Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Afínæliskveðja: Aðalsteinn Jóhanns- son á Skjaldfönn Vinur minn Aðalsteinn á Skjald- fönn varð áttræður þann 16. maí. Eg minnist Aðalsteins fyrst þegar hann kom á hvetju hausti út á Isa- flörð með féð til slátrunar og amma mín eyddi mörgum dögum í að und- irbúa komu hans, en hjá henni gisti Aðalsteinn jafnan. Það var heilmikill viðburður þegar Steini á Skjaldfönn kom í bæinn og lét maður sig ekki vanta á bryggjuna. Þama birtist hann stór og stæðilegur með amar- nef og hafði hátt. Það var einna líkast því að þarna væri afi á Knerri ljóslifandi kominn. Þegar að því kom að reynt yrði að koma mér til manns var ég send- ur í sveit eins og flest ungmenni af minni kynslóð. Ég var svo gæfusam- ur að komast á Skjaldfönn og hófst þá vinátta okkar Aðalsteins. Ég man enn þegar hann tók á móti mér á bryggjunni á Melgras- eyri kaldan vordag í byrjun maí. Ég var vel klæddur að mér fannst, en Steini spurði mig hvort ég væri ekki með neina úlpu. „Jú, ég er í henni“ svaraði ég. „Það er ekkert skjól í þessu" svaraði hann. „Hann blæs köldu hérna af jöklinum á leiðinni frameftir" bætti hann við og pakkaði mér síðan inní stóru gæruúlpuna sína og setti mig aftast í kerrukassann. Að því loknu settist hann uppá drátt- arvélina og við mjökuðumst í áttina heim að Skjaldfönn. Síðan hefur mér alltaf fundist ég kominn heim er ég kem að Skjaldfönn. Á sínum yngri árum var Aðal- steinn annálað hraustmenni og eimir enn eftir af hreysti hans, þó hann sé orðinn slitinn eftir erfiði dagsins. Margan ferðamanninn hefur hann borið yfir Selá, vatnsmesta fljót Vest- fjarðakjálkans. Heyrt hef ég sögur af því að hann hafi borið tvo full- orðna í einu yfir ána í vexti og sjálf- ur varð ég vitni að því að hann bar þijá stálpaða stráka í einu yfír, þá kominn á sjötugsaldur. Glöggur og athugull er Aðalsteinn með afbrigðum og hafa vísindamenn oft notið góðs af því við rannsóknir sínar. Til dæmis man ég að dr. Finn- ur Guðmundsson fékk upplýsingar hjá Aðalsteini við rannsóknir sínar á ijúpnastofninum, en sá síðamefndi hafði fylgst sérstaklega með Græn- landsijúpu og tekið sýni fyrir dr. Finn. Einnig stundaði Aðalsteinn mælingar fyrir Jöklarannsóknafélag- ið á skriðjökli Drangajökuls í Kaldal- óni í áratugi. Fyrir stuttu birtist í Morgunblaðinu frétt um að brúna á Mórillu í Kaldalóni hefði tekið af í snjóflóði og var meginuppistaðan í þeirri frétt greinargerð frá Aðalsteini á Slqaldfönn, sem hann sendi Jökla- rannsóknafélaginu fyrir 21 ári, þegar sömu brú tók af í snjóflóði. Þar kom greinilega fram hvemig snjóflóðið hefði fallið og benti Aðalsteinn einn- ig á að með því að færa brúna um nokkra tugi metra mætti koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig. Ekki þótti ráðamönnum ástæða til að fara eftir þeim ráðleggingum, enda hefur komið á daginn að það hefði betur verið gert. Á tímabili komu breskir háskóla- stúdentar ásamt kennurum sínum árlega til rannsókna við rætur Drangajökuls. Aðalsteinn veitti þeim ýmsar upplýsingar og fræddi þá þrátt fyrir að hann kunni ekki stakt orð í ensku og þeir ekki í íslensku. Gaman var að fylgjast með þeirri sýni- kennslu sem þá fór fram og held ég að stúdentamir hafi ekkert síður lært af þessum íslenska bónda en af prófessorum sínum. Eitt stærsta safn ömefna fyrir eina jörð, sem til er á Ömefnastofn- un er ömefnaskrá Aðalsteins á Skjaldfönn. Enda furðuðum við strákamir okkur á því hvemig mað- urinn gæti þekkt nöfn á nánast hveij- um steini og hverri laut í landareign- inni, en það kemur trúlega til af því Karlmannaföt kr. 3.995,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.195,- til 1.995,- Gallabuxur kr. 1.195,-, 1.230,- og 1.295,- Flauelsbuxur kr. 1.110,- og 1.900,- Sumarblússur kr. 2.770,- og 2.390,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Hátíóardagskrá f Þjóðleikhúsinu í tilefni af aldarafmæli Gunnars Gunnarssonar, skálds, fimmtudaginn 18. maí nk. kl. 17.30. Ávörp flytja Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, og Steinunn Sigurðardóttir, varaformaður Rithöfundasambands íslands. Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, flytur erindi um skáldskap Gunnars Gunnarssonar. Leiklestur úr Svartfugli: Þorsteinn Gunnarsson, Jakob Þór Einarsson, Sigurður Karlsson og Gísli Rúnar Jónsson flytja. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Arnar Jónsson les kafla úr Fjallkirkjunni og flytur Ijóð eftir Guðmund Böðvarsson. Gísli Halldórsson flytur Ijóð eftir Hannes Pétursson. Gunnar Kvaran leikur einleik á selló. Kynnir verður Kristbjörg Kjeld. Dagskráin er opin öllum. Aðgangur ókeypis. Menntamálaráðuneytið. að sama ættin hefur setið Skjaldfönn í marga ættliði. Snyrtimennska hefur ætíð setið í fyrirrúmi við búskapinn hjá Aðal- steini og er fagurt heim að líta á Skjaldfönn. Hann veit líka nákvæm- lega hvar í staflanum er hægt að fínna girðingarstaur, sem passar í tiltekna holu. Þótt manni hafi stund- um þótt sérviskan keyra um þverbak held ég að Steini hafí oftast haft rétt fyrir sér og með fyrirhyggju sparað erfiði og tvíverknað. Búskapur á Skjaldfönn hefur oft verið erfíður, því eins og nafnið bend- ir til er snjóþungt í dalnum og oftast lítið um vetrarbeit. En með elju og dugnaði hefur þeim feðgum Aðal- steini og Indriða, syni hans, tekist að rækta góðan fjárstofn og ná ein- hveijum bestu afurðum sem þekkjast hér á landi. Alltaf hefur verið kapp- kostað að búa vel að skepnum og gefa þeim nóg. Á kalárunum í lok sjöunda áratugarins var brugðist við minnkandi heyfeng með hey- og fóð- urbætiskaupum og stórfenglegri ræktun og er túnið á Skjaldfönn nú eitt hið stærsta á Vestfjörðum. Fjár- húsin á Skjaldfönn eru byggð eftir fyrirsögn Áðalsteins og er ég þess fullviss að starfsmenn Teiknistofu landbúnaðarins hafa haft mikið gagn af samstarfí við hann. Fjárhúsin þóttu nýstárleg á sínum tíma og var fyrst og fremst haft í huga að vel færi um féð í þeim og nóg pláss væri um sauðburðinn. Þetta kemur sér vel á köldu vori eins og nú, þeg- ar útlit er fyrir að hver ær muni bera á húsi. Aðalsteinn hefur verið gæfumaður í sínu einkalífí. Hann er kvæntur Hólmfríði Indriðadóttur frá Ytra- Fjalli í Aðaldal og eiga þau þijú börn og átta bamabörn. Ég og fjölskylda mín sendum Að- alsteini bestu kveðjur á þessum tíma- mótum og ég veit að ég mæli fyrir munn allra, sem hafa verið í sveit hjá þeim hjónum að við vorum ríkari eftir. Guðmundur Kr. Eydal Afínæliskveðja: Guðlaug Guðmunds- dóttir, Bjarnanesi Guðlaug Guðmundsdóttir Bjamanesi, Nesjum, Homafirði, er áttræð í dag, 18. maí. Hún er fædd á Austurhóli í Nesjum 18.05.1909 og var sjötta í röðinni af níu systkin- um. Foreldrar hennar vom Guð- björg Sigurðardóttir og Guðmundur Jónasson. Fimm ára gömul missti hún föður sinn og var þá tekin í fóstur af ættingjum sínum á Stapa í sömu sveit. Þar var hún fram að tvítugsaldri er hún giftist Sigjóni Einarssyni á Meðalfelli. Þar bjuggu þau til ársins l948 er þau fluttu í Bjamames. Þau eignuðust 4 böm, Snorra, Ingibjörgu, Þorstein og Jónu. Sigjón lést árið 1961. Guð- laug hefur tekið virkan þátt í fé- lagslífi í sinni sveit til dæmis leik- starfsemi. Hún hefur starfað í kven- félaginu Vöku frá stofnun þess. Guðlaug býr nú í íbúð aldraðra að Víkurbraut 26 á Höfn. Á afmælis- daginn verður hún á heimili dóttur sinnar áð Hagatúni 7, Höfn. Vinur Marghleyp- ur og meskalín Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Ungn byssubófarnir — „Young Guns“ Leikstjóri Christopher Cain. Handrit John Fusco. Myndatöku- stjóri Dean Semler. Tónlist Ant- hony Marinelli. Aðalleikendur Emilio Esteves, Kiefer Suther- land, Lou Diamond Phillips. Bandarísk. 20th Century Fox 1988. Ungu byssubófamir verður kannske ekki til þess að gera bylt- ingu í vinsældum vestra — þó svo hún hafi fengið athyglisverða að- sókn þar sem hún hefur verið sýnd — hinsvegar skipar hún sér sam- stundis í flokk með skemmtilegum og fmmlegum hliðarskrefum í sögu formsins. Stfllinn er sterkur, efnis- tökin órög, leikurinn og leikaravalið einkar forvitnilegt og óhjákvæmi- lega ber maður hana saman við annan vestra, Sjö hetjur, sem einn- ig státaði á sínum tíma af leikhóp ungra og upprennandi harðjaxla hvíta tjaldsins. Og strákunum í Ungu byssubófunum, þeim Sheen- bræðmm, Sutherland, Phillips, Mulroney og Siemaszko vegnar ekkert síður en McQueen, Cobum, Dexter, Bronson, Vaughn og Buck- holz í hinum sögufræga stórvestra. En lengra nær samlíkingin ekki. Söguþráður Ungra byssubófa er ærslafenginn og öllum hefðum ægir saman. Spunnið er, eina ferð- ina enn, í kringum endalok þess fræga byssubófa, drengsins Billy, og ólætin minna á hræring af Peck- inpah, Hawks og Leone. En grimmdin og rómantíkin, mesk- alíntripp og hæghraða drápsatriði ríma illa saman hjá Cain, hann er greinilega fullur af nýstárlegum hugmyndum, jafnvel offullur. Brlds Arnór Ragnarsson Alslemma 1989 SIEMENS Ekki bara örbylgjuofn! • Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. • íslenskur leiðarvísir og tvær íslenskar matreiðslubækur fylgja. • Og verðið er frábært: Almennt verð kr. 42.000,- Staðgreiðsluverð kr. 39.900,- SMITH&NORLAND __________NÓATÚNI 4 - SÍMI 28300 HF4302 Skráning f Reykjavíkur-alslemmunni er nú á lokastigi. Skráð er hjá Forskoti sf., í s: 91-623326 (Jakob) og i s: 91-673006 (Ólafur). Viðtökur hafa verið mjög góðar hjá spil- urum af höfuðborgarsvæðinu (yfir 30 pör skráð til leiks) en aftur á móti vantar enn utanbæjarspilara. Er sérstaklega skorað á þessa spilara að vera með frá upphafi. Næstu 2 mót verða öll utan Reykjavíkur- svæðisins, sem hér segir: Kirkjubæjar- klaustri 10,—11. júní, Hrafnagili v/Akur- eyri 24.-25. júní. Varðandi skráningu á gistirými i mót utan höfuðborgarsvæðisins, er nauðsynlegt að taka fram að keppendur sjálfir verða að annast þá hluti með því að hafa sam- band beint við Eddu-hótelin. Spilamennska í Gerðubergi næsta laugar- dag hefst kl. 13. Skráð verður f mótið á mótsstað, ef spilarar mæta tímanlega til skráningar. Spilamennsku verður fram- haldið á laugardagskvöldið og síðasta Iotan hefst kl. 12 á hádegi sunnudag. Verðlaun í Alslemmu 1989 nema sam- tals 1,7 millj. króna, miðað við lágmarks- þátttöku (35 pör). í lokin er vert að geta þess að 10—12 efstu pörum úr Alslemmu verður boðin þátttaka (þeim að kostnaðarlausu) í Stór- móti í haust, með þátttöku erlendra stór- meistara, á borð við Omar Sharif o.fl. Bridsfélag” Kvenna Tveimur umferðum af þremur er nú lok- ið í hraðsveitakeppninni og er staðan þann- Sv. Ólfnu Kjartansdóttur 1099 Sv. YénýarViðarsdóttur 1095 Sv. Önnu Lúðvfksdóttur 1059 Sv. Öldu Hansen 1057 Sv. Sigrúnar Pétursdóttur 1025 Sv. Þorgerðar Þórarinsdóttur 1013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.