Morgunblaðið - 23.03.1989, Qupperneq 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
Ráðstefha Landsnefadar Alþjóða verslunarráðsins:
Atvíimulífið taM fhimkvæði
í rnnhverfísvemdarmálum
i
Frá ráðstefhu Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins um atvinnulífið og umhverfíð.
Morgunblaðið/Júlíus
LANDSNEFND Alþjóða verslun-
arráðsins hélt á fostudag ráð-
stefnu sem bar yfirskriftina „At-
vinnulífíð og umhverfíð“.
Ahyggjur manna hér á landi
vegna mengunar fara nú vaxandi
og þó komið hafi fram á ráð-
stefnunni að mengun sé ekki
komin á hættulegt stig hér við
land þá getur öll umræða um
menguð höf haft neikvæð áhrif
á okkar fiskútflutning.
Karel Veldhuis, formaður um-
hverfísmálanefndar Alþjóða versl-
unarráðsins (ICC) og fýrrum fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs Unilever,
var sérstakur gestur ráðstefnunnar.
Hann taldi nauðsynlegt að fyrirtæki
væru skrefí á undan stjómvöldum
og aðlöguðu framleiðslu sína um-
hverfisvemdarkröfum áður en þau
neyddust til þess. Það væri raunar
þeirra hagur. Hefði ICC unnið mik-
ið starf á þessu sviði og hvatt fyrir-
tæki til að fara þessa leið. Nánast
öll stærri evrópsk fyrirtæki væru
nú með stefnu í umhverfísmálum
og miðlungs og minni fyrirtæki
fylgdu fast á eftir. Það væri líka
nauðsjmlegt, að hans mati, að fleiri
svið viðskiptalífsins, svo sem ferða-
mannaiðnaðurinn og tryggingarfé-
lögin, tækju meira þátt í þessu
starfí. Ekki væri hægt að segja að
þessi svið atvinnulífsins væra
mengunarvaldar en þau hefðu til
lengri tíma litið mikinn hag af því
að umhverfismál væra í góðu lagi.
Magnús Jóhannesson, siglinga-
málastjóri, sagði tvo alþjóðasamn-
inga, er hefðu vemdun Norður-
Austur-Atlantshafsins að mark-
miði, hafa tekið gildi á síðasta ára-
tug, Oslóarsamninginn og Parísar-
samninginn. Eitt af markmiðum
þeirra væri að fylgjast með mengun
á hafsvæðinu og meta ástandið með
hliðsjón af aðgerðum til vamar
mengun. Þau efni og efnasambönd
sem fylgst hefði verið með hingað
til væra þungmálmar, s.s. kvikasilf-
ur, kadmín, blý, zink og kopar, og
lífræn klórsambönd s.s. PCB og
DDT.
Fyrirliggjandi mælingar bentu
ekki til þess að meginhafsvæði
Norður-Atlantshafsins, þ.e.a.s. út-
hafshiuti þess, hefði enn orðið fyrir
merkjanlegum áhrifum vegna
mengunar frá þessum efnum.
Nokkurrar aukningar hefði þó orðið
vart á geislavirkum efnum, að heita
mætti á öllu hafsvæðinu, sem rekja
mætti fyrst og fremst til losunar
frá endurvinnslustöðinni í Sellafield
á Englandi. Þessi aukning væri þó
langt fyrir neðan þau mörk sem
Alþjóðageislavamaráðið hefði sett
sem hættumörk fyrir geislun
neyslufískjar.
Aðgerðir strax
Magnús sagði áhrif mengunar
af völdum einstakra efíia á lífríki
sjávar vera mjög lítið þekkt, hvað
þá ef um væri að ræða samverk-
andi áhrif margskonar eöia. Tak-
mörkuð þekking á áhrifum meng-
unarefna á lífííki hafsins væri að
hans mati mun alvarlegra mál en
hin takmarkaða vitneskja um styrk
mengunarefna í hafínu.
Ekkert benti til þess að efna-
mengun í sjó og fiskafurðum væri
komin á það stig í Norður-Atlants-
hafi að hún ógnaði heilsu neytenda
fiskafurða þó sú væri raunin á
nokkrum afmörkuðum svæðum.
Margt benti hins vegar til þess að
við gætum ekki beðið með aðgerðir
þar til niðurstöður úr þeim rann-
sóknum sem fyrirhugaðar væru
lægju fyrir. Mikilvægt væri að he§a
markvissar aðgerðir til að draga
úr losun úrgangsefna í sjó, t.d. í
þeirri forgangsröð sem Norðurlönd-
in hefðu ákveðið en jafnframt þyrfti
að leggja aukið fjármagn í að þróa
nýja tækni í iðnaði og draga þann-
ig úr óæskilegum úrgangi, um leið
og aukin áhersla yrði lögð á endur-
vinnslu og endumýtingu. Þama
þyrfti atvinnulífíð að sýna meira
fmmkvaíði en hingað til þó nauð-
synlegt kynni að vera að stjómvöld
hefðu áhrif á þróunina, ef jafna
þyrfti aðstöðuna, t.d. með ákvörð-
unum um skilagjöld á úrgang og
fjárhagslegum stuðningi við fyrir-
tæki sem tækju í notkun nýja tækni
vegna mengunarvama sem fjár-
magna mætti með skattheimtu á
fyrirtæki sem notuðu eldri tækni.
Dr. Guðjón Atli Auðunsson, fag-
deildarstjóri Rannsóknarstofnunar
fískiðnaðarins, ræddi heilnæmi
íslenskra fískistofna. Hann sagði
að þó ástæða væri til að ætla að
ástand hér við land væri skárra en
víðast hvar annars staðar þá þekkti
mengun engin landamæri. Mengun
væri bein ógnun við allt sjávarlíf
en einnig óbein ógnun fyrir okkur
þar sem öll umræða um menguð
höf hræddi fólk frá fiskneyslu.
Guðjón Atli rakti ítarlega uppruna
mengunar og rannsóknir á henni.
Taldi hann að íslendingar þyrftu
að rannsaka þessi mál sjálfir og ef
niðurstöður væra góðar þá gæti það
haft mikla markaðslega þýðingu
fyrir okkur. Við yrðum að geta
bent á tölur en ekki bara sjóinn.
Ólafur Pétursson, forstöðumaður
mengunarsviðs Hollustuvemdar
ríkisins, sagði það lengi hafa verið
almenna skoðun að mengun væri
ekki vandamál hér vegna aðstæðna.
Við hefðum hins vegar sömu vanda-
mál og í öðrum löndum, bara í
minna mæli. Ekki hefði verið mótað
neitt framtíðarkerfi í þessum efnum
né umhverfismálum sinnt sem
skyldi. Við þyrftum að ákveða leyfí-
leg mengunarmörk og bregðast við
sem skyldi þegar hætta væri á að
við værum að ná þeim mörkum.
Gott dæmi væri t.d. nauðsyn þess
að setja hreinsibúnað á bifreiðir en
loftmengun á suð-vesturhorninu
hefði farið mjög vaxandi.
Einnig þyrftum við verulega að
gæta okkar varðandi fískeldi en það
ætti eftir að verða einn helsti meng-
unarvaldurinn hér við land.
Hræðsla við ferskan fisk
Tómas Óli Jónsson, markaðsfull-
trúi Útflutningsráðs í Frankfurt,
rakti skoðanakannanir sem gerðar
hefðu verið á viðhorfum Þjóðveija
síðasta haust til þess hvaða vörar
þeir töldu verða skaðlega heilsu
manna og umhverfí. Vekti það at-
hygli að 21% nefndu ferskan físk,
rúmu ári eftir ormamálið.
Tómas Óli sagði það mikilvægt
að við byðum ávallt fyrsta flokks
vöra. Við hefðum ekki efni á um-
hverfisslysum eða að einstakir
framleiðendur yrðu til að skaða
hagsmuni okkar vegna lélegrar
framleiðslu. íslensk stjórnvöld yrðu
að taka höndum saman við hags-
munasamtök í þessum efnum. Um-
ræða um umhverfismál væri ekkert
tískufyrirbrigði heldur tilkomin af
illri nauðsyn.
Morgunbl/J6n Gunnlaugsson
Jóhanna við störf í vinnustofu sinni.
Akranes:
Myndskreytir veggflísar
AkranesL
JÓHANNA Jónsdóttir myndlistarmaður á Akranesi hefur á undanfórn-
um árum unnið við að myndskreyta veggflisar sem vakið hafa verðskul-
daða athygli.
Jóhanna nam list sína f London
hjá systur sinni Gyðu sem þar er
búsett og rekur fyrirtæki sem sér-
hæfír sig í myndskreytingu og
brennslu veggflísa.
Aðallega vinnur Jóhanna fyrir ein-
staklinga eða fyrírtæki og hefur næg
verkefni. Að sögn hennar er hér um
að ræða silkiprentun útlína, en að
öðru leyti eru flísamar handmálaðar
og síðan brenndar. Möguleikar eru
ótalmargir f listsköpuninni. Það er
hægt að verða við óskum hvers og
eins og það er augljós kostur segir
Jóhanna. Arkitektar gera tölvert að
því að hanna byggingar þar sem
gert er ráð fyrir listskreytingum.
Brennsla veggflfsa er þar ákjósanlegt
form. Starfsemi Jóhönnu gengur
undir nafninu" Sera flísamálun".
Hún segir að mikil eftirspum sé eft-
ir veggflísum hjá sér. Þetta hefur
verið jöfn og sígandi aukning í þessu
og fólk virðist kunna vel að meta
það að geta valið sjálft myndefni á
flísamar, sagði Jóhanna að lokum.
- JG
Safti vísindaritgerða
um háhyrninga gefið út
Hafrannsoknastomun:
ÚT ER komið safíi visindarítgerða um háhyminga f Norður-Atlants-
hafi, North Atlantic killer whales, en það er 11. bindi Rits fiskideild-
ar, fræðirits Hafrannsóknarstofhunarinnar. Ritið er 317 blaðsfður og
skrifað á ensku, enda fyrst og fremst ætlað sérfræðingum á sviði
háhyrningarannsókna og þeim sem fara með mál vemdunar og nýting-
ar þessarar hvalategundar. Aðalritstjóri rítraðarinnar er prófessor
Unnsteinn Stefánsson, en sérstakir ritstjórar þessa bindis era þeir
Jóhann Siguijónsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofhun, og Step-
hen Leatherwook, hvalasérfræðingur hjá Huggs-sjávarrannsóknastofíi-
nninni f San Diego, Kaliforaíu. Rit þetta er annað safíirit stofíiunarínn-
ar um athuganir á afmörkuðu sviði lffrfkis sjávar, en 1985 var gefið
út veglegt rít um snefilefni f sjó og hvernig þau eru notuð tíl að
greina blöndun og dreifingu sjómassa á mismunandi hafsvæðum.
Tildrög útgáfunnar var alþjóðlegt
samstarf um athuganir á háhymingi
I Norður-Atlantshafi, sem komið var
á fót fyrir forgöngu Hubbs-rann-
sóknastofnunarinnar. Ritið hefur að
geyma vísindaritgerðir, sem kynntar
vora í á fundi um niðurstöður sam-
starfsrannsóknanna í Provicentown,
Bandaríkjunum, vorið 1987. Auk
þess birtast hér f fyrsta sinn ritgerð-
ir, sem ritstjóram var kunnugt um
að unnið væri að og tengjast beint
öðra efni bókarinnar. í bókinni er
21 ritgerð eftir 36 höfunda frá 8
þjóðlöndum og §alla þær um flest
það, sem vitað er um lfffræði, lifnað-
arhætti, stofnstærð og útbreiðslu
háhyminga í Norður-Atlantshafí.
Flestar greinamar byggjast á gögn-
um, sem ekki hafa birst áður.
Itarlega er greint frá upplýsingum
um útbreiðslu háhyminga, m.a.
byggðum á leiðarbókum hvalskipa
fyrr á tímum, sem stunduðu veiðar
víða á Norður-Atlantshafí og óbirtum
upplýsingum, er sóttar hafa verið á
rannsóknastofnanir og í skjalasöfn f
Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.
Sagt er frá veiðum Norðmanna fyrr
á þessari öld, m.a. við strendur ís-
lands, veiðum Færeyinga og Græn-
lendinga og útflutningi á lifandi há-
hymingum frá íslandi sl. 13 ár.
Sjö greinar §alla að nokkra eða
öllu leyti um rannsóknir á háhyming-
um við ísland, tvær þeirra era ritað-
ar af starfsmönnum Hafrannsókna-
stofíiunarinnar. Auk ofangreindra
ritgerða um veiðamar hér við land
er að fínna ítarlega samantekt á at-
hugunum stofnunarinnar undanfarin
ár á háhymingum á síldarmiðunum
austanlands. Niðurstöður benda til
þess að þeir háhymingahópar, sem
halda til á miðunum út af Austfjörð-
um, séu árvissir gestir þar og hafa
verið greindir 6 hópar dýra, sem
árlega koma á svæðið á haustin og
vetuma, en alls gæti fjöldi einstakl-
inga út af Austfjörðum skipt nokkur
hundruð dýram. Niðurstöður taln-
inga stofnunarinnar sýna hins vegar,
að stofninn er mun dreifðari að sum-
arlagi og telur a.m.k. 4.000 dýr á
öllu (slenska hafsvæðinu.
Greint er frá niðurstöðum rann-
sókna á hljóði háhyminga við strend-
ur íslands og Noregs, og meðal há-
hyminga I sædýrasöfnum, sem m.a.
voru veiddir við strendir íslands.
Þessar athuganir benda til þess að
lítill samgangur sé á milli háhyminga
við Noreg og ísland. Greining Ijós-
mynda bendir einnig til sömu niður-
stöðu. Þá er greint frá athugunum
á aldri og vexti háhyminga I sædýra-
söfnum vestanhafs, sem m.a. byggj-
ast á tilraunum með litun vaxtarlaga
I tönnum meðan hvalimir lifðu I
sædýrasafni. Einnig var lífshlaup,
langlífi, aldur og viðkoma 56 háhym-
inga (19 frá Islandi) kannað. Þau
dýranna, sem lengst hafa lifað, eru
frá fyrstu áram eftir að háhymingar
vora veiddir til sýninga í sædýrasöfn-
um fyrir um tveimur áratugum.
(Fréttatilkynning)