Morgunblaðið - 18.05.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 18.05.1989, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Vaclav Havel látinn laus: Sannleiksástin getur gert mann að leiðtoga Andófsmaðurinn segist ætla að tjá skoð- anir sínar þótt það kosti fangelsisvist Prag. Reuter. TÉKKNESKI rithöfundurinn og andófsmaðurinn Vaclav Havel var látinn laus í gær eftir að hafa afþlánað helming af 8 mánaða fangels- isvist sem hann var dæmdur í fyrir „undirróður gegn stjómvöld- um“. Þegar fréttamenn spurðu Havel í gær hvemig honum litist á að vera orðinn nokkurs konar andlegur leiðtogi andófsmanna austan- tjalds svaraði rithöfiindurinn: „Það breytir engu um það að ég mun alltaf segja mína skoðun hvort sem ég verð gerður að þjóðhetju eða stungið í dýflissu. Ég hef alltaf lagt metnað minn í að segja sannleik- ann. Við búum við þær óeðlilegu kringumstæður að sannleiksástin getur gert mann að leiðtoga stjómarandspymu." Reuter Havel, sem tilnefndur hef- ur verið til bók- menntaverð- launa Nóbels á þessu ári, sagði að áskorun 3.000 tékkne- skra lista- manna og menntamanna hefði gert gæfumuninn og knúið stjórnvöld til að láta sig lausan. Vestrænir stjómmálaskýrendur töldu að tékknesk stjómvöld kynnu einnig að hafa viljað brynja sig fyr- ir gagnrýni á mannréttindaráð- stefnu sem hefst í París síðar í mánuðinum. Havel var handtekinn 16. janúar í Prag fyrir að taka þátt í miklum óeirðum í tilefni þess að 20 ár voru liðin síðan tékkneski námsmaðurinn Jan Palach lést. Palach bar eld að sjálfum sér til að mótmæla innrás sovéska hersins í Tékkóslóvakíu. Mánuði eftir handtökuna var Havel dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir „undirróður og fyrir að hindra störf opinberra embættismanna". Meðferðin á Havel, sem er einn fremsti rithöfundur Tékka, vakti gífurlega reiði og andúð bæði í Tékkóslóvakíu og erlendis. Rithöf- undurinn minnit í gær á að enn sæti fjöldi andófsmanna í fangelsi í Tékkóslóvakíu fyrir skoðanir sínar. Havel var sleppt að þessu sinni skilorðsbundið í 18 mánuði. Áður hefur hann setið nærri fímm ár í fangelsi fyrir andóf gegn stjóm- völdum. Petra Schnitzler og Heinrich Striibig á blaðamannafiindi í síðustu viku. Þeim og þriðja Vestur-Þjóðverj- anum, Thomas að nafiii, var rænt í fyrradag en Schnitzler sleppt aftur. Störfuðu þau fyrir vestur-þýsku hjálparstofhunina ASME, eina fárra, sem eftir eru í Líbanon. Innfelida myndin er af líbanska öfgamann- inum Mohammed Ali Hammadi, sem vestur-þýskur dómstól dæmdi fyrir morð í gær. V estur-Þýskaland: Fékk ævilangt fiingelsi fyrir morð og flugrán Tveir Vestur-Þjóðverjar í haldi mannræningja í Líbanon Frankfurt, Beirut. Reuter. VESTUR-þýskur dómstóll dæmdi í gær líbanska öfgamanninn Mo- hammed Ali Hammadi í Iífstíðar- fangelsi fyrir að hafa myrt Banda- ríkjamann um borð í farþegaþotu fi'á TWA-flugfélaginu en henni var rænt árið 1985. 10 vopnaðir menn rændu þremur Vestur-Þjóðveijum í fyrradag í Suður-Líbanon en slepptu einum skömmu síðar. Þögn Dengs gerist æ háværari Peking. Reuter. FRÉTTASKÝRENDUR eru sammála um að kínversk stjórnvöld geti ekki setið aðgerðarlaus öllu lengur og horft á stúdentaóeirðim- ar magnast. Annað hvort þurfa valdhafar að koma til móts við kröf- ur námsmanna eða beita valdi eigi mótmælin ekki að breytast í þjóðaruppreisn. Stúdentar krefjast lýðræðis og frelsis og njóta vax- andi stuðnings almennings og fjöhniðla. Þeir setja einnig kröfuna um opinskáar viðræður við yfirvöld á oddinn. Andspænis henni er þögn Dengs Xiaopings, hins 84 ára gamla leiðtoga Kína, þrúgandi og vekur spurningar um stöðu hans og heilsu. Deng er enn opinber leiðtogi Kína en hefur ekkert embætti með höndum nema for- mennsku í hermálanefiid kommúnistaflokksins. Ritsjóri Kínverska dagblaðsins hefur brotið af sér hlekki ritskoðun- ar að undanfömu í krafti stúden- tauppreisnarinnar og tekið afstöðu með námsmönnum. í gær reyndi hann að ráða í fund sem Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, átti með Zhao Ziyang, formanni kommúni- staflokksins og helsta umbóta- sinnanum meðal valdhafa í Kína. í viðræðunum skýrði Ziyang hver væri staða Dengs en menn hafa velt henni fyrir sér að undanfömu vegna þess að ekkert hefur heyrst frá leiðtoganum. Ziyang á að hafa sagt að fyrir tveimur árum hefði forysta fiokksins ákveðið að ráð- færa sig við Deng um öll meiri háttar mál og var þessu slegið upp í blaðinu með fyrirsögninni: „Deng enn stýrimaður þjóðarinnar!“. Rit- sjórinn taldi búa undir orðum Ziy- angs að ábyrgðin á ástandinu í landinu lægi á herðum Dengs. Deng hefur ekki tjáð sig opin- berlega um óeirðimar síðan þær hófust, það hefur komið í hlut Ziy- angs að reyna að sefa námsmenn ýmist með hótunum eða blíðmæl- um. Hins vegar er talið nokkuð víst að harkaleg yfirlýsing komm- únistaflokksins frá 26. apríl sé runnin undan rifjum Dengs. Hún olli stúdentum mikilli bræði og kynti undir mótmælin. Ziyang, sem er 69 ára gamall, hefur árangurslaust reynt að vinna pólitískum umbótum fylgi á æðstu valdastöðum. í gær gekk hann lengra en nokkru sinni fyrr í til- boði sem hann gerði námsmönnum. Þar hét flokksformaðurinn því að námsmenn í mótmælasvelti yrðu ekki teknir til bæna ef þeir hættu aðgerðunum, flokkurinn myndi móta raunhæfar aðgerðir til að renna stoðum undir iýðræði og þegnréttindi og vinna á spillingu. Endurbætt landsstjóm yrði reist á heiðarleika og óflekkaðri fortíð og myndi hún hlúa að opinskárri um- ræðu í þjóðfélaginu. Námsmenn höfnuðu þessu til- boði með þeim orðum að þar væri t.d. ekki að finna svar við kröfu þeirra um viðræður sem sjónvarpað yrði beint. Auk þess væri yfirlýs- ingin frá 26. apríl ekki dregin tii baka. Af slagorðum á mótmæla- spjöldum á Torgi hins himneska friðar má ráða að leiðtogar flokks- ins séu búnir að missa allt traust almennings. í fyrstu beindust spjót- in einkum að Deng en nú er enginn málsmetandi ráðamaður undanskil- inn gagnrýni. Úr því sem komið er virðist sem róttækar manna- breytingar í forystu kommúnista- flokksins og áþreifanleg loforð um umbætur séu eina leiðin til að stöðva mótmælin með friðsamleg- um hætti. Reuter Deng Xiaoping fær það óþvegið á mótmælaspjöldum náms- manna á Torgi hins himneska friðar. Á spjaldinu vinstra meg- in er vitnað í geymd en ekki gleymd ummæli Dengs þegar hann sagði að gamla kynslóðin ætti að víkja. Hægra megin má sjá almenning sem bókstaflega þyrstir í lýðræði. Réttarhöldin yfir Hammadi hafa staðið yfir í 10 mánuði og sagði dóm- arinn, Heiner Muckenberger, þegar hann las upp úrskurðinn, að vestur- þýskt réttarkerfi gæti ekki beygt sig fyrir öfgamönnum, sem rændu Vest- ur-Þjóðveijum í Líbanon. Foreldrar bandaríska hermannsins, Roberts Stethems, sem Hammadi og félagi hans myrtu, kváðust í gær fagna dóminum en töldu þó, að morðinginn ætti skilda harðari refsingu en vest- ur-þýsk lög leyfðu. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins lýsti einnig ánægju sinni með lífstíðardóminn. Hammadi var handtekinn í flug- höfninni í Frankfurt í janúar 1987 en til sökunauts hans hefur ekki náðst. Viðurkenndi Hammadi að hafa rænt flugvélinni en kenndi fé- laga sínum um að hafa myrt Stet- hem. Var hann dæmdur fyrir aðild að morðinu, fyrir flugrán, gíslatöku og ofbeldi gagnvart farþegunum. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa reynt að smygla sprengiefni til Vestur-Þýskalands þegar hann var handtekinn. Vestur-Þjóðveijamir, sem rænt var í fyrradag, eru Heinrich Striibig, Petra Schnitzler og samstarfsmaður þeirra, sem kallaður er Thomas. Schnitzler var látin laus skömmu síðar. Öll starfa þau fyrir vestur- þýsku hjálparstofnunina ASME og er þetta í annað sinn í sama mánuðin- um, sem þeim Striibig og Schnitzler er rænt. Talið er, að mannránin að þessu sinni tengist réttarhöldunum yfir Hammadi en í fyrra sinnið var þess krafist, að araba í fangelsi á Kýpur yrði sleppt. 10%«rfdáMurá "ffi:1 i eMhúsmnréllinguni ifiÍBÖb-: TYOFALDUR STALVASKU R L 9980.-J L 5??Orj rfÍLBÖÍj"í ELDHUS VIFTA r rIrjm níðurgámalt "I ■ OG SETJUM UPP NYTT | Við fjarlægjum^ömlu eldhús eða baðinnréttinguna I o|setjumuppnyjameðöllu. Þúfærðnýjamálmngu, | flisalögn,duKaeðaparkettog ný tæki 1 einum pakka. i Goðgreiðslukjör áöllu...í alltað 18mánuði. OPIÐTILKL.21 ÍKVÖLD Líú BÆJARHRAUNI8 HAFNARFIRÐI SIMI: 651499

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.