Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 25 Guðmundur Jónsson arkitekt við uppdrátt er sýnir torgið sem verður á miðju Miklatúni. er að torgið sjálft verði heilsteypt myndverk. Þannig vil ég gefa tún- inu nýtt og aukið gildi og helst vildi ég sjá þar fleiri höggmyndir, sem lýstar yrðu upp á kvöldin. Sjálfur á ég þann draum að í framtíðinni verði Miklatún, sem einu sinni var kallað Klambratún, kallað „Kjarvalslundur" í virðing- arskyni við meistarann." Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg hefur teiknað á Miklatúni. tengja söfiiin og sýningarsalnum. Neðri myndin sýnir grunnmynd af ívernig þau tengjast Kjarvalsstöðum. Hertar reglur um endurnýjun eldri flugvéla: 31,5 milljóna króna kostnaðarauki á vél REKSTUR eldri farþegaþotna verður kostnaðarsamari á næstu árum vegna hertra reglna um viðhald og endurnýjun sem vænst er að verði settar í Bandaríkjunum, segir breska blaðið Financial Times þann 1. mars síðastliðinn. Bandaríska flugmálastjórnin hefúr staðið fyrir ítarlegum rannsóknum á ástandi eldri flugvéla í samvinnu við framleiðendur. Búist er við að reglurnar nái til flugvéla sem hafa náð 20 ára aldri, með frávikum vegna mismun- andi álags. Áætlaður kostnaður vegna hins aukna viðhalds er um 31,5 milljónir króna á hveija þotu. Flugleiðir sleppa við þennan kostnaðarauka, þar sem þotur fyrirtækisins að einni undanskil- inni hafa verið seldar, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafull- trúa. Boeing 737 vélar Arnarflugs hafa þegar verið settar í sérs- takt eftirlit og endurnýjun. Samtök bandarískra flugfélaga kynntu um síðustu mánaðamót til- lögur, sem þau hafa sent banda- rísku flugmálastjóminni, um að- gerðir til að auka öryggi eldri þotna. Samtökin leggja til að allar þotur verði teknar til gagngerrar skoðun- ar og endumýjaðir ákveðnir hlutar þeirra eftir að þær hafa náð 20 ára notkun. Flugmálastjómin mun í framhaldi af þessum tillögum semja reglugerð fyrir löggjafann og í frétt Financial Times er sagt víst að þær reglur verði fyrirmynd samskonar reglna í öðram löndum. Reglubreytingarnar era sagðar afrakstur langvarandi rannsókna á vegum flugfélaga, flugvélafram- leiðenda og flugmálayfirvalda. Stærsti framleiðandinn, Boeing, hefur tilkynnt að af 7.400 flugvél- um þeirra sem era í notkun í heimin- um, séu um það bil 3.500 eldri en 12 ára og um 1.000 eldri en 20 ára. Framleiðandinn segir vélamar vera öraggar, en þar sem þær elstu vora smíðaðar á sjötta áratugnum og þeim sjöunda, sé ljóst að tækni hefur fleygt mjög fram. Sumar þeirra kunni að þurfa mun meira viðhald en núverandi reglur kveða á um, meðal annars vegna þess að þ'ær hafa lent og tekið á loft mjög oft eða flogið við aðstæður sem valda hættu á tæringu, til dæmis á Kyrrahafsleiðum. Bandaríska flugmálastjómin hélt ráðstefnu um þessi mál í fyrrasum- ar með þátttöku framleiðenda og flugfélaga. Þar var samþykkt að taka alvarlega á þessum málum og rannsaka ítarlega hvað hægt sé að gera til aukins öryggis vélanna. Boeing, Douglas, Airbus, Lock- heed og Fokker verksmiðjumar hrandu af stað rannsókn á sínum vélum í samvinnu við flugfélög. Boeing hefur þegar skilað niður- stöðum og vænst er niðurstaðna fljótlega frá hinum. í rannsókn Boeing vora skoðaðar 72 flugvélar (sex B-707, 31 B-727, 21 B-737 og 14 B-747). Allar nema þijár, það er 5%, stóðust kröfur núgild- andi reglna um ástand þeirra. Tillögur Boeing um úrbætur era um endurnýjun ákveðinna hluta vélanna þegar tilskyldum aldri, með tilliti til notkunar, er náð. Þá á að skipta um ákveðna hluta flugvél- anna, án tillits til þess hvort galli finnst í þeim eða ekki, og á við um allt frá smæstu hnoðum og skrúfum upp í stærri hluta. Þrátt fyrir aukinn kostnað sem af hinu aukna viðhaldi leiðir, er ekki talið að það sé hreinn kostnað- arauki fyrir flugfélögin, segir í Fin- ancial Times. Ástæðan er sú, að þessar aðgerðir era taldar lengja notkunartíma flugvélanna. Flugleiðir munu ekki verða fyrir fjárútlátum vegna umræddra reglu- breytinga. Einar Sigurðsson segir að þegar hafí verið seldar allar þotur félagsins nema ein, sem reyndar er elsta Boeing þotan, 21 árs gömul. „Það er verið að skoða hvað gert verður við hana. Hún hefur hins vegar þá sérstöðu að hafa um helmingi minni tíðni flug- taka og lendinga en sambærilegar vélar,“ segir Einar. „Allar vélamar vora seldar á góðu verði og, að því er menn héma telja, á hárréttu augnabliki þegar vantaði vélar á markaðinn og verð var hátt. Auk þess vora hávaðatakmarkanir að nálgast og við sleppum við erfið- leika vegna eldri vélanna.“ Allar DC-8 vélamar hafa verið seldar og að ári liðnu verður flugfloti Flug- leiða nýjar vélar, Boeing 737 og 757. Fyrstu 737 vélamar verða teknar í notkun í maí og júní á þessu ári, að sögn Einars. Amarflugsþotumar era báðar af gerðinni Boeing 737. Önnur þeirra, 22 ára gömul, var í athugun verk- smiðjanna og er þegar komin í sér- staka viðhaldsáætlun sem slíkar vélar vora settar í eftir að gat rifn- aði á 737 vél yfir Hawaii í fyrra, að sögn Ellerts Eggertssonar yfir- flugvirkja félagsins. Hin vélin, 18 ára gömul, fer í ítarlega skoðun í vor. Ellert sagði ekki ólíklegt að þessar hertu reglur verði settar í framhaldi af þeim atvikum sem þegar hafa orðið. Hann taldi að viðhald Amarflugsvélanna muni kosta nokkur hundrað þúsund doll- ara, en hafði ekki nákvæmar upp- lýsingar um upphæðina. Fjármálaráðherra segir niðurskurð einnig eiga að ná til námsferða lækna: Hneykslaður á ráðherra - segir formaður samninganefndar sjúkrahúslækna Fjármálaráðherra sagði á fúndi með starfsfólki Borgarspítal- ans fyrir helgi, að hann teldi að námsferðir og dagpeningar lækna ættu ekki að vera undanþegin þeim niðurskurði á launakostnaði hjá ríkisstofiiunum, sem nú fer fram. Formaður samninganefiid- ar sjúkrahúslækna segist vera undrandi og hneykslaður á þessum ummælum. Siðareglur lækna geri ráð fyrir því að þeir haldi menntun sinni við, og styrkir til námsferða séu einn mikilvæg- asti þátturinn í þvi að íslensk læknastétt sé vel menntuð, sem geri kleyft að halda uppi góðri lieilbrigðisþjónustu hér á landi. Samkvæmt frétt Tímans, af fundi Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra, sagði hann, að það væri undarlegt að læknastéttin hafi ekki lýst sig reiðubúna til að endurskoða þau ótrúlega góðu kjör, sem hún búi við. „Námsferðir, utan- landsferðir og dagpeningar eiga ekki að vera undanþegin þeim nið- urskurði sem nú fer fram. Það er verið að skera þennan kostnað nið- ur hjá öHum öðram ríkisstarfs- mönnum á íslandi og læknamir eiga ekki að vera undanþegnir í þeim efnum. samninganefndar sjúkrahúslækna, sagði það ekki vera til umræðu í kjarasamningum lækna, að þeir afsöluðu sér réttindum_ til náms- ferða á einhvem hátt. „Ég er raun- ar alveg undrandi og stórhneykslað- ur á menntamanni að hafa þessa framgöngu og hann skuli vera með það lýðskram að halda því fram, að þetta standi í vegi fyrir kjarabót- um annara stétta í landinu. Mér tekur það einnig sárt að hlusta á heilbrigðisráðherra nánast dansa eftir því sem Ólafur Ragnar gaspr- ar,“ sagði Sverrir. Hann sagði að síðan 1971 hefðu sérfræðingar í fullu starfi átt rétt á að fá greitt árlega sem samsvar- aði einu fargjaldi til og frá útlöndum vegna endurmenntunar, og einnig dagpeninga í 15 daga. Þessar greiðslur væra því aðeins inntar af hendi að læknar færa í námsferðir. „Við teljum þetta ekki vera sér- réttindi því þetta er eitthvað af því mikilvægasta sem við höfum til að viðhalda okkar menntun. Það er enginn efi á því, að þetta er þáttur í því að við eigum vel menntaða læknastétt. Og við eram í gegnum þetta orðnir mjög virkir þátttakend- ur í alþjóðlegu starfi. Það er meðal annars út af því sem við erum með stór þing hér heima, sem veita pen- ingum inn í landið ef menn vilja fara að horf a á þetta út frá peninga- hliðinni," sagði Sverrir Bergmann. Starfsmannafélag ríkisstofiiana: Krafist 15% hækkunar FUNDUR launamálaráðs og stjómar Starfsmannafélags rikisstofiaana hefiir krafíst þess að komið verði til móts við réttmætar kröfúr verka- lýðshreyfíngarinnar um efitirtalin atriði. Skerðing kaupmáttar frá síðustu samningum verði bætt með 15% almennri launahækkun, lægstu laun hækki sérstaklega og verði ekki lægri en 50 þúsund kr. á mán- uði. Þá komi til fiill kaupmáttartrygging og kjör starfsstétta, sem vinna sambærileg störf, verði samræmd. Ég hef fengið tölur um það að á þessu ári gæti það þýtt tæplega 90 milljóna króna útgjöld ef allir lækn- amir nýttu sér þessi réttindi til undanlands- og námsferða með til- heyrandi dagpeningakostnaði eins og samningar segja til um, það er tæplega helmingur af þeirri upphæð sem læknar Landsspítalans héldu sérstakan blaðamannafund út af og sögðu við sama tækifæri að það væra biðraðir 2000 manna sem biðu aðgerða vegna bæklunar og annara sjúkdóma og þetta myndi koma nið- ur á þeim. Eigum við ekki fyrst að láta þetta koma niður á sérréttind- unum?“ hefur Tíminn eftir íjár- málaráðherra. Sverrir Bergmann formaður Þá er mótmælt harðlega „þeirri verðhækkunarskriðu, sérstaídega frá opinberam þjónustuaðilum, sem nú er hleypt á launþega bótalaust." Áhersla er lögð á að samningum verði hraðað, eins og kostur er, ann- ars hljóti verkalýðshreyfingin að leita leiða til að knýja viðsemjendur að samningaborði til raunveralegra samningaviðræðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.