Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 Minning: Ingibjörg Gunnlaugs dóttirfrá Akureyri Fædd 5. aprfl 1953 Dáin 28. febrúar 1989 Frænka okkar og vinkona Ingi- björg Gunnlaugsdóttir lést 28. febr- úar sl. á heimili sínu, Jöklafold 12, Reykjavík. Ingibjörg, sem var elst þriggja bama hjónanna Rósu Gísla- dóttur og Gunnlaugs Jóhannssonar húsgagnasmíðameistara, fæddist 5. aprfl 1953 á Akureyri. Næstur í röð- inni var Gísli f. 1955, tæknifræðing- ur, giftur Borghildi Magnúsdóttur og búa þau f Mosfellsbæ. Yngstur var Jóhann f. 1960, en hann lést 1967. Rósa og Gunnlaugur bjuggu fyrst nokkur ár á Munkaþverár- stræti 15 á Akureyri, en reistu sér sfðan myndartegt hús í Álfabyggð 14, þar sem heimili flölskyldunnar var upp frá því og þar ólust bömin upp. Gunnlaugur lést árið 1976, en Rósa bjó áfram í húsi þeirra allt þar til á sfðasta ári að hún flutti til Reykjavíkur til að vera samvistum við böm og bamaböm. Á skólaárum sfnum, og þá einkum gagnfræðaskólaárunum, var Inga fastagestur á heimili okkar, þvf skól- inn var aðeins steinsnar frá og upp- lagt að skreppa í löngu frímínútun- um. Henni fylgdi alltaf hressandi blær og alltaf var hún fús að líta eftir litlum frændum þegar barnfós- tru vantaði. Að loknu stúdentsprófi ftá MA 1973 flutti hún til Reykjavík- ur og hóf nám við Kennaraháskólann og lauk prófi þaðan. Hún hóf síðan störf við kennslu, fyrst við Bjama- staðaskóla á Álftanesi en lengst starfaði hún við Snælandsskóla f Kópavogi. Síðast starfaði hún á Fræðsluskrifstofu Reykjanesum- dæmis. Hún hafði brennandi áhuga á kennslustörfunum og_ var þar greinilega á réttri hillu. Á kennara- skólaárunum var Inga svo gæfusöm að kynnast eftirlifandi manni sínum, Bjama ómari Jónssyni verkfræðingi frá Keflavík. Þau eignuðust tvær dætur, þær Rósu f. 1979 og Ragn- heiði f. 1983. Foreldrar Ómars eru þau Ragnheiður Eiríksdóttir og Jón Tómasson nú búsett f Reykjavfk. Ekki slitnuðu tengslin við norðan- fólkið þó heimili og störf væru í Reykjavik, þvf sumarfríum og jóla- fríum eyddu þau nær alltaf á Akur- eyri hjá Rósu í Álfabyggðinni. Það var alltaf tilhlökkunarefni allra og tilefni hátíðahalda þegar von var á Ingu, Ómari og dætrunum. Fyrir tæpum þremur ámm veiktist Inga og flutti þá flölskyldan til Svíþjóðar þar sem þau bjuggu rúm- lega eitt ár vegna lækninga. Við átt- Blómmtofa FriÖfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar vi& öll tilefni. Gjafavörur. um þess kost að vera öll með þeim nokkra daga í Lundi f Svíþjóð fyrir tveimur árum. Við komuna þangað varð okkur strax ljóst að þama voru á ferð meiri hetjur en við höfðum nokkm sinni áður kynnst, enda höfðu þau augljóslega unnið hug allra sem samleið áttu með þeim þar ytra. Inga var sérstaklega félagslynd, en hún valdi sér vini af kostgæfni og var með afbrigðum trygg þeim sem henni var annt um. Hún mynd- aði sér skoðun á hveiju máli og hafði unun af að rökræða allt sem máli skipti. Hjá henni var kynslóðabil ekki til umræðu því hún virtist njóta samvista við eldri jafnt sem yngri og sérstaklega var aðdáunarvert hvað hún varð mikill vinur ungling- anna bæði f sinni og Ómars fjöl- skyldu. Hún var leiðandi persóna sem með sterkri réttlætiskennd og óbrengluðu verðmætamati hafði áhrif til góðs á þá sem samleið áttu með henni, og raunar var hún að stjóma okkur dálítið allt til sfðásta dags. Þegar Inga og Ómar réðust í það, ásamt Rósu móður Ingu, að byggja sér hús á síðasta ári, kom best í ljós hversu vinsæl og vinmörg þau voru, því þeir voru ófáir sem lögðu hönd á plóg og heimtuðu að leggja fram starfskrafta sína. Og þó að síðasta ár hafi einkennst af erfiðleikum og vonbrigðum, áttum við þó margar gieðistundir með þeim, á Akureyri, Selfossi og f Reykjavík, en minnin- gamar frá sfðustu jólum í nýja fal- lega húsinu þeirra standa þó upp úr sem einstök hátíð. Þegar leiðarlokin nálguðust og við leikmenn gátum ekki lengur orðið að liði, kom til kasta frændfólks Ingu á Akureyri og vom það þá hjúkmnar- konumar tvær úr fjölskyldunni sem komu suður til að leiða hana síðasta spölinn. Það var þeim að þakka að hún fékk að kveðja á heimili sfnu, sem var henni svo kært, og gáfu þær henni þá bestu gjöf sem völ var á. Æviárin urðu alltof fá, en þeim var vel varið því það var ekki setið auðum höndum og fleiru góðu kom Inga til leiðar en mörgum tekst á langri ævi. Á kveðjustundinni er okk- ur efst f huga söknuður og þakklæti. Ása, Magnús, Gísli, Ingólftir og Magnús. Elskuleg Ingibjörg okkar er kvödd hér í dag. Þó kynni okkar hafi ekki varað lengi, er okkur öllum mikil eftirsjá að þessari góðu konu. Hún var alltaf tilbúin að létta öðmm lífið og styrkja með bjartsýni sinni, þó hún væri sjálf veik. Sú stund verður okkur mæðgum ógleymanleg, þegar fundum okkar bar saman fyrsta sinni, úti í Lundi f Svíþjóð. Þama stóð hún allt f einu inni á sjúkrastofunni hjá okkur, ásamt sínum elskulega eiginmanni Bjama Ómari. Það var eins og að fá sólina inn til sín. Ingibjörg var svo falleg og brosmild, með sína fallegu spékoppa. Frá henni og fjölskyldu hennar, Bjama Ómari, Rósu eldri móður hennar og gulldropunum tveimur, Rósu yngri og Ragnheiði litlu, stafaði dæmalaus blíða og hlýja, sem við þurftum svo sannarlega á að halda, á þessum tíma. Það var sumarið 1987, sem við vorum saman úti f Lundi. Ingibjörg var öllum hnútum kunnug og hún miðlaði óspart af sínum sjóðum. Við vorum samtaka f því að nota tfmann vel, utan sjúkrahússins. Fórum í ferðalög, reyndar ekki saman, en þegar við höfðum góðar frístundir þess á milli, þá voru haldnar „herleg- ar“ veislur, þar sem saman gátu verið um það bil þijátíu íslendingar Legsteioar MARGAR GERÐIR Mamorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður á þijátfu fermetrum. Ýmist var snaeddur lax frá íslandi, humar eða dásamlegt fslenskt lambakjöt, sem Ingibjörg var snillingur í að mat- reiða. Allir voru bjartsýnir og glaðir og Ingibjörg lét ekki sitt eftir liggja. Okkur fannst hún stórkostleg. Þegar svo dvöl hennar og fjöl- skyldu hennar lauk í Lundi, þá vildi svo til, að við mæðgur vorum á heim- leið í stutta dvöl. Þá notuðum við auðvitað tækifærið og hittumst í „Kóngsins Kaupmannahöfn", eða réttara sagt „Drottningarinnar Kaupmannahöfn", og þar nutum við öll lífsins, snæddum saman og skoð- uðum Tívolí saman og skemmtum okkur konunglega. Þama var öll fjöl- skyldan samankomin, ásamt systur Bjama Ómars, sem var við vinnu í Kaupmannahöfn. Einnig var með í för sem fyrr, móðir Ingibjargar, Rósa. Mikið var fagurt að fylgjast með elsku þeirra allra til hvers ann- ars, nærgætni og hlýja. Við Edda Júlf, og Qölskyldan öll þökkum Ingibjörgu samfylgdina þessa stuttu stund, sem hún varði. Bjama ómari, dætmnum, móður- inni, einkabróðumum og flölskyld- unni allri vottum við okkar dýpstu samúð. Guð fylgi ykkur og blessi minninguna um góða konu. Ljóð Ein- ars Benediktssonar úr Einræðum Starkaðar Iæt ég fylgja með þessum orðum mfnum, þvf það lýsir Ingi- björgu okkar vel. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar, þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Edda Júlía, Edda Sigrún, Helgi og Qölskylda. Ég vissi fullvei að ég ætti einhvem dag leið um þennan veg, en aldrei datt mér í hug að „einhvem dag“ yrði nú. (Japanskt ljóð, H.H. þýddi.) Þessi vísa finnst okkur eiga við þær tilfinningar sem fóra um huga okkar þegar við fréttum dauðsfall Ingu. Inga var kennari okkar í nokk- ur ár og reyndist okkur mjög vel. Hún var sérstaklega jákvæð og lífsglöð og hafði þann hæfileika að geta laðað það besta fram í öllum. Inga átti stóran þátt í að skapa óvenjulega góð tengsl milli nemenda, kennara og foreldra, sem era okkur svo minnisstæð frá vera okkar f Snælandsskóla. Eitt sem okkur er eflaust ferskast í minni er þegar við 10 ára gömul heimsóttum Ingu sem þá var nýkomin heim af fæðingar- deildinni með dóttur sfna. Þá radd- umst við 25 krakkar inn á Ingu til að skoða litla bamið. Fengum við þar hjartanlgar móttökur eins og Ingu var von og vísa. Þegar Inga fluttist til Svíþjóðar, vegna veikinda, varðveittust tengslin með bréfa- skriftum og fleira. Við eram þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svo vel gerðri manneskju sem Inga var. Við vottum eiginmanni hennar og dætranum tveimur okkar dýpstu samúð. Gamlir nemendur jVíðsýnn andi hefur samúð með öllu. I samúðinni finnst konungdómurinn, í konungdómnum himinninn, og í hhnninum Alvaldið. Sá, sem dveiur með Alvaldinu, líður ekki undir lok; þó að likaminn leysist sundur, er engin hætta á ferðum." (Lao-Tse) Samstarfsmaður minn og vinur, Ingibjörg Gunniaugsdóttir, er Iátin. Ótrúlegt og erfítt að skilja. Þrátt fyrir þá staðreynd að dauð- inn er sjálfsagður og óumflýjanlegur og hluti tilvera okkar allrar, er hann alltaf jafn óskiljanlegur. Hann er óviðsættanlegur og jafnvel óréttlátur þegar hann ber niður nálægt okkur sjálfum og hrffur einhvem á brott sem okkur þykir vænt um og við metum. Það fer ekki hjá því að við svona tíðindi staldri maður við og spyiji spuminga og beijist við tilfinningar sem ekki er vaninn að glíma við í dagsins önn. Hvað er eilífð, hvað er almætti, hvers vegna hún, er þetta réttlátt, er einhver sem stjómar þessu öllu? Á slikum stundum þráum við svör. En era til svör eða era svörin ef til vill svo augljós að við sjáum þau ekki? Við Ingibjörg hittumst í fyrsta sinni er ég heimsótti systur mfna og unga frænku til Lundar í Svíþjóð fyrir tæpum tveimur áram. Ingibjörg hafði þá verið í Svíþjóð f u.þ.b. eitt ár vegna sjúkdóms sfns og var á föram heim. Það var yndisleg sumar- byrjun og allt lék í lyndi. Mér varð strax ljóst við þessi fyrstu kynni að Ingibjörg var mikil mannkostamanneskja og að mikill fengur yrði fyrir okkur að fá hana til starfa á fræðsluskrifstofu Reykja- ness við skólaþróun. Ég lagði því á ráðin við yfirmann minn strax og ég kom heim að við legðum að Ingi- björgu að koma og vinna með okk- ur. Hún hóf síðan störf hjá okkur á haustmánuðum 1987. Fyrstu verkefni Ingibjargar á skrifstofunni vora að skipuleggja og ákveða fyrirkomulag kennslugagna- safns stofnunarinnar. Hún skilaði þessu verki fljótt og vel og sýndi að hún bjó yfir miklum skipulagshæfi- leikum og næmu auga á gæði verk- efna og fyrirkomulagi öllu. Það leið því ekki á löngu að verksvið hennar víkkaði. Áður en varði biðu verkefni í röðum og fleiri samstarfsmenn en gátu vildu fá hana til samvinnu við hin margvfslegustu verkefni. Samt sagði Inga svo oft: „Mér finnst ég ekkert hafa gert." Það vora samt ekki skipulagshæfileikar, dugnaður og óþijótandi áhugi sem fyrst og fremst standa upp úr í minningunni um Ingu sem samstarfsmann. Það era aðrir kostir og að mínu viti miklu mikilvægari og sjaldgæfari en þeir sem áður erp taldir. Ingibjörg var hógvær, lítillát og tróð sér aldrei fram fyrir aðra með sínar skoðanir. Hún hreykti sér aldrei og gaf alltaf öðram tækifæri á að viðra skoðanir sínar og hugmyndir. Hún sýndi í verki að hún bjó yfir þeim þroska og því mannviti að þora að efast og taka gagnrýni, án þess að fyrtast eða taka það nærri sér. Ekkert verk- efni var svo lítið og svo óvirðulegt að henni þætti sér það ósamboðið. Þá var hún oftast fyrst að segja: „Ég skal gera það.“ Hógværð, lítillæti, einlægni og efi era eiginleikar sem era alltof sjald- gæfir í mannlegum samskiptum í dag. Ingibjörg hafði samúð með öll- um og virti allar skoðanir. „Sá, sem veit hve Ijóminn gengur í augun, en heldur sig þó í skugganum, verði fyrirmynd allra að hógværð." (Lao-Tse) Ingibjörg er ekki farin og er aldr- ei öll. Hún sáði ftjókomum velvildar, hógværðar og vinsemdar, og hefur það haft djúp áhrif á okkur öll sem með henni störfuðu. Vonandi ber sú sáning ávöxt í bættri framkomu okk- ar hvert við annað og þá sem okkur erfa. Á þann hátt er Ingibjörg með okkur, hún hefur bætt heiminn og er því hluti af honum áfram. Ég er innilega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera sam- vistum við Ingibjörgu þó stutt væri og læra af henni og fá að hafa hana með mér áfram í minningunni, hlýja, sanngjama og velviljaða. Ég votta Bjama Omari, Rósu litlu og Ragnheiði og flölskyldunni allri mína dýpstu samúð og vona að allir góðir vættir styrki þau og styðji á þessum erfiðu tfmum. Guðjón E. Ólafsson í dag kveðjum við elskulega frænku okkar og mikla vinkonu, Ingu Gull, sem lést að heimili sínu að- faranótt þriðjudagsins 28. febrúar, langt um aldur fram. Með örfáum orðum langar okkur að þakka henni samfylgdina og votta henni virðingu okkar. Heimili Ingu og Bjama Ómars í Reykjavík var í gegnum árin nokk- urs konar stoppistöð fyrir okkur norðanfólkið og virtust þau alltaf hafa pláss og nægan tíma til að taka á móti okkur, enda nutum við þess að vera hjá þeim og átti það jafnt við um unga ftændfólkið sem það eldra. Inga var afar frændrækin og trú sínu frænd- og venslafólki og jafn vinamarga manneskju og Ingu höf- um við ekki þekkt, en undramst það þó ekki, því hún var svo hlý og elsku- leg og gsedd svo einstakri kímnigáfu. Það er svo erfitt að átta sig á því að Inga er ekki lengur á meðal okk- ar, en minninguna um hana geymum við öll í hjörtum okkar. Við þökkum henni fyrir alit og allt og biðjum Guð að styrkja mann- inn hennar, Bjama Ómar, litlu dæt- urnar Rósu og Ragnheiði, móður Ingu, Rósu, og Gísla bróður hennar í þeirra miklu sorg. Fari elsku frænka okkar í friði. Með virðingu og söknuði. Haddl, Egfll, Maja, Julía og Jón Gísli, Sigga frænka og Júlli. Orð mega sín lítils þegar tilveran virðist ein rökleysa og maður sjálfur eitt lítið sandkom, sem vindurinn feykir burt á einu andartaki. Svo hjálparvana og sár er sorgin þegar góð og falleg kona er hrifsuð burt í blóma lífsins frá bömum sínum, eig- inmanni og ástvinum öllum. Svo er- fitt að finna hugsununum stað þegar skilninginn þrýtur og aðeins tilfinn- ingamar era eftir. Og allar áleitnu spumingamar sem engin svör fást við. Við sem eftir stöndum finnum til smæðar okkar gagnvart hinstu rökum tilverannar, drúpum höfði og leitum aftur að fótfestu með því að minnast og þakka. Til þess að afbera sorgina og söknuðinn leitum við að gleðinni í hugskoti okkar, öllum dýr- mætu minningunum um lífið kæra sem var svo brothætt. Því að það er margt að þakka og gleðjast yfir þrátt fyrir allt og allt. Ég bið algóð- an Guð að gefa ástvinum Ingu styrk til að bera sorgina þungu og leita gleðinnar á ný. Því þannig var Inga sjálf, svo full af lífsgleði og orku. Hún var svo heil og sterk þrátt fyrir þungbær veikindi. Ætíð var það hún sem var veitandinn í okkar samskipt- um. Það var hún sem sífellt bauð fram hjálp sina fyrst þótt eðlilegra hefði verið að þvi hefði verið öfugt farið. Alltaf mun ég minnast hennar brosandi og með glampa i fallegum augunum. Og þó kynntist ég henni fyrst eftir að hún hafði veikst af krabbameini og þurft að færa miklar ' fómir í þeirri baráttu. Það er margs að minnast og margt að þakka þótt kynnin væra ekki löng. Það sýnir kannski best hve sterkur persónuleiki Inga var, að á því eina ári sem hún dvaldist úti í Lundi vegna læknismeðferðar eignaðist hún stór- an hóp vina, sem nutu þess að vera samvistum við hana. Þrátt fyrir erfið veikindi Ingu sköpuðu hún og Bjami Ómar sér fallegt heimili úti í Lundi, sem stóð öllum opið og var oft þröng á þingi við eldhúsborðið hjá þeim, þar sem hiátrasköllin glumdu oftast nær, því húsfreyjan þoldi hvorki vol né væl og kunni svo sannarlega að koma öllum í gott skap. Við sem nutum gestrisni Ingu og hennar góðu fjölskyldu úti í Lundi geymum í huga okkar minninguna um hana, sem við öll dáðumst svo mikið að og þótti svo innilega vænt um. Ég veit að ég mæli fyrir hönd alls vinahópsins í Lundi þegar ég ber fram þakkir okk- ar fyrir ógleymanlegar ánægjustund- ir með Ingu og Bjama Ómari árið sem þau dvöldust úti í Lundi. Þá, eins og síðar eftir að við báðar voram fluttar aftur heim til íslands, var það Inga sem veitti af sínu nægtaborði og smitaði mann með dugnaði sfnum og bjartsýni. Seint fæ ég fullþakkað þá aðstoð sem hún veitti okkur eftir heimkomuna, þegar hún opnaði heimili sitt fyrir Ingibjörgu litlu fyrstu vikumar í skólanum meðan við höfðum enn ekki fengið íbúðina okkar. Þá fékk hún að fara heim með Rósu eftir skólann og þar var svo sannarlega ekki í kot vísað. Og sömu hlýlegu móttökumar biðu okk- ar sem sóttum hana sfðar um dag- inn. Þá var hellt á könnuna og borið í mann brauð og síðan létti maður á hjarta sfnu við Ingu. Því að hún kunni listina að hlusta og láta sig varða hagi annarra. Eigin erfiðleikar breyttu þar engu um. Fyrir þennan tíma vil ég nú þakka og harma það að hafa ekki getað endurgoldið Ingu hjálpina á neinn hátt. Móðir mfn, sem kynntist Ingu á þessum tfma, biður einnig fyrir þakklæti sitt og einlægar samúðarkveðjur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.