Morgunblaðið - 10.03.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989
21
>
Reuter
33 bíla árekstur
Pjórir manns létust og að minnsta kosti tólf slösuðust í miklu um-
ferðaróhappi á M6-hraðbrautinni nálægt Cheshire á Englandi í gær.
Alls lentu 33 bílar og vöruflutninga vágnar í slysinu. Hraðbrautin
var lokuð fyrir allri umferð í nokkra tíma meðan björgunarstarf fór
fram.
Danmörk:
Sést dað sem |m prentar út?
HAFIÐ SAMBAND VIÐ KRISTJÁN DANÍELSSON, VEITINGASTJÓRA,
SEM VEITIR ALLAR NÁNARIUPPLÝSINGAR.
Innflytj en durnir að
verða ríki í ríkinu?
f einu úthverfa Árósa hljómar danskan eins o g ókunn tunga
f Gjellerup-hverfi í Árósum í Danmörku lætur danskan í eyrum eins
og framandi tunga. Við sumar göturnar eru Danir í minnihluta og
í sumum bekkjardeildum í hverfisskólanum eru allt að 80% nemend-
anna innflyljendur. Á leikskólum, vöggustofum og tómstundaheimil-
um í Gjellerup er ástandið þannig, að danskir foreldrar hafa hótað
að fara með bömin sín annað verði ekki settar takmarkanir við
Qölda útlendu barnanna. Hverfið er að verða að „gettói“, að fyllast
af Tyrkjum og öðm fólki frá þriðjaheimsríkjum, sem leitar á náðir
dönsku veiferðarinnar. Var um þetta fjallað í danska blaðinu Det
Frí Aktuelt sl. þriðjudag.
„Við erum á góðri leið með að
verða að eins konar „ruslakistu".
Hér verða aðeins eftir Tyrkir og
þeir, sem eiga undir högg að sækja
í lífinu. Tyrknesku fjölskyldumar
eru yfirleitt bammargar og tekju-
lágar og reglum samkvæmt ganga
þær því fyrir um húsnæði," segir
Torben Overgaard, formaður í íbúa-
samtökum í Gjellerup í viðtali við
Det Fri Aktuelt.
Overgaard segir ennfremur, að
Tyrkimir séu eins og ríki í ríkinu.
Þeir haldi hópinn og hafi lítil sam-
skipti við Dani enda fáir talandi á
dönsku. í sumum götum hafa kjall-
arar verið innréttaðir sem moskur
þar sem verið er við bænahald fimm
sinnum á dag og Tyrkimir leggja
áherslu á, að þeir vilji að vísu aðlag-
ast lífínu í Danmörku en ekki breyt-
ast í Dani.
Innfæddir Danir, sem eiga þess
kost, flýja burt frá Gjellerup hver
sem betur getur en þeir, sem eftir
em, hafa krafist þess, að á barna-
heimilum, vöggustofum og tóm-
stundaheimilum megi útlendu böm-
in ekki vera fleiri en 50%. Að öðmm
kosti segjast þeir munu fara með
bömin sín annað, í skóla þar sem
danska er töluð. Á mörgum stofn-
unum er komið að þessum mörkum
og í mörgum yngstu bekkjardeild-
anna í Nordgárds-skólanum em
innflytjendabömin allt að 80%. Láti
dönsku foreldrarnir verða af því að
flytja bömin sín munu tyrknesk
böm koma í staðinn og þá fer að
styttast ní að myndin verði fullkom-
in: Tyrkneskt þjóðarbrot í Dan-
mörku.
Reuter
Lítið lát er á innflytjendastraumnum til Danmerkur og afleiðingarn-
ar eru þær, að sum borgarhverfi í Danmörku eru orðin eins og
annar og framandi heimur fyrir hina innfæddu.
ARMOR LETURBORBAR
í hasta gæðaflokki
leysa öli útskriftarmál.
Betia verö og fliót afgreiðsla!
Gerðu pöntun stiai!
Agnar K. flreinsson H.,
simi 16382, Hafnarhúsi,
pðsthólf 656,121 Reyhiavíh.
BRAUTARHOLTI 20 • SÍMAR 29099 OG 23335
Kína:
Míklar virkj unarfram-
kvæmdir samþykktar
Peking. Reuter.
FLEST bendir til þess að reist verði stór stifla á Yantze-fljóti
í Kina og gætu framkvæmdimar orðið til þess að rúm milljón
manna yrði að flytja búferlum frá virkjunarsvæðinu. Nefiid 500
sérfræðinga hefiir lagt blessun sina yfir framkvæmdimar eftir
32 mánaða rannsóknir, þrátt fyrir mótmæli ýmissa annarra
sérfræðinga.
Áætlað er að það taki 18 ár
að reisa stífluna og að kostnaður-
inn nemi 36,11 milljörðum yuana
(490 milljörðum ísl. kr.). Talið er.
að 1,13 milljónir manna búi á því
svæði sem leggjast mun undir
vatn.
Sérfræðingamir komust að
þeirri niðurstöðu að stíflan mjmdi
stórauka rafmagnsframleiðsluna
og koma í veg fyrir flóð, auk þess
sem skip gætu siglt upp til borga
við fljótið.
VEISLU- 0G RÁÐSTEFNUSALIR
- HVERT SEM TILEFNIÐ ER, HVENÆR SÓLARHRINGSINS SEM ER
VIÐ BJÓÐUM GLÆSILEGA SALIÞÓRSHALLAR
FYRIR HVERSKONAR VEISLUR OG MANNFAGNAÐI, SVO SEM;
FERMINGARVEISLUR, BRÚÐKAUPSVEISLUR, AFMÆLISFAGNAÐI,
FYRIRTÆKJAKYNNINGAR OG ERFIDRYKKJUR.
SALIR OKKAR HENTA EINNIG VEL
FYRIR SMÆRRISEM STÆRRIRÁÐSTEFNUR.