Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 Rekstur Sjóðir Vöxtur í starfsemi Iðnlánsjóðs MIKILL vöxtur var í starfsemi Iðnlánasjóðs á sl. ári. Alls voru samþykkt Qárfestingarlán að upphæð um 1.443 milljónir króna en voru um 1000 milljónir árið áður, samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum. Heildarfjárfesting sem sótt var um lán til, var hins vegar 5.073 milljónir króna og var óskað eftir lánum að fjárhæð um 2.101 millj. króna. í vöruþróunar- og markaðs- deild voru samþykkt lán og styrkir að fjárhæð um 206 millj. kr. en námu 114 millj. króna árið 1987. Hjá Tryggingadejld útflutningslána voru veittar útistandandi ábyrgðir að fjárhæð um 500 milljónir um áramótin, en voru 165 millj. króna árið áður. Að sögn Braga Hannessonar, bankastjóra, er gert ráð fyrir minni eftirspurn eftir lánum á þessu ári en i fyrra. Hins vegar er búist við fleiri umsóknum frá fyrirtækjum um skuldbreytingar eldri lána en áður. Stafar það einkum af erfiðum ytri skilyrðum eins og söluerfiðleik- um á erlendum mörkuðum og minnkandi greiðslugetu viðskipta- manna iðnfyrirtækja. Bragi kvað stjórn Iðnlánasjóðs hafa fullan skilning á þessum vanda og sjóðinn vera reiðubúinn að að- stoða viðskiptamenn sjóðsins við að létta greiðslubyrðina, þegar ytri aðstæður hefðu þyngt hana um of. Fyrirtæki Samruni Bíla- borgar og Sveins Egilssonar ínánd Sameiningu bifreiðaumboðanna B’ilaborgar og Sveins Egilssonar er ekki að fullu lokið og ’afram unnið að m’alinu, að sögn þeirra Þór- is Jónssonar og Þóris Jenssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækjanna. Uppgjör frá endurskoðendum fyrirtækjanna er væntanlegt nú í vik- unni og segir Þórir Jensson að þá verði endanlega unnt að reka smiðshöggið á sameininguna. Þórir Jónsson segir það einnig hafa tafíð sameininguna að menn hafí viljað finna'betra fyrirkomulag á verkstæðismálum hins nýja og sameinaðá fyrirtækis til að fá fram sem mesta hagræðingu. Nú væru rekin tvö verkstæði í húsi Bílaborg- ar í Jámhálsi — annað fyrir stóra bíla en hitt fyrir fólksbíla. Menn vildu hins vegar helst geta leyst viðhaldsþjónustuna með einu verk- stæði til að fá sem besta nýtingu á mannafla, tækjabúnaði og hús- næði. Hefur verið ráðinn sérfræð- ingur til að fínna hagkvæmustu lausnina ’i þessu efni. Húseign Sveins Egilssonar í Skeifunni hefur verið auglýst til sölu um skeið. Segjast forsvars- menn fyrirtækjanna ekki hafa áhyggjur af því að hún reynist erf- ið í sölu vegna þess hversu auðvelt sé að búta húsnæðið niður og selja í hlutum, enda viðbrögðin fram til þessa sýnt að mikill áhugi sé fyrir húsnæðinu. Meirihluti hlutaljár í Hlaðbæ—Colas seldur HAGVIRKI hf. og Þróunarfélag íslands hf. hafa keypt 51% hluta- Samruni Volvo BM og Clark Michigan STOFNAÐ hefur verið eitt stærsta fyrirtæki í heiminum í framleiðslu á þungavinnuvélum, að sögn Hreggviðs Jónssonar markaðsstjóra hjá Brimborg hf. Fyrirtækið tók formlega til starfa 1. janúar sl. og heitir það VME Group, sem stendur fyrir Volvo BM, Michigan og Euclid. Fyrir- tækið var stofnað með samruna Volvo í Svíþjóð og Clark Michigan í Bandaríkjunum, sem höfðu áður verið sjálfetæð dótturfyrirtæki AB Volvo og Clark Equipment Company. Að sögn Hreggviðs mun nýja fyrir- tækið selja framleiðsluna undir merkjunum Volvo BM, Michigan og Euclid, auk þess sem Akermans, sænska gröfufyrirtækið, er einnig í samsteypunni. Höfuðstöðvar VME eru í Hollandi, en framleiðslan kemur frá 13 verksmiðjum víðs vegar um heiminn. Brimborg hf. hefur umboð fyrir VME á íslandi og hefur fyrirtækið ráðið sérstakan sölumann til að ann- ast sölu á framleiðsluvörum VME. fjár í Hlaðbær—Colas hf. malbik- unarstöðinni af Byggingarfélag- inu hf. Hluthafafundur var hald- inn síðastliðinn fimmtudag þar sem skipt var um stjórn og hinir nýju eignaraðilar tóku við. Hlað- bær — Colas hf. er eina fyrirtæk- ið hér á landi sem framleiðir malbik hér á landi fyrir utan malbikunarstöð Reylgavíkur- borgar og malbikunarstöð á Keflavíkurflugvelli. Hinn eignar- aðilinn, Colas Vejmaterial, er stórfyrirtæki i Danmörku á sviði vegalagningar og dótturfyrir- tæki Shell. „Eitt af því sem er á okkar stefnuskrá er að við eigum að hjálpa til við eigendaskipti á fyrirtækjum," sagði Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags- ins í samtali við Morgunblaðið. „Fyrirtækið Hlaðbær—Colas hf. er í svipuðum verkefnum og Hagvirki en jafnframt er hér um fyrirtæki að ræða í góðum rekstri. Við sáum þama leið til að örva viðskipti með hlutabréf. Þetta er spennandi fyrir- tæki í miklum vexti og við ætlum okkur að hafa arð út úr þessum bréfum með því að selja þau aft- ur,“ sagði Gunnlaugur. Hann sagði jafnframt að Hlað- bær—Colas hefði keypt eignir þrotabús Hvammsvkur hf. m.a. tanka í Hafnarfírði sem nýttust fyrirtækinu undir malbik. SÖLUMAÐUR ÁRSINS — Siguijón Stefánsson sem JCB útnefndi sölumann ársins á Norðurlöndum stendur hér fyrir fram- an nýtt tæki frá JCB, svonefnt Loadall, sem býr yfir þeim eiginleikum að vera lyftari, krani og grafa í senn. Nýr formaður Skýrslu- tæknifélags íslands Á NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi Skýrslutæknifélags íslands tók Halldór Kristjánsson verkfræð- ingur við formannsstarfi af Páli Jenssyni prófessor, sem hefur gegnt því stafi sl. tvö ár, en hann gaf ekki kost á sér áfram. Félagið, sem er samtök einstakl- inga, fyrirtækja, stofnana og starfs- manna þeirra sem hagnýta sér tölvu- og upplýsingatækni, hefur það að markmiði að vinna að efl- ingu upplýsingatækni á íslandi og hvetja til skynsamlegrar og hag- kvæmrar notkunar á tölvum. Vetr- arstarfið hófst með félagsfundi 2. mars sl. í apríl verður hálfs dags ráðstefna um hagnýt tölvusam- skipti. í júní er á dagskrá hin ár- lega NordDATA ráðstefna, sem verður í Kaupmannahöfn. Þá verður fysta fjölþjóðlega ráðstefnan um tölvur í skólastarfi haldin hér á landi í sumar. Ráðstefnan mun einkum fjalla um námshugbúnað fyrir nem- endur á aldrinum 11—20 ára. Þeir sem hafa áhuga á að fræð- ast nánar um félagið eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu fé- lagsins, í síma 27577. IMÝTT Á ÍSLANDI! Hljóðdeyfikerfi í bifreiðar og vinnuvélar úr ryðfríu gæðastáli 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á EFNIOG VINIMU - Ert þú meí ryðfrítt undir bílnum ? - Eina örugga vörnin - Upplýsingar og pantanasímar: 652877 og 652777 ÍSLEIUSKT FRAMTAK HF., HUÓÐDEYFIKERFIHF., Stapahrauni 3, Hafnarfirði StarfsmaðurGlóbus sölu- maður ársins hjá JCB við JCB er orðið um 25 ára gamalt og salan hjá þeim hefur meir en tvöfaldast frá 1985. Þá seldust samtals 7500 eintök af þessum vél- um í heiminum en á síðastliðnu ári fór þessi tala í 16 þúsund eintök. Það er mjög einkennandi fyrir JCB hvað þeir leggja mikla áherslu á markaðsmálin. Ég get nefnt sem dæmi að í tengslum við 25 ára sam- starfsafmælið sem haldið var hér í desember kom 10 manna hópur með mikið af búnaði í tengslum við hátíðahöldin. Þórður benti á að þó síst skyldi dregið úr mikilvægi góðra sölu- manna væri þjónustuþátturinn sífellt að verða mikilvægari. Góð varahluta- og viðhaldsþjónusta yrði að vera til staðar ef söluárangur ætti að nást í framtíðinni. „Það er og verður ætíð okkar mikilvægasti verkefni að tryggja að svo sé. Því til áréttingar er fyrirhugað mikið markaðs- og þjónustuátak í sam- starfí við JCB verksmiðjumar." SÖLUMAÐUR hjá Glóbus hf., Siguijón Stefánsson, hefiir verið val- inn sölumaður ársins á Norðurlöndum hjá breska vinnuvélaframleið- andanum JCB. Valið byggist á aukinni sölu á JCB vinnuvélum hér á landi á síðastliðnu ári miðað við fyrri ár. Hann hlýtur í verðlaun utanlandsferð að eigin vali fyrir sig og eiginkonu sína. En hveiju þakkar Siguijón að hann skyldi ná þessum árangri? „Ég þakka þetta fyrst og fremst góðum vélum, góðri starfsaðstöðu og góðum stuðningi frá öflugu fýr- irtæki," sagði Siguijón í samtali við Morgunblaðið. „Einnig hafa komið fram nýjungar sem henta vel hér á landi. Én samkeppnin er gífurlega hörð milli þeirra aðila sem eru á markaðnum hér á landi. JCB er 5 mikilli sókn í heiminum og þeir eru mjög framsæknir. Þeir eiga jafnvel til að breyta vélunum tvisvar á ári.“ Siguijón sagðist telja að góður sölumaður þyrfti að hafa til að bera afburðaþekkingu á vélunum. Þar nyti hann góðs af menntun sinni , sem vélstjóri. Þá sagði Siguijón að sölumenn þyrftu að hafa góð per- sónuleg tengsl við viðskiptamenn og geta svarað þörfum þeirra vegna þess útbúnaðar sem þeir væru að sækjast eftir. Þórður Hilmarsson, forstjóri Gló- bus, sagði að um 300 JCB vélar hefðu selst frá upphafí hér á landi en á síðustu tveimur árum hefðu selst um 40 vélar. „Samstarf okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.