Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
31
Þorsteinn Pálsson
„Engn er líkara en
ríkisstjórnin hafi talið
sjálfiri sér trú um að
unnt væri að brjóta nið-
ur stéttarfélög háskóla-
menntaðra ríkisstarfs-
manna með því einu að
láta verkfall þeirra
standa nógu lengi.
Þetta lýsir því vald-
hrokahugarfari sem
einkennir sljórnarat-
hafinir núverandi ráð-
herra.“
um 1% en fyrst og fremst vegna
þess að ríkissjóður hefur ekki getað
selt spariskírteini eins og áður og
því hefur verið meira af lausu fjár-
magni á fjármagnsmarkaði og í
bönkum. Nafnvextir á skammtíma-
víxlum hafa hins vegar farið hækk-
andi undanfarnar vikur. Raun-
kostnaður af slíkum lánum atvinnu-
fyrirtækja var um 17% í mars, en
er nú kominn yfir 30%
Verðbólga hefur þrátt fyrir þessa
miklu kaupmáttarrýrnun aukist og
engar horfur eru á því að hún lækki
á síðari hluta ársins.
Loks eru horfur á þriggja millj-
arða halla á ríkissjóði þrátt fyrir 7
milljarða skattahækkun.
Þegar Alþingi er nú að ljúka
störfum blasir það við að ríkis-
stjórnin hefur engum árangri náð
með efnahagsráðstöfunum sínum.
Úrræði vinstri stjórnarinnar í nafni
félagshyggju hafa öll misheppnast.
Fögru fyrirheitin eru öll fokin út í
veður og vind. En það alvarlega er
að aukin miðstýring og valdbeiting
mun smám saman leiða til stöðnun-
ar og draga úr möguleikum okkar
til framfarasóknar. Þegar til lengri
tíma er litið er það versta afleiðing
vinstri stefnunnar.
Verktakastarfsemin
er ekki auðlind
Upp á síðkastið hafa farið fram
allnokkrar umræður um verktaka-
starfsemi fyrir varnarliðið. Aðal-
verktakar hafa' frá öndverðu haft
einokun á þessu sviði. Það var eðli-
leg ráðstöfun á sínum tíma þegar
verktakastarfsemi hér á landi var
á brauðfótum. En aðstæður hafa
breyst og við eigum mörg öflug og
traust fyrirtæki á þessu sviði og
meginregla varðandi verklegar
framkvæmdir er orðin sú að þær
eru boðnar út. Af sjálfu leiðir að
fram koma kröfur um breytingar á
þessari skipan.
Framsóknarflokkurinn fór með
þessi mál í fyrri ríkisstjóm og hafði
það helst til þeirra að leggja að
skipa formann fyrir stjórn Aðal-
verktaka sem samdi um einkar hag-
stæð launakjör svo sem frægt er
orðið. Nú eru þessi mál í höndum
utanríkisráðherra Alþýðuflokksins.
Hans eina hugsjón er sú að auka
hlutdeild ríkisins í þessari verktaka-
starfsemi. Athyglisvert er að Al-
þýðuflokkurinn sér nú engar aðrar
lausnir en aukin ríkisumsvif og
aukinn ríkisrekstur hvar sem borið
er niður.
Og þeir þingmenn Alþýðuflokks-
ins sem beijast um þann væna bita
sem fylgir stjómarformennsku Að-
alverktaka telja afnám einokunar-
innar til verstu fijálshyggju sem
sögur fara af, svo vikið sé að um-
mælum Karls Steinars Guðnasonar
í útvarpsumræðum fyrir skömmu.
Verktakafyrirtæki sem þátt taka
í útboðum verða að áskilja sér eðli-
legan hagnað. Öðmvísi geta þau
ekki þrifíst. En það em engin við-
skiptaleg eða siðferðileg sjónarmið
sem réttlæta meiri hagnað af
verktakastarfsemi í þágu varna
landsins en sem rúmast innan út-
boða á eðjilegum og faglegum
grundvelli. í ljósi allra þessara að-
stæðna er sannarlega kominn tími
til að huga að breytingum hér á.
Annar forstjóri Aðalverktaka
hefur nýlega komið með þá hug-
mynd að fyrirtækinu verði breytt í
almenningshlutafélag. Það er sann-
arlega ástæða til að taka undir þá
hugmynd og leggja á það áherslu
að forystumenn félagsins hrindi
henni í framkvæmd. Hún er aug-
ljóslega betri kostur en ríkisum-
svifa- og íhlutunarstefna Alþýðu-
flokksins.
Höfundur er formaður Sjálfstæðis-
ílokksins.
Frá málþinginu í gær. Morgunblaðið/Þorkell
Málþing í tilefhi 40 ára aftnælis
Sambandslýðveldisins Þýskalands
háskólann í Köln, fjallaði um menn-
ingartengsl þjóðanna. Samskipti á
sviði vísinda og fræða var efnisinni-
hald ræðu Heinrich Pfeiffer, frá
Alexander von Humboldt stofnuninni
og dr. Christian RotK, forstjóri ISAL,
fjallaði um efnahags- og viðskipta-
tengsl ríkjanna. Ráðstefnustjóri var
Þórir Einarsson prófessor.
Afmælishóf í tilefni 40 ára af-
mælis Sambandslýðveldisins Þýska-
lands var haldið í Viðeyjarstofu í
gærkvöldi og hófst með kvöldverði
klukkan 20. Veislustjórar voru Úlfar
Þórðarson læknir og Þorvarður Al-
fonsson, framkvæmdastjóri.
Hans Hermann Haferkamp,
sendiherra Sambandslýðveldsins
Þýskalands.
Austurland:
í TILEFNI 40 ára afmælis Sam-
bandslýðveldisins Þýskalands var
í gær haldið málþing á Hótel Sögu,
undir yfirskriftinni „Tengsl í 40
ár“, um samskipti landsins við fs-
Iand undanfarna fíóra áratugi.
Fjögur félög stóðu að málþinginu,
en þau eru Alexander von Hum-
boldt-félagið á íslandi, Daad-félag-
ið á íslandi, Germaina og Goethe-
Institut ásamt vestur-þýska sendi-
ráðinu í Reykjavík.,
Hans Hermann Haferkamp, sendi-
herra Sambandslýðveldisins Þýska-
lands á íslandi setti málþingið,
Steingrímur Hermannsson, forsætis-
ráðherra flutti ávarp, dr. Gylfí Þ.
Gíslason, prófessor, flutti erindi um
söguleg tengsl íslands og Þýskalands
og dr. Ulrich Groenke, prófessor við
11 sveitarfélösr taka þátt í M hátíð
Enlsstöðum ^
Egilsstöðum
M HÁTÍÐ stendur nú yfir á Austurlandi. Hátiðin hófst á fostudag með
opnun sýningar Listasafiis íslands i íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Þessi
hátið verður haldin víða á Austurlandi í sumar og lýkur 20. ágúst á
Skriðuklaustri, en þá verður opnuð þar lista- og fræðimannsíbúð í tilefiii
hundrað ára afmælis Gunnars Gunnarssonar skálds.
Hátíð þessi er haldin í samvinnu
menntamálaráðuneytisins og 11
sveitarfélaga á Austurlandi.
Þjóðleikhúsið mun sýna Bílaverk-
stæði Badda víða á Austurlandi og
verður 100. sýningin í Valaskjálf á
Egilsstöðum. Listasafn íslands sýnir
83 myndir eftir níu listamenn sem á
einhvem hátt tengjast Austurlandi.
Er þetta stærsta sýning sem safnið
hefur sett upp utan Reykjavíkur.
Hlutar af þessari sýningu verða sett-
ir upp í Neskaupstað síðar í sumar
í tileftii af 60 ára afmæli kaupstaðar-
ins.
Bera Nordal forstöðumaður Lista-
safnsins sagði að ekkert sérstakt
þema væri í þessari sýningu, en vald-
ar hefðu verið myndir eftir listamenn
sem tengdust Austurlandi. Ber þama
mikið á myndum eftir Kjarval, Gunn-
laug Scheving og Finn Jónsson. Bera
kvaðst mjög ánægð með salinn í
íþróttahúsinu, þar væri hátt til lofts
og vítt til veggja og kæmi sýningin
mjög vel út í þessu húsnæði.
Sérstök sýning verður í Fellabæ á
verkum austfírskra listamanna á
myndlist, myndvefnaði og fleim.
Einnig verður ljóða og tónlistardag-
skrá þar sem flutt verður úr verkum
austfírskra höfunda í samantekt og
flutningi Leikfélags Fljótsdalshéraðs.
Unglingar úr Leikfélaginu flytja leik-
ritið Pilt og stúlku eftir Jón Thor-
oddsen. Á sunnudag verður kvöld-
vaka í Hótel Valaskjálf í tilefni af
hundrað ára afmæli Gunnars Gunn-
arssonar skálds.
Bjöm
Miklatorgs
un verði á umferð af völdum jarð-
rasksins. Hefur verið gerð áætlun
um hvert beina skuli umferðinn á
meðan á framkvæmdum stendur
eins og meðfylgjandi kort sýna
en verkinu á að ljúka 1. septem-
ber. Skógarhlíð verður opin uns
Bústaðavegur verður tengdur 1.
september. Mun umferðarkerfið
einungis raskast við tilfæslu á
umferðarstraum milli akbrauta á
Bústaðavegi milli Litluhlíðar og
Suðurhlíðar. Flugvallarvegur
verður rofínn fyrri hluta sumars
en þar verður gert framhjáhlaup.
Litlahlíð verður lokuð 1. til 15.
september þegar hún verður færð
milli Eskitorgs og Bústaðavegar.
Dagana 1. til l»i júní verða
gerðir hliðarrampar sunnan
Miklubrautar og Hringbrautar og
lagður malbikaður bráðabirgða-
vegur eins og sést á korti eitt.
Dagana 18. júní til 8. ágúst verð-
ur umferð um Miklubraut beint
inn á bráðabirgðaveginn og verður
hann með tveimur akreinum.
Snorrabraut verður lokuð við
Eiríksgötu og Skógarhlíð verður
lokað við Miklubraut en umferð-
inni beint inn á Vatnsmýrarveg.
Á meðan er unnið við nýju gatna-
mótin, þar sem koma saman
Miklabraut, Bústaðavegur, Hring-
braut og Snorrabraut á miðju
Miklatorgi. Þegar gatnamótin
opna 8. ágúst verða komin upp
umferðarljós en bið verða á að
tengingu Bústaðavegar við gatna-
mótin eins og sjá má á korti tvö.
Frá 8. ágúst til 18. ágúst verð-
ur unnið áfram við lagningu Bú-
staðavegar við brúnna inn að
gatnamótunum og verður Skógar-
hlíðin þá tengd Bústaðavegi til
bráðabirgða. Umferðin verður á
þessu tímabili áfram um Skóg-
arhlíð og Vatnsmýrarveg eins og
sjá má á korti þrjú. Dagana 18.
ágúst til 1. september verða allar
götur opnar, þar með talinn Vatn-
smýrarvegur en Skógarhlíð teng-
ist Bústaðaveg við Miklatorg,
samanber kort fjögur. Eftir 1.
september verður lokið við allar
framkvæmdir og umferðin komin
á eins og sjá má á korti fímm.
5. Umferðin
eft!r 1. sept
, * ***4
V...
^ -y* *.
^ * *
££ h ,
/
t