Morgunblaðið - 23.03.1989, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 23.03.1989, Qupperneq 46
46 C MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 4 Balasjov efstur á Fjarkaskákmótinu Skák Bragi Kristjánsson Fjarkaskákmóti Skáksambands íslands lauk með sigri sovéska stór- meistarans, Júrí Balasjovs. Hann hlaut 9!4 vinning af 13 mögulegum, tapaði ekki skák. Lítið hefur borið á Balasjov á undanfömum árum, en hann var orðinn einn sterkasti skákmaður heims fyrir 15 árum. Á Fjarkamótinu fór hann rólega af stað, en eftir mikinn heppnissigur á Sævari Bjamasyni í 5. umferð héldu honum engin bönd. Hann sýndi sínar bestu hliðar og hlaut 6 vinninga í 8 síðustu skákunum. Margeir Pétursson varð annar með •9 vinninga. Hann var með daufasta móti í byijun, hafði 4 vinninga eft- ir 7 skákir, en sýndi sína réttu getu eftir það og fékk 5 vinninga í síðustu 6 umferðum. Helgi Ólafsson lenti í þriðja sæti með 8& vinning. Hann tapaði ekki skák á mótinu og vom vinningsskákir hans listavel tefldar. Jón L. Ámason og sovéski stórmeistarinn, Vereslav Eingom, urðu jafnir í 4.-5. sæti, hlutu 8 vinninga hvor. Jón byijaði illa, en glæsilegur lokasprettur, 5 vinning- ar í sex síðustu umferðunum, bjarg- aði málum. Eingom er lítt þekktur skákmaður utan heimalands síns, en er greinilega geysisterkur stór- meistari. Hann tefldi rólega, og sýndi ótrúlega tækni í úrvinnslu örlítilla yfírburða. Hann lenti aðeins I vandræðum í ævintýralegri skák við Jón L., en þar féll hann á tíma í betri stöðu eftir miklar tímahraks- sviptingar. Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson og Norðmaðurinn Jón- athan Tisdall höfnuðu í 6.-8. sæti með helmingi mögulegra vinninga. Þeir tefldu misjafnlega og uppskáru í samræmi við það. Frammistaða Hannesar Hlífars veldur miklum vonbrigðum, og Englendingamir tefldu illa. Sigurð- ur Daði tefldi af hörku og getur verið sáttur við árangurinn. Hann er jafnaldri Hannesar Hlífars, að- eins 17 ára gamall, og er enn eitt stórmeistaraefnið úr „Skákskóla Óla H.“ í Taflfélagi Reykjavíkur. Björgvin og Sævar voru óþekkjan- legir á mótinu og bíða nú óþreyju- fullir næsta móts til að sýna, hvað í þeim býr. Lokastaðan (Elo-stig í svigum): 1. Balasjov (Sovétríkjunum, stórmeistari, (2530), 9!4 v. 2. Margeir Pétursson, stórmeistari, (2530), 9 v. 3. Helgi Ólafsson, stórmeistari, (2520), S4 v. 4. -5. Jón L. Ámason, stórmeist- ari, (2550), 8 v. 4.-5. Eingom (Sovétríkjunum), stórmeistari, (2570), 8 v. 6.-8. Karl Þorsteins, alþjóðlegur meistari, (2430), 64 v. 6.-8. Þröstur Þórhallsson, alþjóðl. meistari, (2415), 64 v. 6.-8. Tisdall (Noregi), alþjóðlegur meistari, (2460) 64 v. 9.—10. Hannes Hlífar Stefánsson, alþjl. meist. (2480), 6 v. 9.—10. W. Watson (Englandi), alþjl. meistari, (2505), 6 v. 11. Hodgson (Englandi), stór- meistari, (2545), 64 v. 12. Sigurður Daði Sigfússon, (2310), 5 v. 13. —14. Sævar Bjamason, alþjóð- legur meistari, (2335), 3 v. 13.—14. Björgvin Jónsson (2405), 3 v. Fjarkamótið fór vel fram, en var mjög illa sótt af áhorfendum. Líklega er aðalástæðan sú, að ís- lendingar séu búnir að fá nóg af skák í bili, komnir með „skáktimb- urmenn". Flestir bestu skákmenn heims tefldu í Reykjavík í október sl. á Heimsbikarmóti Stöðvar 2, síðan kom Ólympíuskákmótið, þá einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Karpovs, og loks þetta mót. Önnur ástæða en lítil umfjöllun fjölmiðla. Skáksambandsmenn kynntu mótið lítið í byijun og fjölmiðlar birtu óvenjulitlar fréttir og fáar greinar um mótið. Gulltrygging fyrir áhugaleysi almennings fékkst svo með B-heimsmeistarakeppninni í handknattleik, er þjóðin fékk enn eitt handboltaæðið. Að lokum skulum við sjá tvær skákir, fyrst handbragð sigurvegar- ans og síðan sögulega skák Jóns L. við Eingom. 13. umferð: Hvitt: J. Balasjov (Sovétríkjun- um). Svart: J. Tisdall (Noregi). Caro-Kann. 1. e4 - c6. 2. d3 Balasjov kýs fremur að tefla Kóngsindverska-vöm með skiptum litum heldur en að tefla venjulega Caro-Kann-byijun. 2. - d5, 3. Rd2 - g6, 4. Rgf3 - Bg7, 5. g3 — dxe4 Tisdall sneiðir hjá algengasta framhaldinu 5. — e5, 6. Bg2 — Re7, 7. 0-0 - 0-0, 8. b4!? - a5, 9. bxa5 — Dxa5, 10. a4 — Dc7 með örlítið betra tafli fyrir hvít. 6. dxc4 - Rf6 Önnur leið er hér 6. — e5, 7. Bg2 - Be6, 8. 0-0 - Rh6, 9. De2, 0-0, 10. Rc4 — f6, 11. b3 og hvítur hefur betri færi. 7. Bg2 - 0-0, 8. 0-0 - Ra6 Klúðurslegur Ieikur. Eðlilegt virðist að leika 8. — Dc7 ásamt e7 — e5. 9. De2 - Da5? Eftir þennan leik lendir svartur í mjög erfiðri stöðu. Rejmandi var að koma mönnum út á borðið með 9. — Be6 og svara Rf3 — g5 með Ra6 — c7. 10. e5 - Rd5, 11. Rb3! - Dc7, 12. c4 - Rb6, 13. Bf4 - Be6, 14. Hacl - Had8, 15. Rbd4 - Bg4, 16. h3 — Bxf3, 17. Rxf3 — e6 Svartur kemst líklega ekki hjá því að veikja reitina d6 og f6 á þennan hátt, því hvítur hótar h3 — h4 ásamt Bg2 — h3, t.d. 17. — Dc8, 18. h4 - Rc7, 19. De3 - Re6, 20. Bh3 o.s.frv. 18. b3 - h6, 19. h4 - Rb4, 20. Hc3 - c5, 21. Hel - Hd7, 22. a3 - Rc6, 23. De3 - Rd4, 24. g4! - Kh7, 25. Rd2! - Hc8 Auðvitað ekki 25. — g5?, 26. hxg5 — hxg5, 27. Bg3! og eftir standa einungis fleiri göt í svörtu stöðunni. 26. Re4 - Dd8 Ekki gengur 26. — Bxe5?, 27. Rf6+ ásamt 28. Bxe5. Balasjov á ný yflrburðastöðu og að auki 30 mínútur á klukkunni á móti 7 mínútum Norðmannsins. 27. Rf6+! - Bxf6, 28. exfB - h5 Örvænting, því svartur er glatað- ur eftir 28. — Dxf6, 29. Bxh6 — Dxh4, 30. Bg5 — Dxg4, 31. De5! og hótunin Hc3 — h3+ gerir út um skákina. 29. gxh5 - Dxf6 Eða 29. — Rf5, 30. De5 o.s.frv. 30. Be5 — Dxh4 Eða 30. — Df5, 31. hxg6+ með svipaðri niðurstöðu og í skákinni. 31. hxg+ — fxg6, 32. Dcl — Dg4, 33. Hh3+ - Kg8, 34. Dh6 og svartur gafst upp, því hann getur ekki varist máthótunum hvits nema því fylgi mikið liðstap._ 10. umferð: Hvítt: Jón L. Arna- son. Svart: Vereslav Eiongorn (Sovétríkjunum). Frönsk-vöm. 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. e5 — Re7, 5. a3 — Bxc3+, 6. bxc3 — c5, 7. Dg4 Jón L. er í vígaham og fer því út í flókið og tvíeggjað afbrigði. Marg- ur meistarinn teflir hér rólega og leikur 7. Rf3 ásamt 8. a4, en þann- ig var Robert Fischer vanur að < mæta Franskri-vöm. 7. - Kf8?! Þessi ólánlegi leikur hlýtur að 4 teljast neyðarbrauð. Eingom er " greinilega ekki tilbúinn í hið vin- sæla afbrigði. 7. — 0-0!? t.d. 8. Bd3 - f5, 9. exf6 e.p. - Hxf6, 10. Bg5 - Hf7, 11. Dh5 - g6, 12. Dh4 - Dc7, 13. Dg3! - Da5, 14. Bd2 - c4, 15. Be2 - Rf5, 16. Dg5 - Rd7, 17. g4 - Rd6, 18. f3 - Da4, 19. h4! - Hf6, 20. h5 - Rf7, 21. Dh4 með betra tafli fyrir hvít (Psak- his-Ehlvest, Erevan 1988). Önnur leið, sem hefur gefist hvíti vel að undanfömu, er 7. — Dc7, 8. Dxg7 — Hg8, 9. Dxh7 — cxd4, 10. Re2 — Rbc6, 11. f4 — dxc3, 12. Dd3 o.s.frv. 8. a4 Sterklega kemur til greina að leika hér 8. h4 ásamt 9. Hh3. í því tilviki hefur hrókurinn auga með peðinu á c3 auk þess að hóta að fara til g3 eða f3 til sóknar að svarta kónginum. 8. - Dc7, 9. Rf3 — b6 | Svartur vill ekki opna skálínuna a3 — f8 fyrir hvíta biskupinn á cl og hafnar þess vegna leiðinni 9. — cxd4, 10 Dxd4 o.s.frv. 10. Ba3 - h6! Svartur bíður með að leika Bc8 — a6 þangað til hvítur hefur leikið biskupi sínum frá fl, og notar tímann á meðan til að undirbúa Kg8 - h7. 11. Bd3 - Ba6, 12. 0-0 - Kg8, 13. a5 Eftir 13. c4 — Bxc4, 14. Bxc4 — dxc4, 15. dxc5 — bxc5, 16. Dxc4 — Rd7 ásamt Rd5 heldur svartur sínu. 13. - Bxd3, 14. cxd3 - Rd7, 15. c4 - Kh7, 16. cxd5 - Rxd5 Eða 16. — exd5, 17. Rh4 ásamt f2 — f4 — f5 o.s.frv. 5 17. De4+ - g6, 18. Hfcl - Kg7, 1 19. Rd2 - Hab8, 20. Rc4 - Dd8, 21. axb6 — axb6,22. dxc5 — bxc5, 4 23. Re3 - Rb4 Betra en 23. — Rxe3, 24. fxe3 o.s.frv. 24. d4 - Dc7!?y 25. d5!? - exd5 Engu betra er 25. — Dxe5, 26. Vöðviúrbaki græddur á rist VIÐAR Gíslason matsveínn, má þakka læknum á lýtalækningadeild Landspítalans að hann heldur fætinum eftir slys sem hann varð fyrir á miðunum 200 sjómilur frá landi. Hafði verið reynt að gera að sárum hans þegar drep komst f vinstri rist og var þá ákveðið að freista þess að bjarga fætinum með þvi að taka vöðva úr baki og græða ofan á ristina. Þrír læknar tóku þátt í aðgerðinni sem tók átta klukkustundir, þeir Ólafur Einarsson 0g Jens Kjartans- son, sem báðir eru lýtalæknar og Þráinn Rósmundsson barnalæknir. fyrr en undir hádegi því við urðum að koma við á Rifí og taka þar eldsneyti." Viðar gekkst þegar undir aðgerð á Landspítalanum en ristarbeinin voru öll brotin og lúgan hafði skaf- ið niður mjúkparta og allt skinn frá ökla fram á tær. „Við reyndum að leggja skinnið yflr og tókum húð af læri og græddum þar sem á vantaði, en sú aðgerð tókst ekki, því drep komst í ristina," sagði Ólafur Einarsson læknir. „Þegar frá leið varð að hreinsa upp sárið og taka í burtu þann hluta sem drepið var komið í og þá var þessi stóra aðgerð ákveðin. Mun það vera í fyrsta sinn á íslandi að heill vöðvi með æðakerfl er fluttur af einúm líkamshluta á annan og æðamar tengdar." Tekinn var vöðvi nálægt herða- blaði sem ásamt öðrum hreyflr handlegginn. Bláæð og slagæð í vöðvanum var tengd bláæð og Það var í lok október síðastliðinn þegar rækjutogarinn Pétur Jóns- son RE var staddur skammt frá miðlínu milli Grænlands og ís- lands, að stórri jámlúgu á efra dekki var lokað, og á milli varð vinstri fótur Viðars. „Þetta voru mannleg mistök og ekkert annað," sagði Viðar. „Strákurinn sem stjómaði lúgunni er alveg miður sín en ég ásaka hann ekki. Honum tókst að stöðva lúguna um það bil sem hún var að lokast annars hefði tekið framan af fætinum. Slysið varð í blíðskaparveðri um klukkan hálf átta að morgni. Þyrla Land- helgisgæslunnar var komin til okk- ar rúmlega tíu um morguninn og fram að þeim tíma leið ég ólýsan- legar kvalir. Þessi lyf sem eru um borð í togurunum og gripið er til þegar slys verða, duga alls ekki. Það var ekki fyrr en þyrlan kom sem mér fór að líða skár en ég var ekki kominn á Borgarspítalann Ólafur Einarsson læknir og Við- ar Gislason matsveinn virða fyrir sér árangurinn af vel heppnaðri skurðaðgerð en yöðvinn sem fluttur var er ennþá bólginn. Eins og sjá má er bakvöðvinn vel gróinn á ristinni en þegar drep komst í sárið missti Viðar eina tána. Morgunblaðið/Emilfa slagæð í ökklanum. Aðgerðin var meðal annars gerð í gegnum smá- sjá og lauk með því að húð var tekin af læri og grædd yfír vöð- vann. Viðar dvaldi á Reykjalundi í einn og hálfan mánuð eftir að- gerðina í þjálfun með bakvöðvana og hefur tekist að þjálfa aðra vöðva upp í að gegna því hlutverki sem fyrri vöðvi gegndi. „Það er alveg ljóst að Viðar hefði ekki getað haldið fætinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.