Morgunblaðið - 18.05.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.05.1989, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Hæstiréttur: Frávísiuiamrskurd- ur felldur úr gildi HÆSTIRÉTTUR hefiir fellt ór gildi frávísunarúrskurð borgardóms Reylqavíkur í máli Jafiiréttisráðs, fyrir hönd Helgu Kress, gegn menntamálaráðherra og Qármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs. Þar með er borgardómara gert að taka afstöðu til þess hvort mennta- málaráðherra hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafiia stöðu og jafiian rétt karla og kvenna með því að veita Matthíasi Viðari Sæ- mundssyni stöðu lektors við heimspekideild í desember 1985. Af sex umsækjendum um stöð- vísaði málinu frá og taldi galla á una voru Matthías Viðar og Helga talin hæfust en dómnefnd mælti með Helgu, sem hefði víðtækari reynslu. Hun fékk einnig flest at- kvæði á deildarfundi og taldi, þegar ráðherra skipaði Matthías í stöð- una, rétt sinn samkvæmt fyrr- greindum lögum brotinn. Jafnréttis- ráð stefndi ráðherrum fyrir dóm fyrir hönd Helgu en borgardómari málatilbúnaði. Hæstaréttardómar- amir Þór Vilhjálmsson, Bjami K. Bjamason og Amljótur Bjömsson, settur dómari, töldu hins vegar að dómkröfur Jafnréttisráðs hafi rúm- ast innan málshöfðunarheimildar laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna og felldu fráví- sunarúrskurðinn úr gildi. Páll Halldórsson formaður BHMR: Samninganefiid fram- selur ekki samningsrétt PÁLL Halldórsson, formaður Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna, segir að grundvallarmisskilningur komi fram í máli Ólafs Ragn- ars Grimssonar, Qármálaráðherra, í viðtali í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins, þar sem lýst er gangi samningaviðræðna um helgina 6.-8. maí. Þar segir Ólafur meðal annars að hann og öll samninganefiid ríkis- ins hafi staðið í þeirri trú að verið væri sameiginlega að ganga frá lokasamningi. „í fyrsta lagi var þetta viðræðu- nefnd frá BHMR sem hafði ekki umboð til þess að gera samning. Það átti að vera viðsemjendum okkar fullkomlega ljóst. Það er hluti af okkar samningskerfi að samninga- nefndin framselur ekki samnings- réttinn. Þetta er mjög mikilvægt at- riði og flest mistök í samningavið- ræðunum hafa verið gerð fyrir þá sök að ekki hefur verið horft til þessa,“ sagði Páll. „í annan stað hafa skapast þau vinnubrögð í samninganefnd ríkisins að hún kemur aftur og aftur með sömu hlutina með smávægilegum breytingum. Megin athugasemdir okkar fá aldrei að komast inn, þó einhveijar orðalagsbreytingar fái náð fyrir augum nefndarinnar. Síðan er staðið upp og sagt að um sameigin- legan texta sé að ræða. Þetta eru vinnubrögð sem nefndin hefur tamið sér og notað, stundum með nokkrum góðum árangri. Inn í þá texta sem um var íjallað um þessa helgi kom- ust aldrei meginatriði kröfugerðar okkar,“ sagði Páll Halldórsson enn- fremur. VEÐURYFIRLIT Á HÁDEGI í DAG ÞETTA kort er byggt á veðurspá frá í gær, sent frá Englandi í gegnum gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun, Grandagarði, Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúru- fræðinga eru ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu íslands og verða lesendur Morgunblaðsins því sjálfir að spá í veðrið, eins og þeim er lagið. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Staöur hitl veöur Staður hitl veður Akureyri 4 skýjafi Genf 17 heiðskírt Reykjavík 6 skýjað Hamborg 19 heiðskírt Kaíró 35 heiðskírt Helsinki 16 heiðsklrt Kanarf 25 heiðskírt Kaupmannah. 19 heiðskírt London 20 hálfskýjað Narssarssuaq Madrid 26 skýjað Nuuk 8 snjókoma Malaga 24 heiðskírt Osló 11 alskýjað Mallorca 24 heiðskírt Stokkhólmur 20 léttskýjað Marseille 23 heiðskírt Þórshöfn 7 rigning Moskva 20 skýjaö Aþena 25 París 21 léttskýjaö Amsterdam 20 léttskýjað Prag 22 heiðskírt Berlín 21 heiöskírt Róm 18 skúrir Belgrad 20 skúrir Varsjá 19 hálfskýjað Briissel 22 léttskýjað Vfn 11 rigning FranlfftJrt \ / 21, heifyskírt Zunch 17 sffyjað / L Morgunblaðið/Ámi Sæberg Meðal þeirra sem tóku á móti Sigurði Ámasyni þegar hann kom úr síðustu ferð sinni sem skipherra hjá Landhelgisgæslunni var fjölskylda hans, og á myndinni sést eiginkona Sigurðar, Edda Jónsdóttir, ásamt sonardótturínni, Birau Sif Magnúsdóttur, sem færði afa sínum blóm í tilefni dagsins. En á innfelldu myndinni sést Sigurður Árnason í brúnni á varðskipinu Tý að lokinni siðustu ferð sinni sem skipherra hjá Landhelgisgæslunni. I land eftir 42 ár á sjónum SIGURÐUR Ámason skipherra á varðskipinu Tý kom til Reykjavíkurhafiiar í gærmorgun úr sinni siðustu ferð sem skip- herra þjá Landhelgisgæslunni, en hann lætur nú af störfúm þar eftir rúmlega Qörutíu ára starf. Sigurður, sem er 61 árs að aldri, hóf fyrst störf hjá Land- helgisgæslunni sem vélgæslumað- ur árið 1947. Hann varð stýrimað- ur árið 1953 og skipherra í afleys- ingum árið 1957. Sigurður var fastráðinn sem skipherra árið 1959, pg hefur hann gegnt því starfí óslitið síðan. Fyrsta skipið sem Sigurður var skipherra á hjá Landhelgisgæslunni var varð- báturinn Gautur, sem áður hét óðinn, en það var 76 tonna bátur sem smíðaður var á Akureyri. Hann hefur verið skipherra á Tý síðastliðin tíu ár, en þar áður var hann skipherra á Ægi. Aðspurður sagði Sigurður Ámason í samtali við Morgun- blaðið að sá atburður sem honum væri efst í huga þegar hann liti yfír farinn veg væru skipskaðarn- ir í ísafjarðardjúpi í febrúarbyrjun árið 1968. í ofsaveðri sem þá geisaði fórst vélbáturinn Heiðrún II frá Bolungarvík með sex manna áhöfn og breski togarinn Ross Cleveland fórst með nítján manna áhöfn, en breski togarinn Notts County strandaði á Snæfjalla- strönd. Sigurði, sem þá var skip- herra á Óðni, tókst ásamt áhöfn sinni að bjarga skipshöfninni af togaranum, átján manns, en einn skipverja var látinn úr kulda og vosbúð. Hlaut Sigurður, ásamt stýrimönnunum á Oðni, þeim Sig- uijóni Hannessyni og Pálma Hlöð- verssyni, heiðursmerki bresku krúnunnar fyrir þetta björgunar- afrek. Sigurður hóf nám í rafíðnaðar- fræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti síðastliðið haust, og ætlar hann að halda því áfram næsta vetur. Aðspurður um hvort hann hyggðist leggja stund á raf- virkjun í framtíðinni sagðist hann telja það ólíklegt. „Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta nám er sú að ég hef alltaf haft gaman af því að fíkta í rafmagni, en ætli maður verði ekki latur að byija á nýju starfí kominn á þennan ald- ur.“ 1.800 atvinnulausir í apríl 39 þúsund atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu í apríl- mánuði síðastliðnum, 21 þúsund hjá konum og 18 þúsund hjá körl- um. Atvinnuleysisdögum hefúr fækkað um 15 þúsund frá mánuð- inum á undan, eða um 27%. Þetta Skákmót í Moskvu: ÞRÍR íslenskir skákmenn taka nú þátt í opnu skákmóti f Moskvu, og eftir tvær umferðir eru þeir allir með 1'h vinning. 124 skák- menn, þar af 70 stórmeistarar, taka þátt í mótinu, sem er jafii- framt úrtökumót fyrír næstu heimsbikarkeppni. Hannes Hlífar Stefánsson hefur staðið sig best íslendinganna til þessa, en hann gerði jafntefli við ísra- elska stórmeistarann Muery í 1. umferð og vann sovéska stórmeistar- ann Romanishin í 2. umferð. Mar- geir Pétursson vann bandaríska stór- meistarann Shamkovic í 1. umferð en gerði í annari umferð jafntefli við franska piltinn Joel Lautier, sem er núverandi Evrópumeistari unglinga. Helgi Ólafsson byijaði á að gera jafn- tefli við finnska stórmeistarann Westerinen en vann í 2. umferð Sja- bakoy, frá Soyétríkjununv, Skákmótið er mjög sterkt, en lág- samsvarar þvf að 1.800 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá f mánuðinum, eða sem svarar til 1,4% af mannafla. Þetta kemur fram f frétt frá Vinnumála- skrifstofú félagsmálaráðuneytis- ins. marksskákstig eru 2500. Undan- tekning var þó gefin fyrir unglinga. Margeir Pétursson sagði við Morgun- blaðið, að aðstaða væri góð á skák- stað, en þó væri full mikill hávaði í áhorfendum, sem fá að vera nokkuð nálægt keppendum. í fréttinni segir, að enda þótt at- vinnuleysisdögum hafi fækkað frá mánuðinum á undan, sé ástandið mun verra en í aprílmánuði undan- farin ár. Meðaltal skráðra atvinnu- leysisdaga undanfarin þijú ár, í april- mánuði, var 15 þúsund'-dagar, eða 0,5% af mannafla, en 18 þúsund dagar, eða 0,7% af mannafla, síðustu fímm ár. Sá bati sem nú hefur átt sér stað varð að þremur fjórðu hlutum utan höfuðborgarsvæðisins og gætir þar einkum áhrifa frá aflasælli vertið. Á sama tíma gætti samdráttar f þjón- ustugreinum á höfuðborgarsvæðinu. í fréttinni kemur fram að hjá Ráðn- ingarskrifstofu Reykjavíkurborgar eru umsækjendur um sumarvinnu, það er skólafólk, nú þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra og hjá Vinnum- iðlun námsmanna eru fimm umsækj- endur um hvert starf sem í boði er. Þá er óvissa um sumarvinnu skóla- fólks víða annars staðar á landinu. Tónlistarskólinn: Vortónleikar í dag VORTÓNLEIKAR Tónlistarskólans í Reykjavík verða að Kjar- valsstöðum fimmtudaginn 18. maí og hefjast kl. 18.00. Leikin verða píanóverk eftir verk fyrir einleiksflautu eftir Rachmaninoff, Debussy, Chopin, J.S. Bach og Kabalevsky, Sónata fyrir selló og píanó eftir Sjos- takovits, Sónata op. 17 fyrir hom og píanó eftir. Beethoven,' Debussy, Preludium og Allegro fyrir fiðlu og píanó eftir Pugn- ani-Keisler og fleira. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimití. ■ Islensku skákmenn- irnirmeð IV2 vinning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.