Morgunblaðið - 23.03.1989, Page 1

Morgunblaðið - 23.03.1989, Page 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 BLAÐ . Söngur úr ríki þasrtarinnar RÆTT VIÐ HJÓNININGIBJÖRGUINGIMUNDARDÓTTUR OG HANS A. JÓNSSON Stundum er mönnum þannig lýst að þeir séu trölltryggir og þykir það góður eiginleiki. En hvaða hugmynd gera menn sér almennt um tryggð? Líklega þá að viðkomandi bregðist ekki á hverju sem gengur. Við lesum stundum I bókum um svo dæmalausar ástir og ótrúlega tryggð að efasemdirnar verða ofaná eftir lest- urinn. Er svona mikil tryggð til í lífinu sjálfii? Mig langar til að leiða ykkur sem lesið þetta með mér inn í yfirlætislaust hús við Samtún í Reykjavík. Þar situr maður i stól og horfir þegjandi fram fyrir sig. Hægri hönd hans er kreppt inn í lófann og stafínn sinn hefur hann lagt á rósótt rýjateppi sem hann hefur sjálfur unnið með heÚbrigðri vinstri hönd sinni. Við hlið hans er pianóið, sem hann eitt sinn gat látið túlka sorg sína og gleði að vild. Nú þegir píanóið, þvi enginn er lengur til þess að spila á það í þessu húsi. Það er dæmt til sömu þagnar- innar og eigandi þessi. Sömu þungbæru örlögin hafa þannig á sinn hátt lostið hljóðfærið sem hljóðfæraleikarann. Þanþol mannlegra örlaga getur verið ótrúlega mikið. Fyrir kemur að sárbeittustu þyrnikórón- urnar eru skreyttar fegurstu rósunum. Mitt í þögninni og bjargarleysinu mætti maðurinn í stólnum, Hans Adolf Jónsson, þeim kærleika sem hvergi hopaði. „Hann brást mér ekki þeg- ar ég þurfti hans mest við og ég stend með honum meðan ég get.“ Það er Ingibjörg Ingi- mundardóttir sem hefur orðið. Maður hennar kinkar kolli, hann getur lítt tjáð sig á annan hátt þvi hann er mállaus eftir áfall sem hann varð fyrir í ársbyrjun 1977. Við sitjum saman á björtu og hlýju heimili þeirra og ræðum sam- an. Þessi hjón hafá bæði mátt líða þungbært heilsuleysi. Árið 1976 fékk Ingibjörg krabba- mein í bijóstið. Meinið var fiarlægt og hún var aðeins farin að jafiia sig eftir áfallið og nýlega komin til vinnu þegar Hans maður hennar hné niður á vinnustað sínum. Sonur þeirra kom að honum liggjandi á gólfinu. Hans vann þá í vara- hlutaversluninni Smyrli ogþennan örlagaríka dag var vörutalning og verslunin því lokuð. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspítalans og þar kom í Ijós að hann hafði fengið heila- blæðingu sem olli því að hann missti málið og mátt í hægri hönd og hægra fæti. Eg gerði mér enga grein fyrir því hvemig komið var þegar ég kom upp á spitala," segir Ingibjörg. „Ekki fyrr en læknamir sögðu mér að hann væri lamaður öðru megin og mállaus. Áfallið var gifurlegt. Hann var svo fluttur á Landakotsspítala og þar var hann í 6 mánuði. Hann kom ekki heim fyrr en hann hafði lært að ganga á ný. SJÁ NÆSTU SÍÐU Hans og Ingibjörg á heimili sínu. Takið eftir útsaumuðu myndinni sem Hans saumaði og gaf konu sinni í jólagjöf. <

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.