög- regluþjónn lést á Landspítalanum aðfaranótt föstud. 24. febr. sl. á áttugasta og níunda aldursári. Hann hafði átt við hjartasjúkdóm að stríða nokkur hin síðari ár, sem að lokum varð honum að aldurtila. Ingólfur fæddist að Eyvindar- tungu í Laugardal 10. janúar 1901, sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar bónda þar, og konu hans, Arnheiðar Magnúsdóttur, hreppstjóra, Magn- ússonar, sem bjó um skeið í Úthlíð í Biskupstungum og síðar á Laugar- vatni. Þorsteinn var sonur Jóns Collins Þorsteinssonar bónda í Úthlfð, en hann var sonarsonur Þorsteins Steingrímssonar bónda í Kerlingardal, bróður séra Jóns Steingrímssonar, eldprests. Amma Ingólfs, kona Jóns Collins, var Kristín Árnadóttir, systir Sesselju, slðari konu Þorsteins langafa Ing- ólfs, systur séra Kjartans i Skógum. Ættar Arnheiðar verður ekki getið hér frekar; hana er að finna í ævi- sögu bróður hennar, Böðvars Magn- ússonar á Laugarvatni, Undir Tind- um. Eyvíndartungusystkinin voru alls ellefu, en tvö létust í bernsku. Þau sem upp komust vor tvær. stúlkur og sjö drengir. Ingólfur var hinn sjötti í röðinni. Eftir lifa nú aðeins tvö, Hjörtur bóndi að Eyri í Kjós og Sesselja ekkja Arbœ Clausen. Er Ingólfur var tveggja ára, var hann tekinn í fóstur af móðurbróður sínum, Brynjólfi Magnússyni bónda að Nesjum í Grafningi, og konu hans Þóru Magnúsdóttur, en þau voru barnlaus og sóttust mjög eftir að fá þennan fallaga dreng. Ekki mun það hafa verið sársaukalaust að sjá af honum úr barnahópnum. En ástríkis naut hann hjá fósturfor- eldrum sínum, og hann lét þess oft getið. Eftir honum er haft, er hann minntist fóstru sinnar. „Ekki gæti ég hugsað mér betri móður." í fámenni sveitalífsins liðu bernskuár Ingólfs sem margra ann- arra og snemma hófst vinnan. Það voru fráfærurnar og að sitja yfir kvíaánum, ásamt mörgu öðru, er til féll á sveitaheimili, en æskan finnur sér líka alltaf eigin viðfangs- efhi til að njóta, og svo fékk hann einnig að hafa samband við systkini sín eftir því sem ástæður leyfðu. Hann mun því ekki hafa fundið til þeirrar kenndar, að hann væri ekki einn af hópnum, eins og hin systkin- in, enda urðu þau öll mjögsamrýnd ævina út. Árið 1910 flutti Ingólfur með fósturforeldrum sínum að Nesja- völlum, sem var næsti bær við Nesja. Þar eru nú mest umsvif Reykjavíkurborgar um virkjun há- hitans. Sá hiti var ekki talinn mik- ils virði á þeim dögum, aldrei nýtt- ist hann til upphitunar annars kaldra bæjarhúsanna, en mun al- mennt hafa verið notaður til þvotta. í æsku átti Ingólfur ekki kost ann- arrar skólagöngu en tveggja mán- aða farkennslu í fjóra vetur, en þar naut hann hins frábæra kennara, Jóns Finnbogasonar, bróður Guð- mundar Finnbogasonar landsbóka- varðar. En auk þessa náms fékk hann tilsögn í orgelleik um tveggja mánaða skeið og varð organisti við Úlfljótsvatnskirkju aðeins 16 ára, frá 1917-1919. Á Nesjavöllum átti Ingólfur heima til tvítugsaldurs, en þá brugðu fósturforeldrar hans búi. Tóku þá við hin ýmsu störf án fastr- ar búsetu, fyrst sjóróðrar frá Þor- lákshöfn og Grindavík og land- búnaðarstörf í Engey, en þar var búið á þeim árum. Þá varð áfanga- staðurinn Reykjavík og þar hefur heimilið verið síðan. Tvö árin næstú var þó stunduð sjómennska á togur- um, og svo loks vörubifreiðaakstur til 1929, að mestu á eigin vegum. Með þennan lífsundirbúning er Ingólfur 29 ára gamall, og þá búinn að staðfesta ráð sitt. Hinn 22. okt. 1926 hafði hann gengið að eiga heitkonu sína, Helgu Guðmunds- dóttur frá Seli í Grímsnesi. Þau áttu farsæla sambúð í rúm 62 ár, þótt mótlætið hafi ekki að öllu fram hjá þeim farið. Hinn 1. jan. 1930 verða svo at- vinnuleg þáttaskil í lífi hans; hann hefur störf sem lögregluþjónn í Reykjavík. Þá var stefnan mörkuð og hans framtíðarlífsstarf hafið. Hann helgar sig viðfangsefnum á vegum lögreglunnar allt til starfs- loka, eða í 41 ár. Hjá lögreglunni gegndi hann hinum fjölbreyttustu störfum. Að loknu þriggja mánaða námskeiði vann hann sem almennur lögregluþjónn fram til ársins 1935, t Þökkum auðsýnda samúfi og hlýhug við ancllát og útför eigin- manns míns, föður, sonar og bróður, KJARTANS JÓHANNSSONAR. Vivi Anesen og börn, Margrót Kjartansdóttir og synir, Sólberg Vigf ússon. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður míns, mágs og frænda, BJARNA SIGURÐSSONAR loftskeytamanns, Austurbrún 4, Reykjavfk. Elín Sigurðardóttir, AuAur Traustadótt i r, Slgrún Traustadóttir, Trausti Ú. Lárusaon, Anna Krlstfn Traustadóttir, Óskar Lárus Traustason. t Þökkum innilega auðsýnda samúfi og vinarhug við andlát og út- för sonar okkar og bróður, OAÐA SIGURVINSSONAR, Bjarnhólastíg 19, Kópavogl. Sórstakar þakkir til íþróttafélaganna ÍK, HK og Breiðabliks fyrir allar þær gleðistundir, sem Oaði fékk að njóta innan þeirra raða. Lœknum og hjúkrunarfólki gjörgaesludeildar Landspitalans færum við bestu þakkir fyrir veittan styrk og hluttekningu. Kristín Reimarsdóttir, Slgurvin Einarsson, Erna Sigurvinsdóttir. :-í'v-:--%: '/'í.ví-:::;.V;;;;.:;: ¦;:¦;¦<; v:;:;:;: BBpB^ wn""ra,"w 4 OBUB0ffi ¦ WBk en næstu tvö árin sem varavarð- stjóri. Árið 1937 hefur hann svo störf hjá rannsóknarlögreglunni, fyrst við almennar rannsóknir mála. A fyrsta ári sínu þar fór hann á 7 vikna námskeið, sem haldið var í Nottingham í Englandi fyrir lög- regluforingja frá nýlendum Breta. Kynnti sér svo störf rannsóknarlög- reglumanna í London, Þýskalandi og Frakklandi. Alls tók sú ferð 3 mánuði, en til hennar hafði hann fengið styrk frá borgarsjóði Reykjavíkur. Árið 1948 fór Ingólfur svo, ásamt Valdimar Stefánssyni þáverandi sakadómara, til London og fleiri staða í Englandi, í boði British Council, til að kynna sér enn frekar lögreglurannsóknir og dóms- mál þar í landi. Mikils trausts naut Ingólfur í störfum sínum hjá rannsóknarlög- reglunni. Hann var skipaður varð- stjóri 1940, yfírvarðstjóri 1947, aðstoðaryfiriögregluþjónn 1963 og svo að lokum yfirlögregluþjónn 1969. Sérstakan orðstír vann hann sér á stríðsárunum, en þar hafði hann meginumsjón með samskipt- um við bæði enska og ameríska herinn, hvað varðaði afbrotamál og árekstra við íslendinga. Þar komu oft upp erfið og viðkvæm mál, sem ekki hefur verið vandalaust að leysa. Af störfum lét Ingólfur 1971, þar sem hann hafði þá náð aldurs- mörkum opinberra starfsmanna. Kynni mín við Ingólf og Helgu konu hans hófust fyrir nær 50 árum. Lára Böðvarsdóttir kona mín hafði verið i heimili hjá þeim í þrjú ár áður en við giftumst, og var þar eins og heima hjá sér. Naut hún þar frændsemi beggja hjónanna, því báðum var hún skyld, Helgu í móðurætt en Ingólfi í föðurætt, þau voru systkinabörn. Þegar ég var kynntur fyrir þeim hjónum í fyrsta sinn, tóku þau mér með einlægri hlýju, og ég fann að ekki var of- sagt af þeim kostum, er prýddu þau bæði. Mat Láru á því hafði ekki brugðist. Eftir 511 þessi ár hefur vinátta milli heimila okkar verið gleðirík og aldrei borið skugga á. Ingólfur var tryggur og hreinn í lund í þess orðs fyllstu merkingu og hreinskiptinn í viðræðum. Aldrei var svo efnt til dagamunar á hvoru heimilinu sem var, að við værum ekki gestir þeirra eða þau okkar, eftir því sem tilefnið gafst. Ingólfur var gleðskaparmaður og hafði yndi af umræðum um hin ólíkustu efni. Hann var skarpgreindur og vel að sér í öllum þjóðmálum, sögulegum efnum svo og skáldskap og tónlist, enda sjálfur vel hagmæltur og söngvinn eins og þau systkinin öll. Hann átti gott píanó, sem hann lék á, sérstaklega fyrr á árum, en org- el var hans leikfang strax frá æskuárum. Þessir eiginleikar hans nutu sín ekki síst í hópi vina. Og hinn fallegi, landskunni söngtexti hans, „Kvöldið er fagurt, sólin sest", var oft sunginn á góðum stundum þessara ára. Allmörg önn- ur kvæði liggja eftir hann, sérstak- lega sem ort höfðu verið í tilefni hátíðlegra viðburða. Ógleymanlega ferð fórum við saman til útlanda sumarið 1957; fengum bíl með skipi til Edinborg- ar, og svo var farið um Glasgow, London, París, en heim um Kaup- mannahöfn. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér en þau hjón- in og vinkonu þeirra Ritu Steins- son, en hún var skosk/fslensk. — 6 vikna ferðalag um Evrópu skildi eftir margar góðar minningar, sem síðar bar oft á góma. Nú eru þeir góðu tímar löngu liðnir. Ingólfur Þorsteinsson var maður hár vexti og samsvaraði sér vel, var þó allt að því grannvaxinn. Hann bar sig vel, hafði yfirvegað fas og framkoman höfðingleg. Þessum eiginleikum hélt hann ævina út. Varla er að efa, að þrátt fyrir með- fæddan góðan vöxt og líkamlegt atgervi hefur hann einnig notið þjálfunarinnar úr lögreglustarfinu, fþróttaiðkana, sérstaklega sunds, og svo sjálfsaga um lífshætti. Góðri heilsu hélt hann fram á efri ár, eða þar til hjartabilunarinnar fór að gæta. Og þrátt fyrir að sjónin væri farin að bila hin síðari ár stundaði hann útiveru og sund hvenær, sem færi gafst. En enginn má sköpum renna; sjúkdómurinn sótti á, sjúkra- t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legu dóttur minnar, unnustu og systur, ÓLAFAR SÆUNNAR MAGNÚSDÓTTUR hárgreiSslumeistara. Einína Fanney Einarsdóttir, Kristjón Magnúo Hjaitested, Brynhlldur Rósa Magnúsdóttir, Helena Björk Magnúsdóttir, Magnús Magnússon. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, fósturfööur, tengdaföður, afa og lang- afa, KRISTJÁNS KARLS PÉTURSSONAR frá Skammbeinsstöðum, Holtum. Sólveig Eysteinsdóttir, Auður Karlsdóttir, Sveinn Andrósson, Pótur Viðar Karlsson, Brynhlldur Tómasdótti r, Ottó Eyfjörð Ólason, Fjóla Guðlaugsdóttlr, Elfas Eyberg Ólason, Slgrún Pálsdóttir, Karl Lúðvfksson, Svala Jósepsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. LOKAÐ eftir hádegi ídag þriðjudaginn 7. mars vegna jarðarfarar INGIBJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR. FræðsluskrifstofaReykjanesumdæmis. húsvist af og til, og nú er æviskeið- ið á enda runnið. Ingólfur var félagslyndur; kom það strax í ljós, þegar hann var fluttur til Reykjavíkur. Árið 1924, ér hann stundaði vörubílaakstur, var hann meðal stofnenda Vörubíla- stöðvar íslands og formaður hennar frá byrjun til ársloka 1929, er hann gekk í lögregluna. 1928 var hann einnig meðal stofnenda Félags vörubílaeigenda, og var þar einnig formaður til sama tíma. Hann var meðal stofnenda Lögreglufélags Reykjavíkur og síðar í stjórn þess sem varaformaður. Þá í stjórn Lög- reglusjóðs um margra ára skeið og fulltrúi Lögreglufélagsins í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar frá 1958 til 1974. Svo meðal stofnenda Lög- reglukórs Reykjavíkur og formaður hans frá 1961 til 1969. Heiðurs- félagi __ kórsins var hann kjörinn 1971. í Árnesingafélaginu var hann frá stofnun og formaður þess frá 1961 til 1967. Á sjötugsafmælinu var hann svo sæmdur gullmerki félagsins. Þá var Ingólfur sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu 17. júní 1974. Helga kona Ingólfs var dóttir hjónanna Guðmundar Bjarnason- ar, bónda að Seli í Grímsnesi, og Guðbjargar Eyjólfsdóttur konu hans, fædd 21. apríl 1904. Lengst af áttu þau heima á Bergþóru- götu 37, en síðar Skipholti 60, þar sem þau byggðu stóra og glæsilega íbúð. Fyrir fáum árum keyptu þau svo íbúð í húsinu Bólstaðarhlíð 41, sem byggt var sérstaklega fyrir aldrað fólk. Þar fór vel um þau og þau nutu sameiginlegrar aðhlynn- ingar, er Reykjavíkurborg veitir öldruðum. Þau Ingólfur og Helga eignuðust fjóra syni: Þorsteinn f. 9. febrúar 1927, d. 20. ágúst 1935; Guðmundur Ármann, f. 28. apríi 1929, d. 13. ágúst 1987. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands og Iþróttakennaraskóla íslands. Síðast rak hann fyrirtækið Nesgarð hf. í Keflavík. Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir frá ísafirði. Þau áttu fimm dætur; Örn Brynþór, f. 8. ágúst 1937. Lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum og íþróttakennara- skóla íslands. Er nú framkvæmda- stjóri Iðnskólaútgáfunnar I Reykjavík. Kona hans er Hjördís Óskarsdóttir, Þorsteinn, f. 9. des- ember 1944. Lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands. Hann er sendi- herra og gegnir nú starfi skrifstofu- stjóra varnarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins. Kona hans var Guðrún Valdís Ragnarsdóttir. Þau slitu samvistum. Eiga 2 börn. Við Lára kveðjum kæran heimili- svin með eftirsjá. „Það syrtir að er sumrin kveðja". Helgu og fjölskyldu hennar sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Haukur Eggertsson Mig langar að kveðja afa minn Ingólf Þorsteinsson með nokkrum orðum, en hann lést 24. febrúar sl., 88 ára að aldri. Afi bar aldur sinn mjög vel og gætu allar líkams- og heilsuræktarstöðvar nútfmans verið stoltar ef þær gætu ábyrgst slíkt útlit í ellinni. Það er ekki sjálfgefið að halda öllu sínu fram á efri ár. Afi gerði sér grein fyrir því að grundvöllur að bæði andlegri og líkamlegri vel- líðan er fyrst og fremst heilbrigt líferni, hófsemi og sjálfsagi. Hann var meðvitaður um hve mikilvægt er að neyta hollrar fæðu og stundaði líkamsrækt fram undir það síðasta. Snyrtimennska var aðalsmerki þessa manns sem átti lLOMl> HAFNARSTRÆTI15, SÍMI21339 Kransar. krossar op~ o /' istuskre ytingár. Sendum um allt land. Opið kl. 9-19 virka daga og 9-21 um helgar. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.