Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 39
Clprt Elsku Bjami Ómar, Rósa og Ragn- heiður, Rósa eldri og þið öll fjölskyld- an sem svo hetjulega börðust með Ingu uns yfír lauk. Guð blessi ykkur og styrki nú og um alla framtíð. Þið eruð rík að hafa átt hana Ingu og ég þakka fyrir að hafa fengið að eignast ofurlitla hlutdeild í lífi henn- ar og ykkar um stund. Við Torfí og bömin flytjum ykkur einlægar vin- áttu- og samúðarkveðjur. Guð blessi minningu kærrar vinkonu. Kristín Magnúsdóttir „Vinur þinn er þér allt.“ „Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaður sér íjallið best af sléttunni. Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn til- gang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar einhvers annars en síns eigin leyndardóms, er ekki vinátta, heldur net, sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmálsfiskar." (Kahlil Gibran) Flestar okkar kynntumst Ingu haustið 1980, þegar hún réð sig til starfa við Snælandsskóla. í Snæ- landsskóla var unnið að nýbreytni í kennsluháttum og réð Inga sig gagn- gert til skólans til að taka þátt í mótunarstarfínu. Hún lagði sig alla fram, enda var hún hugsjónakona, búin eiginleikum sem við teljum ein- staka. „Heyriði stelpur, mér var að detta svolítið í hug...“ Þessi setning heyrðist oft á kennarastofunni og hafði þau áhrif að allir lögðu við hlustir, Ihuguðu og endurskoðuðu hugmyndir sínar. Því Inga hafði ákveðnar skoðanir og var ófeimin að láta þær í ljósi. Hún var eldhugi sem hreif fólk með sér. Hugmyndir hennar um bætta og betri kennslu- hætti voru skýrar og settar fram á lifandi og skemmtilegan hátt. Hún sá hlutina í víðara samhengi en margir g þess vegna gátum við sótt svo margt í hennar smiðju. Um kennarann segir Kahlil Gibr- an: „Ef hann er i sannleika vitur, þá býður hann ykkur ekki inn í hús vísdóms sins, heldur leiðir hann ykkur að dyrum ykkar eigin sálar.“ Þannig kennari var Inga. Hún leið- beindi, benti á, hreif nemendur með sér og gerði kröfur til þeirra sem hún vissi að voru raunhæfar, en mörgum þóttu strangar. Við söknum Ingu sárt. Hún var okkur svo mikils virði og það er svo margs að minnast. Efst í huga okkar er gleðin og hláturinn í kringum Ingu, sem alltaf kom auga á spaugi- legar hliðar tilverunnar. Hún gat ávallt hlegið að sjálfri sér og kring- umstæðum sínum, jafnvel þó sárs- aukinn væri ekki langt undan. Þá kom fram hve sterk og heilsteypt hún var. Þessir eiginleikar Ingu ásamt hinum mikla baráttuhug henn- ar hafa eflaust hjálpað henni mikið á þessum síðustu og erfíðu árum. Það var aldrei ládeyða í kringum Ingu og mun hún og hugmyndir hennar lifa áfram í hugum okkar. Við sendum Bjama Omari, Rósu, Ragnheiði, Rósu móður Ingu og öðr- um aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. - Kristrún, Halla, Vala, Ella, Sigga og Guðbjörg. Með örfáum orðum langar okkur skólasystkinin að minnast Ingu. Við kynntumst á menntaskólaárum okk- ar á Akureyri vetuma 1969—1973 en sum okkar höfum þekkt hana allt frá bamæsku. Það var gott að koma á heimili foreldra Ingu, þeirra Rósu og Gunnlaugs, sem nú er lát- inn. Okkur skólafélögunum stóðu dyr þeirra ævinlega opnar og nutum þess í ríkum mæli að sækja þau heim. Þar ríkti ávallt glaðværð og góður andi og fyrir okkur, sem vorum íjarri heimilum okkar var ómetanlegt að geta sótt þangað holl ráð en umfram allt væntumþykju. Það ástríki, sem einkenndi foreldra hennar, endur- speglaðist í lundarfari Ingu. Hún var hvers manns hugljúfí, glaðleg og kímnin aldrei langt undan. Hún var $r i n,< HJI4 <?if*A iavn iorow MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 88 39 dugnaðarforkur en umfram allt ein- staklega ljúf manneskja. Það sýndi sig bezt í hennar erfíðu veikindum síðustu misserin. En þrátt fyrir harða baráttu, var ætíð stutt í glettnina. Við svo ótímabæran dauða ungrar og glæsilegrar konu, verður okkur orða vant. Við sendum eiginmanni . Ingu, litlu dætrunum tveimur, Rósu móður hennar, Gísla og öðrum að- standendum dýpstu samúð okkar. Eftir situr sorgin í huga okkar allra en einnig gleði yfír ljúfri minningu um góða og glaðværa vinkonu. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Pía, Ellen, Adda, Þórdís, Arna, Rósa, Dísa, Friðný, Hörður, Elli, Bjössi og Palli. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, tengdadóttir okkar, lést 28. febrúar og verður jarðsett í dag. Hún varðist snarplega gegn harðri hríð eins grimmilegasta sjúkdóms, sem hvað mestum mannskaða hefur valdið á íslandi hin síðari ár. Við leiðarlok koma í hugann fjöldi minninga tengdar þessari fallegu, indælu konu, og fyrstu kynnin verða kannski ógleymanlegust. Ingibjörg og Gísli bróðir hennar voru komin norðan frá Akureyri, böm hjónanna Rósu Gísladóttur og Gunnlaugs Jó- hannssonar, og voru bæði að bæta við menntun sína, hún við Kennara- háskólann, en hann við iðnfræðslu. í húsnæðiserfíðleikum deildu þau systkinin Mð með syni okkar Bjama Omari, sem þá var nýkominn frá verkfræðinámi í Noregi. Sá ljóður var á hans ráði, að kunnugir töldu, að hann hafði þá aldrei horft framan í stúlku eða gætt að fögrum kvenleg- um yndisþokka. Og þegar við hjónin sátum í fyrsta skipti við kaffíborð þeirra þremenninganna, sem Ingi- björg hafði búið og framreitt af sinni lipurð og smekkvísi, varð mér (föður Bjama Omars) hugsað: Ef drengur- inn gerir ekki þessa stúlku að tengdadóttur minni, þá verður hon- um ekki við bjargað. Það varð mér því gleðiefni nokkrum vikum síðar, er ég sá innilegt handtak þeirra og talandi augnatillit. Já, slík vom fyrstu kynni. Það leið heldur ekki langur tími þar til forsjónin batt þau fastari böndum er Ingibjörg bjargaði á vissan hátt lífí Bjama Ómars á örlagastundu — að hann segir sjálfur — og þar með hófst sambúð þeirra. Brátt eignuðust þau Mð í Eskihlíð 12 og síðar á Sjafnargötu 8 í gömlu en virðulegu húsi og komu sér þar vel fyrir og undu hag sínum hið besta. Bæði í góðum störfum, þeim er að var stefnt á námsbrautum og bæði urðu þau vinsæl meðal sam- starfsfélaga. Fyrir okkur — gamla fólkið — var það sannarlega ham- ingjuefni að sjá hve vel þau undir- byggðu farsæla sambúð og enn varð það gleði- og hamingjuauki, er bless- aðar litlu stúlkumar þeirra komu í heiminn, fyrst Rósa, nú 9 ára og svo Ragnheiður 5 ára. Það urðu því margar heimsóknir okkar utanbæjarfólksins á heimili þeirra. Þó að Ingibjörg væri útivinn- andi húsmóðir með nokkur heima- verkefni frá skólanum og kennslu- undirbúning, var það jafnan svo að henni fannst viðdvöl okkar of stutt — enda var hún greinilega atorkusöm og fljótvirk við úrlausn verka sinna. Enda hafði hún yndi af ævistarfínu er hún hafði helgað sig. Fræðslu- og uppeldismál þurfti ekki að ræða lengi við hana til að verða það ljóst að hún var kenriari af lífi og sál. Henni var það nautn að stuðla að vexti og visku bamanna, sem í henn- ar umsjón voru. Já, framtíðin virtist brosa við flöi- skyldunni. Svo gerðist það að á miðju sumri 1986 að við fáum frétt af þvi að skæð (illkynja) meinsemd hefði fund- ist ofan hnés vinstri fótar Ingibjarg- ar, sem leiða myndi til stóraðgerðar strax að lokinni rannsókn. Þetta kom eins og þmma úr heiðskíra lofti. Við höfðum verið í heimsókn hjá henni fyrri fáum dögum. Þá var hún jafnaf- gerandi og elskuleg sem fyrr. Þess sáust engin merki, hvorki í hreyfíng- um eða með orðum, að nokkuð am- aði að. Allt virtist jafnbjart og fag- urt framundan sem áður. Dugnaður hennar og bjartsýni gaf okkur vonir um varanlegan bata eft- ir stóraðgerð í Svíþjóð, og svo leit út í nær tvö ár. En þá varð ljóst að aftur þyrfti að leita læknaaðstoðar í Svíþjóð. Ekki leiddi það til jákvæðrar niðurstöðu. En ekki var gefíst upp. Fyrir tilstuðlan læknishjóna úr vina- hópi, sem starfa í Kanada, var í haust farið til Toronto í Kanada á velþekkt sjúkrahús. Þaðan kom hún vonsvikin. Þrátt fyrir það, sem á undan var gengið, var dugnaður hennar og staðfesta með ólíkindum við að búa nýja heimilið þeirra í Jöklafold 12 sem glæsilegast fyrir jólahátíðina — húsið, sem átti að verða sælureitur fjölskyldunnar. En það mun vera svo að þessi grimmi- legi sjúkdómur lætur sjaldan bráð úr greipum ganga. Hann brýtur nið- ur mótstöðu sjúklinganna og skilur þá eftir varnarlausa. Þrátt fyrir frá- bæra umönnun tveggja hjúkruna- rkvenna úr ætt hennar lést Ingibjörg á heimili sínu 28. febrúar, aðeins 35 ára gömul. Farsælu — en alltof stuttu ævi- starfí — er lokið. Kennarastéttin hefur misst ágætan starfsfélaga. Einnig er skarð fyrir skildi hjá vina- hóp Ingibjargar og Bjama Omars. En sárastur er þó söknuður og mestur missir hjá Bjama og litlu móðurlausu telpunum, svo og eftirlif- andi móður og bróður hennar. Um leið og við hjónin þökkum Ingibjörgu frábærlega góð kynni og margar ánægjustundir á heimili þeirra Bjama Ómars, biðjum við blessunar þess „sem stýrir stjarna her“ öllum þeim er bera harm í hjarta. Ragnheiður og Jón Tómasson Kveðja frá Snælandsskóla Sú harmafregn barst okkur, starfsfólki Snælandsskóla í Kópa- vogi, að morgni þess 28. febrúar sl. að Ingibjörg Gunnlaugsdóttir fyrram samkennari okkar væri látin. Ingibjörg eða Inga eins og hún var kölluð í daglegu tali fæddist á Akureyri hinn 5. apríl 1953. Þar átti hún heima til tuttugu ára ald- urs. Hún lauk stúdentsprófí frá MA árið 1973 og kennaraprófí frá Kenn- araháskóla Islands árið 1978. Næstu tvö árin þar á eftir kenndi hún við Álftanesskóla en haustið 1980 réðst hún til starfa við Snæ- landsskóla í Kópavogi. Inga skipaði sér strax í hóp virt- ustu og farsælustu kennara skólans. Hún var einstaklega heilsteypt manneskja, hreinlynd og góður félagi og varð fljótt trúnaðarmaður kenn- ara í skólanum. Hún var glögg- skyggn, hugmyndarík og vel lesin á hinu faglega sviði. Sívakandi yfir því sem betur mátti fara og ávallt reiðu- búin að takast á við ný viðfangsefni sem hún taldi geta bætt skólastarfið. Inga var í fararbroddi í þeim hópi kennara sem stóðu að ýmsu ný- breytnistarfi í skólanum bæði á yngra og eldra stigi, eiskuð af nem- endum sínum og virt af samkennur- um og foreldram. Fyrir um það bil þremur áram hófst barátta hennar við krabbamein og varð sú barátta bæði löng og ströng. Þrátt fyrir alla þá reynslu var Inga ævinlega bjartsýn. Barðist hetjulega fyrir lífí sínu og gerði á stundum glóðlátlegt gaman að fötlun sinni. í hennar orðaforða var uppgjöf ekki til. Þótt við gerðum okkur einhverja grein fyrir þeirri sálarkvöl sem inni fyrir bjó þrátt fyrir ytri glaðværð getur enginn sett sig í annarra spor. Þrátt fyrir langa baráttu og á stundum óvægna kom dauði Ingu okkur á óvart, svo skjótt bar hann að. Við, starfsfólk Snælandsskóla, viljum með þessum fáu línum votta minningu Ingu virðingu okkar og þökkum fyrir samstarf liðinna ára. Ómari, dætranum tveim og öllum ástvinum og venslafólki sendum við innilegar samúðarkveðjur. Reynir Guðsteinsson Rúmlega þrítug, tveggja barna móðir, lífsglöð og elskuleg eiginkona, góður kennari ungra bama, um- hyggjusöm dóttir . . . Inga bókstaflega geislaði af lífsorku og gleði. Hún var glettin og skemmtileg og lífið var spennandi erill, hamingjusamur erill, sem hún auðsjáanlega naut að takast á við. Hún var miðpunkturinn í yndislegri §ölskyldu og þar var sól og vor í lofti. Þá skyndilega fellur tjaldið. Auð- vitað á það fyrir okkur öllum að liggja að deyja einhvemtímann, en hvers vegna fær ekki ungt fólk í blóma lífsins að lifa? Lifa og njóta þess að útdeila áfram ást og um- hyggju til ástvina sinna og njóta þess að fá ríkulega endurgoldið í sömu mynt. Hvers vegna era þau tekin frá okkur? Hvers eiga þau að gjalda sem stóðu henni næst? Hver er tilgangurinn? Þetta tómarúm er svo skrítið og óútskýranlegt — og svo óendanlega sorglegt. Megi góður Guð styrkja og blessa elsku Ómar, Rósu og Ragn- heiði, Rósu móður Ingu, Boggu og Gísla og aðra ættingja og vini. Þökk sé góðum Guði fyrir að senda þetta ljós, sem nú er slokknað, inní líf okkar og megi hann fyrr eða síðar veita svör við spumingum okkar. Tóta, Tommi og börn. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H.K. Laxness) „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.“ Mörg minningar- brot líða gegnum hugann þegar vin- ir kveðja, og þannig er því farið nú þegar Ingibjörg hefur kvatt okkur svo langt um aldur fram. Við áttum eftir að gera svo margt. Við sem eftir erum stöndum hljóð, niðurlút og vanmegnug og okkur verður ljóst hve lítið við skiljum og skynjum. Það er á svona stundum sem ljóst verður að vegir guðs era órannsakanlegir. Sumir þurfa að hittast oft og lengi til að kynnast að einhveiju ráði. Aðrir kynnast aldrei þó þeir umgang- ist hver annan daglega í mörg ár. Svo era þeir sem hittast fyrsta sinni og finnst eins og þeir hafi þekkst alla ævi. Þannig var því farið með okkur Ingu. Við þekktumst ekki lengi en okkur fannst eins og við hefðum þekkst alla ævi, svo lík voru áhuga- málin og lífsviðhorfín. „Hvers vegna kynntumst við ekki fyrr?“ var setning sem flaug oft á milli okkar. Þegar Inga hóf störf á fræðslu- skrifstofu Reykjanessumdæmis fyrir tæpum 2 áram var ljóst að þar fór afar sérstæður persónuleiki. Inga hreif hugi og hjörtu okkar allra með skarpskyggni sinni, dugnaði, ljúfri framkomu, eilífri bjartsýni og smit- andi hlátri. Hún var óhrædd við að hafa sínar eigin skoðanir á málum og tjá þær. Hún tók ekkert sem sjálf- sagðan hlut og varpaði oft fram spurningum sem fékk okkur, sem unnu með henni, til að skoða hlutina út frá öðrum sjónarhomum. Það var mikið lán fyrir okkur öll að fá að kynnast Ingu. Hennar er sárt saknað og minningin um hana mun fylgja mér hvert ógengið fótspor. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Ég sendi Bjama Ómari, Rósu og Ragnheiði, móður Ingu, bróður og öðrum aðstandendum, mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið góðan guð að blessa minningu þessarar ein- stöku konu sem var uppspretta gleði hjá okkur svo ótalmörgum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Valgerður Snæland Jónsdóttir Nú, þegar ég kveð mína æskuvin- konu, rifjast upp minningar um ynd- islegar stundir sem við áttum saman á uppvaxtaráram okkar norður á Akureyri. Fyrst kemur í hugann er við sátum saman á sama græna koll- inum í eldhúsinu í Munkaþverár- stræti, þar sem foreldrar Ingu bjuggu, og borðuðum hrísgijóna- grautinn áður en við héldum í Hreið- arsskóla, þá 5 ára títlur. Upp frá því sátum við meira og minna saman alla okkar skólatíð. Gunnlaugur faðir Ingu var mikill hagleikssmiður og smíðaði hann lítil skrifborð og stóla fyrir okkur báðar, sem hefur skipað veglegan sess á heimili mlnu æ síðan. Ur Hreiðarsskóla lá leiðin I Bama- skóla Akureyrar og síðan I gagn- fræðaskólann. Eru mér sérstaklega minnisstæðar „permanent-tilraunir" okkar á þessum áram sem enduðu oft með ósköpum, en tilraunimar héldu samt alltaf áfram. Kom það fyrir að við gengum með húfíi I nokkra daga á eftir. Úr gagnfræðaskólanum lá leiðin síðan I menntaskólann og margt var brallað á þeim áram. Á hveiju hausti fórum við Inga I annáiaðar innkaupa- ferðir til Reykjavíkur. Gengum við Laugaveginn upp og niður I þijá til fjóra daga látlaust og kunnum allar búðir utanað. Á kvöldin fóram við I fjölskylduheimsóknir og seinna meir I Klúbbinn. Eftir eina ballferðina I Klúbbinn komum við til aldinnar frænku og sögðum henni tíðindin, en hún spurði I sakleysi sínu „hver leiddi dansinn“. Það þurfti lítið til að fá okkur til að hlæja á þessum áram og hlógum við I mörg ár að þessu. Foreldrar Ingu, Rósa og Gunn- laugur, fluttu úr Munkaþverárstræt- inu I Álfabyggðina og var þá stutt að hlaupa til Ingu úr Austurbyggð- inni. Þau vora ófá kvöldin á mennta- skólaáranum sem setið var I Álfa- byggðinni langt fram á nótt og mál- in krafin til mergjar. Við voram all- mörg sem héldum hópinn og alltaf var okkur vel tekið I Álfabyggðinni, sama hvenær sólarhringsins það var. Mér er enn I minni þegar við útskrif- uðumst og Rósa og Gulli buðu öllum hópnum heim I mat. Mikið ægilega var gaman að lifa þá. Að menntaskólaáranum liðnum héldu félagamir hver I sína áttina, eins og gengur, er þeir fóru að und- irbúa sitt lífsstarf. Inga valdi kennsl- una og þar var hún öragglega á réttri hillu. Hún tók á leigu litla íbúð en undarlegt fannst okkur félögun- um að leigjandi fylgdi með, bróðir eigandans. En mikið var hún Inga mín lánsöm að fá þennan leigjanda með, því leigjandinn, Bjarni Omar, varð síðar hennar lífsföranautur. Þau pössuðu svo vel saman, eins og sköp- uð fyrir hvort- annað. Fjölskyldan stækkaði, fyrst kom Rósa og síðan Ragnheiður. Alltaf var heimilið opið upp á gátt fyrir gestum og gang- andi. Það var svo notalegt að líta inn og ræða um lífið og tilverana við þau hjónakomin og ósjaldan hitti maður einhvem úr fjölskyldunni að norðan sem átti samastað hjá Ingu og Óm- ari. Við Inga brostum I kampinn og var mikið skemmt þegar frænkumar ungu að norðan vora að koma suður I kaupstaðarferð og höfðu aðsetur hjá Ingu. Sagan var farin að endur- taka sig. Um hvítasunnu fyrir tæpum þrem- ur áram gisti ég hjá Ingu og ðmari og sátum við þá langt fram á nótt og skipulögðum væntanlega ferð fjöl- skyldunnar til Þýskalands, fara átti I Moseldalinn. Er við sátum og rædd- um málin kom fram hjá Ingu að hún væri slæm I öðram fætinum, þetta hlyti að líða hjá. En þetta leið ekki hjá. Mánuði seinna var Inga farin til Svíþjóðar til læknismeðferðar og dvaldist þar I ár. Ferðin I Móseldalinn var ekki farin það árið. Fjölskyldan hefur staðið sem klett- ur við hlið þeirra á þeim erfíðu tímum sem fóra I hönd. Egill og Haddý, frænka Ingu, fóru með dætumar Rósu og Ragnheiði til Hollands um sumarið og þar hitti ég þær, þar sem þær vora að teikna myndir og senda til mömmu I Svíþjóð. Ári seinna fékk ég póstkort úr Móseldalnum, ferðin var farin eftir allt saman, aðeins ári seinna en til stóð. Inga kom heim full af lífskrafti og næst var farið að skoða teikning- ar að væntanlegu húsi við Jöklafold. Síðast sá ég Ingu 20. desember fyrir rúmu ári er hún kom norður til að halda jól. Kom hún I afmæli móður minnar þennan dag. Hún leit svo vel út, kom inn I stofuna fallega klædd og glæsileg og gekk óstudd. Nú var ég viss um að hún væri búin að sigra. Því miður hafði ég rangt fyrir mér, sjúkdómurinn tók sig upp aft- ur. Inga fór ásamt Ómari, sinni styrku stoð, til Svíþjóðar og síðan til Toronto I Kanada I nóvember sl. og ég fylltist von, en vonin brást. En Inga mín flutti engu að síður inn I húsið við Jöklafold um hátíð- amar og átti þar góðar stundir með fyölskyldunni. í dag kveð ég mína góðu vinkonu. Ég á einungis yndislegar minningar um hana og sé hana fyrir mér eins og ég sá hana síðast, glæsilega og sigurvissa. Ég og fjölskylda mln vott- um Bjarna Omari, dætranum ungu, Rósu, Gilla og Borghildi okkar inni- legustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímamótum. Þórdis G. Arthursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.