Morgunblaðið - 23.03.1989, Page 28
28 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
Boðið til Brúð-
kaups Fígarós
Mozart, 12 ára. Eftir málverki Thadd&ns Helblings.
UM HÖFUNDA
eftir Krisíján
Arnason
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að söngleikir eru einatt aug-
lýstir og nefndir á nafn sem verk
eins höfundar og þá auðvitað tón-
skáldsins, en nafni þess sem hefur
lagt sjálfan grundvöll verksins með
hinu svonefnda líbrettó eða texta
er sjaldan flíkað, þótt söngleikir
fari sigurför óperuhúsa í millum,
enda leiða áhorfendur yfirleitt lítt
hugann að því hver hafi þar um
vélt, þótt þeir kunni að vera býsna
hnýsnir um hagi tónskáldsins.
Þetta kemur raunar vel heim við
það að menn virðast sækja óperu-
hús öðru fremur til að láta heillast
af sætlegum söng og hljóðfæraleik
og kannski glæsilegri sviðsmynd
og búningum í leiðinni, sem megna
að hrífa þá burt úr hversdagslífi
þeirra inn í fjarlægan og misfellu-
lausan töfraheim, þar sem allt
gengur upp og er ólíkt því sem
þeir eiga að venjast.
Dygð textahöfundar ætti þá ekki
síst að liggja í því að trana sér sem
minnst fram með einhveiju sem
gæti truflað og spillt ánægju óperu-
gestsins af þvi að fylgjast með
laglinum sem hann getur siðan
raulað fyrir munni sér á leiðinni
út. Textinn mætti þess vegna vera
sem allra þynnstur og fremur
gæddur þeim eiginleikum að vera
þjáll og hljómfagur en skiljanlegur,
og efnisþráðurinn ætti að sneiða
sem mest hjá vandamálum eða
aðstæðum áhorfandans en vera
þeim mun ríkari að tilbreytingu og
óvæntum uppákomum sem gefa
persónunum á sviðinu ærið tilefni
til að ausa úr brunni hjarta síns í
tilkomumiklum aríusöng.
Vilyrði um samstarf
En hvað sem annars kann að
vera til í ofansögðu þá má a.m.k.
af tilurð söngleiksins Brúðkaup
Fígarós sjá að tónskáldinu hefur
hreint ekki verið sama með hveijum
hann ynni eða hvaða efni yrði fyrir
valinu. Mozart hafði þá fengið sig
fullsaddan af samstarfi við Varesco
þann er gerði textann við Idom-
eneo og þurfti nú á öðrum liprari
TEXTANS
og skemmtilegri samstarfsmanni
að halda. Þá vildi svo vel til að í
Vínarborg var um þessar mundir
staddur annar ítali sem nefndist
Lorenzo da Ponte og hafði verið á
vegum hins v.olduga Salieris og
gert fyrir hann textann að ópe-
runni II Ricco d’un Giomo. Sú
ópera hafði hins vegar fengið
dræmar undirtektir og þá lá auðvit-
að beinast við fyrir tónskáldið að
skella skuldinni á líbrettistann og
slíta samstarfí við hann og fá sér
annan sem hét Costi. Með þessu
gerði hinn mikli Salieri höfuðkeppi-
nauti sínum, Mozart, talsverðan
greiða og ekki síður óperugestum
eftirtínians, því að da Ponte átti
eftir að gera texta við þijú mestu
meistaraverk Mozarts á ítölsku:
Brúðkaup Fígarós, Don Gio-
vanni og Cosi fan tutte og virðist
samband þeirra beggja og samstarf
hafa verið með besta móti, eins og
árangurinn ber vitni um. Það er
engu líkara en Mozart hafi séð það
fyrir,, því eftir að fundum þeirra
hafði fyrst borið saman og Mozart
stungið upp á samstarfi við da
Ponte og fengið vilyrði fyrir því,
ritar hann: „Hver veit hvort hann
efnir loforðið, eða vill efna það.
Það er vitað mál að þessir ágætu
Italir eru ekkert nema stimamýkt-
in, þegar maður er nálægt þeim.
Ekki meira um það, við erum farin
að þekkja þá. Ef hann er á snærum
Salieris, fæ ég ekkert frá honum,
meðan ég lifi."
Prestlærður hagyrðingur
Af þessum orðum má marka að
Mozart er mikið í mun að fá da
Ponte til samstarfs við sig, sem
bendir til þess að hann hafi notið
álits sem textahöfundur, enda hafði
hann eftir að hafa slitið samstarfi
við Salieri gert óperutexta með
betri árangri og haft vit á því að
byggja þá á leikritum fremstu
skopleikjaskálda þess tíma, þeirra
Goldoni og Beaumarchais. Þetta
þarf ekki að koma á óvart, því da
Ponte hafði fengist við skáldskap
frá blautu bamsbeini, en að vísu
einnig við ýmislegt annað um
ævina og það misjafnt. Hann var
fæddist í grennd við Feneyjar árið
1749, þar sem faðir hans var sút-
ari af gyðingakyni, og hét upphaf-
lega-Emanuele Conegliano. Nafnið
Lorenzo da Ponte hlaut hann, þeg-
ar faðirinn giftist kaþólskri stúlku
og þurfti í því tilefni að láta skírast.
Við það opnaðist Lorenzo leið til
menntunar í kaþólskum skólum og
sóttist pilti námið svo vel að karli
föður hans þótti ekki minna mega
duga en að hann yrði prestur, þótt
það starf hafi átt einkar illa við
Lorenzo að sjálfs sögn og jafnvel
verið honum þvert um geð. Hann
hafði í skóla mestan áhuga á kveð-
skap og lék sér að því að þýða af
latínu yfir á ítölsku og öfugt. En
er hann hafði að áliti manna num-
ið hin klerklegu fræði til nokkurrar
hlítar, hóf hann kennslu við presta-
skóla en gafst brátt upp á því og
hélt út í lífið, prýddur sinni prest-
legu tign.
Hiðljúfalíf
Feneyjar voru um þessar mundir
mikil gleðinnar borg, þar sem menn
gátu notið ávaxta liðins stórveld-
istíma án þess að þurfa að taka
neinn hlút alvarlega, hvort sem
voru lærðir eða leikir. Hér var því
rétti staðurinn fyrir da Ponte til
að leika lausum hala og steypa sér
út í hið ljúfa líf, jafnt ástarævin-
týri sem fjárhættuspil, sem hvort
tveggja hafði í för með sér mikla
skuldasöfnun, en prestsskrúðann
gat hann notað sér til framdráttar
til að komast í margvíslegan gleð-
skap. Um tíma stundaði hann þó
skólakennslu en var fljótt vikið úr
embætti fyrir að hafa ort kvæði í
anda Rousseaus, og þar kom einn-
ig að hann taldi sér ráðlegast að
hvefa frá Feneyjum, áður en hann
lenti bak við lás og slá. Það var
því sem hlypi á snærið hjá honum
nokkru síðar, er honum barst boðs-
bréf norðan frá Saxlandi um að
taka við stöðu óperuhirðskálds í
Dresden, en þegar þangað kom
reyndist bréfíð vera falsað af óvild-
armanni hans á Ítalíu sem vildi
greinilega losna við hann sem
lengst norður. Saxlandsdvölin varð
því skemmri en skyldi og þaðan lá
leiðin til Vínarborgar, þar sem hann
komst í tæri við Salieri og síðar
Mozart, eins og að ofan greinir.
Eftir lát Jósefs keisara annars sem
hafði haldið hlífiskildi yfír honum
gegn óvildarmönnum í Vín, varð
honum ekki heldur vært þar og
þóttist góður að sleppa þaðan lif-
andi. Hann fór þá á flakk milli
ýmissa borga Evrópu. í Trieste
kvæntist hann ungri kaupmanns-
dóttur og í Prag hitti hann landa
sinn Casanova sem ráðlagði honum
að fara fremur til Lundúna en
Parísar en stíga þó þar aldrei fæti
inn á ítalskt kaffíhús né skrifa
nokkru sinni nafn sitt á víxil.
Þótt hann hafi fylgt fyrstu ráð-
leggingunni lét hann sér auðsjáan-
lega þær tvær síðari í léttu rúmi
liggja, þvi áður en varði var hann
enn á kafí í skuldasúpu og hrökkl-
aðist frá Lundúnum vestur um
haf, þar sem hann hafði ofan af
fyrir sér með ítölskukennslu og
margvíslegu braski uns hann lést
þar í hárri elli árið 1839 eftir að
hafa skriftað og hlotið syndaaf-
lausn og blessun móður kirkju.
Skáldverk í banni
Það var Mozart sem stakk upp
á því við da Ponte árið 1784 að
þeir gerðu saman söngleik eftir
nýju leikriti samtímahöfundarins
Beaumarchais, Brúðkaupi Fíga-
rós eða Brjálaður dagur (Le
Mariage de Figaro ou la Folle
Journée) eins og það hét fullu
nafni. Þetta má teljast nokkuð djörf
uppástunga, ef haft er í huga að
leikritið, sem var nýtt af nálinni,
samið 1781, hafði verið í banni
jafnt í Frakklandi sem í Austurríki
og höfundur jafnvel orðið að þola
fímm daga fangavist að boði
Lúðvíks XVI, en eftir að banninu
hafði verið aflétt í Frakklandi þetta
sama ár, 1784, var leikritið sýnt
þar við mikla hrifningu. Fyrir vikið
naut það þegar talsverðrar frægðar
og umtals, sem höfundurinn reyndi
á allan hátt að kynda undir og
notfæra sér. Það má hins vegar
spyija hvað hafí valdið þessu banni
og eins hvort það hafi verið hugsan-
legt ádeilugildi eða frægðin ein sem
glæddi áhuga þeirra Mozarts og
da Pontes. Söngleikjaformið er í
sjálfu sér ekki vel til þess fallið að
koma á framfæri ádeilu, þar sem
orðræða hlýtur að drukkna í sætu
tónaflóði, enda er óhætt að segja
að allt þess Káttar hafi mildast í
höndum þeirra félaga. Hins vegar
gefur efnisþráðurinn sjálfur allgóða
mynd af misrétti aðalsþjóðfélags-
ins, þar sem lýst er hvemig höfð-
inginn Almaviva greifi ætlar að
komast yfír Súsönnu, brúði Fígarós
þjóns síns, og eyða með henni sjálfri
brúðkaupsnótt hennar, með tilvísun
til svonefnds droit du seigneur eða
ius primae noctis sem forðum átti
að hafa veitt aðalsmönnum heimild
til slíks gagnvart undirsátum
sínum, en hann verður þó að lúta
í lægra haldi fyrir sameiginlegum
herbrögðum Fígarós, Súsönnu og
Pierre Augustin Caron de Beaumarchais (1732—1799). Teikningafatriði úr Brúðkaupi Figarós, birtist fyrstí „The IUustratediLondon News“, 12. nóvember 1887