Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.03.1989, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1989 36 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ég sit heima hjá mér. Í stof- unni. Ég er að horfa á banda- rísku kvikmyndina Funny Girl frá 1968 með Barböru Streis- and og Ómar Sharif í aðal- hlutverkum. Barbara syngur: „Heppnasta fólkið, er fólkið sem elskast, sem er sam- an ...“ Ég hugsa: „Þetta er satt. Gefur ástin ekki stærstu hamingjustundimar (ltfi hvers manns? Er hún því ekki sterk- asta afl heimsins?" Þar sem sviðsmyndin er fátækleg gata f stórborg Bandarikjanna sé ég annars vegar hið ástfangna par, Barböru og Ómar, og hins vegar þjáningu þeirra sem mæla götur heimsins. Saman- borið við öskutunnur (allt ann- að, segir konan mín) hlýtur ástin að vera hamingja! Derrick Þessi mynd flytur hugsun mína að annarri mynd, að Derrick sem ég horfði á fyrr um kvöldið. Þar hafði auður í grónum kastala Þýskalands og hamingjuleysi fólksins kall- að á morð. Það minnir reyndar á grein ( Morgunblaðinu um það að Þjóðveijar, ríkasta þjóð í Evrópu, hafi sagt i skoðana- könnun að þeir séu óham- ingjusamir. Er það kannski þess vegna sem metafli við Islandsstrendur á síðasta ári hefur kallað óhamingju yfir þjóðina? Bókamarkaöurínn Þegar ég hlusta á Barböru syngja um hamingjuna finn ég að ég er hamingjusamur. Ég er íslendingur. Handbolta- liðið storkar náttúrulögmálun- um. Húsið mitt er hlýtt og ég sit öruggur heima hjá mér. A borðinu fyrir framan mig er afrakstur dagsins frá bóka- markaðnum: Gatsby eftir Fitz- gerald, Saga af Sæháki eftir Gabríel García, Glæpur og refsing eftir Dostojevskf og Raunir Werthers Unga eftir Johann Wolfgang Goethe. Heim8menning á borði hins snobbaða íslendings, en eigi að síður vitni um þá möguleika sem mér sem íslendingi bjóð- ast. Börnin Það er þó ekki þetta sem skipt- ir öllu. Mér finnst gott að vita af dóttur minni þessari fallegu elsku, f afmæli út f bæ, án þess að ég þurfi að hafa áhyggjur. Ef einhver skilur það ekki ætti sá hinn sami að ferðast f kringum jörðina á 80 dögum, eða fylgjast með fréttum fjölmiðla af ástandi heimsbyggðarinnar. Bölsýni Ástæðan fyrir því að ég rita þetta hér er sú að undanfama mánuði hefur opinber umræða hér á landi verið þunglyndisleg og armæðufuil. Vissulega steðjar vandi að þjóðinni, at- vinnuvegum hennar og heilum byggðalögum. Á þeim vanda þarf að taka. Eigi að síður verðum við að meta það góða sem ísland hefur upp á að bjóða í dag. Þeir sem stýra opinberri umræðu mega t.d. ekki gieyma því að of mikil og linnulítil bölsýni f frétta- flutningi getur leitt til upp- gjafar þeira sem eru veikir fyrir. Aðgátar er þvf þörf. Þó dagurinn f dag sé svartur verð- um við alltaf að sjá sólarljós framundan. Áfram ísland við vitum að landið okkar er auðugt og gjöfult frá náttúr- unnar hendi. Við vitum að vandi sá sem steðjar að at- vinnuvegum þjóðarinnar er einungis tlmabundinn. Við höfum áður tekist á við vanda- mál og getum gert það aftur. Ég ætla a.m.k., svona eftir að hafa krafist þess að hand- boltalandsliðið sigri heiminn, að krefla8t þess sama af mér. Eða á landsliðið að sigra og ég að liggja heima f eymd og volæði? Að sjálfsögðu ekki. Áfram ísland! BRENDA STARR H ■>AÐ ER Þ/6AE> AÐEÍHS EIH LE/£> FyR-UZ. HREINSA Þ‘<5 ~ocs ÞET7A A F þESSARj SAÓ/Li M ! HVERMG BLAÞAA'IA£>OKþ&E>AUERDÓ/HUlÍ pMH IVER-ÐUR AP )HR. LlVlVfUGTGlL D/R * (fORDASTALLT ^~\AÐE1NS FymR. 'OSEMILEGTr JAFNUsh. SJÁLFAN Þl(3- ÞO t>A& VlfíÐlsT' SAKLAUST V- lOOO I ggk 'ga þÚ EET REIÐUR VEGNA ÞeSS AS> És Lér AiANLEy SneRTA AHG / /ASSTASAKLEVSI...SAMTERTU A& SEÁJCA MIG T/L AÐ MJOSNA OM HANM OG L'ATA MH5 . —- LfSGTAÁ GzEGTUM! / FERDINAND SMÁFÓLK MAAM? I DON'T UMPER5TANP THI5 FIR5T QI/E5TI0N..WHICH OCEAN ARE WE 5TUPTIN6? Kennari? Ég skil ekki fyrstu spurninguna. Hvaða haf erum við að læra um? Geturðu haft spurninguna kyrr- ari? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Slemma suðurs virðist vera klippt og skorin 50%. Hún er þó örlítið betri ef grannt er skoð- að. Suður gefur; NS á hættu. Vestur Norður ♦ K10 ¥8532 ♦ D86 ♦ ÁG73 Austur ♦ 2 ♦ 8643 V764 llllll ¥ G109 ♦ G1075 ♦ K9 ♦ 109862 ♦ KD54 Suður ♦ ÁDG975 ¥ ÁKD ♦ Á432 ♦ - Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Pasa Pass Pass Utspil: lauftía. Orspilið býður ekki uppá marga möguleika, og þegar spil- ið kom upp var sagnhafi ekkert að sóa tímanum. Hann henti tígli niður í laufás, tók trompin og spilaði tígulás og meiri tígli á drottningu: Einn niður og næsta spil. Sagnhafi gat svo sem hitt á að dúkka tígulinn, en það er á móti líkunum, svo þar hafði hann hreina samvisku. Hins vegar sást honum yfir spilamennsku, sem réð við þessa legu. Hann átti að trompa útspilið oggeyma laufásinn í blindum. Taka sfðan trompin og þijá efstu f hjarta. Spila svo tígli á sama hátt og áður. Austur verður að spila laufi og sagnhafi losnar við tvo tígla niður í laufás og fríhjarta. SKAK Umsjón Margeir Pétursson í keppni sovézkra skákfélaga í vetur kom þessi staða upp í skák þeirra Marjasin, sem hafði hvitt og átti leik, og Chudinovsky. Svartur hefúr fómað drottning- unni og hefur þegar fengið tvo menn auk þess sem hann hefur greinilega gert ráð fyrir að vinna hvfta hrókinn á fl. Svo fór þó ekki, þvf hvftur átti afskaplega óþægilegt svan 28. H£tí7! og svartur gafst upp. Hann verður mát í þriðja leik ef hann þiggur drottningarfómina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.