Morgunblaðið - 09.03.1989, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989
51
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Bikarinn innan seilingar
VALSMENN juku enn á forskot
sitt í gærkvöldi þegar þeir
lögðu Stjörnuna að velli að
Hlíðarenda með 26 mörkum
gegn 18. HiðknáaliðVals-
manna hefur enn ekki tapað
leik í mótinu og hefur átta stiga
forystu á KR-inga sem hafa að
vísu leikið tveimur leikjum
færra.
að voru Stjömumenn sem
leiddu framan af leiknum, eða
allt þar til á 18. mínútu að Vals-
menn komust 5:4 yfir. Eftir það var
jafnt á öllum tölum
SkúliUnnar fram að leikhléi en
Sveinsson Valsarar voru ætíð
sknfar fyrri til að skora. í
síðari hálfleik jókst
munurinn síðan smátt og smátt og
nokkuð öruggur sigur Vals var
staðreynd. Stjömumenn veittu þeim
þó verðuga keppni lengst af og
góður leikur beggja liða gerðu
þennan leik skemmtilegan fyrir
áhorfendur.
Brynjar Kvaran átti stórleik í
marki Stjömunnar í fyrri hálfleik
og varði þá 12 skot, þar af eitt víti,
en hönum gekk ekki eins vel í síðari
hálfleik. Vöm Garðbæinga var
geysisterk lengst af en í sókninni
voru þeir sérstaklega óheppnir með
skot því mörg þeirra lentu í mark-
stöngunum.
Sigurður Bjamason lék einnig
vel. Ungur og efnilegur strákur sem
er alsendis ófeiminn við mótherjana
og fullur sjálfstrausts. Axel hélt
Valdimar algjörlega niðri í fyrri
hálfleiknum og Skúli lék einnig vel
í vöminni.
Hjá Val átti Jón mjög góðan leik.
Hann naut sín vel eftir að hann tók
við af Júlíusi í sókninni og einnig
sem leikstjómandi, en það er hans
venjulega staða. Geir var lunkinn á
línunni og Valdimar var sprækur í
síðari hálfleik.
ÍpfémR
FOLK
■ FJÓRIR leikmenn Magde-
burg, sem mæta Valsmönnum í
Evrópukeppni meistaraliða í hand-
knattleik á sunnudaginn, léku gegn
íslendingum á Ólympíuleikunum
í Seoul - í hinum fjöruga leik þar,
sem A-Þjóðveijar tryggðu sér far-
seðilinn til HM í Tékkóslóvakiu,
eftir vítakastkeppni. Það em Wie-
land Schmidt, markvörðurinn
sterki, sem hefur leikið 279 lands-
leiki, skyttan Peter Pysall (156),
Jens Fiedler og Holger Winsel-
mann.
■ INGOLF Wiegert, landsliðs-
maðurinn kunni, hefur verið fyrir-
liði Magdeburg. Wiegert, sem
hefur leikið 225 landsleiki, hefur
átt við meiðsli að stríða.
■ Wieland Schmidt ákvað að
hætta að leika með landsliði
A-Þýskalands eftir ÓL. Magde-
burg er með annað landsliðsmark-
vörð - Gunnar Schimrock, sem
hefur leikið 43 landsleiki. Schmidt
varði sextán skot gegn íslending-
um á ÓL.
■ KLAUS Miesner, þjálfari
Magdeburg í 21 ár, dó úr hjarta-
slag 11. febrúar sl.'Miesner, sem
tók við þjálfun liðsins 1968, var 53
árá þegar hann dó. Aðstoðarmaður
hans Hartmunt Krliger, fyrrum
homamaður liðsins og landsliðsins,
tók við þjálfuninni ásamt Wieland
Schmidt, sem hefur leikið minna
með Magdeburg en oft áður, vegna
veikind.
■ MAGDEBURG hefur verið
meistari í A-Þýskalandi sjö sinnum
síðan 1980. Fyrst sex ár í röð,
1980-1985 og síðast 1988.
Morgunblaðið/Júllus Sigurjónsson
Haföu þettal Skúli Gunnsteinsson virðist hér gefa Sigurði Sveinssyni einn á’ann í leiknum í gær. Vöm Stjömunnar
var fost fyrir, en gaf eftir þegar liða tók á leikinn og Garðbæingar urðu að sætta sig við tap.
UBK-Fram
18 : 23
íþróttahúsið Digranesi, íslandsmótið í
handknattleik — 1. deild karla, mið-
vikudaginn 8. mars 1989.
Gangur leiksins: 0:4, 1:4, 1:7, 8:7,
5:11, 6:14, 8:16, 11:19, 15:21, 18:23.
UBK: Þórður Davíðsson 5/1, Hans
Guðmundsson 4/1, Pétur Ármannsson
3, Kristján Halldórsson 2, Andrés
Magnússon 2, Sveinn Bragason 1,
Ólafur Bjömsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson
11/1, Þórir Siggeirsson 2.
Utan vallar: 8 mínútur og eitt rautt
spjald.
Fram: Birgir Sigurðsson 8/1, Tryggvi
Tryggvason 6, Agnar Sigurðsson 4,
Gunnar Andrésson 3, Egill Jóhannes-
son 2, Dagur Jónasson 1.
Varin skot: Jens Einarsson 20/3.
Utan vallar: 4 mínútur.
Áhorfendur: 100.
Dómarar: óli ólsen og Einar Sveins-
son. Dæmdu miður vel.
Blikar
fallnir?
ÞAÐ var glæsileg markvarsla
Jens Einarssonar sem ööru
fremur skóp öruggan sigur
Fram á Breiðbliki f gærkvöldi. -
Jens varði 20 skot þar af 3 víti
og Framarar sigruðu 23:18. Þar
með er Breiðablik svo gott sem
fallið í 2. deild.
Leikur liðanna þróaðist mjög
sérkennilega því þegar liðnar
voru 24 mínútur af leiknum var
staðan 7:1 fyrir Fram og höfðu
BHHHH Blikar hvorki fundið
KristinnJens glufu á vöminni né
Sigurþórsson hjá nafna mínum í
skritar markj pYam.
í seinni hálfieik
höfðu Framarar Iengst af átta
marka forystu og það var ekki fyrr
en í lokin að Blikar minnkuðu mun-
inn í fímm mörk.
Framarar skomðu reyndar einu
marki fleira en lokatölumar segja
til um. Því Dagur Jónasson skoraði
svo greinilega eftir gegnumbrot, en
boltinn fór í gegnum gat á netinu
og afturfyrir. Þrátt fyrir athugun
dómaranna á þessu atviki fundu
þeir ekki gatið, og það var ekki
fyrr en nokkra strákpolla dreif að
eftir leikinn, að gatið á netinu
fannst. í raun og vem var því um
alvarleg dómaramistök að ræða og
heppilegt að leikurinn var ekki
hníflafn; eða skomðu Blikar
kannski tíu sinnum í fyrri hálfleik
án þess að nokkur tæki eftir?
LYFJANOTKUN / YFIRHEYRSLURNAR í KANADA
Johnson ómeðvitadur
um afleidingamar?
LÖGFRÆÐINGUR Bens Jo-
hnsons hélt því fram i gær, á
sjötti degi yfirheyrslna yfir
þjálfara hlauparans í Kanada,
að Johnson væri ekki fær um
að skilja hvaða afleiðingar
notkun steralyfja gæti haft á
hann. Edward Futerman, lög-
fræðingur hlauparans, yfir-
heyrði þjálfarann Charlie
Francis í gær og var ómyrkur
ímáli.
Francis sagðist hafa verið
sannfærður um að Ben Jo-
hnson vissi nákvæmlega hvað um
væri að vera. Aður hefur þjálfar-
inn lýst því yfir, eins og komið
hefur fram í Morgunblaðinu að
Johnson hafí bytjað ólöglega ly-
flaneyslu árið 1981; einnig að
honum hafí verið gefín vaxtar-
hormón og steralyf aðeins þremur
vikum fyrir Ólympíuleikana (Seo-
ul í fyrra - þar sem hann féll á
lyfjaprófi.
Mannorð í veði
nÉg var sannfærður um að
Johnson skyldi mætavel þau fyrir-
mæli sem hann fékk. Að hann
vissi hvenær hann mátti taka lyf-
in og hve lángt hlé yrði að vera
á notkun þeirra til að hann félli
ekki á lyfjaprófum. Hann vissi að
mannorð mitt, eins og hans, var
í veði [ef upp kæmist um lyfja-
notkuninaj".
Lögfræðingurinn hótaði því að
kalla til vitni sem hefðu þveröfuga
sögu að segja af Johnson. Hann
spurði Francis hvemig Johnson
hefði virkað á hann er þeir hittust
fyrst, er hlauparinn var 15 ára.
„Kom hann vel fyrir?“ Francis
svaraði: „Hann var n\jög viðkunn-
anlegur. Hann var ákaflega feim-
inn og var málhaltur," og vitnaði
til þess að Johnson stamar, og
hefur gert frá bamæsku.
Grelndur?
Francis sagðist hafa rætt við
kennara og skólastjóra ( skóla
þeim fyrir afskipt böm, sem Jo-
hnson var í, til að forvitnast um
möguleika drengsins. „Ég hafði á
tilfinningunni að Ben væri greind-
ur og ætti skilið að koma sér
áfram í lífinu." Lögfræðingnum
varð tíðrætt um samband Francis
við Johnson, þar sem þjálfarinn
hefði verið í nánari tengslum við
hann en nokkur annar fullorðinn
maður. „Sástu einhvem tíma skól-
askírteini hans? Sástu einhvem
tíma niðurstöður úr sálfræðipróf-
um hans? Aðstoðaðirðu hann ein-
hvem tíma við heimaverkefni?“
Francis svaraði þessum spuming-
um neitandi. „Var Ben góður
nemandi," spurði þá lögfræðing-
urinn. „Nei, það var hann ekki.
En ég taldi þó að hann hefði
hæfíleika til að koma sér áfram
(lífinu á öðrum sviðum en i íþrótt-
um,“ svaraði Francis.
Johnson, sem var settur i
tveggja ára bann frá alþjóðlegri
keppni eftir ly^ahneykslið í Seo-
ul, kemur fyrir rannsóknamefnd-
ina síðar, en ekki er ákveðið hve-
nær það verður. Hlauparinn, sem
fæddur er á Jamaíka, er 27 ára.
Hann hefur aðeins einu sinni tjáð
sig opinberlega um sín mál eftir
að hann féll á lyfjaprófinu. í yfír-
lýsingu sem lögfræðingur hans,
Futerman, gaf út í október, sagði
Johnson: „Eg, Ben Johnson, hef
aldrei nokkum tima, svo ég viti,
tekið ólögleg lyf.“
HefM unnið...
Þjálfarinn Francis hefur sagt
við yfirheyrslumar að anabólskir
sterar hafí vissulega átt þátt í
árangri Johnsons, en einnig hjá
keppinautum hans. „Ég hef trú á
að Ben hefði unnið [hlaupið í Seo-
ul] með sama mun ef enginn kepp-
endanna hefði neytt lyfja. Hann
er besti spretthlaupari állra tima,“
sagði þjálfarinn.
Valur-Stjaman
26 : 18
fþróttahúslA að Hlfðarenda, is-
landamótlð f handknattlelk, miA-
vikudaglnn 8. mars 1989.
Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 5:4, 6:6,
7:7, 8:8, 10:9, 14:10, 16:12, 19:16,
24:16, 26:18.
MSrk Vals: Jón Kristjánsson 9/1,
Valdimar Grímsson 4, Jakob Sigurðs-
son 8, Júlfus Jónasson 3, Sigurður
Sveinsson 3/1, Geir Sveinsson 2, The-
odór Guðfinnsson 2, Gfsli Óskarsson,
Þorbjöm Jensson, Sigurður Sævarsson.
Varin skot: Páll Guðnason 9/1, Ólafur
Benediktsson.
Utan vallan 2 mínútur.
Mörk Stjörnimnar: Gylfi Birgisson
7, Sigurður Bjamason 6, Skúli Gunn-
steinsson 2, Einar Einarsson 1, Haf-
steinn Bragason 1, Hilmar Hjaltason
1, Magnús Eggertsson, Sigurjón
Bjamason, Þóroddur Ottesen, Axel
Bjömsson.
Varin skot: Brynjar Kvaran: 16/1,
Halldór Kjartansson.
Utan vallar: 12 mfnútur.
Áhorfendur: 253.
Dómarar. Ámi Sverrisson og Egill
Már Markússon og vom þeir ekki áber-
andi traustvekjandi.
Brynjar Kvaran Stjörnunni.
Jón Kristjánsson Val. Jens
Einarsson Fram.
Geir Sveinsson Val. Sigurður
Bjarnason Stjörnunni. Birgir
Sigurðsson Fram.