Morgunblaðið - 23.03.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.03.1989, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 C 21 lækka húsaleigu, vexti o.fl., að þau gæðí, sem um er að ræða hafa ekki orðið fáanleg nema fyrir for- réttindahóp, sem úthlutað hefir ver- ið því takmarkaða magni sem á boðstólum hefir verið. Hér að framan hefir verið minnst á húsaleigulögin sem sett voru í byrjun síðari ‘heimsstyijaldar og hvemig þau leiddu til þess að allt leiguhúsnæði fór smám saman á svartan markað. Þessu til árétting- ar skal hér rifjaður upp atburður sem gerðist sumarið 1950. Ríkis- stjóm sú, sem þá sat að völdum, ákvað þá, til þess að spoma við vaxandi verðbólgu, að lögbjóða minni hækkun húsaleigu en heimi- luð var þá samkvæmt lögum. Sú ráðstöfun hefði dregið úr hækkun framfærsluvísitölu og þá um leið þeim vísitölubótum á laun, sem þá vom í gildi. Fulltrúi ASÍ í nefhd þeirri, er falið var í samráði við Hagstofuna að reikna út vísitölu framfærslukostnaðar, Torfi Ás- geirsson hagfræðingur, mótmælti því, að hin lögboðna lækkun húsa- leigu yrði látin hafa áhrif á fram- færsluvísitöluna, því að eins og húsaleigumarkaðinum væri þá hátt- að, vaéri lækkun húsaleigunnar óframkvæmanleg, þannig að áhrif lagasetningarinnar yrðu þau ein að verðbætur á laun lækkuðu vegna fölsunar framfærsluvísitölunnar að dómi Torfa. Stjóm ASÍ tók undir þessi sjónarmið og hið sama varð ofaná í stjóm BSRB er einnig tók málið til umfjöllunar. Mikill órói greip nú um sig á vinnumarkaðinum og í tilefni af því kvaddi ríkisstjóm- in á fund sinn Helga Hannesson, sem þá var forseti ASÍ og höfund þessarar greinar, er þá var formað- ur BSRB. Á fundinum héldum við Helgi fram sömu skoðunum og Torfl hafði gert í vísitölunefndinni, en bættum því við, að ef ríkisstjóm- in kæmi auga á einhverskonar tryggingu fyrir því, að hin lögboðna lækkun húsaleigu yrði raunhæf, þá skyldum við taka málið fyrir að nýju í stjómum samtaka okkar. Okkur Helga þóttu svör ríkisstjóm- arinnar við þessu óskýr, þannig að fundurinn varð árangurslaus. Það var eftirtektarvert í sambandi við þetta mál, að mótmælin gegn því að húsaleigan yrði lækkuð með „handafli" skyldu einkum koma frá launþegasamtökunum, sem áttu að njóta góðs af þessari ráðstöfun, en hinsvegar heyrðist lítið frá húseig- endum og samtökum þeirra, enda var þeim ljóst, að miðað við þær aðstæður sem þá vom fyrir hendi á húsaleigumarkaðinum, var ólík- legt að umrædd ráðstöfun snerti hagsmuni þeirra. í þeim umræðum, sem nú fara fram um vaxtamálin, hlýtur að koma upp svipuð spuming þeirri, sem átökin urðu um sumarið 1950, en hún er sú, hvort vaxta- lækkun með „handafli" sé líkleg til að verða raunhæf, þannig að unnt verði að fullnægja lánaeftirspum- inni á hinum lækkuðu vöxtum. Nú em aðstæður á íslenzkum lána- markaði þær, að víst má telja, að þessari spurningu verði að svara neitandi. Eftirspum eftir lánum er meiri en framboð miðað við þá vexti, sem nú era í gildi, þótt mörg- um þyki þeir óhóflega háir, en hvað sem öðm líður er það með ólíkindum ef misræmið milli eftirspurnar og framboðs á lánamarkaði verður ekki enn meira en nú er, ef vextir em lækkaðir. Það sýnist mér vera gott dæmi um hina ófullnægðu lánaeftirspun, hve mikið virðist vera um vanskil fyrirtælqa hvað snertir greiðslu lögboðinna skatta til ríkis- sjóðs svo sem söluskatts og stað- greiðslu tekjuskatts, sem fyrirtækj- um er gert að halda eftir af launum starfsfólks síns. í einstaka tilvikum kann hér að vera um „trassaskap“ að ræða, en skynsamir atvinnurek- endur hljóta þó almennt að gera sér ljóst, að lán þau, sem þeir þannig veita sér sjálfir, verða mjög dýr, vegna dráttarvaxta og annarra við- urlaga, er af vanskilunum leiða. Flestir mundu þeir kjósa að taka fremur lán hjá lánastofnunum þrátt fyrir háa vexti, ef slík lán væm fáanleg, en vanskilin, sem sam- kvæmt nýlegum upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu til fjölmiðla nema háum fjárhæðum í heild, béndá ótvírætt tíl þess, að slík lán séu ekki fáanleg í þeim mæli, sem þörf er fyrir. Vaxtalækkun, án sérstakra ráð- stafana til þess að skapa jafnvægi á lánamarkaði, ef einhveijar slíkar em tiltækar, kallar því óhjákvæmi- lega á enn strangari skömmtun lánsfjár en nú á sér stað. Lánamark- aðurinn verður því líkur gjaldeyris- markaðinum á haftaámnum 1930-60 þar sem stjómskipuðum nefndum var falið að skera úr um það, hveijir fengju að kaupa gjald- eyri á hinu skráða gengi og hveijir væm dæmdir til þess að vera annað- hvort án gjaldeyrisins eða kaupa hann á svörtum markaði. Lánsfjár- skömmtunin er hinsvegar hvað ríkisbankana snertir, en þeir ráða samkvæmt fyrr sögðu meirihluta lánamarkaðarins, framkvæmd af pólitískt skipuðum bankastjómm og bankaráðum. Launþegasamtökun- um hefir á síðustu ámm verið bland- að í umræðuna um lána- og vaxta- málin vegna húsnæðislánanna, sem vissulega em mikið hagsmunamál fyrir allstóran hóp launþega, þótt slík lán séu auðvitað aðeins' hluti af lánamarkaðinum. En því er mjög á lofti haldið af þeim, sem hávær- astar kröfur gera um lækkun vaxta, að það sem öðm fremur geri slíkt æskilegt sé fjárhagsvandi efnalítils fólks sem ráðizt hafi í íbúðarbygg- ingar. Nú má að vísu gera ráð fyr- ir því, að hér sé um lítinn hluta lánamarkaðarins að ræða og sé lit- ið á vaxtamálin í heild þá er varla vafi á því, að lækkun innlánsvaxta, sem jafnan hlýtur að fylgja í kjölfar lækkunar útlánsvaxta, breytir tekju- og eignaskiptingunni laun- þegum í óhag, ef á heildina er litið, þar sem ekki er vafi á því, að hlut- deild launafólks í innlánum er miklu meiri en í útlánum lánakerfisins. Obbi þeirra lána sem veitt era fer auðvitað til fyrirtækja til fjárfest- ingar og reksturs. Allar þær tölur sem ég þekki um skiptingu heildar- útlána og innlána lánakerfisins staðfesta þetta, þótt slíkar upplýs- ingar þyrftu að vera miklu fyllri en þær nú em, slíkt myndi fyrirbyggja margvíslegan lýðskmmsáróður, sem víða ríður húsum, þar sem þessi mál em rædd. Samt sem áður er það ijarri mér, að álasa forystumönnum laun- þegasamtakanna fyrir það, að sýna málefnum þess fólks er hér er um að ræða, áhuga. Innan launþega- samtakanna hefir það alltaf þótt hlýða að leggja áherzlu á bætt kjör þeim til handa, sem verst em sett- ir, jafnvel þótt um minnihlutahópa sé að ræða. Sú er a.m.k. mín reynsla eftir áratuga virka þátttöku í þess- um samtökum. Meiri ástæða er til þess að gmna um græsku suma stjómmálamenn- ina, sem í áróðri sínum fyrir nauð- syn þess að lækka vextina mega vart vatni halda vegna umhyggju sinnar fyrir fátæka fólkinu sem er að byggja yfír sig eða kaupa íbúð. Oft er hér um það að ræða að þetta fólk er notað sem blórabögglar til þess að bæta hag fyrirtækja sem borinn er fyrir bijósti af þessum mönnum, en auðvitað em það fyrst og fremst fyrirtækin, sem taka lán og njóta góðs af vaxtalækkununum. Þetta er út af fyrir sig ekki ámælis- vert að öðra leyti en því, að hræsni er aldrei lofsverð. Ef þetta mál er betur skoðað, tel ég ekki vafa á því, að hagsmunum þessa fólks er unnið hið mesta ógagn með því að gera það þannig að blórabögglum í þágu allt ann- arra hagsmuna en þess sjálfs. Hjálp til efnalítils fólks til þess að koma yfir sig þaki verður á ódýrastan og virkastan hátt veitt sem beinar greiðslur til þess, annaðhvort með þvi að borga niður vexti eða á ann- an hátt, enda njóti þá engir aðrir góðs af slfku. Almenn vaxtalækkun sem allir þeir sem lán taka njóta góðs af gerir málið miklu stærra í sniðum en þörf er á og torveldar þannig lausn þess. Skynsamlegasta leiðin til fjármögnunar útgjalda til velferðarmála, og hér er auðvitað um slíkt að ræða, er jafnan beinar greiðslur til þeirra er slíks eiga að njóta, fremur en að gera breytingar á markaðsverði og láta þannig alla, sem á markaðinum em njóta að- gerðanna, Þannig er það óskynsam- leg leið tíl þess að jafná tekjuskipt- inguna í þjóðfélaginu að borga nið- ur matvöm því að slíks njóta allir neytendur, hvort sem þeir em fá- tækir eða ríkir. Ef réttmætt er tal- ið að bæta hag þeirra fátæku á kostnað þeirra sem meira mega sín, verður ódýrast að framkvæma það með beinum tekjutilfærslum gegn- um skattakerfið. Niðurgreiðslur geta á hinn bóginn átt rétt á sér í öðmm tilgangi, svo sem þeim að styrkja framleiðendur hinnar niður- greiddu vöm. Sparnaður, vextir og verðtrygging Hættan á því, að „handafls“- aðgerðir í vaxta- eða verðlagsmál- um nái ekki tilgangi sínum, er eins og hér hefir verið rakið í því fólgin, að þessar aðgerðir hafi áhrif á eftir- spum og framboð sem vinni gegn tilgangi þeirra. Ef við höldum okkur að vöxtunum, sem era greiðsla fyr- ir þá þjónustu, að veita lántakanda umráðarétt yfir tiltekinni peninga- upphæð ákveðinn tíma, þá er spum- ingin sú, hvort lækkun vaxta hefir veraleg áhrif í þá átt að auka eftir- spum eftir lánsfé og draga úr fram- boðinu. Ef svo er, leiðir vaxtahækk- unin til þess að veraleg umframeft- irspum verður eftir lánsfé, sem gert getur vaxtalækkunina óraun- hæfa. Eftirspurnarhliðinni hafa hér verið gerð nokkur skil og var niður- staðan sú, að telja mætti víst, að um aukna eftirspurn eftir lánsfé yrði að ræða sem gerði að öðm óbreyttu nauðsynlega strangari skömmtun lánsfjár en áður, _með þeim ókostum sem því fylgja. Áhrif vaxtabreytinga á framboð lánsfjár em hinsvegar flóknari og meira umdeild meðal hagfræðinga. Fýrir daga Keynes var það almenn skoð- un hagfræðinga að hærri vextir hlytu að vera hvati til aukins spam- aðar á sama hátt og ef boðið væri hærra verð fyrir tiltekna vöm þá væri það að öðm óbreyttu hvati til þess að auka framleiðslu hennar. Keynes benti hinsvegar á það, að ef hækkun vaxta ylli samdrætti í atvinnulífinu, þá gæti lækkun tekn- anna leitt til þess að spamaður drægist saman en yxi ekki þegar vextir hækkuðu. En hvað er spamaður? Fyrir skömmu birti Þjóðhagsstofnun töl- ur þar sem í ljós kom, að hreinn spamaður í þjóðhagslegum skiln- ingi, þ.e. þjóðartekjur að frádreg- inni neyzlu einkaaðila og opinberra aðila minnkaði úr 14,4% vergrar þjóðarframleiðslu árið 1980 í 6,2% árið 1987. Á þessu árabili hækkuðu raunvextir af innlánum í heild úr því að vera neikvæðir um 13,4% í að vera neikvæðir um 3,0% og á þessu árabili óx svokallaður pen- ingalegur spamaður úr 47,1% ver- grar landsframleiðslu í 77,4% eða um rúmlega 60%, samkvæmt skýrslu verðtryggingamefndar, er var að störfum sumarið 1988. Hér virðist vera um mikla mótsögn að ræða og þarf í sjálfu sér ekki að undra, að ýmsir formælendur þess, að vextina þurfi að keyra niður með handafli, telji hér með sanna,ð, að vextimir hafi fremur neikvæð en jákvæð áhrif á sparnað. Dæmi um þetta er leiðari í Tímanum frá 9. febrúar sl. þar sem talað er um það að þessar upplýsingar frá Þjóð- hagsstofnun séu „mikið áfall fyrir fijálshyggjufólkið í Sjálfstæðis- flokknum og bankavitringana í Al- þýðuflokknum, en tölum þessum verður ekki mótmælt." Það sem gerir ályktanir af þessu tagi skiljan- legar, þó rangar séu, er það, að orðið spamaður hefir mjög mismun- andi merkingu annarsvegar í upp- lýsingum Þjóðhagsstofnunar og hinsvegar í skýrslu verðtryggingar- nefndar um þróun peningalegs spamaðar. Þjóðhagsstofnun reikn- ar út sparnað í þjóðhagslegum skilningi í hlutfalli við þjóðartekjur en upplýsingar verðtryggingar- nefndar gefa til kynna spariféð sem eign, svo sem innstæður í bönkum og sparisjóðum, eign launþega í lífeyrissjóðum o.s.frv. í hlutfalli við landsframleiðslu. Hér skiptir það litlu máli hvort miðað er við þjóðar- tekjur eða landsframleiðslu, en hitt skiptir höfuðmáli hvort það er eign eða sá hluti þjóðarteknanna sem sparaður er sem talinn er mæli- kvarði á spamaðinn. Peningalegur spamaður getur þannig haldið áfram að vaxa, þótt sá hluti þjóðar- teknanna sem sparaður er, minnki. Engar ályktanir verða dregnar af samanburði þessarra stærða um áhrif vaxtabreytinga á spamað þar sem spamaður, hvemig sem hann er skilgreindur, er háður svo mörgu öðm en vöxtunum. Nátengd um- ræðunni um vexti og önnur lánskjör er spurningin um verðtryggingu og lánskjaravísitölu. Mikils misskiln- ings gætir hjá mörgum er í þeirri umræðu taka þátt að því er snertir tilgang verðtryggingar sparifjár og annarra fjárskuldbindinga. Sú skoðun er furðu útbreidd, að til- gangurinn sé sá að verðtryggja tekjur af fjármagni og blanda því saman við spuminguna um það hvort og þá hvernig sé hægt að verðtryggja vinnulaun. Ég hefi aldrei orðið var við það sjónarmið hjá neinum þeirra, er verið hafa talsmenn verðtryggingar sparifjár, að tilgangur hennar væri sá að tryggja kaupmátt tekna af fjár- magni enda væri ekki hægt að ná slíku markmiði með slíku, því að áhrif slíkrar verðtryggingar snerta aðeins innbyrðis skiptingu tekn- anna milli þeirra er eiga fjármagn í einhverri' mynd. Ef útlánsvextir banka em hækkaðir hagnast þeir sem eiga sparifé á kostnað þeirra, sem eiga framleiðslutæki og nýta þau. Áhrifin á skiptingu teknanna milli launþega og atvinnurekenda em hinsvegar aðeins óbein og mjög óviss. Yfirleitt finnst mér, að hagsmun- ir sparifjáreigenda sem slíkir ættu að vera aukaatriði þegar.rætt er um það, hvort verðtrygging sé æskileg eða ekki. Ríkið hefir jafnan ekki talið það hlutverk sitt að veita borgumnum tryggingu fyrir því á einn eða annan hátt að eignir þeirra rými ekki að verðmæti. Helzta und- antekning frá því er sú, að ef stór- felldar náttúmhamfarir eiga sér stað, sem valda fjölda manns til- finnanlegu eignatjóni, þykir rétt að ríkið rétti hjálparhönd, sbr. Vest- mannaeyjagosið og snjóflóðin miklu á Norðfirði fyrir nokkmm ámm. Engin ástæða er til þess að spari- fjáreigendur sitji hér ekki við sama borð og aðrir. Sparifé er yfirleitt bundið til skamms tíma, þannig að ef þeir, sem það eiga telja ávöxtun eigna sinna í þeirri mynd óviðun- andi þá geta þeir annaðhvort breytt þeim í aðrar eignir eða, ef ekki vill betur eytt þeim, t.d. með því að leggja í heimsreisu eða annað slíkt. En þar komum við einmitt að því, sem hlýtur að vera höfuðtilgangur verðtryggingar sparifjár, en hann er sá, að fyrirbyggja flótta frá því að hafa eignir sínar í mynd sparifj- ár eða annarra peningakrafna. Það var slíkur flótti frá því að eiga spa- rifé vegna mögnunar verðbólgunn- ar á seinni hluta 8. áratugarins, sem var höfuðástæðan fyrir því, að heimild til almennrar verðtrygging- ar fjárskuldbindinga var sett inn í Ólafslög frá 1979, því að öðrum kosti óttuðust stjómvöld, ekki að ástæðulausu, að við blasti öngþveiti á lánamarkaðinum og óviðráðanleg verðbólga. Það verður fyrst þegar stjórn- völdum tekst að ná tökum á verð- bólgunni, að verðtrygging verður óþörf og raunar gerir hjöðnun verð- bólgunnar hana óvirka, eins og verðstöðvun síðustu mánuða sýndi. En nú sýnist mér halla mjög á ógæfuhlið í verðlagsmálum, þannig að enn virðist það eiga langt í land, að stöðvun verðbólgunnar geri af- nám verðtryggingar tímabæra. Rétt er í þessu sambandi að vekja athygli á þvi, að sú skoðun, sem skotið hefir upp kollinum í umræð- um um þessi mál, að afnám verð- tryggingar myndi leiða til sjálf- virkrar hjöðnunar verðbólgu, er al- gerlega óraunsæ eins og reynslan hér á landi hefir í ríkum mæli sýnt. Hversvegna magnaðist þá verð- bólgan svo á ámnum 1974-78 þeg- ar engin almenn verðtrygging var í gildi að nauðsynlegt þótti að taka hana upp með Ólafslögum 1979? Eins og þegar hefir verið bent á, er óheppilegt að blanda saman svokallaðri verðtryggingu launa og verðtryggingu fjárskuldbindinga eins og gert hefir verið í ríkum mæli i umræðum um þessi mál að undanfömu. Þetta tvennt þjónar mjög mismunandi tilgangi og er því lítt sambærilegt. Tilgangur verð- tryggingar fjárskuldbindinga er sá að hafa áhrif á eignaráðstafanir manna þannig að þeir séu hvattir til þess að eiga fremur peninga en raunverðmæti, svo að eftirspumar- verðbólgu megi halda í skefjum. Tilgangur verðtrýggingar launa er hinsvegar sá, að tryggja ákveðið raungildi kaupsins eða kaupmátt launa eins og það er oft orðað. Hvort skilyrði séu nú fyrir hendi til almennrar kaupmáttartrygging- ár er svo annað mál, sem ofarlega verður á baugi við samningaviðræð- ur þær um kaup og kjör sem nú standa yfir. Er það mál, sem ekki verður nánar rætt hér. Höfundur er fyrrverandi prófess- or við Viðskiptafræðideild H&- skóla íslands. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ *Hexnr\ crcÁ xf-ex S'\g t hrctblestri." Þú lærir áhrifaríkar aðferðir í hraðlestri á námskeiðum Hraðlestrarskólans! Á níu ára starfstíma skólans hafa nemendur að jafnaði þrefaldað lestrarhraða sinn í öllu lesefni. Viljir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans, skaltu skrá þig á síðasta námskeið vetrarins sem hefst miðvikudaginn 29. mars nk. Skráning alla páskadagana í síma 641091. Athugið að flestir starfsmenntunarsjóðir stéttarfélag- anna styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðinu. ■HWMB H RAÐLESTR ARSKOL! NIM j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.