Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 12
81 12
A*VMbMiffi&¥8&!fáJ^Wffl®ti989.
Gætið tannanna vel
það borgar sig
eftirStefán
Finnbogason
Stundum heyrist talað um að
tannlækningar séu dýrar og miklir
fjármunir fari til þess að halda tönn-
um skólabarna í lagi. I fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar fyrir
árið 1988 voru áætlaðar 175 millj.
króna til tannlækninga skólabarna
eða 12.500 kr. á barn.
í þessari stuttu grein verður leit-
ast við að gera grein fyrir hvers
vegna tannlækningar eru svona
dýrar og hvað er hægt að gera til
að draga úr hinum mikla kostnaði
við skólatannlækningar.
Hola í tönn verður ekki læknuð
nema með því að fylla hana eða
með því að draga tónnina úr. Það
síðara er að vísu neyðarúrræði.
Þegar tönn er fyllt, er holan fyrst
undirbúin þannig, að skorinn er
burtu hluti af tönninni þar sem
holan liggur, meinið er skorið burt
svo aðeins er eftir heilbrigt tann-
bein þar sem tannskemmdin var
áður. Síðan er fyllt í holuna með
málmi eða gerviefni og reynt að
líkja eftir lögun tannarinnar eins
og framast er unnt.
Fyllingin þarf að falla inn í sitt
umhverfí svo vel, að hún trufli ekki
þær eðlilegu hræringar sem þar
eiga sér stað, eða erti á nokkurn
hátt. Þetta verk verður ekki unnið
nema með tannlækningatækjum og
af fólki sem fengið hefir tannlækn-
ismenntun. Fylling holu í einni tönn
er, með öðrum orðum, skurðaðgerð
í' beini unnin af sérmenntuðum
lækni með nákvæmum, sérhæfðum
tækjum.
Til skamms tíma voru tann-
skemmdir sjúkdómur sem þjáði
næstum því hvert einstakt manns-
barn í landinu, svo að talið var
nánast eðlilegt að flestir yrðu tann-
lausir á miðjum aldri.
Smám saman fjölgaði þeim, sem
höfðu áhuga á að halda sínum tönn-
um og töldu skynsamlegt að verja
nokkrum fjármunum til þess að
fylla í holur og gera við skemmdir.
Jafnframt sáu ábyrgir áhrifamenn,
að ef takast átti að halda tönnum,
varð að grípa snemma í taumana
og skipuleggja skólatannlækningar.
En skipulegar skólatannlækning-
ar verða ekki framkvæmdar nema
á kostnað hins opinbera. Að öðrum
kosti er hætta á að barnmörgu fjöl-
skyldurnar verði útundan.
Reykjavíkurborg tók upp tann-
lækningar fyrir skólabörn löngu
áður en slíkt var bundið í lög, og
nú fá öll skólabörn í Reykjavík þá
tannlæknisþjónustu sem þau þurfa.
Ekki er óalgengt að fylla þurfi
5-8 holur hjá barni á hverju ári og
það er dýrt.
Viðgerð tönn getur haldið áfram
að skemmast, fjöldi tanna í skóla-
barni er 24-28 og börnin eru
14.000.
Tannfylling skólabarna í
Reykjavík er unnin af 30 tannlækn-
um sem flestir vinna 4 tíma á dag,
10 mánuði ársins. Auk þess ganga
nokkur börn til einkatannlækna.
Það er því geysilega mikið og
dýrt verk að annast tennur skóla-
barna í Reykjavík.
Ef til vill má hugsa sér sambæri-
legt verk t.d. ef taka þyrfti botn-
langa úr hverju barni aftur og aftur
annað hvert ár. Það yrði býsna dýrt.
Enginn er í vafa um að nauðsyn-
legt er að halda tönnum alla ævi
og gera við skemmdar tennur. Það
liggur því í augum uppi, að mikill
kostnaður vegna tannlækninga
stafar af því að holurnar eru marg-
ar sem þarf að fylla. Leiðin til að
lækka tannlæknakostnað er því að
fækka holunum, bæta tannheilsuna
og koma í veg fyrir að tennurnar
skemmist.
Mesta og besta tannverndin, sem
og önnur heilsuvernd, er unnin af
einstaklingunum sjálfum, hverjum
og einum, með heilbrigðu líferni,
hollu mataræði og þrifnaði. Þetta
veit okkar vel upplýsta þjóð. Og sem
betur fer hefír mikið áunnist í tann-
vernd. Tannheilsa þjóðarinnar fer
batnandi. Þó éru tannskemmdir í
börnum ennþá miklu meiri hér en
á hinum Norðurlöndunum. Fyrir um
það bil 15 árum voru tannskemmd-
ir í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og
Danmörku svipaðar og hér á landi,
en þá fóru þær að minnka í Skand-
inavíu og minnkuðu hratt. Þannig
fækkaði skemmdum tönnum 12 ára
barna á 10 árum úr 7 niður í tvær
meðan lítið sem ekkert breyttist í
þá átt hjá okkur. En um 1984 fór
að örla á fækkun tannskemmda
skólabarna í Reykjavík. - Það skal
hér tekið fram, að vegna góðrar
tannlæknisþjónustu, voru ófylltar
holur fátíðar þó tannskemmdir
væru vandamál.
Frá 1984 til 1988 lækkaði fjöldi
skemmdra tanna 12 ára barna í
Reykjavík úr 6 í 4, svo sumir telja
að hjá okkur sé nú hafin sú þróun
tannheilsu, sem varð á hinum Norð-
urlöndunum fyrir áratug. Þá er
eðlilegt að spurt sé: Hvað kom þess-
ari þróun af stað?
Vafalítið eiga fleiri en eitt og
fleiri en tvö atriði þar þátt í. Stöðug-
ur áróður tannverndarfólks hefir
einhver áhrif á lífsvenjur fólks. Þó
er ekki mælanleg minnkun í sykur-
neyslu hér á landi. Gosdrykkjaaug-
lýsingar eru líka einhverjar þær
íburðarmestu sem sjást í fjölmiðl-
um.
„Leiðin til að lækka
tannlæknakostnað er
þvi að fækka holunum,
bæta tannheilsuna og
koma í veg fyrir að
tennurnar skemmist."
Það er almenn skoðun meðal
vísindafólks á sviði tannlækninga á
Norðurlöndum, að flúor, og einkum
flúortannkrem, eigi drýgstan þátt
í minnkandi tannskemmdum meðal
barna. Samkvæmt því hefir áróður-
inn fyrir tannburstun með flúor-
tannkremi haft mest áhrif í hinni
bættu tannheilsu. Þessi skoðun er
rökstudd með eftirfarandi:
Þegar einhver matur með gerjan-
legu kolvetni snertir tenriurnar, fell-
ur sýrustigið (pH) niður í 4. (Ef
sýrustig á yfirborði glerungs fer
niður fyrir 5, byrjar glerungurinn
að leysast upp.) Þetta sýrustig helst
síðan í um það bil hálftíma eftir
máltíð. Sú tæring glerungs, sem
átt hefir sér stað undir máltíð,
gengur til baka, ef 2-3 tímar líða
til næstu máltíðar. Ef flúor er til
staðar þegar þessar efnabreytingar
verða, vinnur það hvetjandi á endur-
kölkun, þannig að glerungstæringin
gengur fyrr til baka en ella. Ef
burstað er með flúortannkremi
tvisvar á dag, er nokkurt flúormagn
alltaf til staðar í munninum og eink-
um á þeim stöðum þar sem hættast
er við tannskemmdum, á snertiflöt-
um og skorum á tyggiflötum. En
þessum stöðum er einmitt erfíðast
að halda hreinum.
Árið 1984 hófst í Reykjavík
tannkremskönnun, sem stóð yfir í
þrjú ár. Voru þar borin saman tann-
verndaráhrif 5 tannkremstegunda.
Þá fengu um 1.100 börn, fædd
1971 og 1972, ókeypis tannkrem,
sem þau áttu að nota tvisvar á dag
og átti tannkremsskammturinn að
nægja allri fjölskyldunni. Þannig
skyldi tryggt, að ekkert annað
tannkrem en próftannkremið værl
notað af hverjum þátttakanda þann
tíma sem könnunin stóð. Þannig
fengu systkini þátttakenda einnig
ókeypis flúortannkrem og hvatn-
ingu til að nota það tvisvar á dag.
Það má því fullyrða að .3-4 þúsund
einstaklingar í Reykjavík hafi í þrjú
ár fengið reglulega heimsent flúor-
tannkrem, þar sem á túbunum stóð:
Burstið tennurnar kvölds og
morgna.
Nokkur munur reyndist á áhrif-
um þessara tegunda, en það sem
er merkilegra, er að á þessum tíma
sem könnunin stóð yfir, minnkuðu
tannskemmdir almennt í reykvísk-
um börnum. Ekki verður þó fullyrt
að beint samband sé milli tann-
kremskönnunarinnar og hinnar
bættu tannheilsu, en þetta er óneit-
anlega í samræmi við skoðanir
starfssystkina okkar á Norðurlönd-
unum. Tannburstun er nú orðinn
viðurkenndur þáttur í almennum
þrifnaði, og þeir sem á annað borð
venjast á að bursta tennurnar, fá
þá tilfinningu, að það sé ekki síður
nauðsynlegt en að þvo aðra hluta
líkamans. Ef það fólk, sem burstar
tennurnar reglulega tvisvar á dag,
notar flúortannkrem, ætti að vera
nokkum veginn trygg endurkölkun
þeirra tannflata sem verða harðast
úti við máltíðir.
En flúortannkrem leysir auðvitað
ekki allan vanda. Þess vegna skul-
um við bæta við:
Þú skalt forðast gosdrykki og
sælgæti.
Drekktu vatn þegar þig þyrstir.
Sífellt nart skemmir tennur.
Bætt tannheilsa eykur vellíðan
og minnkar útgjöldin bæði fyrir
borg, ríki og einstakling.
Höfíindur eryBrskólataanlæknir
íReykjavík.
Að gefiiu tílefiii um
rannsókn á kjötfarsi
eftir Gunnar
Kristinsson
Enn á ný skekur gerlakönnun á
hakki og farsi fjölmórg verslunar-
fyrirtæki, þar sem mörg hver verða
uppvís að því að selja ósöluhæfa
vöru.
Slík könnun, sem framkvæmd
var af neytendasamtökunum á svo
sannarlega rétt á sér, en hins vegar
verður að gera þá kröfu að hún sé
þannig gerð að ekki sé hægt að
gagnrýna hana á þann hátt, sem
gert hefur verið í fjölmiðlum. Það
er mjög erfitt að benda á einn
ákveðinn sökudólg, til þess er könn-
unin alltof takmörkuð. Hins vegar
vil ég leggja á það áherslu að könn-
unin skilar þeim tilgangi, sem henni
er ætlað að skila. Hún gefur
ákveðnar vísbendingar um hvernig
framleiðslu þessara viðkvæmu mat-
væla er háttað, auk þess sem lesa
má úr könnuninni að opinbert eftir-
lit hefur sín takmörk.
Helstu gallar þessarar könnunar
felast í því að ekkert mat er lagt á
það hvernig matvælin geta meng-
ast, ekkert er fjallað um það hvern-
ig aðstæður eru á sýnatökustað,
ekkert sagt hvar varan er fram-
. leidd, né heldur er getið um hita-
stig í kjötborði eða í sýninu sjálfu.
Enn fremur er aðeins tekið eitt
¦
sýni frá hverjum einstökum selj-
anda í stað þess að taka 3 til 4
sýni með ákveðnu millibili, sem
gefur réttari mynd af viðkomandi
sölustað. Auk þess eru ekki öll sýn-
in tekin úr kjötborði.
Vinnsluþættir
Fjölmargir þættir hafa áhrif á það
hvernig endanleg gæði matvælanna
verður. Lokaafurð getur aldrei orðið
betri en það hráefni, sem það er
gert úr. Þess vegna verður að tryggja
að allir þeir þættir, sem hafa áhrif
á endanleg gæði matvælanna séu í
lagi.
Varðandi vinnslu kjötvara byrjar
vinnsluferlið í sláturhúsinu og endar
á pönnunni hjá neytandanum. Á
þessari löngu leið eru margar hætt-
ur, sem geta orsakað mengun í end-
anlegum matvælum.
Sláturhús
Mengun getur hafist strax í slátur-
húsinu, sé þess ekki gætt að með-
höndlun sé þannig að ekki berist
gormengun á yfirborð kjötsins. Und-
irritaður hefur oft séð kjöt frá slátur-
húsum á vinnslustöðum sem menguð
hafa verið spörðum. Slík mengun
hefur í för með sér bæði kólí, 'og
saurkólimengun sem fylgir kjötinu
alla leið til neytendans. Einnig veldur
þessi mengun því að hætta er á að
aðrir hlutir eins og vélar og tæki,
sem notuð eru við kjörframleiðsluna
mengast. Einnig verður mengunin
sífellt meiri eftir því sem vinnsla
kjötsins verður meiri, og má gera ráð
fyrir því að mengunin nái hámarki
við kjötfarsframleiðsluna.
Flutningar
Lítið sem ekkert opinbert eftirlit
er haft með flutningum matvæla og
eru þeir í eins konar tómarúmi frá
því að sláturhúsinu sleppir og þar til
að komið er í kjötvinnslu. Undirritað-
ur hefur orðið vitni að því að kjöt
er flutt óvarið í lélegum bílum, sem
hleypa inn í sig ryki, sem leggst ,á
kjötið. Slík mengun getur orsakað
gífurlega mengun á yflrborði kjöts-
ins, sem verið er að flytja. Einnig
er engin kæling í fjölda bifreiða, sem
flytja kjöt um langan veg þannig að
skilyrði til gerlavaxtar á yfirborði
kjötsins eru góð. Einnig er gengið
þannig frá plássinu, sem kjötið er
flutt í að mjög erfitt er að þrífa það.
Jafnframt er töluvert um það að kjöt
er flutt langan veg í grisjum, sem
eru gróðrastíur fyrir gerla. Einnig
hef ég orðið vitni að því að kjöt er
flutt í flutningabílum innanum bú-
slóðir og annað, sem ekki kemur
kjötflutningum við á einn eða neinn
hátt.
Mér finnst ástæða til að nefna
einn kjötframleiðanda, þar sem þessi
mál eru til mikillar fyrirmyndar, en
það er kjötvinnslufyrirtækið Höfn á
Selfossi. Fyrirtækið notar bifreið til
flutninga á kjöti, sem er þéttur, með
kælingu og þannig frá genginn að
mjög auðvelt er að þrífa plássið, sem
kjötið er flutt í.
Oft hefur undirritaður tekið yfir-
borðssýni af kjóti, sem kemur í kjöt-
vinnslur, og flutt hafa verið langan
veg. í mörgum tilfellum hefur komið
í ljós að sýnin eru metin ósöluhæf
áður en þau hafa farið í nokkra
vinnslu á vinnslustað. Það er vel
hægt að ímynda sér hver gæði kjöt-
fars væru, sem framleitt væri úr slíku
kjöti. Því miður eru kjötvinnslur oft
varnarlausar gagnvart slíku kjöti, og
því er alltaf hætta á því að kjötfars,
og annað sem framleitt er úr kjöti,
sem kemur mengað úr sláturhúsi eða
flutningabíl sé lélegt.
Vinnslusvæði
Margir áhættuþættir við fram-
leiðslu matvæla eru til staðar á
vinnslustað. Má þar nefna búnað,
meðhöndlun, vinnslu, þrif, hreinlæti
starfsfólks, pökkun, geymslu og
flutning. Þess vegna skiptir miklu
að starfsfólk í matvælaframleiðslu
almennt sé sér þess meðvitað um
mikilvægi þess að allir áhættuþættir
framleiðslunnar séu í lagi og hvað
eigi að gera ef einhver áhættuþátt-
anna er í ólagi og bregðist við á rétt-
an hátt.
Sölustaðir
Það gildir það sama um verslanir,
veitingastaði og aðra þá staði, þar
sem matvæli eru matreidd eða með-
höndluð á annan hátt, að starfsfólk
geri sér grein fyrir þeim áhættuþátt-
um, sem geta haft áhrif á endanleg
gæði, svo að tryggt sé að endanlegt
matvæli sé ekki verra þegar það fer
út úr sölustað en þegar það kom inn.
Athugasemd
Ég get ekki látið hjá líða að minn-
ast á það að ekki voru öll sýni tekin
úr kjötborði eins og forsvarsmenn
könnunarinnar sögðu. Starfsfólk
Gunnar Kristinsson
„Helstu gallar þessarar
könnunar felast í því
að ekkert mat er lagt á
það hvernig matvælin
geta mengast, ekkert
er fjallað um það hvern-
ig aðstæður eru á sýna-
tökustað, ekkert sagt
hvar varan er fram-
leidd né heldur er getið
um hitastig í kjötborði
né í sýninu sjálfu."
neytendasamtakanna staðfesti við
undirritaðan að kjötfarssýnið, sem
tekið var í Miklagarði við Sund var
í neytendaumbúðum. Enda framleiðir
fyrirtækið ekkert kjötfars heldur fær
það sent tilbúið og pakkað í neytend-
aumbúðum frá ákveðnu kjötvinnslu-